föstudagur, 29. október 2010

Verkalýðsmafían

Við starfsmenn stéttarfélaganna áttum okkur stundum á þeirri umfjöllum sem virðist eiga greiða leið upp á pallborðið, allavega hjá sumum fréttamönnum og spjallþáttastjórnendum. Það hringdi í mig fréttamaður í gær og spurðist fyrir um hvort ég þekkti til þess að einhverjir vinnuveitendur væru farnir að nýta sér ástandið á vinnumarkaðnum til þess að hafa réttindi af fólki. „Já, en það er ekkert nýtt þetta hefur verið svona frá því daginn eftir Hrun, en þið fréttamennirnir hafið ekki tekið eftir því hvað sé að gerast á vinnumarkaði og haldið því að við gerum ekkert, nema að en sitja við tölvurnar og gambla með fjármuni lífeyrissjóðanna“ svaraði ég.

„Ætlið þið verkalýðsforkólfarnir að gera eitthvað sérstakt átak í þessu ástandi á vinnumarkaðnum?“spurði hann

„Nei“ svaraði ég „við erum búin að vera á vígvellinum alla daga vikunnar frá Hruni í þessu blóðugir upp að öxlum. Fyrst nú í mörg ár sjáum við fram á þann möguleika að geta beitt fyrir okkur verkfallsheimildum og neitt ríkisstjórnina til þess að láta okkur fá þau lög sem búið er að lofa okkur t.d. um viðspyrnu í kennitöluflakki og víðtækari heimildir til aðgerða. T.d. heimilda til pólitískra verkfalla eins og hin stéttarfélögin á Norðurlöndum hafa, en Páll Pétursson með ríkistjórn sjálfstæðismanna og framsóknar tóku af okkur um svipað leit og þeir lögðu félagslega húsnæðiskerfið í rúst.“

Lesandi góður þú afsakar pirringinn, en þetta var eiginlega það sem fyllti mælinn. Við höfum verið að upplifa það undanfarin misseri að SA er með námskeið í því hvernig fyrirtæki geti vikið sér undan umsömdum launahækkunum og endurtekið hafa nokkrir einstaklingar sett saman óskalista og fara með hann í fjölmiðla og gera þar verkalýðshreyfinguna ábyrga fyrir því að allar kröfum listans nái fram að ganga.

Í þeim tilfellum sem við fáum að vita hverjir séu þar á ferð, er það æði oft fólk utan stéttarfélaga. Ef stéttarfélag á að bera ábyrgð á framgangi einhverra krafna, verður vitanlega að bera þær upp við stjórn viðkomandi félags og félagsfundur að samþykkja þær. Oft er kröfurnar óraunhæfar og stundum ganga þær þvert gegn samþykktum kröfum viðkomandi stéttarfélags, en oftast eru þar mál sem búið að takast á við stjórnvöld árum saman en án árangurs.

Stundum hittum við í þessu ferli svokallaða „góðkunningja“ starfsmanna stéttarfélaganna. Í starfi okkar og ferðum á vinnustaði kynnumst við vel undirheimum vinnumarkaðsins, þekkjum þá sem beita öllum brögðum í bókinni til þess að svíkja og pretta fólk og hafa af launamönnum réttindi eins og veikindadaga, orlof, greiða ekki nema hluta launa og gufa svo upp með því að skipta um kennitölu. Það er fjöldi fyrirtækja sem eru rekinn beinlínis með það að markmiði að láta allan kostnað renna á ábyrgðarsjóð launa og skipta bara um kennitölu.

Nú er gósentíð fyrir svona menn. Örvæntingarfullir heimilisfeður að reyna að ná endum saman fyrir mat og nauðþurftum fyrir fjölskylduna, svefnlausir yfir því hvort þeim takist að fá smá aukavinnu á morgun eða hvort uppsögnin berist. Oft hittum við massaða og flotta gæja á góðum bílum og slá mikið um sig. Þeir láta fólkið vinna svo svart á smánarlaunum og það öðlast engin réttindi „Drullaðu þér heim ef þú ert eitthvað óhress,“ „Ertu geggjaður, heldur þú að þú fáir eitthvað frí, þú ert á fullum bótum frá mér sem borga skatta.“

Þegar við vorum í reglulegu vinnustaðaeftirlit nýlega gengum við fram á einn Mr. X. Hann var búinn að kaupa raðhúsalengju og að fylla hana af mönnum sem allir voru á atvinnuleysisbótum og enginn þeirra var með réttindi, samt voru þeir að leggja raflagnir og vinna við smíðar, múrverk og pípulagnir. Mr. X sagði góðlátlega við okkur „Þetta eru nú bara vinir mínir, ha. Þeir eru bara að gera mér greiða, ég hjálpaði þeim um daginn, hvaða bull er þetta, ha strákar erum við ekki vinir?“ Og mennirnir nikkuðu álútir og reyndu að láta sig hverfa. Oftast taka þeir á sprett þegar við mætum og gufa upp. Og Mr. X kveður okkur oft með þessum orðum, "Ef þið farið með þetta í fjölmiðla fer ég í meiðyrðamál við ykkur, ha."

Ég hef gert það nokkrum sinnum, alltaf eru það sömu lögmennirnir sem alltaf birtast þegar þessi Mr.X er að níðast á launamönnum og beita öllum brögðum til þess að verja þær gerðir. Einu sinni náðu þeir því fram að ég var dæmdur fyrir meiðyrði, þá hafði ég sett fundargerð á heimasíðuna, sem túlkur hafði skrifað og þar kom fram, sem var reyndar staðfest af verkstjórum, að Mr. X sagði að það ætti bara að berja starfsmennina, ef þeir væru með eitthvað múður. Ég var dæmdur fyrir meiðyrði og 250 þús. kr. sekt.

Margir félagsmanna sem hringja í okkur vilja ekki segja til nafns, en láta okkur vita um eitt og annað ólöglegt sem er í gangi, en segja okkur jafnframt að þeir sitji undir stanzlausum hótunum um að ef þeir tali við Rafiðnaðarsambandið. Oft er það svo að fólk þorir ekki að láta okkur fá launaseðla eða önnur gögn, sem við verðum að hafa til svo hægt sé að byggja upp mál. Það er ekki bara óttinn við að missa vinnuna, heldur einnig þá vita menn að ef einhver rekinn vegna deilna við vinnuveitanda í gegnum sitt stéttarfélag, þá takmarkar það möguleika til annarrar vinnu, sama á við um einstakling sem hefur störf hjá verkalýðsfélagi.

Þessir Mr. X borga helst ekkert til samfélagsins og ef þeir borga í lífeyrisjóð þá er það einhverja af þessum erlendu sjóðum. Þeir reka sjálfa sig sem EHF og skella stundum einni greiðslu í stéttarfélagsgjaldi af 50 þús. kr. mánaðarlaunum og mæta svo og gera kröfur um styrki og bætur upp tugi þúsunda og aðgang að námskeiðum á styrkjum. Þegar þeim er bent á þær starfsreglur sem okkur starfsfólki eru settar af sambandsstjórn, þá sleppa þeir sér og setja allt á annan endann. Við sjáum þessa góðkunningja okkar svo fremsta í mótmælum á Austurvelli eða fremst á sviðinu í Háskólabíó með glampandi ræður, koma vel fyrir og tala flott. Ég er ekki að segja að allir á Austurvelli séu svona, en margir þeirra sem mest ber á. Við höfum einnig séð nokkra þeirra í spjallþáttum, þar sem þeir geta vart lokið setningu án þess að veitast að stéttarfélögunum og starfsfólki þeirra og kallað okkur verkalýðsmafíu, líklega vegna þess að við neituðum að brjóta reglur og moka fjármunum í þá.

Skrifstofa RSÍ fær um 100 símtöl á dag og um 50 tölvupósta auk beinna heimsókna. Við réðum í fyrra lögmann inn á skrifstofuna og sálfræðing til þess að hjálpa okkar fólki, áður vorum við með samninga við fagfólk út í bæ og erum ennþá, en viljum geta tekið við bráðamóttökur. Það er fullt út úr dyrum hjá þeim. Þar eru til umfjöllunar mörg mál sem eru svo viðkvæm að ekki er hægt að fjalla um þau opinberlega. Fólk sem berst fyrir húsum sínum og við erum í slagsmálum fyrir það við bankana. Fáránleg lán sem bankar létu fólk fá, en tók veð í húsum foreldra þeirra. Það hefur leitt til sjálfsmorða ungs fólk eða það er flúið af landi brot, og skuldirnar sitja í fanginu á fullorðnum niðurbrotnum foreldrum. Bankarnir gera hverja aðförina á fætur annarri að því og við stöndum með því í vörninni. Við hvetjum þessu fullorðna að borga ekki þar sem bankinn muni ekki gera fjárnál í lífeyri. En bankinn laug samt sem áður og lét viðkomandi greiða 70% af lífeyrinum í afborganir.

Mr. X verður oft svo undurmjúkmáll og lofar starfsmanni sínum öllu fögru, bara að hann fari nú upp á skrifstofu RSÍ og nái í gögnin og komi þar með í veg fyrir að farið verði í mál. Mr. X veit að getum vitanlega ekkert gert nema að hafa gögnin og staðfestingu félagsmanna um að misrétti hafi verið beitt. Mjög algengt er að menn hafi ekki fengið laun í 3-4 mánuði, en þora ekkert að gera vegna þess þá missi þeir vinnuna. Hanga í voninni um að þetta bjargist og lifa á gjöfum frá mömmu og pabba.

Einnig erum við með nokkur dæmi þar sem einstaklingum hafði verið gert undir hótunum um uppsögn að taka ekki orlof heldur vinna það og áttu inni jafnvel sumir yfir 100 daga. Þá stundum kemur það upp að skipt er um kennitölu fyrirvaralaust og málunum vísað á ábyrgðarsjóði þar sem hámark vegna svo er einungis liðlega 500 þús. Skyndilega er bókhaldið týnt og aðilaskipti og engin skrifleg gögn til og viðkomandi missir tveggja til þriggja mánaðalaun.

Eða manninn sem fékk seint og jafnvel aldrei borgað hjá sínum vinnuveitanda. Í ráðningarsamningi hans var hann átti hann að fá síma til afnota og allt slíkt. Þegar hann fór að rukka um þessar græjur þá fékk vinnuveitandinn hann til að lána sér fyrir þessu ofan á allt annað. Nú er það er allt í vanskilum auk launanna að sjálfsögðu eins og annað.

Það eru liðlega 100 mál sem við starfsmenn höfum komið inn á borð lögmannsins á þessu ári og tekist að leysa um 80, sumir eru svo hálir að það er erfitt að ná þeim. En við sjáum Mr. Xin niður á Austurvelli öskrandi um það óréttlæti sem þeir telja sig vera beitta af handónýtri verkalýðshreyfingu. Og fréttamenn jamma og jésúsa sig yfir þessari mafíu sem kýs sig sjálfa og ákvarðar eigin laun og bónusa og allan pakkann.

Eftir Hrun hafa útgjöld styrkja úr sjóðum RSÍ vaxið um 100 millj. kr. á ári. Heimsóknir á vinnustaði vegna átaka hafa aldrei verið fleiri. Svört vinna fer vaxandi. Fjöldi starfsmenntanámskeiða hefur aldrei verið meiri. Við vorum í sumar að stækka skólann okkar um helming. Og styrkja hann um 150 millj k.r aukalega. Öll 43 orlofshús sambandsins eru fullbókuð allt árið. Tjaldsvæðið hefur verið stækkað tvö undanfarin sumur, en allt er þar yfirfullt og við vorum með um 15.000 gesti þar síðasta sumar.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera starfsmaður stéttarfélags og við sitjum undir mörgum leiðinlegum ákúrum og sumt okkar fólks bognar í þessum átökum og beygir af. En það stendur svo upp og heldur áfram undir endalausum svívirðingum fjölmiðlamanna sem njóta dyggrar aðstoðar lýðskrumaranna. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa ekkert með fjármuni lífeyrissjóðanna að gera, en við köllum framkv.stj. okkar sjóðs og stjórnarformann á alla okkar fundi þar sem þeir eru teknir á beinið og látnir útskýra fyrir okkur rekstur sjóðsins. Almennu lífeyrissjóðirnir eru einu fjármálastofnanirnar sem ekki hafa hrunið. Okkar sjóður stendur prýðilega, það voru aftur á móti sumir sjóðir sem ekki standa eins vel, þá helst þeir sjóðir sem bankarnir sáu um. Slagsmál í starfsnefndum ríkisstjórnar og innan ASÍ hafa aldrei tekið jafnmikinn tíma.

En það sem heltekur umræðunni er að við starfsmenn stéttarfélaganna viljum ekki standa með góðkunningjum okkar á Austurvelli og kasta grjóti í lögregluna og krefjumst þess að gengið verði gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna og sparifé þeirra tekið eignarnámi og nýtt til þess að greiða upp skuldir annarra, þar á meðal góðkunningja okkar,sem eru með mun meir skuldir en hinn venjulegi launamaður.

fimmtudagur, 28. október 2010

Andrés Önd næsti forstjóri DR

Hér í Danmörk ganga hlutirnir fyrir öðru vísi en heima á Fróni, umræðan hér er um það bil 39 þrepum ofar en heima og málefnaleg. Forstjóri DR verður uppvís að því að vilja ritstýra bók um sjálfan sig og lekur upplýsingum í von um að ekki verði fjallað um einkalíf hans. Á forsíðum er hann tekinn í gegn og birtur með Trallann sem stefnuvita. Höfundur og útgefandi láta ekki bjóða sér það og halda sínu striki. Útvarpsstjórinn er tekinn í gegn í fjölmiðlum og hjá almenning og það er ekki liðinn sólarhringurinn þar til hann hefur sagt af sér. Hér er rætt um að Andrés Önd hefði staðið sig betur og hann hvattur til þess að taka við starfinu.

Heima liggur fyrir að stjórn Seðlabanka og þáverandi ríkisstjórn létu hjá líða að gera almenning grein fyrir að það stefndi óhjákvæmilega í þrot bankakerfis og hrun gjaldmiðils. Stjórnvöld hvöttu almenning til dáða um að dansinn væri stiginn enn hraðar og heimilinn skuldsettu sig upp fyrir rjáfur á gengi krónu sem fyrir lá í gögnum stjórnvalda að myndi láta undan síga. Hér voru stjórnmálamenn blindaðir í kosningabaráttu. Hagsmunir almennings skiptu engu, sætin og völdin voru þar í forsæti. Fyrrv. forsætisráðherra í opnuviðtali í norrænum fjölðmiðlum sem gert er stólpagrín að og talið vera enn ein staðfesting hversu fjarstæðukennd íslensk stjórnmál eru, og var nú fjarri því á það bætandi í umræðunni um stöðuna á Íslandi hér á hinum norðurlandanna.

Á Íslandi komast menn upp með að snúa málum á haus og því stillt upp sem persónulegri aðför að fyrrverandi ráðherrum, sé farið fram á þeir beri ábyrgð á gjörðum sínum. Það skipti engu þó Seðlabankastjóri og stjórnarmenn hans haf keyrt bankann í þrot og það hafi valdið gjaldþroti 24 þús. heimila og þúsunda fyrirtækja. Fullkomnu kerfis- og gjaldmiðilshruni. Gerendum tekst leikandi létt að snúa umræðunni upp í farsa átakastjórnmála með aðdróttunum út og suður og enginn fjölmiðlamaður standur í fæturna.

Helst er að skilja á fjölmiðlamönnum og spjallþáttastjórnenda heima á Íslandi, að Hrunið hafi verið í sérstöku boði starfsfólks stéttarfélaganna.

miðvikudagur, 27. október 2010

Hraðbraut hægrisins

Þing danska Rafiðnaðarsambandsins er nú í gangi og stendur yfir dagana 26. – 29. okt. Þingið sitja tæplega 300 fulltrúar frá öllum deildum sambandsins. Atvinnuleysi og ástand meðal danskra rafiðnaðarmanna er svipað og heima á Íslandi, það er um 3% og er mun betra en í öðrum starfsgreinum. Í röðum rafiðnaðarmanna atvinnuástandið verst í byggingariðnaðinum.

Umræður hér þinginu eru gríðarlega fjörugar og í flestu svipar þeim til þess sem fram fór á nýliðnum ársfundi ASÍ. Minnst af því var í sal, mest í vinnunefndum og drógu ekki inn í aðalsalinn, þar var beitt öðrum aðferðum. Það sem einkennir breytingar á dönskum vinnumarkaði er að einföld störf hafa verið flutt af fyrirtækjunum til svæða í heiminum þar sem launakjör eru mun lægri en í Danmörku, um 200 þús., störf í iðnaði hafa verið flutt frá Danmörku. Tekist hefur að skapa allmörg, en hefur ekki nægt til þess að vinna upp tapið.

Hér er skortur á velmenntuðu fólki í tæknigreinum. Á þinginu hefur komið fram harkaleg gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er hægri stjórn. Háværar kröfur eru um stefnubreytingu. Búið sé að fylgja hægri stefnu undanfarin ár með þeim skelfilegu afleiðingum sem við blasa. Efnahagslegt hrun með vaxandi atvinnuleysi og lækkandi kaupmætti.

Margir ræðumenn notfæra sér myndlíkingar á þeim nótum, að undanfarinn áratug hafi stjórnmálamenn fylgt hinni breiðu hraðbraut hægri stefnunnar. Hraðatakmarkanir hafi verið fjarlægðar og dregið úr eftirliti. Með því hafi hinum tillitslausu sem sniðgangi lög og reglur verið veittur forgangur, sem þeir hafi nýtt með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið. Viðhorf heimtufreku, tillits- og siðlausra ráða, þeir sem minna mega sín og eigi hægfara faratæki eru dæmdir til þess að lenda á eftir og verða undir og ójöfnuðru vaxið. Tímar lýðskrums sé meðal stjórnmálamanna, við hlið þeirra gangi forsvarsmenn gerviverkalýðsfélaga, sem hrópi í kapp við auðhyggjuna og séu í raun jafnvel fremstir allra í að vinna gegn hagsmunum launamanna. Við vinnum með félagsmönnum, en sláumst ekki um þá, er eitt af áberandi kjörorðum Danska sambandsins.

Staðan á dönskum vinnumarkaði staðfesti þessa þróun, þeir sem minnsta menntun hafi og minnst mega sín falla fram af brúninni, á meðan hinir fáu dragi til sín enn meiri auð. Þetta sé ekki hið norræna samfélag sem launamenn reistu á síðustu öld. Á þessum forsendum eigi samtök launamanna að beita sér fyrir því að við næstu gatnamót verði beygt af hraðbraut hins villta hægris og fara inn á þrengri brautir hins svokallaðs vinstris, með auknu eftirliti, minni hraða og tilliti til allra. Aukinnar samkenndar og siðgæðis, það skilaði betri lífskjörum og meiri kaupmáttaraukningu.

Störf hafa verið send úr landi til svæða þar sem launakjör eru lág og aðbúnaður starfsmanna langt fyrir neðan þá þröskulda sem norrænn vinnumarkaður hafi sett sér. Alþjóðavæðingin auki viðskipti og vaxandi vinna í þróunarlöndum með auknum kaupmætti eigi að vera stefna þjóða, en setja verði ákveðnari leikreglur á alþjóðaviðskipti og koma reglum yfir aljóðafyrirtækin. Félagsleg niðurboð leysa engan vanda, þau leiði einungis til þess að lélegur aðbúnaður þeirra sem verst hafa það verur enn lakari.

Áætlanir danskra stjórnvalda um að skera niður í menntakerfinu muni einungis leiða til enn lakari stöðu á dönskum vinnumarkaði. Danmörk geti ekki keppt við láglaunasvæðin og eigi ekki að stefna í neðri deild þó svo þar gætu jafnvel unnist einhverjir sigrar á slökum keppinautum. Danmörk eigi nú að leggja allt kapp á að auka menntunarstöðu vinnumarkaðsins og halda áfram að keppa í efstu deild. Til þess hafi danskur vinnumarkaður alla möguleika. Auka eigi fjárfestingar hins opinbera, nú eigi hið opinbera að taka lán og auka flæðið í hagkerfinu. Hvert tapað starf er ekki einungis fall einstaks heimilis, samfélagið og hagkerfið tapi enn meiru. Danir séu í spíral niður á við og menn verði að skipta um braut á næstu gatnamótum, áður en það verði um seinan.

Eins og fastir lesendur þessarar síðu sjá, þá eru hinir dönsku kollegar að fjalla um nákvæmlega sömu viðhorf og fram hafa komið í fyrri pistlum hér á þessari síðu, þar sem fjallað hefur verið um viðhorf innan íslenskrar verkalýðshreyfingar til þeirrar stöðu sem nú er uppi.

þriðjudagur, 26. október 2010

Steininn skal hola

Þeir eru margir sem vilja leggja línurnar fyrir ASÍ í komandi kjarasamningum. Þeir sem hafa sig mest í frammi eru undantekningalítið ekki félagsmenn í stéttarfélögum, en þeir ná undantekningalítið til fréttamanna, jafnvel þó við blasi þversagnir í allar áttir. Fréttir eru samdar, ekki skrifaðar.

Okkur er gert að lesa tillögur Svavars Gestss. sem nýja frétt, að launamenn eigi að beita sér fyrir félagslegu húsnæði. Þessa grein hefur hann greinilega samið frá orði til orðs upp úr ályktunum síðasta ársfundi ASÍ. Þar var ítarlega fjallað um nauðsyn þess að byggja aftur upp félagslega íbúðarkerfið sem var búið að byggja upp, en misvitrir stjórnmálamenn lögðu í rúst á eftirminnilegan hátt með rangri ákvarðanatöku.

Þetta ættu fréttamenn að vita, og reyndar fyrrverandi burðarmenn í íslenskri pólitík. Þeir ættu einnig að vita að félagsmenn muna síðast allra spyrja stjórnmálamenn, fréttamenn eða utanfélagsmenn um hvaða stefnu þeir taka í komandi kjarasamningum.

Í hinu virta fréttablaði DV lesum við aftur á móti að helstu forystumenn séu andsnúnir því að laun hækki og standi á móti láglaunamönnum. Sá sem það skrifar vill greinilega ekki horfast í augu við þá staðreynd að verkalýðshreyfinginn hafði náð prýðilegum árangri í að draga upp kaupmátt launa það sem af var þessari öld og var búið að ná betri kaupmætti en er á hinum Norðurlandanna, en allt það starf var lagt í rúst með vitlausustu efnahagsstjórn sem beitt hefur verið í víðri veröld og lagði Íslenskt efnahagskerfi í rúst. Þar var ekki við slaka kjarasamninga að sakast eins og tönglast er á, það var Hrun gjaldmiðilsins sem er orsakavaldur kaupmáttarhruns.

Verkalýðshreyfingin hafði ítrekað ásamt öðrum bent á hvert stefndi en stjórnmálamenn hlustuðu ekki á þær aðvaranir. Það er ásstæða þess að það vefstr fyrir mörgum launamönnum til hvers það sé að semja um launahækkanir á meðan stjórnmálamenn haga sér með jafnárbyrgum hætti og gert hefur verið. Og sviku allt sem hægt var að svíkja í Stöðuleikasáttmála um uppbyggingu atvinnulífs og stefnu á stöðugri gjaldmiðil. Um þetta er fjallað ítarlega í gögnum frá Ársfundi en fjölmiðlar sinna í engu.

Nú erum við í þeirri stöðu að varanleg fátækt blasir við mörgum og á ársfund ASÍ mæta 8 tunnuslagarar og krefjast þess að ASÍ samþykki að sparifé fátækra launamanna verði gert upptækt og nýtt til þess að greiða upp skuldir annarra. Þetta verður að aðalfréttaefni fjölmiðla og það er eins og ekkert annað hafi farið fram á ársfundinum. Fjölmiðlar segja að ársfundafulltrúar hafi setið huldir af lífvörðum, á meðan allir vissu sem fundin sátu, að þessir örfáu tunnuslagarar skiptu fundinn engu og hann hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var aftur á móti hóteleigendur sem settu öryggisverði við út og innganga til þess að verja eigur sínar. Þessu var mótmælt af hálfu fundarmanna en án árangurs.

En niðurstaðan blasir í fyrsta lagi þá fer ASÍ ekki með samningsréttinn það eru stéttarfélögin og félagsmenn þeirra. ASÍ hefur ekkert með þá ákvarðanatöku að gera hvort teknir verði fjármunir út úr lífeyrissjóðunum, það eru landslög og það er háð samþykki sjóðsfélaga.

Það hefur komið fram að félagsmenn gera kröfur um að kaupmáttur verði bættur, og félagsmenn hafa einnig hafnað því að sparifé í lífeyrissjóðum verði gert upptækt. ASÍ er vettvangur sem félagsmenn stéttarfélaganna stjórna ekki öfugt. En eitt vitum við öll, það er nákvæmlega sama hvaða niðurstöðu stéttarfélögin ná í komandi kjarasamningum, fréttamenn munu halda áfram sínu skipulagða niðurrifi á íslensku samfélagi og níða niður allt sem úr kjarasamningum kemur og ef það er eitthvað jákvætt þá er það ekki birt, en jafnframt er því haldið fram að verkalýðshreyfingin geri ekkert.

Steininn skal hola. Markviss neikvæð umræða um samtök launamanna grefur undan stöðu þeirra og þar ganga fréttamenn dyggilega erinda launagreiðenda sinna, fjármagnseigenda og kaupenda auglýsinga, sem vilja vitanlega geta haldið áfram þeirri stórfelldu eignaupptöku sem fram fer og veikja stöðu launamanna. En það sem er sárast er að fréttastofa RÚV bregst endurtekið fullkomlega íslenskum launamönnum.

mánudagur, 25. október 2010

Fýluköstin

Hagfræði nasistaríkisins gekk aldrei upp, reist á græðgi og þjófnaði frá þeim ríkjum sem þeir yfirtóku. Valdastéttin hrifsaði til sín það sem henni þótti sér samboðið, væri einhver með múður var hann settur í fangelsi eða naut þeirrar mannúðar að þurfa ekki að vera barinn og sveltur til bana í fangelsi, heldur var einfaldlega skotinn á staðnum.

Hagfræði sovéts kommúnista var reist á sömu stoðum, þegar hún var kominn í hendurnar á samskonar fólki og síðar rak nasistaríkið. Engin sjáanlegur munur á þeim mannlegu "gæðum" sem þar réðu ríkjum. Nákvæmlega sömu eiginleikar ráða för ef horft er til Bandaríkjanna, þar sem rétturinn og sannleikurinn verður eign þeirra sem hafa hrifsað hann til sín, svo maður tali nú ekki um McCarthyismann.

Það er ekki langur vegur á milli þessara hagkerfa og hagfræði-hrifsunar, óheftrar markaðshyggju sovéts nýfrjálshyggjunnar og hvað hún leiddi yfir okkur íslendinga. Þar sem öfl græðginnar áttu að leiða til jöfnunar og þegar bitarnir væru orðnir of stórir hjá þeim sem völdin höfðu, átti ofgnóttin að hrynja af borðunum niður til almúgans. Valdaklíkan hér heima kom sér strax í þá stöðu að geta hrifsað til sín bestu bitana og reikningurinn liggur gluggaumslagi í pósthólfi þeirra sem minna mega sín. Sagan endurtekur sig.

Ræður stjórnmálamanna einkennast nú fremur af ofbeldi en samræðulist. Almenningur er um margt sekur um svipað hátterni ásamt fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla einkenndist af neikvæðni og niðurrifi. Endurrtekið er leitað til einstaklinga sem eru þekktir fyrir þessi viðhorf og beita gjarnan fyrir sig útúrsnúningum. Tekin eru viðtöl við þann eina sem eru á móti öllum hinum, fremur en að kynna niðurstöðu fjöldans og hvaða forsendur liggja þar til grundavallar.

Við stjórn heimila er oft beitt fýluköstum, og oft með ágætum árangri. Þessari aðferð væri beitt víðar í samfélaginu. Má þar t.d. benda á stóra fýlukastið sem birtist í spjallþáttum, þegar forsvarsmenn nokkurrar stéttarfélaga ásamt allmörgum sjóðsfélögum eru atyrtir fyrir að benda á að þar sé lögbrot ætli menn sér að ganga í sparifé nokkurra launamanna og greiða með því skuldir annarra. Mönnum væru jafnvel gerðar upp skoðanir og sem síðan er beitt til þess að drepa málum á dreif. Ekkert eða lítið miðar á uppbyggilegri umræðu til framfara og leiða um aðgerðir til lausnar á þeim vanda sem við höfum búið okkur.

Ríkið á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings, en stjórnvöld settu lög þar sem samkennd og jöfnuði var vikið til hliðar, markaðshyggjan réð för. Og nú virðist eiga að viðhalda því gjaldmiðilsástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans og ójöfnuðar. Sú stefna sem fylgt hefur verið við mótun þjóðfélagsins hefur leitt til þess að rökvísi efnahagslífsins hefur yfirtekið stjórnmálalífið.

Íslendingar geta byggt upp enn öflugri hátækniiðnað. Iðnað sem flytur lítið inn en mikið út. Verðmætasköpun hins velmenntaða íslenska vinnumarkaðar og hæfilegrar nýtingar orkunnar. Uppbyggingu rafbílaframleiðslu og minnkun jarðefnanotkunar.

Til lengri tíma verður að vera hér gjaldmiðill sem bíður upp á stöðugleika. Verðbólga verði það lág að vextir verði innan við 4,5% og verðtrygging afnuminn. Það þarf að skapa 20 þús. störf á næstu fjórum árum svo meðalatvinnuleysi íslensks vinnumarkaðar fari niður fyrir 5%. Ef það tekst munum við á árinu 2013 hafa endurheimt þau lífskjör sem við bjuggum við fyrri hluta árs 2006.

Krónan hefur reynst okkur ákaflega dýrkeypt. Hún hefur stuðlað að miklum sveiflum vegna agalausrar hagstjórnar. Sveiflurnar hafa kallað á að meðaltali 3,5% hærri vexti en þeir þyrftu að vera og verðtryggingu. Nærtækasti kosturinn er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á hvert við komumst í slíkum viðræðum um forræði í auðlindamálum. Það eru nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort við eigum kost á ásættanlegri lausn.

Gildismat hefur breyst á undangengnum áratugum. Hógværð hefur vikið fyrir öðrum gildum. Græðgi hefur markað för og krafan hefur verið endalaus velgengni. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er skuldsetning hugarfarsins þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur einkaframtaki. Hugarfarsbreytingu þarf ef atvinnulífið á að skapa 20 þúsund störf fyrir árið 2013. Það gerist ekki með því að fjölga störfum hjá ríkinu, það gerist í atvinnulífinu. Við eigum að leggja áherslu á að laða fram jákvæðni, áræðni og frumkvæði.

Þýðingarmesta verkefni okkar er að stuðla að víðtækri sátt um stöðugleika. Styrkleiki okkar liggur meðal annars í miklum náttúruauðlindum, sterkum lífeyrissjóðum, hlutfallslega meira af ungu fólki en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Helsti styrkleiki þjóðarinnar liggur í hugarfari; þrautseigju og mestu atvinnuþátttöku sem þekkist í vestrænu landi. Við megum ekki missa þennan styrkleika niður.

sunnudagur, 24. október 2010

Lýðskrumarinn

Sífellt fleiri eru að átta sig á hversu löskuð umræðan er hér á landi. Þetta blasir við í nær hverjum einasta fréttaþætti þar sem sýndar eru umræður á Alþingi. Páll Skúlason fór ákaflega vel yfir þetta í Návígi á þriðjudagskvöld síðastliðið. Íslensk stjórnmál einkennast af valdabaráttu og stjórnmálaflokkarnir gæta sérhagsmuna þeirra valdahópa sem að baki hverjum flokki stendur. Stjórnmálamenn leggja umfram allt áherslu á að viðhalda völdum eða komast til valda. Þessi staða eyðileggur pólitíska umræðu veldur siðrofi og er orðið þröskuldur í vegi framfara.

Erfiðleikatímar er heimavöllur lýðskrumarans. Allir kostir í stöðunni sama hvert litið er, eru slæmir. Við erum dæmd til þess að leita upp besta slæma kostinn, annars blasir við lakari staða. Það eru fáir sem hafa kjark til þess að fara fyrir ákvörðum eins og t.d. að loka hjúkrunardeildum, eða benda á að það sé ekki hægt að þurrka upp skuldir fólks með því að taka sparifé launamanna og nýta það til þess að greiða upp skuldir annarra. Yfirboð eru þekkt við undirbúning kjarasamninga.

Yfirboð einstaklinga sem telja sig hafa fundið sársaukalausar töfralausnir. Vitanlega vill fólk trúa því að hægt sé að vinna sig út úr vandanum á þægilegan hátt, í stöðunni séu möguleiki mikilla launahækkana. Á þessum forsendum vinnur lýðskrumarinn í sinni fullvissu, að hann þurfi ekki að standa við sín yfirboð. Hann veit að fyrir valinu verður leið raunsæis, eftir að skoðaðir hafa verið allir kostir og gallar stöðunnar.

Lýðskrumarinn verður þar af leiðandi endurtekið sigurvegari, en raunsæismaðurinn tapari, hann dæmdist til þess að benda á galla yfirboðsins og þá erfiðu kosti sem eru í stöðu efnahagsvandans, annars föllum við enn neðar og vandamálin vaxi.

Hér spilar fjölmiðlamaðurinn stórt hlutverk og við líðum fyrir það hversu slök íslensk fjölmiðlun er í sumum tilfellum, þekkingarleysi fjölmiðlamanna. Lýðskrumaranum er hampað í viðtölum og spjallþáttum. Það sem er vinsælt er valið til umfjöllunar, töfralausnirnar. Raunsæir menn eiga erfitt með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þeir tapa atkvæðum.

Samfélagssáttmálinn er í bráðri hættu. Hinir ríku verða ríkari vegna þeirrar efnahafsstefnu sem fylgt hefur verið, gengisfall krónunnar kallar endurtekið á mikla eignatilfærslu í samfélaginu. Ójöfnuður vex og það virðist vera svo eins og staðan er nú að það verði til frambúðar. Ísland fellur alltaf dýpra og við erum að dragast aftur úr hinum Norðurlandanna.

Frá því að íslensku bankarnir féllu í október 2008 hefur ein króna af hverjum tíu tapast út úr verðmætasköpun þjóðarbúsins. Heimilin eru í sárum; kaupmáttur hefur hrapað, atvinnuleysi er meira en við höfum þekkt og skuldir hafa hækkað mikið. Þetta er bein afleiðing þeirra stjórnhátta sem yfir okkar hafa verið leidd, eins og Pál Skúlason fór svo skilmerkilega yfir.

Ef við ætlum að ná samskonar efnahagslegum stöðugleiki og er í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, verðum við að gera það sama og þau hafa gert. Til þess þarf hugarfarsbreytingu, agaða stjórnarhætti og traustan og stöðugan gjaldmiðill. Það er forgangsverkefni að launamenn endurheimti fyrri lífskjör, það verður ekki gert án aukinnar verðmætasköpunar. Við erum er í fararbroddi í vistvænni orkunýtingu og hér er mikill mannauður. Við eigum að styðja nýsköpun og auðvelda erlenda fjárfestingu.

laugardagur, 23. október 2010

Rangur fréttaflutningur Eyjunnar - að venju?

Eyjan heldur áfram sínum ómerkilega málflutningi af störfum verkalýðshreyfingarinnar og er líklega að ná því marki að verða einhver lágkúrulegasti fréttamiðillinn hvað það varðar, er þó langt til jafnað. Eins og ég hef bent á hér í pistlum þá virðist sama hvar tekið er á fréttum Eyjunnar af ályktunum og störfum innan verkalýðshreyfingarinnar, alltaf er málum hallað á neikvæðan veg. Ef sendar eru inn leiðréttingar þá eru rangar fréttir látnar hverfa af síðunni og síðan þvertekið fyrir að þær hafi birst.

Á þingi ASÍ gengu öll störf mjög vel og eðlilega fyrir sig. Þingheimur tók tunnuslátti nokkurra einstaklinga mjög vel og töluðu menn í ræðustól þingsins um að gott væri að vera hvattir áfram af mönnum sem stóðu utandyra og að starfsemi þingsins drægi til sín athygli fólks og fréttamanna. En Eyjan afbakar sínar fréttir að venju þegar kemur að störfum samtaka launamanna og segir að það hafi truflað þingheim sem er alrangt.

Tunnuslagarar hættu eftir tvær klst. en þingið var að störfum fram undir kl. 18.00. Á þingi ASÍ sátu tæplega 300 manns hver um sig kjörinn af félagsmönnum síns stéttarfélags. Eins og venjulega þá eru menn ekki alltaf sammála um hvert eigi að stefna, annað væri óeðlilegt, en málin eru rædd og niðurstöður fengnar.

Aðalstörfin fara að venju fram í starfsnefndum sem voru að störfum á efri hæðum húsinns og stóðu fram á kvöld fyrri dags og byrjuðu snemma að morgni seinna dags. En niðurstöður starfsnefnda eru síðan afgreiddar í aðalsal, sem hóf störf um hádegið.

Vitað var fyrir þingið að það myndu verða kosningar um báða forseta ASÍ þar sem m.a. Ingibjörg varaforseti hefur átt við erfið veikindi að stríða og myndi ekki gefa kost á sér. Fram kom mikil ánægja meðal þingfulltrúa með að kosið væri um forseta, þar sem Gylfi hafði þurft að sitja undir miklu ámæli í fjölmiðlum en hlaut örugga kosningu 73% þingfulltrúa og styrkti stöðu sína mjög. Kosningar um fulltrúa í miðstjórn fara fram í landsamböndunum, sem kjósa hvert sína fulltrúa í miðstjórn, sem er síðan staðfest á þingi ASÍ.

Óvenjulega góður andi var í þingheim og mikil samhugur, og er næsta víst að einmitt tunnuslátturinn hafi haft þau jákvæðu áhrif, en tunnuslagarar höfðu löngu fyrir þingsetningu boðað komu sína. Mikill samhugur var meðal þingfulltrúa um að Alþingi yrði að taka á skuldum heimilanna, en gagnrýnt hversu óvönduð og illa unnin vinnubrögð ríkisstjórnar væru, endurtekið hefði komið fram hversu illa ríkisstjórnin hefði grundvallað ákvarðanir sínar, sem væri síðan að valda enduteknum seinkunum á niðurstöðum. Á öllum stigum hefði hagdeild ASÍ þurft að leiðrétta útreikninga ríkistjórnar, og oft hefðu skekkjurnar skipt jafnvel hundruðuðum milljarða. Einnig hefðu tillögur oft á tíðum gengið þvert á landslög.

Umræður í starfsnefndum og á þinginu einkenndust að venju af stöðunni í samfélaginu, falli krónunar sem hefði leitt til kaupmáttarhraps og margföldunar skulda, sem væri að valda launamönnum miklum vanda. Á þinginu sitja fulltrúar úr öllum starfsstéttum og mikil þekking þar samankomin á öllum þjóðháttum og vinnumarkaðnum.

Í umræðunni var áberandi umfjöllun um þá hugarfarsbreytingu sem þyrfti að eiga sér stað í samfélaginu, umræðan einkenndist um of af upphrópunum og lýðskrumi, sem hefði þær afleiðingar að lítið miðaði við að komast af stað upp úr lægðinni. Í ályktunum þingsins kemur fram að það væri óásættanlegt hversu mikið ósætti Alþingis- og sveitarstjórnarmanna væri að draga uppgang hagkerfisins.

Oft var vísað til þeirrar myndar sem Páll Skúlason fyrrv. Háskólarektor dró upp um hvernig komið væri fyrir íslensku samfélagi, í sjónvarpsviðtali á RÚV á þriðjudagskvöld, hún væri því miður ákaflega rétt og óþægilega sönn.

mánudagur, 18. október 2010

Framboð til stjórnlagaþings

Ný stjórnarskrá
Við höfum tamið okkur slæma stjórnarhætti. Samfélag okkar er ekki byggt upp af skynsemi. Við verðum að tileinka okkar gjörbreytta stjórnarhætti og hefta möguleika ríkisvaldsins til þess að hygla sérhagsmunum og ganga gegn mannréttindum. Við þurfum að byrja með hreint borð eftir Hrunið og eigum að hefja þá ferð með nýrri stjórnarskrá. Hún nauðsynleg til að skýra stjórnkerfi landsins. Stjórnarskráin er ekki ástæða þess hvernig við Íslendingar höfum haldið á málum okkar, en hún hefur reynst stjórnmálamönnum hentug til að tryggja sér völd.

Við eigum einkalíf með fjölskyldu, vinum og starfsfélögum, en verðum að gera margt saman í samfélaginu. Á nokkrum áratugum höfum við byggt upp samfélagskerfi af svo miklum hraða og krafti að ekki stendur steinn yfir steini. Siðferðið hefur setið á hakanum á meðan yfirborðsmennskan hefur orðið hið ráðandi afl. Ef við viljum ná betri þroska verðum við að taka umræðusiði okkar til rækilegrar endurskoðunar og setja okkur reglur sem miða að því að yfirvega lífshætti okkar og breyta þeim svo að börnum okkar finnist eftirsóknarvert að lifa í þessu landi. Leggja grunn að mannsæmandi lífi og koma í veg fyrir hinar endalausu deilur.

Fyrsti áfanginn gæti verið að yfirvega í alvöru, og ekki einungis lögfræðilega, hina dönsku stjórnarskrá frá 1944. Markmiðið á að vera að ný stjórnarskrá endurspegli þær reglur sem við viljum hafa við að leiða sameiginleg mál farsællega til lykta. Valdið sé hjá fólkinu og það geti leitt mál sín til lykta eftir reglum og leiðum sem það sjálft virðir. Tryggja þarf rétt fólksins til þess að grípa inn þróun mála og geti vísað málum til þjóðaratkvæðis. Skerða þarf veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka og setja ýtarleg ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til Stjórnlagaþings.

sunnudagur, 17. október 2010

Vilji félagsmanna um afdrif lífeyrissjóðanna

Hún er oft harla einkennileg umræðan og oft er það þannig að menn telja sig vera yfir aðra hafna og semja sínar eigin forsendur, telja sig vera forsvarsmenn sannleikans. En ef einhverjir koma fram og benda á vankanta á þeim forsendum sem fram eru settar, þá skortir rökin og þá er farið út í ómerkilegt skítkast.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa stundum verið með fullyrðingar um samtök launamanna og telja sig vita betur en við starfsmenn stéttarfélaganna hver vilji félagsmanna er. Fréttamenn hafa gjarnan birt ummæli forsvarsmanna HH án þess að kanna viðbrögð starfsmanna stéttarfélaganna og án þess að kanna hvort fyrir liggi hver vilji félagsmanna er í raun og veru.

Ég og starfsmenn RSÍ vildum mjög gjarnan fella niður skuldir fólks, en við höfum spurt hvernig eigi að fara að því. Sama hafa gert allmargir hagfræðingar og prófessorar í háskólum þessa lands. Við höfum ekki fengið nein svör við þeirri spurningu. Við höfum bent á vaxtabótakerfið og teljum það vera einu raunhæfu leiðina. Það liggur fyrir mjög klár afstaða allmargra félagsmanna RSÍ, að þeir muni ekki samþykkja að þeirra sparifé verði tekið út og nýtt til þess að greiða niður skuldir annarra. Þessir félagsmenn hafa farið fram á að við starfsmenn þeirra komi þessum sjónarmiðum á framfæri.

Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við ríkisstjórnina, en hún hefur brugðist við því með einhverskonar leikriti þar sem reynt er að gera okkur tortryggilega og nú erum við starfsmenn stéttarfélaganna orðnir einhverjir sérstakir andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, af því að við göngum ekki gegn vilja félagsmanna okkar og förum að kröfum forsvarsmanna HH. Hverslags málflutningur er þetta?

Jafnvel þótt við starfsmenn stéttarfélaganna héldum fund og samþykktum þar gegn vilja félagsmanna okkar, að við ætluðum að taka út úr lífeyrissjóð félagsmanna 137 milljarða til þess að greiða niður skuldir annarra, þá getum við það ekki, við höfum við enga lagalega heimild til þess. Félagsmenn hafa komið því mjög skilmerkilega á framfæri, að það myndi einfaldlega verða kært og menn dregnir fyrir dómstóla ef menn gerðu þetta.

Það er einnig ástæða til þess að benda á þann mikla mismun sem er á milli almennu lífeyrissjóðanna og hinna opinberu. Almennu lífeyrissjóðirnir verða að skerða réttindi ef ekki eru í þeim nægilegt fjármagn til þess að standa undir skuldbindingum. Það er því afskaplega ódrengilegt af t.d. Ögmundi Jónassyni og hans fylgisveinum, að segja að hann vilji láta taka fjármuni úr öllum lífeyrissjóðum til þess að greiða niður skuldir fólks. Ögmundur er í lífeyrissjóð þar sem skiptir engu hvort hann eigi fyrir skuldbindingum eða ekki, það sem upp á vantar er bara tekið úr ríkissjóð, sem við hin verðum svo að greiða með hærri sköttum.

Það er afskaplega ódýrt að víkja sér með þessum hætti undan því að takast á við vandamálin, það er greinilegt að þeir sem ekki ráða við þau vilja finna einhverja blóraböggla til þess að losa sig undan þeirri byrði og telja sig hafa fundið þá meðal starfsmanna stéttarfélaganna. Ég get fullvissað getulausa þingmenn að við starfsmenn stéttarfélaganna værum búnir að taka til hendinni í vaxtabótakerfinu ef við hefðum til þess völd, nógu lengi erum við búnir að benda þeim á þá leið.

föstudagur, 15. október 2010

Ómerkileg fréttamennska á Eyjunni

Hún er stundum ótrúlega ómerkileg sú fréttamennska sem er ástunduð hér á landi. Ég lenti því fyrir nokkru þegar því var haldið fram að ég tæki mér einhendis 1.5 millj. kr. í laun hjá Rafiðnaðarsambandinu. Sem var hreinræktuð lygi og uppspuni. Ég er með laun samkvæmt kjarasamning RSÍ og það er miðstjórn sambandsins sem ákvarðar laun starfsmanna. Ég reyndi að koma á framfæri leiðréttingum en þær voru birtar með þeirri afbökun að ég væri eiginlega með ódrengilegar aðdróttanir að sendiboðanum, sem væri saklaus.

Í gær birtir ritstjóri Eyjunnar frétt þar sem hann gerir forseta ASÍ upp skoðanir. Það er búið að biðja ritstjórann að leiðrétta þetta en hann hafnar því. Í yfirskrift fréttarinnar fullyrt að Gylfi hafi hafnað almennri niðurfærslu skulda, sem er alger tilbúningur fréttamannsins. Gylfi fór og hitti ráðherra síðdegis í gær. Hann dreifði til þeirra mati hagdeildar ASÍ á umfangi skulda heimilanna, þar sem m.a. er dregið fram að Seðlabankinn vanmeti skuldir heimilanna því hann færi útlán bankanna niður sem nemur varúðarfærslunni þó bankarnir haldi því til streitu að heimilin skuldi þetta.

ASÍ hefði ávallt lagt áherslu á að aðstoða þá sem væru í mestum vanda en ef stjórnvöld finni leið til að fjármagna almenna lækkun myndum við ekki setja okkur á móti því. Hins vegar væri ekki ljóst ekki hvernig stjórnvöld ætluðu að framkvæma niðurskurðinn. Sú tillaga sem hefði verið dregin upp á borðið gerði ráð fyrir því að lífeyrissparnaður landamanna, einkum þeirra á almennum vinnumarkaði, verði notaður til þess að gera þetta kleyft.

Það er ljóst þessi leið er einfaldlega ekki fær, engir hefðu umboð til þess að semja um slíka aðgerð. Það einfaldlega má ekki nota þennan sparnað til annarra hluta en að greiða lífeyri. Þetta sambærilegt eins og ég hef oft bent á að bankaráð bankanna myndu ákveða að nota innistæður á bankareikningum til að greiða niður skuldir annarra viðskiptavina bankans. Ef þessi leið yrði farinn myndi því vera hnekkt fyrir héraðsdómi og hæstarétti. Það er ótrúlegt að fimm ráðherrar og fjórar þingnefndir sitji á rökstólum við að finna leið til þess að senda almennu launafólki reikninginn fyrir þessari aðgerð. Hún mun valda 10% lækkun örorkubóta og lífeyris hjá fólki í almennu sjóðunum á meðan ákveðin hópur opinberra starfsmanna er með allt sítt á þurru og almennir launamenn varða að auki að greiða þann kostnað með hærri sköttum.

Það er ljóst að þetta styður enn frekar mikilvægi þess að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu í vetur án þess að jafna lífeyrisréttindin og þann mikla aðstöðumun sem væri milli kerfanna. Svona aðgerð myndi ekki hafa nein áhrif á lífeyrisréttindi þeirra og annarra opinberra starfsmanna en rýra verulega réttindi okkar fólks.

miðvikudagur, 13. október 2010

Opið bréf til þingmanna

Loks eru alþingismenn og ráðherrar farnir að ræða skuldavanda heimilanna af fullri alvöru og fjölmiðlamenn loks farnir að fjalla um málin á víðtækari hátt, ekki eingöngu út frá sjónarhorni lýðskrumaranna. Verkalýðshreyfingin hefur um alllangt skeið bent á að ekki yrði undan því vikist að taka á skuldum heimilanna með sértækum aðferðum. En raunsæjar tillögur hafa sífellt horfið í innistæðulaust lýðskrum byggðu á því að þessar aðgerðir sé hægt að framkvæma bókhaldsbrellum og kosti ekkert, eins t.d. Barbabrellur Framsóknarmanna.

Loks draga raunkostnaðartölurnar upp á yfirborðið, sem hafa reyndar alltaf legið fyrir en menn vildu ekki ræða. Gallinn er sá að ef maður vogar sér að benda á nokkrar staðreyndir hvað þessi mál varðar, eins og ég hef gert nokkrum sinnum, þá dynja á manni ofsafengin hatursbréf og spjallþáttastjórnendur velta sér upp lýðskruminu.

Skipta má skuldum almennings í þrjá flokka; A) þeir sem geta bjargað sér, B) þeir sem hægt er að bjarga með sértækum aðgerðum, C) þeir sem ekki er hægt að bjarga, hefðu sokkið þó Hrun hefði ekki skollið á. Vandinn sem verkalýðshreyfingin og fleiri hafa bent á, er að kostnaður við flatan niðurskurð er það stórkostlegur að sú flata niðurskurðartala sem kæmi til greina yrði of lítil fyrir hóp B, en þeim hóp verðum við að bjarga. Skilanefndir bankanna myndu hirða það sem hópur C fengi og hópur A yrði vitanlega sáttur.

Almenna lífeyriskerfið er það eina í fjármálalífinu sem stóð af sér Hrunið, allt annað er hrundi til grunna. Samt er starfsmönnum þess gert að sitja undir níðangurslegum aðdróttunum, en svo vilja menn, eins mótsagnarkennt og það nú er, ráðstafa því mikla sparifé sem almennir launamenn eiga þar til hinna ýmsu hluta. Í því sambandi má allt eins spyrja hvað með annað sparifé, hvers vegna leggja menn ekki til að fara inn á bankabækur þeirra sem hafa vikið sér undan því að greiða til almenna lífeyriskerfisins og taka þaðan fjármuni.

En sé litið til ummæla dóms- og mannréttindaráðherra og formanns viðskiptanefndar Alþingis, þá er full ástæða til þess að rifja upp nokkur atriði, t.d. umfjöllun þingmanna og ráðherra um eftirlaunasjóð og lífeyrisjóð alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna. Þá hefur þetta fólk ætíð hafnað því að leiðrétta þau umframlífeyriskjör sem þeir hafa tekið sér með sjálftöku úr ríkissjóð.

Staðreyndin er sú að ef ráðherrum og þingmönnum ásamt æðstu embættismönnum og útvöldum ríkisstarfsmönnum yrði gert að búa við samskonar lífeyriskjör og almennir launamenn hafa, þá myndi sú inneign sem myndaðist í ríkissjóð duga til þess að greiða upp skuldavanda heimilanna, auk þess að koma í veg fyrir að ekki þyrfti að skera niður jafn hraustlega í heilbrigðiskerfinu.

Hvað varðar eftirlaunasjóð Alþingis má samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins leggja þau að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegndi embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót.

Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna útvaldir ríkisstarfsmenn sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%, að allt að 50% hærri réttindi en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðanna hafa. Réttindastuðull þingmanna er í dag 2,4% af launum. Þingmenn eru 29 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt. Almennir launamenn eru 41 ár að ávinna sér 56%, eða 25% mismunun.

Réttindastuðull ráðherra þegar búið er að lækka ávinnslustuðul úr 6% í 4,8% af launum. Ráðherrar eru þar með 14,5 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt og þurfa eftir það ekki að greiða af launum sínum í lífeyrissjóð svo fremi þeir greiði í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Til samanburðar má geta þess að þá hafa sjóðfélagar almennu sjóðanna unnið sér inn að meðaltali um 16% lífeyrisrétt eftir 14,5 ára greiðslu í sjóðinn.

Þessar skuldbindingar kosta okkur skattgreiðendur í dag um sex hundruð milljarða, þrátt fyrir að B-deildinni hafi verið lokað 1997, en þetta er svo enn í gangi í svokölluðum lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Í rökstuðningi Alþingis er ekki ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar eigi launalíf fyrir þingsetu og taka sér 70% lífeyrisrétt á umtalsvert styttri tíma en aðrir þegnar þessa lands. Þingmenn í öðrum löndum hafa verið að breyta þessu má þar t.d. benda á Noreg.

Það hefur komið fram í umræðum við undirbúning kjarasamninga að launamenn á almennum markaði telja að leiðréttingar á þessu sviði séu undirstöðuatriði í komandi viðræðum. Það myndast engin ró og sátt á meðan við lýði eru sérkjör af þessu tagi. Við undirbúning aðgerða til handa heimilunum er hægt að stíga stór skref, ekki bara til þess að laga skuldastöðuna heldur einnig til það brúa þá gjá sem þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn hafa myndað á undanförnum áratugum.

Ef ríkissjóður á ekki fjármuni til þessara leiðréttinga í augnablikinu, þá kæmi vitanlega til greina að almennu lífeyrissjóðirnir leggðu út fyrir þessu, en tækju ríkistryggð skuldabréf t.d. til 50 ára upp í lánið til ríkissjóðs. Sé litið til ummæla hins þögla meirihluta sem ég heyri reglulega á félagsfundum, mun hann aldrei sætta sig við að alþingismenn og ráðherrar ástundi eignaupptöku á sparifé launamanna.

föstudagur, 8. október 2010

Um nýtingu auðlinda

Sé mannkynsagan skoðuð þá blasir við allt frá því að rómverjar fóru um heimsbyggðina og yfirtóku svæði og svo síðar þegar stórveldin lögðu undir sig þjóðir og gerðu að nýlendum sínum, voru það ætíð auðlindir sem réðu hvert ferðinni var heitið. Innbyggjar voru ekki spurðir ráða. Sama er enn upp á teningunum, þar má t.d. líta til fiskveiða undan ströndum Afríku, eða fyrirtæki sem eru að leggja undir sig vatnsréttindi í heiminum.

T.d. er bent á að sjóræningjar fyrir utan Sómalíu séu fyrrum fiskimenn, sem í dag eru verkefnalausir sakir þess að stórveldin í fiskveiðum komu upp að ströndum landsins og þurrkuðu þar upp allan fisk undan ströndum landsins Sé litið þróunar þessara mála hér á landi hefur alla tíð verið ráðandi sú hugsun að eignarhald auðlinda landsins eigi að vera í höndum þjóðarinnar. Vatnsveitur, hitaveitur og rafveitur hafa verið reknar af sveitarfélögum og hafa verðmæti þeirra í raun grundvallast á því að fólk hefur myndað byggðarkjarna og tekið sig saman um að byggja þessar veitur.

Árið 1901 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga „um takmörkun á rjetti til fasteignaráða á Íslandi“ þar sem gert var ráð fyrir að bæði eignarréttur og notkunarréttur væri bundinn mönnum eða félögum sem heimilisföst væru í Danaveldi. Í umræðu um frumvarpið kom fram að þessi breyting væri gerð „til þess að tryggja sjer það að arðurinn af slíkum fyrirtækjum, sem menn gjöra sjer von um að muni rísa upp, lendi, að svo miklu leyti, sem unnt er, í landinu sjálfu“

Árið 1907 voru í fyrsta skipti sett lög á Íslandi sem takmörkuðu eignar- og afnotarétt útlendinga, Fossalögin, lög nr. 55/1907. Þessi lög voru samin upp úr frumvarpinu frá 1901 með tveimur afgerandi breytingum. Annars vegar takmörkuðu lögin einungis rétt erlendra manna til að eiga fossa en ekki fasteignir almennt, og hins vegar var miðað við heimilisfesti á Íslandi en ekki í Danaveldi, 1. gr.: Engir aðrir en þeir menn, sem heimilisfastir eru á Íslandi, eða fjelög, er hafa þar heimilisfang, enda sje meiri hluti fjelagsstjórnar skipaður mönnum, sem þar eru heimilisfastir, mega hjeðan af, án sjerstaks leyfis, ná að eignast fossa á Íslandi, hvorki eina nje með löndum þeim, sem þeir eru í, eða notkunarrjett á fossum.

Árið 1919 voru í fyrsta skipti sett almenn lög á Íslandi um takmörkun á eignarrétti útlendinga, lög nr. 63/1919 „um eignarrjett og afnotarjett fasteigna“. Flutningsmaður frumvarpsins var Bjarni Jónsson frá Vogi. Greinargerð með frumvarpinu var afar stutt: "Smáþjóðum er það hin mesta hætta, að fasteignir þeirra eða afnot, svo sem auðugar afllindir o. fl., lendi í höndum erlendra manna. Þess vegna ber jeg nú frv. þetta fram.“ Þarna eru ráðandi þau sjónarmið að smáþjóðum sé mest hætta búinn að auðlyndir þeirra lendi í höndum fjölþjóða auðhringja.

Niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál voru kynntar á fundi í Háskólanum í gær. Álitaefnin í skýrslu nefndarinnar mörg og af ólíkum toga. Nefndin fékk ekki aðgang að öllum samningum þar sem Geysir Green Energy hafnaði samstarfi við nefndina. Frá lagalegum sjónarhóli finnur nefndin ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana við Magma sem slíka. Það er niðurstaða nefndarinnar að það sé ekki á færi annarra en dómstóla að kveða endanlega upp úr um túlkun laganna, þau séu svo óljós að það sé útilokað að draga fram klára niðurstöðu. Þegar metið er saman, óvissa um túlkun laga og þeir almannahagsmunir sem málið varðar, hefði að mati nefndarinnar verið eðlilegt að viðhafa meiri varkárni við afgreiðslu málsins þegar það var til meðferðar hjá stjórnvöldum.

Í skýrslunni kemur fram að það sé glöggt á hvaða forsendum lögin voru reist, en það verði greinilega á þessum viðhorfum pólitísk breyting þegar einkavæðingar hugtakið nær að Íslenskum ströndum. Kvótinn var færður í hendur fárra, bankarnir einkavæddir og síðan hefst ferli sem ekki sér enn fyrir endann á hvar lendi; einkavæðing orku- og hitaveitna á Suðurnesjum.

Markmið með sjálfbærri þróun er að hver kynslóð skili orkulindum náttúrunnar jafnsterkum til næstu kynslóðar. Þegar rætt hefur verið um endurnýjanlegar auðlindir (sjálfbærar) hér á landi er oft talað um gufuaflið, eða varmaflæði frá iðrum jarðar til yfirborðs. Gufuhitasvæði á Íslandi eru talin geta gefið um 3.600 – 4.200 MW af rafafli í 50 ár, ef þau væru í fullri nýtingu. Ferlið er í grófum dráttum þannig að með borholu er gufu og heitu vatni, sem hefur myndast á heitu bergi í iðrum jarðar hleypt upp á yfirborð og í stað þess kemur kalt vatn og kælir bergið niður.

Rannsóknir sýna að það taki nokkrar aldir að ná sama hita í bergið aftur. Þetta hefur verið þekkt um alllangt skeið t.d. í jarðvarmavirkjunum í USA og víðar og hefur komið fram hér á landi. Einhverra hluta vegna hefur þessi umræða náð að takmörkuðu leiti til stjórnmálamanna, þegar þeir hafa farið um héruð landsins og lofað stóriðju í hverjum firði, alla vega í hverjum landsfjórðungi, orka landsins væri óþrjótandi.

Magma hefur þegar sótt um rannsóknarleyfi á fjölmörgum stöðum hér á landi og sú krafa liggur á stjórnvöldum og eins þeim sem eru að undirbúa breytingar á stjórnarskránni að færa þessi mál á skýrari grundvöll. Þegar rætt er um nýtingu orkunnar skiptir það í raun engu hvort um sé að ræða erlenda eða innlenda eignaraðild, það er umgengnin og varðveisla sjálfbærni orkulindanna, sem skiptir öllu. Tryggja þarf sveitarfélögum aðgang að hita- og vatnsveitum þar sem rekstraröryggi er sett efst og um sé að ræða „non profit“ fyrirtæki sem selji íbúum orkuna á kostnaðarverði.

