sunnudagur, 17. febrúar 2008

Enn hiti í samningamönnum

Nú er hilla undir að skrifað verði undir kjarasamninga, lægstu laun hækka um 18 þús. kr. og aðrir fá 5.5% launatryggingu. Það er ef launamenn hafa ekki fengið 5.5% hækkun launa síðastliðna 12 mán. Eiga þeir rétt á henni eða þá það seum upp á vantar. Orlof lengist um 2 daga og fer upp í 30 daga. Veikindadagar vegna barna verða einnig 2 dögum fleiri eða 12 á ári. Slysatryggingar hækka umtalsvert og einnig eru óvenjumörg atriði í textum kjarasamninga lagfærð, þá með tilliti til dómsmála og deilna sem risið hafa á undanförnum misserum.

Ríkistjórnin er búinn að spila út sínum spilum. Ekki eru allir sáttir við það útspil og er deilum enn ekki lokið, sem hefur orðið til þess að undirritun hefur dregist fram eftir degi, en menn vonast til þess að það verði í kvöld. Húsaleigubætur hækka töluvert, ásamt viðmiðum í vaxtabótakerfinu. Skerðingarmörk barnabóta hækka úr 94 þús. kr. í 120 þús. og eftir eitt ár upp í 150 þús. Ýmislegt annað er í spilunum.

Persónuafsláttur hækkar um 7 þús. kr. í þrem áföngum 2 þús. kr. 2009 og aftur 2010 og svo um 3 þús. kr. 2011. Ríkistjórnin vill fá sinn hlut í hækkun lægstu launa. Þriðjungur þeirra rennur beint í ríkiskassann til að byrja með.

Þetta var það atriði sem ASÍ lagði upp með í sinni útfærslu og kynnti þaðfyrir ríkisstjórninni 12. des. um að komið yrði í veg fyrir þetta með sértækri hækkun persónuafsláttar um 20 þús. kr. sem myndi deyja út við 300 þús. kr. tekjur. Þetta sló ríkisstjórnin út af borðinu um áramótin eins og kunnugt er með einkennilegum fullyrðingum t.d. um að jaðarskattar myndu hækka um 67%. Þeir sem til þekkja vita að sú hækkun var einungis í Excel töflun fjármálaráðherra, því ekkert fólk er á því tekjubili sem þetta ástand skapaðist.

Engin ummæli: