mánudagur, 28. febrúar 2011

Persónuníð DV

Ég les DV ekki reglulega, en stundum eru þar prýðilegar fréttaskýringar og greinilegt að lagt hefur verið í vinnu við fréttavinnslu. En þegar kemur að því sviði sem ég þekki vel til á, kjaramál, gerð kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga, sé ég að það er ekki fótur fyrir neinu sem er í viðkomandi frétt, hún er byggð á rætni og ógeðfelldum spuna.

Þegar kemur að því að fjalla um ASÍ er undantekningalítið ráðist að starfsfólk skrifstofunnar með einhverjum ásökunum og meintum ávirðingum. Ómerkilegasta frétt sem ég hef séð af mörgum í DV af þessu tagi er frétt í dag um fjallaferð Gylfa Arnbjörnssonar fyrir nokkrum vikum. Hann varð fyrir því óláni að missa bíl sinn niður um vök eins og kemur oft fyrir í svona ferðum. Um er að ræða gamlan Nissan Patrol sem hann hefur gert upp með aðstoð sonar síns og félaga úr samansafni úr partasölum. Varla í frásögur færandi. Bílnum var kippt upp og hann þurrkaður, ræstur og þeir feðgar fóru á honum á fjöll aftur næstu helgi.

Inn í fréttina er spunnið að formaður stéttarfélags hafi lagt til að Gylfi segði af sér á síðasta ársfundi, og því stillt upp eins og að Gylfi sitji í andstöðu félagsmanna aðildarfélaga ASÍ. Hið rétta er að Gylfi fékk afgerandi endurkosningu 75% þeirra 300 trúnaðarmanna launamanna víðsvegar af landinu sem voru á fundinum, DV gætir þess vendilega að minnast aldrei á þetta.

Viðkomandi formaður hefur reglulega haldið því fram að það viðhorf sem Gylfi fylgi í yfirstandandi kjarasamningum einkennist af því að hækka eigin laun, en standa í vegi fyrir hækkun launa hinna lægst launuðu. DV hefur ítrekað birt þessa lágkúru.

Ástæða er að geta þess að á framangreindum ársfundi var þessi kjarastefna samþykkt með nær öllum greiddum atkvæðum Vitanlega var Gylfa ásamt öðrum forystumönnum gert að fylgja þessari stefnu. Þannig er nefnilega unnið í félagslegu starfi, það er meirihlutinn sem ræður stefnunni. Einn þeirra fáu sem voru á móti var umræddur formaður.

Í skoðanakönnun sem var nýverið gerð af Félagsmáladeild Háskólans kom fram að 94% félagsmanna ASÍ fylgdu þeirri kjarastefnu sem samþykkt var á ársfundinum. Þessi stefna tryggir nefnilega hinum lægst launuðu og standa verst á vinnumarkaði einhverjar launahækkanir, andstætt þeirri stefnu sem viðkomandi formaður hefur fylgt.

Viðtekinn venja hefur verið í DV að bera á mig ásamt öðrum landssambandsformönnum að við séum sé í einhverjum koníaksklúbb sem er einangraður frá öllum félagsmönnum og við tökum með okkur heim milljónir í laun á mánuði, svo notuð séu orð DV. Ég er búinn að leiðrétta þetta nokkrum sinnum, en DV sinnir því engu. Hið rétta er þau launa sem DV heldur ítrekað fram að ég sé með eru tvöfalt hærri en ég hef, þar sem ég tók út séreignarsparnað á til þess að lagfæra skuldastöðu fjölskyldunnar. Laun mín eru eins og reyndar annarra starfsmanna tengd einum af kjarasamninga RSÍ.

Fréttamönnum DV finnst það frambærilegt að bera ætíð saman strípuð daglaun unglinga við heildarlaun háskólamenntaðs fólks sem vinnur langan vinnudag. Vitanlega veit ég að þessi pistill kallar á að mykjudreifarar verða ræstir, en ég er orðin því vanur.

