Ólafur Ragnar hefur í dag einstakt tækifæri
til að verða forseti sáttar og samlyndis, í stað deilna og sundurlyndis. Sjáum
hvort honum ber gæfa til að nýta það.
En það er til aldagömul
reynsla sem nefnd er messíasarkomplex. Hann lýsir sér í yfirmáta heilbrigðri
sjálfsmynd og bjargfastri trú – reistri á sannleik sem öðrum er hulinn - fyrir
því að hann sjálfur og enginn annar geti bjargað tiltekinni þjóð frá glötun.
Þessu
skylt er upprisuheilkennið, sem birtist í endurkomu frelsarans.
Hátti svo til
að kjósendur í lýðræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar einstaklinga án
þess að huga að getu þeirra til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum
verkum embættis- og eftirlitskerfisins ekkert síður kjósendanna en þeirra sem
afglöpin frömdu.
Hverjir voru við völdin þegar Icesave var afskiptalaust komið
á koppinn? Hverjir fóru um heimsbyggðina og boðuðu fagnaðarerindi hins Íslenska
efnahagsundurs?
"You ain't seen nothing
yet".