sunnudagur, 27. nóvember 2011

Gufuskálavör


Rústir verbúðar við Gufuskálavör

Fór í gær vestur á Snæfellsnes á heimaslóðir konunnar. Á meðan hún sinnti erindum vegna inngöngu aðventunnar með systrum og frænkum, nýtti ég tímann til þess að finna mér svæði til þess að rölta um, eins og svo oft áður. Búinn að rölta 13 sinnum á jökulinn, en nú var snjómugga en veður stillt og gott, svo ég leitaði niður í fjöruna. Utanvert nesið býður upp á óendanlega margt til þess að skoða, víða er búið að gera stórátak í lagningu gönguleiða og merkingu markverðra staða.

Gufuskálar eru vestan við Hellissand. Þar reisti herinn mikil mannvirki til þess að tryggja að kommarnir vondu myndu ekki komast of nálægt "the Free World". Þar var á tímabili fjölmenn byggð, en nú rekur Landsbjörg þar umfangsmiklar þjálfunarbúðir við leit og björgun.

Á Gufuskálum var búið allt til ársins 1948. Útgerð var hér áður mikil frá Gufuskálum líkt og fleiri stöðum á utanverðu Snæfellsnesi og var þar víða fjölmenni í verunum. Víða má sjá merki fiskibyrgja þar sem sjómenn hlóðu upp byrgi úr fjörugrjóti og hrauni því byggingarefni sem er næst hendinni. Fjöldi byrgja sem fundist hafa er gríðarlegur. Það hvílir ævintýrablær yfir byrgjunum þegar rölt er um hraunkantinn við fjöruna í grend við verin blasir við hversu harðsótt hún hefur verið baráttan að draga björg í bú.


Niðurgangan í Írskrabrunn


Við Gufuskála eru minjar sem rekja má til írskrar búsetu frá því fyrir landnám, m.a. forn brunnur sem af nefndur Írskrabrunnur ásamt fiskbyrgjum í hrauninu. Írskrabrunnur var nánast týndur, því áfok og gróður höfðu í sameiningu nánast lokað brunninum. En hann hefur nú verið opnaður að nýju og sjást meðal annars hlaðin þrep, því brunnurinn er djúpur.

Gangan milli varanna og fiskibirgjanna er fín áminning í upphafi aðventu þar sem rætt um jólin gangi í garð með spjaldtölvum, flatskjáum, jólatónleikum og jólahlaðborðum.


Minnisvarði um Elínborg Þorbjarnardóttir


Síðasti ábúandi í Gufuskálum var Elínborg Þorbjarnardóttir húsfreyja á Gufuskálum 1898 – 1946
Bæn eftir þessa merku konu er á þarna á minnisvarða.

Þú hinn voldugi herra drottinn hafs. Drottin allsherjar,
blessa þú hafið og ströndina fyrir Gufuskálalandi,
svo enginn, sem héðan leitar á sjóinn verði fyrir grandi,
né neinn sá er leitar hér lands af sjónum farist.

Þín blessun hvíli yfir hverjum kima og hverjum tanga
landsins yfir hafinu og þeim, sem á jörðinni búa nú og
framvegis, meðan land er byggt.

Orð þessarar konu eiga allt eins við í dag, ef okkur tekst ekki að koma augu á lífið í kringum okkur yfir hlaðin allsnæktarborðin og áhyggjum að komast ekki yfir öll jólatilboðin í stórmörkuðunum.

laugardagur, 26. nóvember 2011

Staðreyndir til heimabrúks

Grein sem var birt í Fréttablaðinu í dag. Greinin er svar við kostulegri grein Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudag 24. nóvember.

Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar.

Á árunum 1980 – 1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur laun féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvörukjarasamninga.

Undir lok þessa áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélagið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð og tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlega átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%.

Nokkru fyrir aldamót fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum, í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu andstætt öllum hagfræðikenningum stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabaráttunni 1999 og þenslan jókst vitanlega og ekki tókst að viðhalda fastgengisstefnunni lengur og ákveðið að láta gengið fljóta.

Svo kom næsta kosningaár 2003 og enn bættu stjórnmálamennirnir við í sínum óábyrga leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi, álver og Kárahnjúkavirkjun. Margir bentu á að þetta væri það stór biti fyrir hagkerfið að hér yrði að fara varlega og stjórnvöld yrðu að beita sér gegn ofhitnum á hagkerfinu, en þrátt fyrir þetta lögðu ríkisstjórnar flokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarðgangnakerfi landsins.

Samfara þessu lækka þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðarlána og það brast á keppni um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%, allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðarverð rauk upp.

Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opinbera og allar áætlanir stjórnmálamanna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendanlega.

Ítrekað var stjórnvöldum bent að það myndi koma niðursveifla, og þær forsendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Allt var þetta byggt á kolröngum ákvörðunum við efnahagsstjórnina.

Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%.

Árin 2006 – 2008 voru útflutningstekjur Ísland vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekinn var upp fastgengisstefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisaðgerðar kynntar.

Hagdeild ASÍ varaði ítrekað reglubundið á frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráðherrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórnvöld, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangsmiklar kynnisferðir um heiminn og fræða fólk um hið mikla Íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir íslendinga í skuldasúpu.

Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana er að það séu fólgin umtalsverð sóknarfæri í því að halda krónunni lágri, það veldur því að heimilin hafa lágar tekjur og skuldirnar vaxa frekar en minnka. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskapandi greinar búið við gríðarlegan hagnað og Einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyrisreikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríðarleg mismunum á sér stað. Verulegur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað.

Nú er spáð innan við 3% árlegum hagvexti næstu ár. Svo lítill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir andstöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar.

miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Kiljan og íslenskir kommúnistar




Halldór - Fréttablaðið 23. nóvember 2011


Verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvers vegna ný bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fær drottningarkynningu í Kastljósi og síðan er bætt um betur og allur bókakynningartími Kiljunnar tekinn í að kynna bókina.

Það kom greinilega fram að Kolbrún og Egill virtust eitthvað vandræðaleg vegna þessa. Fundu sig endurtekið í því að réttlæta það að fjallað væri um þessa bók. Töngluðust endurtekið á því að þetta væri nú svo góð bók.

Páll var hins vegar hreinskilinn og fjallaði heiðarlega um bókina. Það blasti við að hann var ekki ánægður með að þessi bók væri til umfjöllunar. Fyrirséð væri hvernig HHG myndi fjalla um kommúnista. HHG flokkaði alla sem ekki væru honum sammála í pólitískum skoðunum væru vinstri menn. Barnaleg nálgun.

Ég er einn af þeim fjölmörgu sem átta mig ekki fullkomlega á notkun hugtakanna hægri eða vinstri maður. Tel mig vera hægra megin við miðju, studdi Sjálfstæðisflokkinn á meðan hann var þar, en sagði mig úr honum ásamt mörgum öðrum í lok síðustu aldar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þá ákvörðun að setja fremst sjónarmið sem komu frá BNA Repúblikönum og víkja frá fyrri stefnu.

Því fer fjarri að ég ætli að verja þau voðaverk sem Stalín og þeirra þarna austur í Sovétinu framkvæmdu. En mér er ómögulegt að að ætla að íslenskir menn sem hrifust af sósíalisma hafi verið það á grundvelli þessara athafna sovétkommúnista, eins og HHG hefur ítrekað gefið í skyn þegar hann fjallar um íslenska sósíalista.

Þar bjó annað að baki, eins og allir vita sem hafa kynnt sér t.d. uppbyggingu norrænu samfélaganna. Þau voru reist á nákvæmlega sama upphafsgrunni og þeir sem lögðu af stað til þess að auka rétt almennings í Rússlandi á sínum tíma. Skildi ekki hvað varð til þess að Egill bætti verkalýðsforingjum á þennan sakabekk. Hvað er verið að gefa í skyn?

Það er ekkert leyndarmál að það fóru einhverjir verkalýðsforingjar þangað austur í einhverjar glansferðir, það var töluvert fyrir minn tíma. En ég veit að það var einnig allmörgum boðið vestur um haf af sendiráði og menningarstofnun BNA til þess að fá kynningu á hvernig fólkið í "The Free World" hefði það. Ættum við að nota hér sömu nálgun og HHG og ræða um athafnir Bandaríkjamanna gagnvart launamönnum og já heilu þjóðunum víða um heimsbyggðina. Eða Mc Carthyisman.

Ekki dettur mér í hug að saka þá sem þáðu boð um að fara vestur um að hafa verið þátttakendur í þeim voðaverkum sem sendimenn Washingtonstjórna framkvæmdu gagnvart þeim sem ekki voru því fylgjandi að meðtaka boðskap bandarískra stórfyrirtækja og gróðahyggju þeirra.

Fram hefur komið í skjölum alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar að þessir náungar hafi t.d. tekið að lífi að jafnaði um 200 trúnaðarmenn launamanna á ári í Suður-Ameríku. Minna má á mörg önnur voðaverk gagnvart launamönnum og fjölskyldum þeirra unnin af fulltrúum "The Free World" víðar um veröldina.

Mér fannst Kiljuna setja mikið niður við þessa yfirferð og er reyndar viss um að margt bókafólk hefði viljað fá umfjöllum ný íslensk skáldverk nóg er af þeim þessa dagana.

"Prófessorinn Hannes Hólmsteinn skrifar talsvert og les líka heilmikið. Það er fallegt. Að lesa og skrifa list er góð. En ákjósanleg er einnig sú list að hreinsa skólp pólitískrar áráttuhegðunar út úr hausnum á sér þegar farið er hug og höndum um verk eftir aðra, jafnvel þótt um sé að ræða hartnær hálfrar aldar gamlan leirburð eftir mig." Þorsteinn frá Hamri um HHG í Fréttablaðinu.

Upp úr hjólfari sérhyggjunnar

Ég hef komið víða á ráðstefnur þar sem saman eru komnir trúnaðarmenn launamanna nánast frá öllum löndum heimsins. Alltaf erum við fulltrúar norrænu stéttarfélaganna leitaðir uppi og þar fáum við staðfestingu á því að þau samfélög sem almenningur um víða veröld lítur helst til og vill búa í, eru norrænu velferðarþjóðfélögin. Við erum ákaft hvattir til þess að gefa í engu eftir í okkar samfélögum, með því bætum við ekki samkeppnismöguleika norrænu landanna, heldur verði þeir sem búa við lökustu kjörin einfaldlega færðir neðar í stiganum.

Á Norðurlöndunum ríki friður og fjölskylduvænt umhverfi. Mikill agi í viðskiptum og samskiptum á vinnumarkaði. Í norrænum hagkerfum ríkir stöðugleiki og jafn stígandi kaupmáttarauki (hér dettur reyndar Ísland reglulega úr lestinni). Þessi samfélög eiga það sammerkt að fara hvað mest í taugarnar á forsvarsmönnum sérhyggjunnar og ekki síst hér á Íslandi.

Hér á Íslandi taka fylgjendur sérhyggjunnar aftur á móti vart til orða án þess að lýsa yfir andúð sinni á þessum nágrönnum okkar, hér vísa ég t.d. til ummæla í síðustu viku, um að ef menn vilja búa í svona samfélögum taka þeir bara Norrænu og flytja þangað. Yfirburðaaulafyndni á borð við þetta fær langvinnt lófaklapp og húrrahróp á landsfundi sérhyggjusinna. Svona kappar eru kosnir ræðukóngar, seðlabankastjórar, forsætisráðherrar og borgarstjórar.

Þessir menn segjast í spjallþáttum og vikuna fyrir kosningar standa fyrir "Stétt með stétt", en þess á milli berjast þeir hvað harðast gegn umbótum á íslensku samfélagi, hafna breytingum á stjórnarskránni. Hér eigi keppni að ráða og markaðurinn ráði. Vilja loka Ríkisútvarpinu og breyta því í Útvarp Sögu og Skjá 1. Ísland eigi ekki að hafna því að selja sína orku til umhverfissóða og hér eigi að hafna kolefnissköttum. Þessu fylgja hótanir um að ekki verði um að ræða frekari fjárfestingar hér á landi. Á markaðurinn að ráða nauðsynlegum aðgerðum í umhverfismálum?

Samkvæmt þessari stefnu á að ríkja keppni á öllum sviðum. Almannahagsmunir víki fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þjóðir keppa í lækkun skatta til að ná til sín fyrirtækjum. Það getur ekki leitt til annars en lakari skóla og veikari heilbrigðisþjónustu og skuldsettari þjóða. Það setur þrýsting á stéttarfélögin um að þau dragi úr sínum kröfum og laun hækki ekki.

Kaupmáttur minnkar. Arður fyrirtækjanna ræður öllu. Óheft keppni alþjóðafyrirtækjanna getur ekki leitt til annars en að þau samfélög, sem almenningur barðist fyrir í blóðugum byltingum og stríðum síðustu öld munu hrynja, sé fórnað á altari samkeppninnar.

Gegn þessu verður að sporna, breyta viðhorfum og rýma fyrir sjónarmiðum norrænnar samtryggingar. Við eigum ekki að vera eina landið á Norðurlöndum sem sérhyggjumenn hafa náð tökum á. Það er sá lærdómur sem við ættum að hafa numið í Hruninu. Sjá í gegnum þokumistrið frá reyksprengjunum sem sérhyggjumenn kasta reglulega inn í umræðuna. Ísland gæti verið kennslubókardæmið sem nýtt væri til þess að koma á alþjóðlegum reglum sem taka mið af heildarhagsmunum.

Endurskilgreina þarf hver markmiðin eigi að vera. Kerfið eins og það er nú, tekur ekki mið af hagsmunum almennings. Hann er réttindalaus. Fyrirtækin stjórna ríkisstjórnunum og setja þeim stólinn fyrir dyrnar með sína hagsmuni í fyrirrúmi. Samspil þessara aðila velur þau kjör sem launamönnum er boðið upp á. Ef stéttarfélögin gera of góða kjarasamninga þá þykir sérhyggjumönnum gott að hafa gjaldmiðil sem hægt sé að fella til þess að tryggja að 30% af þjóðaframleiðslunnar renni áfram í vasa hinna útvöldu. Þetta sjónarmið fær langvinnt lófatak og klapp að bak ræðumanns.

Þau viðhorf sem höfð voru að leiðarljósi við uppbyggingu samfélaga við jákvæðum viðhorfum til fjölskyldna eru að glatast og viðhorf auðhyggju og sérhyggju hafa tekið yfir. Barnaþrælkun eykst, mansal viðgengst sem aldrei áður, kynlífsþrælkun vex og réttindalausum farandverkamönnum fjölgar. Hungrið í heiminum vex samfara því að þeim fjölgar sem ekki hafa aðgang að vatni.

Hér er farið yfir þetta á skiljanlegan hátt af Hans Rosling.

Í Kína, því landi sem sumir af leiðtogum Íslands mæra í alþjóðlegum fjölmiðlum og segja jafnframt að Norðurlöndin séu okkar helstu óvinir, eru rúmlega 5 milljónir fanga í 1.000 fangelsum nýttir til þrældóms í verksmiðjum þar aðbúnaður er ólýsanlegur. Þar eru kjör launamanna um heim allan keyrð niður og búið til atvinnuleysi.

Mannfyrirlitning fjölþjóðafyrirtækjanna nær sífellt sterkari tökum að alþjóðasamfélaginu. Í Evrópu starfa í dag fyrirtæki sem selja svarta lista til atvinnurekanda. Á þessa lista eru menn skráðir sem vilja vera í verkalýðsfélögum, hafa gefið sig út fyrir að krefjast hærri laun eða gert athugasemdir við öryggisbúnað. Gjaldþrot auðhyggjunnar blasir við hvert sem litið er.

þriðjudagur, 22. nóvember 2011

Stjórnarskrárumræðan

Hér á Eyjunni hafa undanfarið birst pistlar þar sem Gísli Tryggvason félagi minn í stjórnlagaráði hefur farið yfir hverja einustu grein Stjórnlagafrumvarpsins með skýringum og ábendingum hvað liggi að baki hverri grein. Umræðan um frumvarpið hefur um of einkennst af fyrirfram gefinni andstöðu við störf Stjórnlagaráðs.

Nú er það svo að legið hefur fyrir að það þurfi að endurskoða núverandi Stjórnarskrá, og það kom reyndar fram áður en Stjórnarskráin var samþykkt á Þingvöllum 17. júní 1944 eins og fram kom í fróðlegu erindi Guðna T.h. Jóhannessonar á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins í vor.

Eftir Hrun kom upp á yfirborðið ákafur vilji meðal þjóðarinnar að uppganga samfélags okkar úr dalbotninum yrði nýtt til þess að skapa hér nýtt og heilbrigðara samfélag. Við vissum að það yrði erfitt, margir þeirra sem hefðu komið sér vel fyrir við kjötkatlana, myndu verjast kröftuglega ef einhver vildi hrekja þá á brott.

Erlendir sérfræðingar í þessum málum t.d. Eva Joly, sem var hér ráðgjafi til skamms tíma lýsti þessu prýðilega. Bankamenn og stjórnmálamenn sem ættu hagsmuna að gæta, myndu gera allt til þess að draga mál á langinn. Helsta baráttuaðferð þeirra yrði að gera alla þá ótrúverðuga, sem þeir teldu ógna stöðu sinni. Hér nægir að benda á þann málflutning sem hefur verið undanfarið um FME og svo hverjir það voru sem sátu á fremsta bekk á landsfundi þess stjórnmálaflokks sem hefur mótað og stjórnað efnahagsstefnu Íslands undanfarna áratugi.

Í þessu sambandi vill ég sérstaklega benda á kafla 8 í öðru bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Bendi á kafla 8.11 og töflur 23 og 24 bls. 200 og 201. Í framhaldi af því um útlán bankanna í kafla 8.12. Í framhaldi af því má kannski velta fyrir sér hvers vegna sumir vilja alls ekki ræða þessa skýrslu.

Allir spádómar í þá veru að hér myndi ganga erfiðlega við að ná fram breytingum á íslensku samfélagi hafa ræst. Reglulega hefur reyksprengjum verið varpað út í umræðuna til þess að leiða hana á villigötur og beina sjónum frá atriðum sem ekki þola dagsljósið. Alltaf eru þar á ferð sömu aðilar, sama hvert litið er. Alltaf tala þeir eins og Hrunið hafi hafist í október 2008 og ekki átt sér neinn undanfara. Það er jú afleiðingar undanfarans sem verið er að glíma við. Það er undanfarinn sem fjallað er um í Rannsóknarskýrslunni. Tilteknir stjórnmálamenn hafa reglulega tekið Alþingi í gíslingu og reynt allt til þess að mál fái málefnalega afgreiðslu.

Það er vitanlega eðlilegt að sett sé fram gagnrýni á framkomnar tillögur og fram fari gagnvirk umræða. Sú umræða nær ekki tilgangi ef inn í hana er endurtekið varpað innistæðulausum klisjum. Klisjum sem ítrekað er búið að sína fram á að standast ekki nánari skoðun. Skortir heilbrigð rök, eins og er t.d. bent á hér og hér.

Hér bendi ég á yfirlætisfullar ábendingar um hnökra sem einhver telur sig hafa fundið í frumvarpi Stjórnlagaráðs og svo maður tali nú ekki um baráttuna gegn Stjórnlagaþingi. Baráttuna gegn því að komið verði í veg fyrir reglulega eignaupptöku hjá launamönnum í gegnum gjaldmiðil sem íslensk valdastétt geti handstýrt, sama hvaða nafni hann á nú að heita nú heita. Þessi hópur vill allt annað en að þurfa að undirgangast öguð vinnubrögð ESB.

mánudagur, 21. nóvember 2011

JóJó Steinunnar Sigurðardóttur

Nýjasta bók Steinunnar Sigurðardóttur; JóJó, hefst á atviki sem verður til þess að krabbameinslæknir staldrar við og fram streyma minningarbrot. Sársaukafull, dulin og bæld.

Bókin verður spennandi og rífur stundum í. Ástir, vinir og samskipti læknis við sjúklinga sem berjast við krabbamein. Minningarbrotin raðast upp og dregin er óþægilega raunsönn mynd af hryllilegum afleiðingum kynferðisofbeldis gegn börnum.

Steinunn er mikill stílisti og texti bókarinnar er þaulhugsaður, fágaður og glæsilega unninn. Ég las bókina í einum rykk, gat ekki lagt hana frá mér. Sat hljóður allnokkurn tíma eftir að hafa lokið lestrinum og fór í gegnum sum minningarbrotin aftur.

Bókin er góð, virkilega góð. Beinskeytt og kröfuhörð við lesandann.

sunnudagur, 20. nóvember 2011

Aulabrandarar og barnaleg fáviska

Hef undanfarin misseri setið allnokkra fundi með helstu framamönnum úr atvinnulífinu, allt XD menn, og hlustað á afstöðu þeirra til íslensks samfélags og hvað þurfi að gera. Hef birt hér á þessari síðu allnokkra pistla þar sem vitnað er í ummæli þeirra.

Sé litið til þessa þá kemur umræðan á landsfundi XD mér í opna skjöldu. Hún einkennist af aulabröndurum og barnalegri fávisku öfgafulls hóps sérhyggjumanna, sem eru lengst til hægri á stjórnmálavængnum.

Hvað veldur því að þessir félagar mínir úr atvinnulífinu láta þetta yfir sig ganga?

Hvers vegna láta menn bjóða sér að aðalstjörnur Landsfundarins séu fyrrv. ráðherrar Flokksins, þeir voru í þeirri ríkisstjórn sem lagði grunninn að Hruninu, eins og kemur glögglega fram í skýrslu Rannsóknarnefndar, sem Valhöll vill að gleymist. Þar eru mennirnir sem vissu hvert stefndi þegar í árslok 2006 og hefðu þá geta komið í veg fyrir þær miklu hörmungar sem riðu yfir okkur öll, ein sog ég hef komið að nokkrum sinnum áður.

Flokkurinn er pikkfastur í fortíðinni og menn láta sig hafa það að sitja þar. Hafa ekki burði til þess að reka af sér gamlar vofur, horfast í augu við sjálfa sig og viðurkenna að Flokkurinn átti stærstan þátt í því hvernig fór. Viðurkenna það og skilja við þennan sérhyggjuhóp.

föstudagur, 18. nóvember 2011

Óhugnanleg setning landsfundar

Nú höfum við fengið staðfestingu á því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að axla neina ábyrgð á þeim óförum sem íslenskt efnahagslíf lenti í undir þeirra stjórn.
Þeir ætla að ríghalda í þær skýringar sem þeir hafa tönglast á að það hafi verið heimskreppa, ekki íslensk kreppa sem olli efnahagslegum hamförum hér á landi. Hafna því að lesa Rannsóknarskýrsluna, og ætla eins og svo oft áður að endurskrifa söguna eins og þeir vilja hafa hana. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að horfast í augu við þá staðreynd að hér varð meira hrun en annarsstaðar. Það varð fullkomið kerfishrun á Íslandi.

Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki burði í að takast á við og horfast í augu við að það var efnahagsstjórn þeirra sem lagði 25 þús. heimili í rúst. Það var íslenskt kerfishrun sem varð til þess að kaupmáttur hrapaði og kjör færðust 4 ára aftur í tímann. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja tóku stökkbreytingum og Seðlabankinn varð gjaldþrota allt undir stjórn „farsælasta forystumanns“ Íslands. Sú efnahagsstefna sem Davíð Oddsson og meðreiðarsveinar mótuðu, lagði nánast allt í rúst.

Það gerðist ekki í öðrum löndum, það gerðist einungis hér og er sannarlega afleiðing stefnu þeirra. Það voru forystumenn Flokksins sem höfnuðu alfarið að taka tillit til aðvarana vina okkar á hinum Norðurlöndunum um að grípa í taumana í árslok 2006. Þá var ljóst hvert stefndi. Það vissu Geir Haarde forsætisráðherra, Árni Matt fjármálaráðherra og Davíð Oddsson Seðlabankastjóri, þeir menn sem fóru með mesta vald í efnahagsmálum þessa lands.

Ráðherrar allra nágrannaríkja höfðu ítrekað samband við þá, en þeir höfnuðu því algjörlega að víkja af sinni helfararleið. En fóru í ferðir erlendis og lýstu hina Íslenska efnahagsundri sem þeir hefðu skapað og gerðu gys af þeim sem vildu meina að þetta væri ekkert undur, bara ómerkileg froða.

Þetta kemur allt fram í fyrirliggjandi skýrlsum sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Ef koma hefði átt í veg fyrir Hrunið hefði þurft að grípa til alvarlegra aðgerða á árinu 2006 of fylgja þeim eftir með harkalegum efnahagslegum samdráttar aðgerðum kosningaárið 2007. Bankarnir voru of stórir fyrir hið örsmá hagkerfi Íslands og viðskiptahallinn alltof mikill. Í stað þess að gríða til aðgerða til þess að draga úr þennslunni, fara þessir stjórendur efnahagsmála í gagnstæða átt. Sumir halda því fram að Hrunið hafi orðið til árið 2008, þeir sem þannig tala eru með sterkt pólitísk gleraugu. Árið 2008 var staðan orðin það ískyggileg að ekki varð hjá Hruni komist.

Ákvarðanir sem teknar voru í Seðlabankanum þetta ár hafa verið gagnrýndar svo ekki sé meira sagt. Ingibjörg Sólrún endaði sinn pólitíska feril líklega án þess að gera sér grein fyrir því þegar hún ákvað að fara í ríkisstjórn, enda er hún farinn af vettvagni og baðst afsökunar á sínum þætti. Meir en aðrir hafa dug í sér að gera.

Ákvarðanir sem teknar voru að ríkisstjórnarforystunni á árinu 2007 voru þvert á það sem ráðherrar okkar helstu vinalönd höfðu lagt til, það varð til þess að engin vildi koma nálægt Íslandi með hjálp nema í gegnum AGS. Ef Geir Haarde og ríkisstjórn hans hefðu tekið að vandanum þá hefði fallið ekki orðið svona mikið. Það voru kosningar sem voru framundan og settu voru upp veggspjöld um land og birtar heilsíðu auglýsingar um að hér væri allt svo gott undir traustri efnahagsstjórn.

Það er sorglegt að hlusta á ummæli núverandi formanns flokksins um stöðuna við stetningu landsfundar, ömurlegt. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins kom fram að það væri fólkinu í landinu að kenna hvernig fór, ekki þeirra sem mótuðu og stjórnuðu efnahagsstefnunni. Ekki þeirra sem settu allt í kaldakol.

Ef marka má afstöðu fólks í skoðanakönnunum þá styðja 38% þeirra sem tóku afstöðu þennan flokk. Um 50% tóku afstöðu, þannig að hér er um að ræða um 20% landsmanna. Þessi hópur varð efnaðri við Hrunið og það byggist á því kerfi sem þetta sama fólk hefur komið á hér á landi.

Við vitum að það er sami hópur sem berst með öllum ráðum gegn því að tekið verði á þessu kerfi. Þetta fólk virðist skipta engu þó það kosta almenning aleiguna og upptöku þriðjungs launa í landinu. Það er þetta fólk sem mun kjósa XD sama á hverju gengur, því þetta fólk hugsar einvörðungu um eigin hag.

Í nýrri könnum á vegum hagdeilda SA kom fram að á undanförnum árum hefur fjöldi íslendinga sem fer héðan umfram það erlenda fólk sem hingað flytur vaxið með hverju ári. Sé litið til þess hverjir það eru sem eru að flytja burt þá er það vel menntað fólk sem er að fara og hingað er að flytjast erlent láglaunafólk sem sættir sig við að vinna störf þar sem laun og aðbúnaður er við eða fyrir neðan leyfileg lágmörk. Neðanjarðarhagkerfið vex, ójöfnuður vex.

Landsfundur Sjálfstæðismanna virðist vilja halda áfram þar sem frá var horfið og þvertekur að horfast i augu við sína skelfilegu fortíð.

miðvikudagur, 16. nóvember 2011

Fyrirsjáanleg staða OR

Síðustu ár hafa málefni OR margsinnis verið ofarlega á vinnustöðum rafiðnaðarmanna. Umræðan hefur einkennst af áhyggjum hvernig stjórnmálamenn hafa nýtt sér OR sem skiptimynt í valdatafli og klækjastjórnmálum. Rekstrarlegar hagsmunum hafi verið vikið til hliðar.

Það lá þegar fyrir á árinu 2007, að taka þyrfti til í rekstri fyrirtækisins með mikilli hagræðingu og hækkun gjaldskrár. Mikilvægir hlutar fyrirtækisins voru þá þegar reknir með tapi. Síðan þá hefur endurtekið verið dregið úr nauðsynlegu viðhaldi og fyrirbyggjandi viðhaldi. Um mitt ár 2007 var það ljóst að ef ekki yrði tekið á þessum þáttum myndi það leiða til gríðarlegs og langvarandi vanda.

Þá lá fyrir ef gripið yrði til aðgerða haustið 2007 og tekið á gjaldskrám og stjórnunarkostnaði fyrirtækisins væri hægt að koma í veg fyrir mikinn skaða. En ef ekki yrði gripið þá þegar til aðgerða myndi það kosta milljarða króna að byggja upp það sem tapast hefði með því að draga úr fyrirbyggjandi viðhaldi.

Þáverandi borgarstjóri og fylgisfólk hennar höfnuðu þessu alfarið á þeim forsendum að svo stutt væri til kosninga. Samtök rafiðnaðarmanna og annarra almennra starfsmanna mótmæltu harkalega uppsögnum sem gripið var til í viðhalds- og framkvæmdadeildum auk þess að laun almennra starfsmanna væru skorin niður. Þáverandi borgarstjórn tók hins vegar ekkert á ofvöxnu stjórnkerfi fyrirtækisins. Þáverandi borgarstjóri ákvað svo ofan á allt annað að taka út úr fyrirtækinu fleiri hundruð milljóna króna í arðgreiðslum.

Þetta kom fram í úttekt lífeyrissjóðanna á fyrirtækinu fyrir 2 árum þegar leitað var eftir lánum á neikvæðum vöxtum úr lífeyrissjóðunum. Bent var á að taka yrði á rekstrarkostnaði og þáverandi borgarstjórn hefði byrjað á öfugum enda með því að fækka í viðhaldsdeildum. Það mun taka um áratug að vinna upp það sem hefur farið úrskeiðis í viðhaldi.

Fjölmiðlar sögðu lítið frá þessum þætti og völdu frekar þann kostinn að draga það upp með neikvæðum hætti að lífeyrissjóðirnir vildu ekki lána fyrirtæki í vanda mikla fjármuni á néikvæðum vöxtum. Eins og alltaf hjálpa þeir stjórnmálamönnum að beina sjónum fólks frá eigin getuleysi og vanda eitthvað annað.

Mat starfsmanna lífeyrissjóðanna var svo staðfest skömmu síðar í úttekt Norræna lánasjóðsins. Þessu var svarað með fúkyrðaflaum af Hönnu Birnu og borgarstjórnarmönnum hennar í fjölmiðlum í garð lífeyrissjóðanna og starfsmanna stéttarfélaganna. Hér hefði maðu rhaldið er væri komið ærið tilefni fyrir fjölmiðla að beina sjónum sínum af hvers vegna öflugir aðilar vildu ekki lána fyrirtækinu og hvernig þáverandi borgarstjórn ætlaði að taka á þessum vanda. Nei sjónum var beint að lánastofnunum og þær dæmdar vondar.

Nú er komið fram nýrri úttekt staðfesting á þessu öllu saman, þar að auki að að stór hluti allra fjárfestinga stjórnenda OR árin 2007 og 2008 að upphæð um 30 milljarða króna er tapað fé að því er fram kemur í kolsvartri skýrslan um stjórnendur fyrirtækisins á þessum árum. Allt þetta hefur legið fyrir um alllangt skeið, en okkur forsvarsmönnum stéttarfélaganna var þá varpað á dyr af þáverandi borgarstjóra, þegar við reyndum að ræða þessi mál við hana. Þar kom m.a. fram fullyrðingar af hálfu þáverandi borgarstjóra að stéttarfélögin væru á móti leiksskólum!!??

Gagnrýnt er í rekstrarúttekt frá miðju ári 2010, að ekki hafi verið gerð skýr grein fyrir skilmálum samninga um nýjar virkjanir né arðsemismarkmiðum. Því síður þeim áhættum sem þessum samningum fylgdu. Var til að mynda öllum fyrirvörum vegna orkusölu til 1. áfanga álvers í Helguvík aflétt í árslok 2008 eða eftir að hrunið hafði átt sér stað og fyrirsjáanlegt var orðið að umskipti hefðu orðið á arðsemisforsendum er vörðuðu fjármögnunarkjör OR.

Alvarlegar afleiðingar alls þessa komu fram í ágúst 2010 þegar lausafjárstaða OR var í uppnámi og vart náðist að greiða starfsfólki laun. Allt þetta ásamt svo mörgu öðru kennir okkur að stjórnmálamenn eiga ekki að vera inn í fyrirtækjum í eigu almennings, nánast öll fyrirtæki og sjóðir sem þeir hafa stjórnað eru rústir einar.

Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson

Flaug í gær til Kaupmannahafnar og tók m.a. með mér Valeyrarvals Guðmundar Andra. Það er skemmst frá því að segja að bókin var fullkomlega búinn að fanga mig áður en við tókum á loft. Allir þekkja hinn afburðastíl Guðmundar Andra m.a. í mánudagspistlum hans í Fréttablaðinu.

Bara að það væru fleiri mánudagar í Fréttablaðinu, þá gæti maður fagnað því á hverjum degi að vera laus við hinn endalausa barlóm útgerðarmanna um að verið sé að taka frá þeim alla lífsbjörgina og við fjölskyldum þeirra blasi vergangur. Eða Sigmund Davíð að kynni okkur fyrir nýja kunningja. Um daginn voru það einhverjir norðmenn sem hann hafði hitt á kráarrölti í Osló. Þeir vildu endilega hreint troða upp á hann risaláni á núll komma eitthvað vöxtum, svo hann gæti bjargað efnahag Íslands.

Nú er Sigmundur Davíð kominn með nýja vini frá Kanada. Þeir eru tilbúnir að kaupa upp af allar ónýtu krónurnar sem eru í umferð og greiða líka upp Jöklabréfin og láta okkur hafa alvöru dollara í staðinn. Þeir ætla svo að henda öllum ónýtu krónunum í Norðurhöfin strax og ísa leysir.

Þá getum við segir Sigmundur Davíð myndað ný Öxulveldi með Lapplandi (Samalandi), Grænlandi og Kanada og tekið að okkur að sjá um heimsviðskiptin með kanadískum dollurum. Lausir við vonlausar væntingar um reddingar frá Brussel, svo maður tali nú ekki um að losna við stökkbreytt lán í gjaldmiðli sem Lilju Móses tókst ekki einu sinni að skipta um nafn á. Og bændur fá þá óáreittir að halda áfram að selja okkur landbúnaðarvörur á 30% yfirverði og milliðakerfi Bændasamtakanna getur stækkað við sig og aukið útgáfu hins vandaðaða og sannleikselskandi Bændablaðs. Þar með væri atkvæðum Sigmundar Davíðs bjargað fá því að deyja úr matareitrun.

Þegar ég var að fara um borð í vélina mætti ég hóp af íslendingum sem voru að koma frá Kanarí og eftir því sem mér skyldist eftir að hafa rætt við nokkra þeirra, höfðu í þetta skipti engir íslendingar farist í Kanaríinu undanfarnar vikur, þó svo þeir hefðu farið á Klörubar félagsheimili Framsóknar og borðað ESB mat.

Við getum farið að hlakka til að verða aftur hið heimsþekkta Íslenska efnahagsundur og þá getur forseti vor með vonnabí ráðherrum farið um heimsbyggðina með nýjan gjaldmiðil. Þá erum við endanlega laus við óvinaríki okkar á hinum Norðurlöndum. Þau sem voru svo vond og siguðu á okkur AGS og kröfðust þess að við bærum ábyrgð á eigin gjörðum.

Í Valeyrarvalsinum fléttar Guðmundur saman 16 sögum á listilegan hátt. Allar gerast þær á sömu 2 mínútunum. Stíll hans hélt mér fullkomlega föstum við bókina.

"Viltu kaffi?"
"Ha?" svaraði ég. Hrökk við og leit upp og horfðist í augu við brosandi flugfreyjuna. "Nei takk."

Og ég las áfram án þess að taka eftir því sem fram fór kringum mig. Hverja söguna á fætur annarri, maðurinn við hliðina á mér steinsvaf. Honum var ekki boðið upp á kaffi.

"Má bjóða þér eitthvað úr Saga shop?" Nú leit ég ekki upp og vonaði að flugfreyjan áttaði sig á að ég væri of upptekinn til þess að segja nei takk. Maðurinn við hliðina á mér var vaknaður og var byrjaður að horfa á ameríska hasarmynd, og spurði hvort hægt væri að fá kaffi og með því núna.

Og ég las áfram. Svelgdi í mig hverja blaðsíðuna á fætur annarri. Sumar aftur, bara til þess að dást betur að stílnum. Áður en við lentum var bókin búin og ég fletti aftur á fremstu síðu og las fyrsta kaflann aftur.

Besta bókin sem ég hef lesið hingað til í haust.

þriðjudagur, 15. nóvember 2011

Konan við 1000°

Hef undanfarna viku verið að lesa nýja bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000°.

Hallgrímur er fanta góður stílisti og skrifar virkilega skemmtilegan texta, eins og allir vita. Í bókinni eru verulega skemmtilegir sprettir, en svo koma á milli langir kaflar, jú það er gaman að lesa þá en ég átti stundum í erfiðleikum að halda einbeitingunni.

Herbjörg eða Herra er sögumaðurinn í þessari bók, hún á eftir að lifa með okkur enda sérstaklega eftirminnileg. En bókin er bara of löng og það á örugglega eftir að verða til þess að of fáir leggja í hana, því miður.

mánudagur, 14. nóvember 2011

Hanna Birna hafnar efnahagstefnu Sjálfstæðisflokksins

Hanna Birna var í þættinum Sprengisandi í gær. Þar sem hún hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins um allangt skeið og sækist eftir því að verða formaður flokksins fylgist maður með því sem hún er að segja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft flokka mest áhrif á líf almennings hér á landi.

Í viðtalinu kom fram að Hanna Birna væri þeirrar skoðunar að við ættum að halda áfram í krónuna. Næstu 3 - 5 árin ætti að skoða hvort aðrir kostir séu betri, en miðað núverandi aðstæður finnst henni krónan sé besti kosturinn. Er Hanna Birna virkilega ekki betur að sér um þessi mál?

Ég hélt að allir landsmenn vissu að viðræður við ESB taka a.m.k. 2 ár og að því loknu er reiknað með að þjóðin taka afstöðu til fyrirliggjandi samningsdraga. Það hefur einnig komið fram að íslendingar komist ekki hjá því að taka til í sínu. Við komumst einfaldlega ekki lengra á þessari braut. Nóg sé komið af óstjórn og spillingu og vinnan við viðræðurnar snúist að mestu um mál sem við þyrftum hvort eð er að gera í okkar málum, sama hvort við göngum í ESB eða ekki.

Nei sinnar klifa sífellt á því að ESB sé engin skyndlilausn og telja sig þar með vera lausir undan því að vera þátttakendur í þessari umræðu um umbætur á því sem keyrði hér allt í kaf. Það eru nefnilega engir aðrir en Nei sinnar sem segja að ESB sé skyndilausn. Allir aðrir vilja taka á vandanum með vönduðum hætti.

Ef þau drög sem hugsanlega verða klár eftir 2 ár verða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, taka við a.m.k. önnur tvö ár þar til búið verði að ganga frá gjaldmiðilsmálum og aðlögun. Allir geri sér grein fyrir að það sé eðlilegt að nýta þennan tíma. Þegar væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram lægi fyrir hvort ESB hefði tekist að lagfæra þau vandamál sem menn glíma við þessa dagana.

Það er hvort við tækjum upp Evru, eða færum samskonar leið og Danir og Færeyingar gerðu að halda í sína krónu studda af Seðlabanka ESB með 15% vikmörkum, sem mér hefur alltaf þótt líklegasta lendingin, merð öðrum orðum tengja íslensku krónuna við þá færeysku.

En það var annað sem dró til sín athygli mína. Hanna Birna sagði að menn tali um krónuna eins og hún væri ástæðan fyrir ástandinu, en gjaldmiðillinn sé í raun eins og hitamælir. Hann sé ekki brotinn þótt illa gangi. Þá minnti Hanna Birna á að Grikkir kenni evrunni um sína stöðu, en við krónunni um okkar stöðu.

Þetta er rangt ég hef allavega ekki heyrt annað en að menn tali um að það sé léleg efnahagsstjórn og mikil spilling meðal ráðandi stjórnmálamanna sem hafi verið aðalorsök þess að Grikkir og Íslendingar lentu í þessari stöðu.

Ítrekað hefur komið fram að við gætum haldið krónunni áfram. Það kallaði aftur á móti á mun harkalegri efnahagsstjórn, en ef við tækjum upp Evru með Seðlabanka ESB sem bakhjarl. Auk þess að ef við héldum í krónuna, þá muni það alltaf kalla aukalega á 2,5 – 3% hærra vaxtastig hér á landi vegna kostnaðar við rekstur örgjaldmiðils, með miklum og dýrum gjaldeyrisvarasjóðum.