Eftirtektarvert er hvernig t.d. Noregur hefur haldið á þessum málum með setningu laga um að hið opinbera verði að eiga 70% í auðlindunum. Í Danmörku er það þannig að ríkið á 100% í öllum gas- og olíulindum landsins. Á þessu verðum við að taka nú þegar.

fimmtudagur, 7. október 2010

LÍÚ liðið

Maður verður oft fullkomlega orðlaus yfir málflutningi LÍÚ manna. Þar fer sá hópur sem hefur fengið hæstu styrki úr ríkisjóð, mestu afskriftir í bankakerfinu og nýtur mestu forréttinda íslendinga í gegnum gjafakvótann. Hópur sem er með óráðsíu búinn að skuldsetja útgerðina út í hafsauga. Grenjandi upp um alla veggi með kröfur um sérréttindi og stendur staðfastlega í vegi fyrir því að gengið verði á það sem honum hefur tekist að draga til sín.

Þetta er sá hópur sem krefst þess að hafa krónuna svo hann geti gengisfellt blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launamanna og afskrifað lán sín. Hann nýtir svo Evruna til eigin nota til þess að bæta afkomuna, en stendur í vegi að aðrir geti gert það. Þau launakjör sem sjávarútvegur býður upp á er svo aum, að íslendingar kjósa frekar að vera á atvinnuleysisbótum og störf í sjávarútvegi eru mönnuð með erlendum farandverkamönnum, sem eru á lægstu kjörum hér á landi.

Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ótengdur við samfélagið, t.d. telur hann að það sé óþarfi að hafa dómskerfi fyrir sína líka, það sé bara fyrir auman almúgan og dæmir sjálfan sig í eigin málum og ákvarðar sjálfur hvaða sektir honum beri að greiða.

Það liggur fyrir að listalífið er að veita fleira fólk atvinnu en sjávarútvegur og hefur borið hróður Íslands víðar en sjávarútvegurinn. Í umræðum á Alþingi í gær hæddist Ásbjörn Óttarsson af listafólki, kvaðst ekki þola tónlistarhúsið og spurði hvers vegna þessir listamennn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk.

Þeir eru margir sem eru búnir að fá nóg af þessum mönnum, allavega eru .þeir ekki að ná lágmarksárangri á Alþingi.

miðvikudagur, 6. október 2010

Áhugaverð greining á stöðu Íslands

Heiner Flassbeck er einn af stjórnendum Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Flassbeck hefur skrifað mikið um efnahagsmál og látið til sín taka í umræðu um yfirstandandi heimskreppu. Hann var áður varafjármálaráðherra Þýskalands og bar þá ábyrgð á alþjóðamálum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Flassbeck hélt fyrirlestur um kreppuna í hátíðarsal Háskóla Íslands þ. 5. okt. á vegum Rafiðnaðarsambandsins, Alþýðusambandsins og Stofnunar stjórnsýslufræða við Háskólann.

Heiner Flassbeck sagði að kreppan á Íslandi væri stjórnmálamönnum að kenna, þeir hafi ekki skilið hvernig hið hnattræna peningakerfi virkaði og hvernig það gæti drekkt smáríki eins og okkur. „En kennið ekki bara íslenskum stjórnmálamönnum um, kennið líka útlendum stjórnmálamönnum um. Ástæða þess að heimsbyggðin lenti í kreppu var að hagkerfi landanna varð hnattrænt en enginn pólitískur vilji var til að hnattvæða stjórnunina á hagkerfinu, peningamarkaðurinn varð stjórnlaus. Við þurfum kerfi til að stýra fjármagnsflæði milli landa.“

Heiner segir sökina liggja hjá alþjóðlegri nýfrjálshyggju, þar sem stefnan hefur verið að opna fyrir hömlulaus alþjóðleg viðskipti. Alþjóðlega samfélaginu mistókst fullkomlega að stjórna alþjóðaviðskiptum. Ef ekki verður komið böndum á alþjóðlega fjármálakerfið, munum við fljúga fram af brúninni aftur, og aftur. Hingað til hafa þjóðirnar ekki verið skynsamar og hafa algjörlega hafnað því að setja alþjóðleg lög. Þessi mistök endurtaka sig reglulega vegna þess að spákaupmennska viðgengst og það eru engar leikreglur. Ekki er tekið á því hvernig greiningardeildirnar stjórna markaðnum.

Þið eruð ekki ein um að hafa gert mistök.
Heiner sagði að þessi mistök hefðu mörgum sinnum verið gerð og í mörgum löndum. „Íslendingar urðu varir við flæðið þegar fjárfestar fóru að gera út á vaxtamuninn sem var á milli Íslands og flestra annarra landa, örlítið hagkerfi eins og ykkar lifir það ekki af. Hin japanska húsmóðir settist að venju við tölvuna sína og nettengdi sig með forriti sem leitar upp hagkvæmustu fjárfestingarkostina. Þar kom Ísland upp efst á listanum með hærri vexti en allir aðrir og hún færði fjármuni sína þangað úr japanska bankanum sem bauð einungis 1% vexti. Sama gerðu margir stjórnendur vogunarsjóðanna.“

Skyndilega höfðu íslensku bankarnir úr miklum fjármunum að spila. Þeir urðu að koma þessum fjármunum í umferð og fóru inn á íbúðarlánamarkaðinn af fullum krafti og gerðu auk þess öllum kleift að kaupa nýja bíla og margskonar hluti erlendis frá. Fyrirtækin voru hvött til þess að fjárfesta í nýjum tækjum og húsnæði, en þetta var innlend fjárfesting samfara miklum halla á viðskiptajöfnuði og fyrir lá að íslendingar voru ekki að ná inn þeim tekjum sem þurfti til að geta staðið undir hinum háu vöxtum til japönsku húsmóðurinnar og vogunarsjóðanna. En þetta leiddi til þess að íslenskir stjórnmálamenn fylltust falskri sjálfsánægju og sögðu öðrum frá því hinu íslenska efnahagsundri.

Heiner Flassbeck kom inn á að margir hefðu verið undrandi á viðbrögðum íslenskra stjórnmálamanna, þegar þeim var gerð grein fyrir því hvert stefndi. Það hefði blasað við árið 2007 að íslenska krónan myndi falla og íslendingum yrði gert greiða kostnaðinn. Það eru til lítil lönd sem hefur tekist að starfa sem fjármálastofnanir eins og t.d. Luxemborg. Þeir passa vel upp á að fjárfesta utanlands og fjárfesta t.d. mikið í Þýskalandi. Það þekkta fagnaðarerindi var boðað að láta peningana vinna og markaðurinn myndi leiðrétta sig. Staðreyndin og reynslan segir okkur hið gagnstæða, markaðurinn hefur aldrei rétt fyrir sér, það er hið mismunandi gengi sem er svo rangt. Háir vextir voru boðskort fyrir erlenda Casínófjárspilara. Þar ber stjórn íslenska Seðlabankans stærstu sökina.

Hvað eiga íslendingar að gera?
Það má líta til Kína, þar er genginu haldið lágu og vextir lágir. Íslendingar eru með svipað gengi í dag en það verður að lækka vextina, en hann nefndi einnig hvaða galla lágt gengi hefði. Það leiðir til þess að Casínóspilararnir hafa engan áhuga á þeim markaði og þar er stöðugleiki. Íslendingar verða að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna, gera verður skuldir viðráðanlegar og eins að skapa atvinnu þannig að fólk geti aflað tekna. Þetta snýst um að koma atvinnulífinu af stað, auka verður verðmætasköpun og útflutningstekjur. Lágir vextir og framkvæmdir, framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila. Það er leiðin út úr kreppunni. Niðurskurður festir kreppuna í sessi.

Það skiptir öllu að horfa fram á veginn og örva efnahagslífið strax. Mönnum hættir til að gleyma því í kreppu en einblína á niðurskurð, stara á skuldafjöllin. Allir ætla sér að koma sjálfum sér á þurrt land hið fyrsta en það gengur ekki þannig fyrir sig, þetta er verkefni heildarinnar, það verða allir að leggjast á eitt. Það þýðir heldur ekki að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar, niðurskurðinum, hann leiðir aðeins til nýs hruns. Ríkisstjórnin verður að setja stefnuna á eyðslu, og nota þá fjármuni í framkvæmdir.

Heiner lagði áherslu á að vextirnir yrðu að lækka strax, þar verði auðveldara fyrir ríkisstjórnina að fá lán til framkvæmda og ef engin lán fást þá verða peningarnir, lánin, að koma úr Seðlabankanum. Með öðrum orðum ef það er ekki hægt öðruvísi þá verðið þið að prenta peninga. Seðlabankinn er alltaf að prenta hvort sem er, það skiptir öllu að koma í veg fyrir verðhjöðnun. Hana verður að forðast. Bandaríkin lækka vexti til að ýta undir framkvæmdir. Það gera Bretar líka og Japanir. Það er gert í öllum vitrænum hagkerfum. Hvers vegna ætti það ekki að virka á Íslandi líka?

Ná verður samningum við erlenda skuldaeigendur með lánum til langs tíma. Þannig að eðlilegar lánafyrirgreiðslur standi íslenskum fyrirtækjum til boða. Erlendir aðilar hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á Íslandi. Á einu augabragði hvarf það traust sem íslendingum hafði á mörgum árum tekist að byggja upp, nú er krafist ábyrgða og hárra vaxta. Íslendingar verða að breyta aðferðum ef þeir vilja endurvinna traust. Fáist ekki lán verður Seðlabankinn að prenta peninga í stað þeirra sem bankarnir eyðilögðu. Þetta er eina leiðin til þess að koma atvinnulífinu af stað. Ef einkageirinn er ekki að fjárfesta verður ríkið að gera það.

Breyta verður stefnu í gjaldmiðilsmálum
Það er því miður er enginn pólitískur vilji til að samræma peningakerfi landanna. Menn eru dauðhræddir um að missa völd og áhrif sem þeir hafa hvort eð er ekki. Lítið hagkerfi, eins og það íslenska, á að finna sér sterkt gjaldmiðilskerfi, sterka mynt til að festa sig við og fylgja. En Heiner er ekki svo hrifinn af evrunni einmitt núna. En ef þið finnið góðan gjaldmiðil þá ættuð þið að tengja ykkur þeim miðli eða taka hann upp. Þetta er afar þýðingarmikið íhugunarefni, mörg lönd hafa gert þetta, til dæmis Austurríki sem tengdi sig þýska markinu á sínum tíma. Það tókst, það skilaði góðum árangri. En allt þarf það að fara eftir efnahagslegum stöðugleika á því svæði eða í því landi sem menn vilja eða íhuga að tengjast. Það er og verður erfitt fyrir smáþjóð eins og Íslendinga að halda stöðugleika í þeim öldusjó sem gengur yfir löndin núna.

Mörgum hefur gengið illa að skilja hvernig háir vextir gerðu þjóðir með sjálfstæðan gjaldmiðil berskjaldaðan í hinu hnattræna fjármálakerfi. Það ríkir nefnilega gjaldmiðlastríð í heiminum. Pólitískar ákvarðanir skipta í raun engu hvað varðar alþjóðamarkaðinn og þróun samfélaga heimsins. Næsta hrun blasir við ef ekkert verður að gert. Við verðum að leita að rótum vandans og lagfæra hann.

Það er endalaus keppni á öllum sviðum. Almannahagsmunir hafa vikið fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þjóðir eru farnar að keppa í lækkun skatta vegna fyrirtækjanna. Það getur ekki leitt til annars en lakari skóla, veikari heilbrigðisþjónustu og skuldsettari þjóða. Það setur þrýsting á stéttarfélögin, þau dragi úr sínum kröfum og laun hækki ekki. Kaupmáttur minnkar. Arður fyrirtækjanna ræður öllu.

Þessi keppni getur ekki leitt til annars en að þau samfélög sem við byggðum upp á síðustu öld munu hrynja. Þeim er fórnað á altari samkeppninnar. Það vantar lög sem tryggja hagsmuni almennings gagnvart fjármagnseigendum. Það verður að setja alþjóðlega stjórn á kerfið sem tekur mið af heildarhagsmunum. Það þarf að skilgreina upp á nýtt hver markmiðin eigi að vera. Sú þjóð sem er í vanda skapaði ekki vandamálið, það var hið frjálsa alþjóðlega og óheilbrigða fjármálaumhverfi. Ef ekki er tekið á kerfinu getur það ekki annað en leitt okkur í annað Hrun með sömu alvarlegu afleiðingunum og almenningur sem situr í súpunni með enn lakari lífskjör.