Það sem mér finnst sárast er að Eyjan hefur ætíð birt samstundis athugasemdalaust hina rætnu umfjöllun DV um okkur starfsfólk stéttarfélaga og fjallar lítið um kjarastefnu og starfsemi stéttarfélaga.

sunnudagur, 27. febrúar 2011

Viðspyrnan

Ef við ætlum að reisa Ísland upp úr rústunum, verður það ekki gert með skammtíma „þetta reddast leiðum“ með sveiflum á gengi íslensku krónunnar og agalausri efnahagsstjórn. Það voru mikil mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að halda ekki áfram á þeirri leið sem mörkuð var með inngöngu í EES með frekari tengslum við evrópska efnahagsstjórn.

Um síðustu aldamót lá fyrir að uppbygging íslensks atvinnulífs var ekki afmörkuð við Ísland og taka yrði á gjaldmiðilsmálum. Stjórnmálamenn gleymdu sér aftur á móti í flóði erlends fjármagns sem streymdi til landsins vegna hárra vaxta hér á landi og misstu algjörlega fótanna. Við lentum inn í ferli sem gat ekki endað öðruvísi, nema tekið hefði verið í taumana upp úr 2005, en þá var frekar bætt í en hið gagnstæða.

Kostnaður fyrirtækja í viðskiptum við gjaldmiðlaskipti frá erlendum gjaldmiðli yfir í krónu og svo aftur tilbaka er mikill, í því sambandi hljótum við horfa til þess að við eigum langmest viðskipti við Evrusvæðið. Útflutningur er forsenda búsetu í landinu og áhrifamikill um gengi krónunnar. Náttúrulegar sveiflur í fiskveiðum ásamt sveiflum í verðlagi hafa verið leiðréttar með handafli stjórnvalda í gengi krónunnar og rekstrarkostnaður færður yfir á launamenn með gjaldfellingu launa þeirra. Aukning orkubúskapar og iðnframleiðslu hefur að nokkru unnið á þessum sveiflum og skapað aukna möguleika á stöðugleika.

Ná verður stöðugleika og lágri verðbólgu. Það er forsenda lágra vaxta og endanlegu afnámi verðtryggingar, eða hvaða nafni menn kjósa að kalla greiðsludreifingarform okurlána. Upptaka annars gjaldmiðils mun taka einhvern tíma. Það er dýrt að halda í krónuna og kostar mikla gjaldeyrisvarasjóði og mikinn vaxtakostnað. Krónan kallar fram um 3,5% hærri vexti en ef við værum aðilar að sameiginlegum gjaldmiðli Evrópuþjóða.

Reiknað er með að orkuverð tvöfaldist til ársins 2030 og tekjur Landsvirkjunar geti fimmfaldast á þessum tíma og orkufyrirtækin fari að greiða skatta til samfélagsins, sem samsvari kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins. Allar áætlanir gera ráð fyrir að orkusala muni fara til tæknifyrirtækja og það verði að skapa þeim samkeppnishægt umhverfi á eðlilegum lána- og hlutabréfamarkaði. Það verður ekki gert með krónunni og gjaldeyrishöftum.

Hér þarf að huga að auðlindagjöldum og að við lendum ekki í sama farveg og fór með kvótann, þar sem allur arður lendir í höndum fárra. Tryggja þarf að ráðandi hlutur í orkufyrirtækin séu í eigu almennings. Vatnsaflsvirkjanir eru gullnámur og við komumst ekki hjá því að nýta þær, ef við svona fámenn þjóð ætlum að geta staðið undir rekstri á því velferðasamfélagi sem við gerum öll kröfu til. Það er eina leiðin til þess að fyrirbyggja að við drögumst ekki enn meir aftur úr hinum Norðurlöndunum.

Ekki verður lengra gengið í að hækka skatta umfram það sem nú er, engin sátt verður um að draga enn meir úr velferðarkerfinu og láta styrki til þeirra sem minnst mega sín rýrna enn frekar. Það verður einungis gert með því að nýta betur þær auðlindir sem þjóðin á. Þar er að finna þá viðspyrnu sem leitað er eftir við að komast út úr doðanum til endureisnar íslensks atvinnulífs.

laugardagur, 26. febrúar 2011

Æseifur óvinur atvinnulífsins

Ég hef í allnokkrum pistlum undanfarin ár reynt að draga fram hvernig Icesave óvissan hefur speglast yfir í vandræðagang varðandi ákvarðanatöku í efnahags- og atvinnumálum og hversu mikið ábyrgðarleysi felist í að draga málið. Stjórnmálamenn fjalli ávalt um Icesave sem einangrað mál, en vilja síðan að talað sé um uppbyggingu atvinnulífs án tengsla við skuldatryggingaálag og lokaðar lánaleiðir. Sama á við um afkomu heimilanna það vilja þeir ræða án tengsla við annað.