Og svo kemur athyglisverðasti hluti innleggs Hönnu Birnu. Hún sagði að sumir séu með þau rök að upptaka evru myndi aga okkur. „Við getum bara agað okkur sjálf. Ef við getum það ekki þá ráðum við heldur ekki við það að skipta um gjaldmiðil,“ sagði Hanna Birna. „Fólk upplifir líka bara á hverjum einasta degi þegar það horfir á reikningana sína þá upplifir það ekki bara þessar tölur sem eru svo stórar heldur óréttlætið sem er fólgið í því. Ef að við nálgumst það ekki, segjum við þetta fólk, við ætlum að tryggja einhvers konar réttlæti með þjóðarsátt um það að leysa þessi mál þá komumst við ofsalega lítið áfram. Óháð krónu og ekki krónu þá er þetta veruleikinn sem að fólk býr við.“

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað efnahagsmálum á Ísland nánast einhendis frá lýðveldisstofnun. Hanna Birna sakar hér Sjálfstæðisflokkinn réttilega um hvernig komið sé fyrir íslendingum. Flokkurinn hafi með slakri efnahagsstjórn eyðilagt möguleika á nauðsynlegum stöðugleika og nýtt sér krónuna með reglulegum gengisfellingum til eignaupptöku hjá íslenskum almenning og tilfærslum á launum frá verkafólki til fyrirtækjanna. Þeir ríku ríkari og bilið jókst sífellt.

Á þetta hafa margir árangurslaust bent árum saman og nú kemur loks fram á sjónarsviðið einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og viðurkennir þetta. + fyrir Hönnu Birnu, en þetta er reyndar í dálítilli mótsögn við það sem hún sagði í fyrri hluta viðtalsins.

sunnudagur, 13. nóvember 2011

Allir synir mínir

Missti af þessari sýningu í vor vegna anna og dreif mig í gærkvöldi, sé svo sannarlega ekki eftir því. Arthur Miller er þekktasta leikskáld tuttugustu aldarinnar.

Allir synir mínir er verkið sem gerði hann frægan. Í sýningunni eru dregnir fram þættir í sálarlífi samfélagsins sem eru okkur svo hugleikin í dag, þegar græðgi og stundarhagsmunir ráða ferðinni.

Það er ekki veikur hlekkur í þessari sýningu, hún heldur manni vel við efnið allan tímann, með jöfnum stíganda. Aðalhlutverkin eru í höndum Jóhanns Sigurðarsonar og Guðrúnar S. Gísladóttur. Bæði frábærir leikarar og fara hér á kostum. Björn Thors fer einnig með burðarhlutverk og stendur sig vel. Í aukahlutverkum eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

laugardagur, 12. nóvember 2011

Þjóðkirkjan og stjórnarskráin

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti", segir forseti kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein og vísar þar í þjóðkunn ummæli Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukku Halldórs Laxnes.

Síðan snéri forseti kirkjuþings sér að kostulegum fabúleringum að meintar og heiftarlegar deilur Stjórnlagaráðs um forseta lýðveldisins. Hvert er maður inn að fara? Hann er allavega staddur á einhverjum öðrum stað en ég. Það var forsetinn sjálfur sem setti fram sína túlkun á þessu, allir aðrir bentu honum á að þetta væri ekki rétt túlkun, engar deilur hafa staðið uppi um þetta mál.

Það er þekkt þjóðaríþrótt að vísa í orð nóbelshöfundar okkar, en oft fatast mönnum flugið illilega. T.d. eins og þegar menn nota Bjart í Sumarhúsum sem helsta baráttumann fyrir sjálfstæði einstaklingsins. Lesendur vita að Bjartur var einn mesti hrotti sem sem Laxnes skapaði og endaði einangraður lengst upp í heiði. Enginn fór jafnilla með sínar konur og börn, svo maður tali nú ekki um skynlausar skepnur bóndans.

Fyrir liggur þjóðarvilji til þess að fá að taka afstöðu til þess hvort við höfum Þjóðkirkju eður ei.

Ef menn lesa frumvarp að nýrri stjórnarskrá þá er ljóst að Stjórnlagaráð vildi ekki taka þann rétt af þjóðinni og ákvarða einhliða í þessu máli.

Á Pétur Kr. Hafstein hér við að Stjórnlagráð hefði átt að taka niðurstöður margra skoðanakannana um að ekki væru ákvæði um þjóðkirkju í Stjórnarskrá, reyndar eins og er í flestum nýrri Stjórnarskrám. Er það réttlæti?

Eða á Pétur Kr. Hafstein forseti að hið meinta réttlæti hans sé að Stjórnlagaráð hefði átt að taka allan ákvörðunarrétt af þjóðinni og ganga gegn vilja þjóðarinnar til þessa máls og setja inn í frumvarp sitt að hin Evangelísk-lúthersk kirkja sé þjóðkirkja Íslands?

Skelfing væri umræðan markvissari ef menn töluðu hreint úr og horfðust í augu við eigin vanda, það er ekki við Stjórnlagaráð að sakast hvernig er komið fyrir íslenskri Þjóðkirkju

fimmtudagur, 10. nóvember 2011

Kanadamenn vilja skipta um nafn á krónunni

Það er svo einkennilegt hvernig sumir stilla upp málum og halda því fram að það sé ekkert mál að bjarga gjaldeyrismálum, bara með því að gera allt annað en að taka upp Evru. Meir að segja fólk sem er menntað sem hagfræðingar segja að þetta sé ekkert mál bara skipta um nafn á krónunni.

Þá spyr maður; Veit viðkomandi ekki hvers vegna örgjaldmiðill sveiflast og hvers vegna t.d. vogunarsjóðir og hrægammasjóðir, hvað þessir stóru sjóðir heita nú, leita miskunnarlaust að leiðum til þess að græða, sama hvaða afleiðingar þær hafa fyrir launamenn. Þetta fjárhættuspil var ein af stóru ástæðunum fyrir því að krónan sveiflaðist og margir græddu drjúgar fúlgur á því, meðan blæddi um það bil 25 þús. íslenskum heimilum út.

Vita þessir hagfræðingar að kostnaður af krónunni, eða sama hvað örgjaldmiðillinn heitir, byggist að miklu leiti á því að það þarf að halda úti öflugum gjaldeyrissjóði til þess verja gjaldmiðilinn? Það kostar umtalsverðar upphæðir, sem lenda á heimilum og fyrirtækjum í formi aukavaxtakostnaðar sem nemur 1,5 – 2% og íslendingar eru að greiða um 3,5 - 4% hærri vexti vegna þess að þeir eru með þennan gjaldmiðil.

Auk þessa eru önnur smáræði eins og reglubundin eignaupptaka og stökkbreytingar skulda heimilanna.

Þeir sem dásama krónuna sleppa vitanlega öllum þessum tittlingaskít og miða allt við hvað gerðist eftir Hrun og gæta þess að taka ekki með í sínu dírrendí það sem gerðist fyrir Hrun og gerist á um það bil 10 ára fresti hér á Íslandi.

Helsta ástæða þess að menn velta fyrir sér Evru umfram aðrar leiðir eru tvær.
A)
Um 60% viðskipta íslendinga fara fram í Evrum og ef við erum tengd þeim gjaldmiðli þá koma gjaldmiðilsveiflur í þessum viðskiptagjaldmiðli ekki fram við og dagvöruverð sveiflast einfaldlega jafnmikið. Auk þess mun kostnaður við að skipta um gjaldmiðil bæði á inn og útleið við okkar stærsta viðskiptasvæði hverfa.

B) Og svo er það hitt að Seðlabanki ESB er og mun verða bakhjarl þessa gjaldmiðils og Ísland losnar undan hinum gríðarlega kostnaði við að verja örgjaldmiðil sinn.

C) Ísland á allt undir að það takist að koma í veg fyrir að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Á þessu ári hafa liðlega 80% af öllum útflutningi Íslendinga farið á ESB svæðið og stór hluti innflutnings kemur þaðan. Þorri erlendra eigna lífeyrissjóða okkar er í evrum.

Eins og fram hefur komið í pistlum hér á þessari síðu undanfarna daga, er það sem sett er fram svo geggjað að maður veit eiginlega ekki hvort verið sé að tala í alvöru, þar má benda á "hagfræðinga?" sem stíga fram og stinga upp á því að taka t.d. upp Kanadískan dollar og Kanadamenn vilji það endilega og sumir virðast taka þetta alvarlega. Stundum hafa aðrar myntir verið nefndar. augljóslega er þetta í raun allt sama tóbak og skipta um nafn á krónunni, við þyrftum eftir sem áður að standa straum af rekstrarkostnaði þess gjaldmiðils.

Eru Kanadamenn virkilega tilbúnir í að spandera á okkur þeim fjármunum sem sem hlýst af því að verja okkar hagkerfi? Eða hitti sá hagfræðingur sem setur þetta fram, einhverja Kanadamenn á bar, datt í það með þeim og þeir urðu voru bestu vinir Íslands. Hér er ég augljóslega að vitna til umtalaðs ferðalags formanns Framsóknar til Noregs á bar í Osló til þess að tala við "norskan spesíalista" í beinni útsendingu RÚV. Mesta drykkjuflopp ever eins og krakkarnir mínir segja gjarnan.

Eru Kanadamenn virkilega til í að kaupa allar krónur sem eru í umferð, allt lausafé og skuldabréf, og greiða það upp í topp með kanadískum dollurum. Og henda svo öllu sem fylgdi krónunni í ruslið. Fyrirfinnst enn í heiminum slík gjafmildi og hjartahlýja, eða er þetta bara menn sem smella á sig nokkrum tvöföldum og faðmast á eftir?

Hvers vegna berjast menn svona mikið gegn því að tala um málin eins og þau eru, samfara því að gera allt til þess að drepa málum á dreif og koma með því vísvitandi í veg fyrir að við þurfum ekki að upplifa reglulega þessar svívirðilegu eignaupptökur, sem tilteknir aðilar ástunda á íslenskum almenning með því að viðhalda núverandi kerfi.

Allir vita að um 30% af vinnutíma íslenskra launamana fer í að standa undir rekstri örgjaldmiðilsins og þeir fjármunir renna þráðbeint í vasa fárra. Það eru þeir og þeirra málpípur sem gera allt til þess að koma í veg fyrir að þeim missi þetta kverkatak á íslenskum launamönnum og heimilum þeirra.

20% rafiðnaðarmanna hafa nú þegar flúið hið dásamlega dýrðarríki krónunnar og þeim fer fjölgandi.

Skráð atvinnuleysi rafiðnaðarmanna er hins vegar um 3,5%, aðdáendur krónunnar nota einungis skráð atvinnuleysi til þess að styðja sitt mál.

Um 300 rafiðnaðarmenn fóru eftir Hrun af vinnumarkaði inn í skóla, 20% hafa flúið land þetta gerir að raunverulegt atvinnuleysi rafiðnaðarmanna á Krónulandi er þegar allt er talið nálægt 25% og það er töluvert hærra í öðrum iðngreinum í því landi.

Svo eru menn að berjast fyrir því að viðhalda þessum ástandi með útúrsnúningum og víðáttuvitlausum tillögum.