Ábyrg vinnubrögð íslenskrar verkalýðshreyfingar
Í heimsókn minni hingað hef ég verið m.a. með leiðtogum íslenskrar verkalýðshreyfingar og verð að lýsa hrifningu minni á því hversu raunsæir og yfirvegaðir þeir eru. Verkalýðshreyfingin í Grikklandi, á Spáni og Frakklandi er ákaflega óábyrg. Þar vinnur hún markvisst að því að valda skaða á samfélaginu með því að standa í vegi fyrir óhjákvæmilegum aðgerðum til þess að takast á við vanda þjóðfélagsins. Opnir óheftir markaðir leiddu Ísland, eina ríkustu þjóð Evrópu, í gjaldþrot. Gjaldþrot auðhyggjunnar blasir við hvert sem litið er. Fjárfestar eru prímusmótorar þessa ferlis blindaðir af veðmálakeppni sem fer fram eftir flautu greiningardeildanna. Skipuleggja verður baráttu almennings gegn þeim.

Fallnir á prófinu

Í kjölfar mótmæla og þess afhroðs sem stjórnmálamenn hafa fengið í umræðunni, kallaði forsætisráðherra forsvarsmenn allra stjórnmálaflokkana saman í gær og þar var farið yfir hvort menn væru tilbúnir til stefnubreytinga í vinnubrögðum og samstarfs.

Svörin endurspeglast í viðbrögðum Sjálfstæðisflokks, þeir lögðu fram á fundinum frumvarp sem þeir lögðu fram fyrri hluta árs 2009 og ætla að leggja fram nú á haustþingi. Stjórnarandstaðan mætti svo í viðtöl í fréttunum í gærkvöldi og sögðu að þetta hefði verið sýndarfundur hjá forsætisráðherra, hann hefði ekki fallist á að samþykkja frumvörp stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherra sagði þetta ekki rétt, en allir yrðu að vinna.

Þá höfum við það, þingmenn eru fallnir á prófinu og er um megna að breyta starfsháttum. Stjórnarandstaðan hefur ekki burði til þess vera þátttakandi í erfiðum ákvörðunum og axla ábyrgð á stöðunni. Þeir ætla að halda áfram að beita sínum brellibrögðum, og viðhalda þeim vinnubrögðum sem snúast alfarið um að koma í veg fyrir að pólitískur andstæðingur nái sínu fram. Sem sagt áframhaldandi kyrrstöðu á Alþingi.

Þá er ekki nema tvennt í stöðunni. Ríkisstjórnin fái samstöðu meðal sinna þingmanna og keyri í gegn sín mál af hörku og láti stjórnarandstöðuna sigla sína leið, eða boðað veði til kosninga.

Undirbúningur næsta Hruns er hafinn

Hér var í gær í boði Rafiðnaðarsambands Íslands og Háskólans mjög þekktur fyrirlesari var Dr. Heiner Flassbeck er yfirmaður Division of Globalization and Development Strategies innan Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna - UNCTAD (United Nations Conference on Trade and Development) og ber ábyrgð á skýrslu reglubundinnar samantektar stofnunarinnar á þróun efnahagsmála heimsins “The Trade and Development Report“. Hann er jafnframt formaður starfsnefndar á vegum UNCTAD sem rannsakar orsakir núverandi fjárhags- og efnahagskreppu og mögulegar lausnir en skýrsla nefndarinnar ber heitið "The Global Economic Crisis: Systematic Failures and Multilateral Remedies". Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina um efnahagsmál og tekið virkan þátt í umræðu um yfirstandandi heimskreppu í efnahagsmálum. Síðasta bók hans fjallar m.a. um hvers vegna stjórnmálin gáfust upp fyrir viðskiptalífinu. Dr. Flassbeck gegndi á árunum 1998-1999 embætti varafjármálaráðherra Þýskalands með ábyrgð á alþjóðamálum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Flassbeck var með mjög áhugaverðan fyrirlestur í Háskólanum í gær, er með í smíði pistil um innihald hans. Hef fengið beiðni um að endurbirta pistil sem ég setti saman um fyrirlestur hans fyrir tæpu á ári síðan.

Heiner Flassbeck sagði þá :
Síðasta hrun er afstaðið, spilapeningarnir eru á borðinu og fjárhættuspilararnir eru enn í spilavítinu, en þeir viku aðeins úr salnum um tíma. Þeir ætla engu að breyta og vilja fá áfram sína bónusa og premíur. Sömu menn eru enn að störfum í greiningardeildunum, þó svo þessir menn hafi orðið uppvísir að því, að allt sem þeir greindu og allar spár þeirra, reyndust vera rangar.

Það eru 100 menn sem eru í leiðandi stöðum helstu greiningarhúsanna og starfa þar án nokkurra laga og reglna. Enn er greint á sömu forsendum og gefnar út spár. Allt er til reiðu til þess að hefja fjárhættuspilið aftur og stefna í næsta hrun. Miðað við óbreytta stöðu er það óhjákvæmilegt.

Þannig hófst erindi Heiner Flassbeck framkv.stj. deildar alþjóðavæðingar og þróunar stefnumörkunar Sameinuðu þjóðanna á alþjóðaþingi byggingarmanna í Lille í Frakklandi. Hér á eftir eru nokkur þeirra fjölmörgu atriða sem hann kom að. Hann nálgaðist heimskrísuna á annan hátt en ég hef heyrt áður og var sannarlega mjög áhugaverður fyrirlesari.

Stjórnmálamenn halda því fram að ástæða hrunsins hafi verið áhættusækni í fjárfestingum. Allir sem voru í spilavítinu spiluðu eins höguðu sér heimskulega. Allir voru þátttakendur í fjárhættuspilinu. Það er háttalag þessara spilara sem er vandamálið. Það er keppni í öllu og markaðurinn ræður og hann leiðréttir sig. Hefur hann gert það? Nei.

Við erum að drukkna í olíu, en samt fer olíuverð hækkandi. Þar sem þessi hækkun hefur gengið í mörg ár er verð á olíu orðið langt fyrir ofan eðlileg mörk. Það eru spádómar greiningardeildanna sem stjórna hegðun allra og raun ákvarða verð á olíu. Allir í spilavítinu bíða eftir ábendingum greiningardeildanna og hlaupa svo til eftir þeirra spádómum og fjárfesta. Allir veðja á sömu forsendum og verðið getur í raun ekki annað en hækkað.

Á markaðurinn að ráða nauðsynlegum aðgerðum í umhverfismálum? Það eru ekki ríkisstjórnir eða fólk í spilavítinu (greiningardeildunum) sem ver hagsmuni umhverfis og almennings. Fjárfestar eiga gríðarlega mikið af olíu og hafa fjárfest ofboðslega í olíuhreinsunarstöðvum.

Hvernig bregst markaðurinn við ef menn eiga mikið undir því að þróun og notkun rafmagnsbíla verði hröð? Allar líkur benda til þess að þeir felli olíuverð það mikið að öll þróun rafmagnsbíla stöðvast eða verður mjög hæg. Markaðurinn ræður og fjárfestar geta í einu vettvangi ómerkt allar ákvarðanir Umhverfisþingsins í Kaupmannahöfn.

Pólitískar ákvarðanir skipta í raun engu hvað varðar alþjóðamarkaðinn og þróun samfélaga heimsins. Næsta hrun blasir við ef ekkert verður að gert. Við verðum að leita að rótum vandans og lagfæra hann. Það er endalaus keppni á öllum sviðum. Almannahagsmunir hafa vikið fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þjóðir eru farnar að keppa í lækkun skatta vegna fyrirtækjanna. Það getur ekki leitt til annars en lakari skólum og veikari heilbrigðisþjónustu og skuldsettari þjóða. Það setur þrýsting á stéttarfélögin, þau dragi úr sínum kröfum og laun hækki ekki. Kaupmáttur minnkar. Arður fyrirtækjanna ræður öllu.

Þessi keppni getur ekki leit til annars en að þau samfélög sem byggðum upp á síðustu öld munu hrynja. Þeim er fórnað á altari samkeppninnar. Það vantar lög sem tryggja hagsmuni almennings gagnvart fjármagnseigendum. Það verður að setja alþjóðlega stjórn á kerfið sem tekur mið af heildahagsmunum. Það þarf að skilgreina upp á nýtt hver markmiðin eigi að vera.

Sú þjóð sem er í vanda skapaði ekki vandamálið, það var hið frjálsa alþjóðlega og óheilbrigða fjármálaumhverfi. Ef ekki er tekið á kerfinu getur það ekki annað en leitt okkur í annað Hrun með sömu alvarlegu afleiðingunum og almenningur sem situr í súpunni með enn lakari lífskjör.

Það eru engin lög sem taka á þeim vanda sem við er að eiga. Ef ekki verða settar skýrari reglur til þess að taka á grunnvandanum, þá mun sama heimska og leiddi Ísland í gjaldþrot endurtaka sig. Það eru sömu forsendur sem eru að leiða Grikkland í þrot.

Þegar þjóð er kominn í þrot og rúinn trausti er henni gert að leita til AGS, sem í raun skapar sömu aðstæður aftur án þess að taka á vandanum. Þjóðfélög eru sett inn í sama farið. Það er einungis einn alþjóðlegur aðili sem getur tekið á vandanum og þvingað fram þær leiðréttingar sem verður að setja. Það er alþjóðaverkalýðshreyfingin. Hún verður að beita sér í því stoppa fjárhættuspilið í spilavítinu og þvinga stjórnvöld til þess að taka upp annarskonar samskipti og koma böndum á spilavítin.

Kerfið eins og það er nú tekur ekki mið af hagsmunum almennings. Hann er réttindalaus. Það eru fyrirtækin sem stjórna ríkisstjórnunum með sína hagsmuni í fyrirrúmi. Samspil þessara aðila velur þau kjör sem launamönnum er boðið upp á. Þau viðhorf sem höfð voru að leiðarljósi við uppbyggingu samfélaga eru að glatast og viðhorf fjármálanna hafa tekið yfir. Barnaþrælkun eykst, mansal viðgengst sem aldrei áður, kynlífsþrælkun vex, réttindalausum farandverkamönnum fjölgar og hungrið í heiminum vex.

Þeim fjölgar sem ekki hafa aðgang að vatni. Mannfyrirlitning fjölþjóðafyrirtækjanna nálgast okkur sífellt meir, meir að segja í löndum í miðri Evrópu eins og t.d. Bretlandi eru fyrirtæki sem byggja upp svarta lista og selja til atvinnurekanda. Á þessa lista eru menn skráðir sem vilja vera í verkalýðsfélögum, hafa gefið sig út fyrir að krefjast hærri laun eða gert athugasemdir við öryggisbúnað.

Opnir óheftir markaðir leiddu Ísland, eina ríkustu þjóð Evrópu, í gjaldþrot og fleiri eru á leiðinni. Gjaldþrot auðhyggjunnar og nýfrjálshyggjunnar blasir við hvert sem litið er. Fjárfestar eru prímusmótorar þessa ferlis blindaðir af veðmálakeppni sem fer fram eftir flautu greiningardeildanna. Skipuleggja verður baráttu almennings gegn þeim.

Ég fór og ræddi við Heiner Flassbeck eftir erindið og spurði hvort hann væri ekki til í að koma og heimsækja okkur eftir áramótin, hann tók vel í það.

þriðjudagur, 5. október 2010

Gatnamót

Margir hafa bent á að haustið 2010 muni verða íslenskum stjórnmálamönnum erfitt. Þá muni fyrst koma fram hverjir þeirra séu alvörumenn sem geti staðið í fæturna. Menn verði að leggja til hliðar viðtekin vinnubrögð Alþingis, þar sem hið eina markmið er að að bregða fæti fyrir hugmyndir andstæðingana. Sé litið til þeirra umræðna sem fram fóru í gærkvöldi á Alþingi og hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga er vart annað en hægt að draga þá ályktun að allir nema sjálfstæðismenn séu að átta sig á þessu.

Sumir þeirra virðast telja að mótmælin nú séu einvörðungu vegna ríkisstjórnarinnar. Það fólk sem ég hef talað við, segir að þau snúist fyrst og síðast um ómerkileg vinnubrög stjórnmálamanna, þá ekki síst þingmanna sjálfstæðismanna. Margir hafa í þeim kaffistofum sem ég hef komið á í morgun bent á ræðu Ólafar Norðdal í gærkvöldi, sá málflutningur sé ekki boðlegur í ástandi eins og það er nú.

Það hefur legið fyrir allt frá Hruni að það muni koma að því að þingmenn verði að ná tökum á ríkisfjármálum og það verði ekki gert með því að hækka skatta. Það verði að gera með því að skera niður útgjöld ríkisins. Það verður ekki gert með því að selja nokkra ráðherrabíla og kaupa reiðhjól, eða selja nokkur sendiráð og fá lánuð herbergi í sendirráðum hinna Norðurlandanna. Það verður ekki gert nema með því að skera niður í dýrustu útgjaldaliðunum.