Dráttur á lausn Icesave setur efnahagsáætlun Íslands og AGS sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum í uppnám. Afleiðingarnar eru að ómögulegt er að fjármagna þær stórframkvæmdir sem hefjast áttu í fyrra og við Landsvirkjun og OR blasa gríðarlegir efnahagslegir erfiðleikar.

Þetta vinnulag stjórnmálamanna að ráða ekki við heildræna yfirsýn, hefur valdið töfum við undirbúning nauðsynlegra framkvæmda. Landsframleiðsla hefur dregist dragast saman um 12% og atvinnuleysi hefur verið að meðaltali yfir 10%.

Þjóðfélagið hefur orðið af hundruðum milljarða í verðmætum og á fimmta þúsund manns hafa verið án vinnu að óþörfu undanfarið ár. Uppbygging og baráttan gegn atvinnuleysi á ætíð að hafa allan forgang. Það er meira og minna allt í frosti og samfélagið fallið í þunglyndi vegna hátternis stjórnmálamanna og sífellt fleiur flýja land.

Það er skylda stjórnmálamanna að ganga frá samningum um Icesave og að hafa forgang um að tryggja að friður ríki á vinnumarkaði. En hver vikan af annarri líður án þess að niðurstaða náist og þjóðin er orðin meðvirk í andlegum doða stjórnmálamannanna og pólitíkin er að draga okkur niður í þunglyndi og kyrrstöðu. Almenningur og heimilin líða mest fyrir þetta.

Um hvaða stærðir er ég að tala?
• Sjálfstæðismenn fóru ekki fram á þjóðaratkvæði til þess að samþykkja 800 MIA framlag ríkissjóðs vegna gjaldþrots Seðlabankans undir stjórn þess sem berst hvað harðast gegn umbótum í atvinnulífinu.
• Ekki var farið fram á þjóðaratkvæði vegna 400 MIA framlags í bankakerfið.
• Við blasir að Íbúðarlánasjóður er gjaldþrota og þarf um 300 MIA. Framsóknarmenn hafa ekki farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki fást lán til orkufyrirtækja. Búðarháls hefur ekki komist af stað, auk annarra framkvæmda í orkufyrirtækjum og á Reykjanesi.Því var hafnað af þingmönnum að ganga frá Icesave í fyrra, þó þá lægi fyrir mun betri samningur með endurskoðunarákvæðum, en sá verri var nýttur til þess að keyra málið í þjóðaratkvæði í pólitískum loddaraskap.
Sem hefur leitt til þess að ekki hafa verið nýtt:
• 2.000 störf í Búðarháls
• 1.000 störf á Reykjanesi og í öðrum orkufyrirtækjum
• 1.000 afleidd störf

Þetta gerir 4.000 störf þar sem starfsmenn hefðu verið með um 450 þús. kr. í laun að jafnaði sem er um 1.8 MIA á mán. Það hefði skilað til ríkissjóðs í sköttum um 900 millj. á mánuði. Síðastliðið ár hefðu verið 4.000 færri á atvinnuleysisbótum eða sparast hefðu liðlega 700 millj. kr. í bætur á mánuði.

Ríkissjóður hefur semsagt tapað bara vegna þessa um 1.6 MIA á mánuði vegna Icesave. Þessu til viðbótar má benda á skuldatryggingarálagið og vexti vegna annarra lána og svo frestun á styrkingu krónunnar sem hafa kostað heimilin ómældar upphæðir.

Svo er talað um að þjóðin muni fara á hausinn vegna fyrirliggjandi samnings sem kostar okkur um 50 MIA og forsetinn spilar sitt einkennilega og mótsagnarkennda sóló um heimsbyggðina og setur kjarasamninga í upplausn ásamt áætlunum um að AGS fari.

Og NEI-kórinn segir að ekkert liggi á og allir séu ósanngjarnir við litla Ísland. Við getum lært meir af óvinum okkar en vinum, segir einhversstaðar.
Giv mí a breik.