Brilljant tillaga og allir happý.
Reyndar heyrði ég tillögu í gær sem kom, að mér skilst að einhverju leiti, frá hæstvirtum utanríkisráðherra. Seðlabanki ESB taki upp krónu því hún henti svo vel til þess að viðhalda spilltum hagkerfum eins og í Grikklandi og á Ítalíu.

Þá geta Íslendingar skipt um nafn á krónunni kallað hana Evru og síðan haldið áfram með sitt hagkerfi í óbreyttri mynd með áframhaldandi eignaupptöku hjá launamönnum.

Og þeir fjármálamenn sem græða á því að viðhalda óbreyttri stöðu bæði hér og í Evrópu, geti lifað hamingjusamir ever after við sístækkandi bankabækur í skattaparadísum og spilað golf fyrri part ársins á Flórida og seinni partinn á Spáni.

Þetta er draumalausnin sem Nei menn berjast fyrir. Feita söngkonan búinn að syngja og íslenskir launamenn eiga engan sjéns á því að komast í partýið og verða borða Ora fiskibollur og drekka vatn með.

miðvikudagur, 9. nóvember 2011

Verðtrygging og verkalýðsforystan

Ég er í hópi þeirra fjölmörgu íslendinga sem vilja stöðugra verðlag og lægri verðbólgu, sem mun leiða til lækkunar vaxta og útrýma okurvöxtum og verðtryggingu. Ég er undrandi á niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar. Spurt var: Ert þú hlynntur eða andvígur afnámi verðtryggingar? Einungis 80,4% svarenda sögðust vilja afnema verðtryggingu, ég hefði fyrirfram haldið að 100% myndu segja já.

En þetta segir okkur reyndar ekkert. Svona vinnubrögð eru oft nefnd lýðskrum. Ef verðtrygging (greiðsludreifing á vöxtum yfir tilsettu marki) er afnuminn með einu pennastriki, taka einfaldlega breytilegir vextir við. Það fyrirkomulega getur orðið töluvert óhagkvæmari fyrir skuldara. Svona spurningu þurfa að fylgja valkostir hvað fólk vill í staðinn.

Það er þjóðarvilji fyrir því að taka á stökkbreyttum lánum. Deilan hefur snúist um hvernig að eiga gera það og hver eigi að bera þann kostnað. Á þetta hefur næstum öll verkalýðsforystan lagt áherslu, og bent á að hér verði menn að skoða allt málið til enda. Ef ekki væri rétt haldið á spilunum gæti staða skuldara versnað samfara því að útgjöld Tryggingarstofnunar snarhækkuðu og það kallaði á umtalsverða hækkun skatta.

Umræðan í samfélagi okkar líður fyrir það hversu slaka fjölmiðlamenn við eigum. Það blasti t.d. svo vel við þegar Geir þáverandi forsætisráðherra lenti í breskum spjallþætti, í þriðju spurningu var hann orðinn kjaftstopp vegna þess að spyrillinn hafði kynnt sér málið og lét Geir ekki komast upp með sömu undanskot og menn komast upp með í spjallþáttum á Íslandi.

Reglulega er hent upp reyksprengjum hér á landi til þess að afvegaleiða umræðuna og beina athygli fólks frá hinum raunverulegum hlutum. Á meðan sitja þeir sem fjölmiðlamenn ættu að vera að tala við stikkfríi brosandi í bakherberjum og hafa það notalegt.

Tökum nokkur dæmi. Ítrekað komast tilteknir fastagestir í fjölmiðlum upp með að fullyrða að það hafi verið skúrkar sem starfa hjá í lífeyriskerfinu sem skópu Hrunið og nýttu fjármuni lífeyrissjóðanna til þess að keyra hér allt í þrot. Þessu er haldið blákalt fram af þekktum fjölmiðlamönnum og spjallþáttastjórnendum, þrátt fyrir að það liggi fyrir að tapið í Hruninu varð um 15 falt hærra en samanlagðar heildareignir allra íslensku lífeyrissjóðanna og 75 falt meira en samanlagt heildartap lífeyrissjóðanna.

Öll vitum við hvaðan þetta fjármagn kom, það kom ekki ein króna af þessum peningum inn á borð starfsmanna stéttarfélaga eða lífeyrissjóða og þeir spiluðu ekki með þetta erlenda fjármagn. Hverjir voru það sem komu því undan? Allar stofnanir á fjármálamarkaði hrundu til grunna nema almennu lífeyrissjóðirnir. Hvaða hagsmuni eru þessir tilteknu fjölmiðlamenn að verja, með því að halda uppi svona afkáralegum fullyrðingum?

Af hverju er þessum fjölmiðlamönnum svo annt um að beina umræðunni inn á villigötur? Af hverju spyrja þeir ekki stjórnmálamenn og stjórnendur þeirra sjóða og banka sem hrundu til grunna og vísa kostnaði vegna þess á skattborgarana þessara spurningar : „Hvers vegna tókst starfsmönnum og stjórnum lífeyrissjóðanna að forða sjóðunum frá falli á meðan allt sem þið komuð nálægt fór til fjandans?“ Hvaða hagsmuni eru þessir fjölmiðlamenn að verja?

Tökum annað dæmi. Ýmislegt var gert til þess að taka á skuldavandanum, en margir töldu að gera mætti meira. Fram kom krafa að verðtrygging yrði strikuð út, það væri einfalt. Nokkrir stjórnmálamenn virtust trúa þessu og ráðherrar kom fram í fjölmiðlum fyrir rúmu ári og sögðust ætla að gera þetta. Það þýddi að taka átti um 235 milljarða úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þennan reikning.

Þá höfðu samband allmargir félagsmenn stéttarfélaganna (sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum) og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar stjórnarskrá sem gerði þessa leið ófæra. Hún myndi leiða til þess að þeir örorku- og lífeyrisþegar sem væru á bótum í dag auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum myndi borga allan kostnaðinn af þessu, það væri brot á eignarétti og auk þess jafnræðisreglu.

Þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna sem væru á bótum. Þeir sem væru í opinberu sjóðunum myndu ekki verða fyrir skerðingum þar sem þeirra sjóðir væru ríkistryggðir. Það yrði sótt í ríkiskassann auk þess að útgjöld Tryggingarstofnunar myndu snarhækka, það kallaði svo á aukinn niðurskurð eða verulega hækkun skatta.

Ráðherrum og embættismönnum áttuðu sig loks á að sú leið sem þeir væru að velta fyrir sér væri ófær, hún myndi einungis skapa enn meiri vanda. Það yrði að taka á skuldavanda heimilanna með öðrum hætti. Starfsmenn stéttarfélaganna höfðu árangurslaust í allangan tíma ítrekað bent ráðherrum og fjölmiðlamönnum á þetta. Nú voru ráðherrar komnir í vanda þeir voru búnir að lofa þjóðinni eitthvað sem erfitt var að standa við og elli- og örorkuþegar höfnuðu því að greiða reikninginn og sögðust myndi fara fyrir dómstóla og lögmenn sögðu að þeir væru með gjörunnið mál.

Hvað gerðu ráðherrarnir? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að verkalýðshreyfingin stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna!!?? (mikið skelfing þekkir maður þessi viðbrögð stjórnmálamanna vel) Síðan þá hefur ekki verið sendur í loftið einn fjölmiðlaþáttur um þetta efni án þess að því sé haldið fram að starfsmenn stéttarfélaganna standi gegn því að tekið sé á verðtryggingu og skuldavanda heimilanna.

Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Allir vita svarið og vita að það eru ekki starfsmenn stéttarfélaganna.

En hinir arfaslöku fjölmiðlamenn hafa með þessu skapað það ástand að stjórnmálamenn eru í skjóli á meðan sjónum allra er beint á ranga átt. Það leiðir til þess að þeir komast hjá því að taka á þessum vanda. Öll vitum við að lausnin er ekki fólgin í því að reyna fá starfsmenn stéttarfélaganna til þess að samþykkja að stjórnmálamenn megi brjóta landslög og stjórnarskrá.

Svona í lokin, fyrir þá sem skrifa í aths. dálkana, þá upplýsist það að ég hef verið aðalstjórnarmaður í lífeyrisjóð í 5 mán. og hafði verið varamaður í 2 ár þar á undan. Ég hef aldrei fengið boð um eina einustu ferð hvorki innanlands eða utan og sit ekki í stjórn fyrirtækis, sama á við um alla stjórnarmenn í þeim sjóð sem ég er í. Ég hef allan minn starfsaldur greitt í lífeyrissjóð og hef mikinn hag af því að allt sé í lagi á þeim bæ.

þriðjudagur, 8. nóvember 2011

Meistaraverkið

Hef undanfarið verið að grípa í Meistaraverkið nýtt smásagnasafn Ólafs Gunnarssonar. Hef alltaf verið hrifin af smásögurforminu. Ólafur er án nokkurs vafa með betri sögumönnum okkar og það er staðfest í þessari bók.

Sögurnar eru misjafnar, sumar mætti vinna aðeins betur, sumar eru reyndar efni í heila skáldsögu. Við lestur á „dagsform“ lesandans stóran þátt í mati lesandans, eins og menn segja í íþróttunum. Við aðrar aðstæður og annað dagsform getur saga sem var ekkert sérstök þegar hún er fyrst lesinn orðið að bestu sögunni þegar hún er endurlesinn.

Ólafur kemur víða við, sögurnar taka á vandamálum, samskiptum fólks og þeim átökum sem við könnumst öll við með einum eða öðrum hætti.

Ég mæli með þessari bók.

mánudagur, 7. nóvember 2011

Íslenska lífeyriskerfið

Það er margt skrifað um lífeyriskerfið. Því miður virðist það æði oft vera gert af mikilli vanþekkingu og tilgangur skrifanna einkennist umfram annað af fordómum í garð kerfisins og beinist að því einu að rífa það niður. Þeir sem þekkja til baráttu launamanna á Íslandi vita að veikinda- og sjúkrasjóðakerfið ásamt lífeyriskerfinu var bein afleiðing þess að valdastéttin hafnaði því alfarið á árunum milli 1955 – 1965, að byggja upp samskonar samtryggingarkerfi og gert hafði verið á hinum norðurlöndunum. Tryggingaréttindi fólks á íslenskum vinnumarkaði voru þá töluvert lakari en gerðist í nágrannalöndum okkar.