Nú er komið að því hvort þingmenn hafi burði til þess að leggja til hliðar kjördæmapot og atkvæðaveiðar og taka af karlmennsku á þessum verkefnum. Menn standa á gatnamótum, málflutningur eins og var t.d. ástundaður í Icesavemálinu gengur ekki lengur.

Fyrir liggur óhjákvæmileg ákvarðanataka, sem verður óvinsæl, mjög óvinsæl og býður jafnframt upp á upphækkað leiksvið fyrir lýðskrumara. Hvaða þingmenn munu standast þá freistingu? Hér má benda á t.d. málflutning eins og við heyrðum hjá Sigmundi Erni og Pétri Blöndal í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær, þar féllu þeir á þessu prófi.

mánudagur, 4. október 2010

Séreignakreppan og fleira

Starfsaðferðir íslenskra stjórnmálamanna einkennast að hafna beri öllum hugmyndum sem koma annarstaðar frá. Átakastjórn mál sem engu skila. Það sé sigur ef það tekst að koma í veg fyrir að hugmyndir annarra nái fram að ganga, jafnvel þó það blasi við að þær séu góðar. Ég lýsti því í pistlum haustið 2007 og svo vorið 2008 hvernig Geir H. Haarde og ráðuneyti tóku á móti sendinefndum atvinnulífsins og gerði gys af þeim, þar sem verkalýðshreyfingin varaði við því hvert stefndi og til hvaða aðgerða þyrftu að grípa.

Sjá í mörgum pistlum frá þessum tíma. hér og hér og hér og hér


Ríkisstjórn Geir H. Haarde var þvinguð til þess í kjarasamningum í febrúar 2008 að undirbúa aðgerðir gagnvart heimilunum. Skerðingarmörk barnabóta og vaxtabóta voru hækkuð. Hækka átti persónuafslátt á næstu 3 árum. Einnig var hún fengin til þess að grípa til aðgerða við uppbyggingu félagslegra íbúða og stuðning við leigumarkaðinn.

Húsaleigurbætur átti að hækka, rýma átti veðheimilidir á lánum til byggingar leiguhúsnæðis og fjölga þeim um amk 750 á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. allt þetta skrifaði ríkisstjórnin undir 17. feb. 2008, eftir mikla eftirgangsmuni verkalýðshreyfingarinnar. Stöðugleikasáttmálinn var reistur á þessum grunni með viðbót um uppbyggingu atvinnulífs og breytta gjaldmiðils- og efnahagsstefnu til framtíðar. En allt þetta hefur verið svikið.

Það liggur fyrir í dag að ríkisstjórn Geirs vissi mun betur en við hvert stefndi, og hún hefði átt sjálfviljug að grípa til ennfrekari aðgerða, en ekkert var gert. Þar aðgerðir hefðu mildað hinar svakalegu afleiðingar kerfishrunsins, en hún gerði ekkert og afleiðingarnar blasa við.

Það sem gerist á næstu vikum mun hafa gríðarleg áhrif. Hvert viljum við stefna? Hvers konar atvinnulíf viljum við byggja upp? Ríkistjórnin verður að skapa stöðu til þess að kaupa upp íbúðir áður en þær fara á nauðungaruppboð og búa til leigumarkað. Séreignastefnan er að keyra allt í kaf hjá mörgum, en hún hefur reyndar verið talinn eina leiðin til þess að eiga sparifé sem stjórnmálamenn geti ekki slátrað með gengisfellingum. En þessi stefna er í dag hengingaról margra fjölskyldna. Á Íslandi eru það um 85% fjölskyldna sem eiga sitt húsnæði á meðan það er um 60% annarstaðar á Norðurlöndum. Í hinu stöðuga Þýskalandi er það um 50%.

Íslendingar hafa lagt mikla fjármuni í að mennta upp fólk. Sú menntun mun ekki nýtast í fiskvinnslu, landbúnaðarstörfum eða í álverum. Það þarf að skapa umhverfi þar sem menn vilja fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum. Það er ekki gert með því að hækka skatta og vera með gjaldeyrishöft.

Við þurfum fleiri störf þar sem menntun fólksins nýtist og kemur í veg fyrir að það flytjist annað. Undirstaða hagkerfisins er að finna í atvinnulífinu, þar fer fram hin raunverulega verðmætasköpun og framleiðsla til útflutnings. En núverandi ríkisstjórn stefnir í allt aðra átt.

Krónan er spilapeningur LÍÚ, við getum hvergi notað hana annarsstaðar en hér á landi. Þetta er eins og staðan var fyrir rúmri öld þegar útgerðarfyrirtækin voru hvert fyrir sig með sína eigin peninga og menn gátu einungis nýtt þá í tilteknum verzlunum. Við erum í sömu stöðu í dag, getum ekki selt húsið okkar og farið á eftir börnum okkar til Norðurlandanna eða til Spánar þar sem ódýrt er að lifa.

Sú spá að sífellt verði erfiðara að losna við gjaldeyrishöftin er að rætast. Lágt gengi krónunnar eykur skuldir allra. Núverandi ríkisstjórn virðist halda að hægt sé að skapa tekjur með því að ráða sem flesta ríkisstarfsmenn og skattleggja þá. Þannig væri hægt að standa undir norrænu velferðarkerfi.

sunnudagur, 3. október 2010

Síðasta vika

Oft hafa manni fallist hendur og ýtt lyklaborðinu frá sér, síðasta vika var þannig. Uppákoman á Alþingi, ummæli þingmanna um hvorn annan, þar fór formaður Sjálfstæðismanna fremstur og kórónaði allt þegar hann fékk fund sjálfstæðismanna til þess að klappa lengi fyrir þeim ráðherra sem á næststærstan þátt í leiða þjóðina fram af bjargbrúninni, var fjármálaráðherra og síðan forsætisráðherra Hrunkvöðlastjórnanna.

Annar sjálfstæðisþingmaður lýsti því yfir að hún væri döpur vegna þess að stjórnmálamenn njóta ekki friðhelgi. Það var svo lýsandi fyrir ástandið að horfa upp á þingmenn hlaupa niðurlútna undir hrópum almenning og lauma sér bakdyramegin inn á Alþingi. Reisn Alþingis er horfin ásamt virðingu þjóðarinnar, það er eins og fiskabúr þar sem skrautfiskar hafa búið sér einangraða veröld spjátrunga, sem er um megn að vera í sambandi við þjóð sína nema þá á sjálfsköpuðum forsendum.

Andrúmsloftið endurspeglar þá reiði sem er meðal fólksins. En Alþingismenn hafa nýtt síðustu tvö ár til þess eins að koma höggi hver á annan í hinni endalausu útúrsnúningakeppni. Á meðan er friðhelgi fjölskyldunnar rofin með uppboðum á heimilum þeirra, 13 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og jafnmargir sem hafa flutt af landi brott. Í hverri einustu fjölskyldu þessa lands eru einstaklingar sem fótunum hefur verið kippt undan bein afleiðing þeirrar efnahagstefnu sem mótuð var af stjórnmálamönnum, dásömuð af þeim í glysferðum um heimsbyggðina og á bökkum laxveiðiánna.

Davíð og Geir Haarde kynntu vel hvert þeir ætluðu að halda með sinni hagstjórn og voru margendurkosnir. Þeir fóru þangað með Ísland, en þeir höfnuðu alfarið að horfast í augu við afleiðingar þegar þær fóru að birtast og virtu að vettugi allar aðvaranir. Það liggur fyrir að Geir og ráðuneyti hans áttu að grípa til varna árið 2007 og hefðu getað mildað afleiðingar. Geir og ráðuneyti hans geruð það ekki. En hann kynnti að hann ætlaði enn lengra í kosningabaráttunni 2007 með sitt efnahagsundur, árangur traustrar efnahagstjórnar af þeim manni sem nú er gert að svara fyrir sig.

En þá barma stjórnmálamenn sér og væla undan pólitískum ofsóknum. Geir Hilmar Haarde og hans félagar sviptu þjóðinni efnahagslegu sjálfstæði og komu málum á þann stað að öll nágrannaríki okkar neituðu að tala við okkur nema í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Íslensku hagkerfi er haldið gangandi á niðurgreiddum lánum sem skattborgara hinna norðurlandanna greiða. Geir og félagar hafa að sönnu beitt þjóðina efnahagslegum ofsóknum og er ekkert of gott að svara fyrir það.

Það eru fleiri sem þyrftu að gera það. Hvar er bótasjóður Sjóvá? Hvar er Halldór Ásgrímsson og skuldir hans fjölskyldu, hvar er Finnur og hvar er Davíð? En bæði núverandi og fyrrverandi stjórnarþingmenn Hrunkvöðlastjórnanna með sína núverandi og fyrrverandi ráðherra tóku sér dómsvald á Alþingi og sýknuðu ráðherra sína. En svo segjast þingmenn vera daprir og sorgmæddir yfir því að þjóðinni ofbjóði hagsmunagæsla stjórnmálaflokkanna. Þar eru rætur reiðinnar og hún er réttlát.

Eða hvað með forseta vorn? Hann ræðir nú við þau lönd sem þekktust eru fyrir að misbjóða launamönnum og dásamar þau. Afleiðingar gjörða hans birtust m.a. í ummælum forstjórna Landsvirkjunar í vikunni, öflugasta fyrirtæki landsins fær ekki lán vegna þess að Ísland er í alþjóðlegum skammarkrók. Hagfræðingar sem ég tek mark á, telja að tap Íslands vegna þess að hafa ekki klárað Icesave sé um 200 – 300 milljarðar. En þar til viðbótar seinkar uppgangi hagkerfisins um 5 ár og það mun valda því að tap Íslands vegna þess samsvari einni ársframleiðslu þjóðarinnar.

Hrunið hefur þegar valdið því að við erum búinn að glata nokkrum ársframleiðslum og erum líklega stödd á árinu 2005 þegar forsetinn sagði hina eftirminnilegu setningu á erlendum glansfundi. „I can assure you here today, especially our British friends, that as the old Hollywood saying goes: „You ain’t seen nothing yet! Somehow the airline business has suited us Icelanders well – maybe because of our Viking heritage as explorers and discoverers a thousand years ago, crossing unknown oceans and successfully arriving in virgin lands.“

Því miður verðum við að horfast í augu við það að það er fjarri allri skynsemi að við getum viðhaldið norrænu velferðarkerfi hér í dag. Það var harla einkennilegt viðtal í vikunni við stjórnarþingmann og formann efnahagsnefndar, sem kynnti sig sem færan hagfræðing og býsnaðist yfir því að aðrir hlustuðu ekki á hana. Á hinum Norðurlöndunum er öflugt og agað eftirlit á hendi stjórnvalda og agaður markaðsbúskapur. Gegn þessu börðust stjórnarþingmenn og ráðherrar. Þekkt er að hvernig hinir svokölluðu hægri menn hér á landi hafa haft allt á hornum sér hvað varðar hið norræna velferðarsamfélag.

Það hefur tekið hin Norðurlöndin áratugi að byggja upp hagkerfi sín þannig að þau standi undir velferðarkerfinu. Við fórum undir stjórn Davíðs Oddsonar og Geirs Hilmars í allt aðra átt og erum fjarri því að geta staðið undir sambærilegu kerfi. Áratuga óráðssía og spilling íslenskra stjórnmálamanna hafa þau eftirköst að við getum ekki látið drauminn um norrænt velferðarkerfi rætast. Það er ekki AGS sem kemur í veg fyrir það. Það er ekki AGS að kenna hvernig fór og það blasir að nágrannalönd okkar treystu ekki íslenskum stjórnmálamönnum fyrir frekari lánum, þess vegna er AGS hér. Ef við slítum samneyti við þá hvar ætla menn að fá lán á jafngóðum kjörum og við erum að fá? Hvernig ætla menn að endurgreiða þau lán sem við fengum gegn þessu skilyrðum?

Þingið er ónýtt og við viljum að fá að kjósa. En fyrrverandi og núverandi ráðherrar ásamt fyrrverandi stjórnarþingmönnum hrýs hugur við því. Þeir vita að þeirra tími er liðinn og þeir eigi ekki afturkvæmt inn á þing. Það á að fækka þingmönnum um helming og kjósa með persónukosningum. Almenningur vill geta valið einstaklinga inn á Alþingi og í ríkisstjórn, með samskonar hætti og kosningareglur til stjórnlagaþings hafa verið ákveðnar; að hver kjósandi fá að raða mönnum í þingsæti, annars vegar og í ríkisstjórn hins vegar.