Stjórnvöld höfðu komið sér upp sínu prívat eftirlaunakerfi fyrir fyrir embættismenn. Í kjölfar breytinga á íslensku samfélagi, tilkomnum af miklum fólksflutningum til þéttisbýlissvæðanna fyrri hluta síðustu aldar. Það varð til þess að stórfjölskyldan leið undir lok. Fram að því hafði hún séð um stærstan hluta af kostnaði samfélagsins við örorkuna og ellilífeyrisþega. Á þessum árum fór að bera á því í þéttbýlinu að öryrkjar og fullorðið fólk einangraðist, fólk sem hvorki átti til hnífs eða skeiðar. Almannabætur voru víðsfjarri öllum veruleika.

Þetta varð til þess að stéttarfélögin á almenna vinnumarkaðinum tóku þennan málaflokk upp á sína arma og fóru með hann inn í kjarabaráttuna og byggðu smá saman upp gríðarlega öflugt kerfi, sem hefur reynst það vel að réttindi hér á landi eru í mörgum tilfellum betri en þau eru á hinum Norðurlandanna. Enda hafa öll Norðurlöndin á undanförnum árum tekið til við að endurskoða og byggja upp samskonar kerfi hjá sér.

Umtal um kerfið hér á landi einkennist oftar en ekki af því að sumir einstaklingar leita sér að afsökun fyrir því að koma sér hjá því að greiða til samfélagsins. Vera „free riders“ og láta aðra um að greiða skatta og skyldur. Lífeyriskerfið, með sínum örorkubótum samtvinnað við bótakerfi kjarasamninga (sjúkrasjóðir og veikindadagakerfið) stendur í dag undir miklum hluta af almenna tryggingarkerfinu og er óaðskiljanlegur hluti bótakerfis velferðakerfisins sem við gerum kröfu til að sé í því samfélagi sem við viljum búa í. Þegar stjórnvöld áttuðu sig á hversu mikils virði þetta kerfi var samþykkti Alþingi skylduaðild.

Um síðustu aldamót var útstreymi frá lífeyriskerfinu jafnhátt útstreymi Tryggingarstofnunar. Í dag er árlegt útstreymi lífeyriskerfisins 70 milljarðar en Tryggingarstofnunar einungis 50 milljarðar. Hlutfall lífeyrisjóðanna á eftir að hækka verulega mikið á næstu 15 árum. Upp úr 2025 mun útstreymi úr lífeyriskerfinu vera svipað og innstreymi í kerfið, eða verða vel ríflega tvöföld sú upphæð sem það er í dag.

Hluti af velferðar- og skattakerfinu.
Ef lífeyris- og samtryggingarkerfi vinnumarkaðsins væri lagt niður þyrfti að hækka skatta umtalsvert hér landi, eitthvað nálægt 14 - 15%, eins og fram hefur komið í útreikningum hagfræðinga nýverið. Íslenska lífeyriskerfið er uppsöfnunarkerfi, ekki gegnumstreymiskerfi, á því flaska margir þegar þeir eru að reikna stærðir í kerfinu.

Víða í Evrópu, sérstaklega suðurhlutanum, eru ráðandi gegnumstreymiskerfi. Þau eru fjármögnuð með sköttum, en þessa dagana blasir við þeim ríkjum sem búa við þessháttar kerfi óyfirstíganlegur vandi sem vex samfara því að hlutfall lífeyrisþega hækkar og stefnir í að það verði um 3 skattgreiðendur fyrir hvern lífeyrisþega. Þá þurfa stjórnmálamenn að velja milli loka t.d. öllum skólum til þess að standa undir lífeyris- og örorkubótakerfinu. Ef grannt er skoðað snýst stór hluti af vandamálum Grikklands og Ítalíu um þetta. Bregðist þau ekki við þessum vanda verða þau endanlega gjaldþrota á næsta áratug.

Önnur lönd líta til okkar Íslendinga í þessum efnum, með okkar uppsöfnunarkerfi til þess að búa samfélagið undir að taka við hinum risastóru barnasprengjuárgöngum þegar þeir verða lífeyrisþegar. Leiðbeinandi tilmæli Alþjóðabankans til þjóða er að horft sé til þriggja stoða kerfis eins og Íslendingar eru með, enda sé það kerfi best. Stoðirnar þrjár eru; a) Samtryggingar lífeyriskerfi (sjóðsöfnun), b) Lífeyrir frá Tryggingastofnun, c) Séreignar lífeyriskerfi fyrir þá aðila sem vilja hafa rýmri fjárráð við lok starfsævi.

Það er útilokað að fjalla um þetta kerfi með því einu að stara einvörðungu á lífeyrisréttindin eins og sumum hættir til. Ef kerfið væri tekið niður eins og sumir eru að tala um, er ekki einvörðungu verið að taka niður lífeyrisgreiðslur, stærsti hluti örorkubóta falla einnig niður og til þess að lagfæra það þarf að auka tekjur Tryggingarstofnunar um upphæð sem samvara um 12% hækkun tekjuskatts.

Þar til viðbótar verða menn að huga vel að því hvað gerist ef menn standast ekki freistingarnar og taka til við að skattleggja kerfið eins og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn eru með áætlanir um í dag. Með því væri verið að flytja greiðslubyrði milli kynslóða. Láta ömmu borga fyrir barnabörnin.

Réttindi sjóðsfélaga
Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði er sjóðfélögum tryggð lágmarksréttindi sem iðgjald skal veita eftir 40 ára greiðslur til sjóðsins. Árleg úttekt er lagaleg skylda til þess að koma í veg fyrir að ein kynslóð nái meir út úr kerfinu á kostnað annarra kynslóða. Lögum samkvæmt skulu stjórnir lífeyrissjóða tryggja að eftirlaunalífeyrir hvers sjóðfélaga sé hið minnsta 56% af þeim launum sem greitt var af. Margir sjóðir bjóða reyndar töluvert betri réttindi, með brattara ávinnslukerfi. Ádeilur um viðmiðunarávöxtun beinast umfram annað að þessu og einkennast af þekkingarleysi viðkomandi aðila.

Tökum dæmi af sjóðsfélaga sem hefur verið á núverandi meðallaunum eða tæpum 360 þús. kr. launum í 40 ár og þá væri áætlaður mánaðarlegur lífeyrir við 67 ára aldur alls kr. 200 þús. krónur út ævina. Athugið að þarna er um lágmarksréttindi að ræða og margir sjóðir lofa töluvert betri réttindum. Sama á við um makalífeyri og barnabætur. Við þessa tölu bætast síðan við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.

Stefna verkalýðshreyfingarinnar, eins kom mjög skýrt fram í síðustu kjarasamningum, er að samanlagður lífeyrir frá Tryggingarstofnun og úr lífeyriskerfinu tryggi að minnsta kost 75% af þeim meðallaunum sem viðkomandi sjóðsfélagi hafði, eða a.m.k. um 270 þús. kr. á mánuði í lífeyri, hafi meðalævilaun verið 360 þús. kr. á mánuði, tengt við neysluvísitölu.

Séreign
Undanfarin ár hefur verið rekið til viðbótar séreignarkerfi, grunnhugsun bak við það er að fyrstu árin eftir að fólk fer af vinnumarkaði er það í fullu fjöri og vill geta búið við svipuð laun fyrstu árin eftir starfslok. Hafi viðkomandi greitt í séreign, eins honum stendur til boða með töluverðum skattafslætti, geta lífeyrisþegar haldið fullum launum fyrstu 7 árin.

Margir flaska á því í sínum samanburði að bera saman séreign og samtryggingu, og svo uppsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi. Munur á þessum formum er gríðarlegur, samanburður verður ekki líkt með mismun á epli og appelsínu, frekar epli og kartöflu. Engin veit t.d. hversu lengi hann mun lifa, samtryggingarkerfið tryggir fullar greiðslur allt lífið.

Kerfið er reiknað út frá meðalaldri. Það segir okkur að sumir eru að fá mun meira úr kerfinu en þeir hafa greitt til þess, bæði þeir sem lifa lengur og ekki síður þeir sem verða fyrir því óláni að verða öryrkjar. Einkennilegt að heyra suma sem gefa sig út fyrir að tala fyrir jöfnuði vilja leggja þetta kerfi niður. Enginn gerir ráð fyrir því að verða öryrki og ekki er hægt að tryggja sig hjá tryggingafélagi fyrir sambærilegum tryggingum og lífeyrissjóðir bjóða.

Samtrygging
Mjög margir gleyma við sína útreikninga að taka inn í dæmið samtryggingarþátt kerfisins, sem hefur verið helsta áhersla launamanna. Það að þeim standi til boða samskonar bótaréttur og þekkist á hinum norðurlöndunum. Það tókst með uppbyggingu lífeyriskerfisins. Hluti af iðgjaldi til lífeyrisjóðs er um leið iðgjald til örorkubótatryggingar, tryggingar á makalífeyri og barnalífeyri.
Tökum dæmi af 35 ára sjóðfélaga sem lendir í örorku. Þá fengi hann sömu upphæð í örorkulífeyrir við 35 ára aldur og hann hefði fengið í eftirlaunalífeyrir við 67 ára aldur. Aðrir sjóðfélagar halda því uppi lífeyrisgreiðslum til hans svo áratugum skiptir, m.ö.o. taka þeir á sig lakari lífeyrisrétt til að hjálpa þeim er lenda í slíkum áföllum áður en að lífeyrisaldri er náð. Hlutfall örorkulífeyris af útgreiðslum lífeyrissjóðs er ákaflega misjafnt milli sjóða, en er um 40% hjá þeim sjóðum sem bera mestu örorkubyrðina.

Hér er lesandi góður helsta ástæða þeirra illvígu deilna milli almennu stéttarfélaganna og ríkisvaldsins um lífeyrismál, sem hafa komið fram í fjölmiðlum í hvert skipti sem yfir standa viðræður um endurnýjun kjarasamninga. Hvers vegna á launamaður á almenna vinnumarkaði að sætta sig við skerðingu á sínum ellilífeyri vegna þess að hann lenti í lífeyrissjóð sem ber uppi mikla örorkubyrði á meðan lífeyrisþegar í opinberu sjóðunum sleppa alveg við það? Þar ekki skert heldur reikningurinn sendur m.a. til launamanna á almennum vinnumarki í skattseðlinum.

Greiddur er makalífeyrir til eftirlifandi maka við andlát. Geta þessar greiðslur skipt sköpum fyrir fjölskyldur á erfiðum tímum og staðið yfir þangað til yngsta barn sjóðfélaga kemst á fullorðinsár. Einnig er greiddur barnalífeyrir vegna barna örorkulífeyrisþega og barna við andlát sjóðfélaga.

Skylduaðild
Stundum bera menn saman útgreiðslu lífeyris við það sem þeir fá hvort sem er úr Tryggingakerfinu. Hér gleyma menn þeim þýðingarmikla þætti að í dag er enginn með full réttindi, það hefur engin greitt af allri sinni starfsævi til lífeyriskerfisins. Kerfið var stofnað 1970. Þannig þessi samanburður byggir á alröngum forsendum.

Hér þarf að líta til tveggja þátta;
a) Það eru í gildi lög í landinu sem tryggja að allir launþegar greiði til lífeyrissjóðs þannig að það stendur engum til boða í dag að sleppa því að greiða lögbundið iðgjald til lífeyrissjóðs. Það eru ekki nema nokkur ár síðan farið var að fylgja þessu eftir af hörku. Áður komust sjálfstæðir atvinnurekendur upp með að sleppa greiðslum.

b) Ástæða þess að slíkt er bundið í lög er til að tryggja að allir sitji við sama borð. Þeir sem hafa ekki greitt iðgjald til lífeyrissjóðs fá þannig mun hærri greiðslur frá Tryggingastofnun en þeir sem hafa greitt til lífeyrissjóðs. Lífeyrir Tryggingastofnunar er greiddur með sköttum okkar allra þannig að með „gamla fyrirkomulaginu“ var verið að hækka skatta okkar allra til að greiða tekjutryggingu til þeirra sem aldrei greiddu til lífeyrissjóðs.

Lífeyrismál eru eitt helsta hagsmunamál launþega og þekking á þeim málaflokki veigamikill þáttur í öllum samningum sem gerðir eru á vinnumarkaði. Ekki er hægt að semja um kaup og kjör af neinu viti nema að hafa til að bera góða grundvallarþekkingu á þessum málaflokki. Allt tryggingarkerfi á vinnumarkaði byggist á samtryggingarkerfi. Þar má sérstaklega vísa til félagssjóðs, sjúkrasjóðs, endurmenntunarsjóða og Starfsendurhæfingarsjóðs.

Þar má einnig taka til veikindadagarétt í kjarasamningum hér á landi, sem er mun rýmri hér en á hinum Norðurlöndunum sakir þess hversu lakar bætur eru frá Tryggingarstofnun. Það er ekki hægt að tala gegn samtryggingu á þessum nótum öðruvísi en sjá réttindum þeirra sem minnst mega sín borgið þá með öðrum hætti og það verður ekki gert nema með umtalsverðum skattahækkunum.

sunnudagur, 6. nóvember 2011

Einvígið

Var að ljúka við að lesa Einvígið eftir Arnald. Eins og nafnið gefur til kynna er söguþráðurinn ofinn saman við einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer um heimsmeistaratitilinn og allt það mikla umstang sem var í okkar pínulitla samfélagi kringum þennan mikla viðburð í miðju fáránleika kalda stríðsins.

Arnaldur kynnir hér nýja persónu Marion og sé litið til ummæla sem ég rakst einhversstaðar á, en man ekki hvar, þá hafði maður allan tímann það á tilfinningunni að hér færi undanfari Erlendar Sveinsonar góðkunningja okkar.

Arnaldur í hefur það fullkomlega á valdi sínu að setja upp glæpasögu og leiða okkur inn í einkalíf söguhetjanna um leið og unnið er að rannsókn málsins. Sagan er spennandi og heldur manni við efnið, en ég fæ stundum leið á þessum löngu innskotum um söguhetjuna, sem er svo áberandi í norrænu sakamálasögunni. En Arnaldur heldur sér þó rétt við 300 bls. þannig að þetta sleppur.

Ég er ef þeirri kynslóð að þekkja vel til á þessu tímabili, þá mikill áhugamaður um skák og var að átta mig á samfélaginu. Ég þekkti nákvæmlega hvaða umhverfi Arnaldur er lýsa. Hermannabraggann drungalega Hafnarbíó, amerískar kúrekamyndir, körfukjúkling í Naustinu og nokkur vinsæl lög frá þessum tíma. Meira þarf ekki til þess að allt sögusviðið renni ljóslifandi upp fyrir manni.

Bókin er mjög góð og vel skrifuð. Eins og það á að vera var þá er ekki fyrr en í lokaflanum sem plottið leysist, flott og vel út hugsað. Smellpassar við Einvígið og allan hasarinn í hinu litla samfélagi okkar í kringum sjéntilmannin Spassky og hinn óútreiknanlega Bobby. Óhætt að mæla með henni.

En Arnaldur er kominn á það stig að hann býr við óvægna kröfuhörku af hálfu okkar lesenda. Honum hefur tekist betur upp við persónulýsingar. Ég var ekki alveg að ná sumum persónunum, en myndi örugglega sætta mig við það í bókum eftir aðra og minni spámenn en meistara Arnald.

Hreinsun

Sá sýningu Þjóðleikhússins á verkinu Hreinsun eftir Sofi Oksanen í gærkvöldi. Hreinsun gerist í Eistlandi á tveimur tímum, við upphaf tíunda áratugarins og við upphaf þess sjötta. Verkið hefst á því að ung kona kona að sveitabæ gamallar konu. Stúlkan hefur orðið fyrir harkalegu ofbeldi.

Dregin er upp svakaleg mynd af mansali. Mynd sem við þekkjum því miður ágætlega úr fréttum undanfarin misseri. Þegar líður á verkið kemur í ljós að gamla konan hefur einnig þurft að ganga í gegnum mikið ofbeldi af hendi karlmanna og þurft að læra listina að lifa af, hvað sem það kostar.

Mér finnst leikritið mikið betra en bókin. Einfallega mikið betra, var dáldið undrandi eftir að hafa lesið bókina fyrr í haust hvers vegna allir voru svona gríðarlega hrifnir af henni. Bókin er góð, en umfjöllunin var aðeins of yfirdrifin að mínu mati. Í leikverkinu tekst mjög vel að flétta saman á mjög skýran hátt frásagnir þeirra Zöru og Aliide beggja þó verið sé að fara fram og tilbaka í tíma.

Öll kvenhlutverkin eru mjög sterk og Margrét Helga Jóhannsdóttir vinnur leiksigur í hlutverki Aliide eldri. Hlutverkið er gríðarlega erfitt og reynir mikið á, en hún er kraftmikil fór á kostum.

Aliide yngri leikur Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur Zöru. Þær valda sínum hlutverkum ákaflega vel, stundum fannst manni aðeins yfirkeyrt, sérstaklega hjá Vigdísi.

Karlhlutverkin eru minni. Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gestsson leika fantana og draga upp skýra mynd af þessum ógeðfelldu drullusokkum. Stefán Hallur Stefánsson er í hlutverki mannsins í lífi Aliide, stundum erfitt að heyra hvað hann er að segja. Þorsteinn Bachmann leikur eiginmann hennar. Allt vanir menn og skila sínum hlutverkum með miklum ágætum.

Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur var frábær, einfaldlega með því besta sem ég hef séð. Lýsing og og tónlist eru virkilega vel af hendi leyst.

Mjög góð sýning, virkilega góð, en hún rífur í og þeir sem ekki eru til í þannig flækjur ættu að hugsa sig um áður en þeir fara.

föstudagur, 4. nóvember 2011

Hraðlest til lægstu kjara

Alveg voru þau fyrirséð viðbrögð þingmanna framsóknarmanna við upplýstum skattsvikum og félagslegum niðurboðum fyrirtækja. Svokölluðu neðanjarðarhagkerfi, svartri vinnu. Það var ríkisstjórninni að kenna og að sjálfsögðu birtu forsvarsmenn systurflokksins þetta á forsíðu með stríðsletri.

Er nema von að stjórnarandstaðan njóti 7% fylgis?

Ríkisstjórnir framsóknar og sjálfstæðis hækkuðu skatta langt umfram aðra, og það sem var reyndar sóðalegast við þær hækkanir að þeim var eingöngu beint gegn láglauna- og millitekjufólki. Stórhluti þeirra skattabreytingar voru framkvæmdar í gegnum skerðingar í barna- og vaxtabótakerfinu.

En það er ekki málið. Málið er að það liggur fyrir að neðanjarðarhagkerfið er til staðar, sem er svo sem ekkert nýtt, en í dag er talið að verið sé að svíkjast um að skila til samfélagsins um 13 milljörðum króna, á sama tíma og samfélagið stendur frammi fyrir ógnvænlegum niðurskurði í velferðasamfélaginu, og þá standa upp þingmenn og réttlæta skattsvik!!?? Þessir þingmenn voru rétt áður í pontu og krefjast þess að umsvif velferðarkerfisins væru aukinn.

Málið snýst um þá skelfilegu staðreynd að þingmenn, já allir þingmenn geti nú ekki tekið höndum saman við ríkisskattstjóra í baráttu gegn þessu.

Það er ekki bara verið að svíkja undan skatti til samfélagsins, það er verið að taka margskonar umsaminn lágmarksréttindi frá launamönnum, eins og orlof, frí á lögbundnum helgidögum, veikindadaga, réttindum til bóta, uppsagnarfrest og þannig mætti lengi telja.

Þetta virkar ekki bara gegn launamönnum og velferðarkerfinu, með þessu er verið að skapa óeðlilega samkeppnisstöðu gagnvart þeim fyrirtækjum sem reyna að fara að öllum settum leikreglum. Það er verið að stuðla að enn fleiri gjaldþrotum fyrirtækja, með þessu háttalagi er verið að taka hraðlest til lægstu kjara. Fyrir þessu virðast þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar berjast.

Þessir sömu flokkar börðust fyrir því á fundum innan ESB að sett væru lög í Evrópu um að lágmarkskjör kjarasamninga í heimalandi giltu, voru reyndar gagnrýndir harkalega þar á meðal þáverandi forset Frakklands sem sagði að þetta jafngilti því að stefnan væri tekin á kjör í austur Evrópu í stað þess að reyna að draga kjör upp í það meðaltal sem þau eru í norður Evrópu.

Þessi sjónarmið eru heldur betur að koma í bakið á okkur, þar á meðal íslenska launamenn sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum í Noregi þessa dagana.

Á stofnfundi félags rafvirkja árið 1927 var flutt eftirminnileg ræða af ömmubróður mínum Einari Bachmann, bróður Hallgríms Bachmann síðar ljósameistara Þjóðleikhússins, þar viðhafði Einar í barátturæðu sinni fyrir stofnun fyrsta stéttarfélags rafiðnaðarmanna á Íslandi, orð sem oft er vitnað til á fundum rafiðnaðarmanna enn þann dag í dag, „Nú er kominn tími til að við snúum bökum saman og vinnum okkur upp úr skítnum“.

Er algjörlega vonlaust að allir þar á meðal allir þing þingmenn taki nú höndum saman og standi með þeim sem greiða sína skatta í að rífa íslenskan vinnumarkað upp úr skítnum?