P.s Ég vill ekki borga skuldir óreiðumanna, en við verðum sem þjóð að fara að þeim samningum sem við höfum gert. Þetta er svo sem það sem ég fæst daglega við í mínum störfum, stundum finnst manni að rétturinn liggji hjá manni, en þá eru það lög og reglur sem segja annað og maður verður að sætta sig við það.

Staðan í kjaraviðræðunum

Umfangsmikil vinna stendur yfir í vinnuhópum við gerð kjarasamninga. Samkomulag er um aðferðarfræðina, að láta ekki tímapressu ráða för og reyna frekar að vanda allan undirbúning. Umsamin launahækkun verður greidd frá 1. mars í eingreiðslu fyrir fyrstu 3 mánuðina. Það fer svo eftir því hvenær og hvort samningar takist hvenær hún verði greidd. Viðræður um launaliðinn eru ekki hafnar þannig að það liggur ekki fyrir hversu há þessi eingreiðsla verður. Einnig er órætt hvernig útfærsla væntanlegrar launahækkunar verði, það hversu mikill hluti hennar verði í prósentum og hækkun lægstu taxta í krónum.

Í þessari viku hafa starfshópar verið að störfum við sameiginlegar kröfur sambandanna. Þar bera hæst viðræður um kennitöluflakk og ábyrgð aðalverka á undirverktökum. Aðalverktaki beri ábyrgð á því að kjarasamningar standi í undirútboðum. Einnig er vísað til nýrrar tilskipunar á EES svæðinu um ábyrgð starfsmannaleiga á því að kjarasamninga séu virtir í því umhverfi sem starfað er hverju sinni.

Haldnir hafa verið fundir með SA og svo með bönkunum og ríkisskattstjóra um hvernig hægt sé að koma böndum á villta vesturs 2007 háttalaginu, þar sem allt var gert sem ekki var bannað til þess að víkja sér undan launatengdum gjöldum til samfélagsins. Einnig er unnið við endurskoðun á orðalagi texta slys og veikindi.

Næst kröfu um launahækkanir er krafa jöfnun lífeyrisréttinda. Í viðræðum við stjórnvöld verður lögð mikil áhersla á þann lið. Krafa er að sett markmiðið um að lífeyrir allra nái 70% af meðalævilaunum standi. Samræma þarf iðgjöld og lífeyrisaldur þannig að allir lífeyrissjóðir séu sjálfbærir og koma í veg fyrir að verið sé að framvísa skuldbindingum á komandi kynslóðir eins og gert er í opinberu sjóðunum og gert yrði ef hugmyndir alþingismanna um að taka fyrirfram út skattatekjur framtíðarinnar í lífeyriskerfinu.

Mikil áherslu er lögð á atvinnumál og aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi og endurskoðum á fyrirhuguðum breytingum á vaxtabótakerfinu. Stefnt er að því að hefja viðræður um launamál í lok næstu viku. Samfara stóru málunum eru í gangi viðræður vegna margra sérsamninga.

fimmtudagur, 24. febrúar 2011

Hagvöxtur og ný störf

Við þurfum að skapa um 20 þús. störf hér á landi á næstu árum, þau störf verða einungis til á almennum vinnumarkaði og þá helst í tæknifyrirtækjum. ekki í sjáverútvegi eða landbúnaði.

Tæknifyrirtæki hafa margoft látið koma fram að aðild að myntsamstarfi við Evruna muni draga úr kostnaði félaganna við að verja sig gagnvart hinum gríðarlegu miklu gengissveiflum krónunnar. Nýsköpunarfélög verða að geta aflað fjár til rekstrar frá alþjóðlegum fjárfestum með sölu hlutabréfa og aðgengi að hagstæðum lánum. Hrun efnahagskerfisins og gjaldeyrishöft koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar geti selt fjárfestingu sína aftur og það torveldar félögunum að sækja slíkt fjármagn.

Tilvist krónunnar hefur leitt til þess að hér á landi hafa stjórnvöld ekki tileinkað sér þann aga og stefnufestu sem þarf að ríkja við efnahagsstjórn. Hér tíðkast ákvarðanir sem miða við misseri á meðan þau lönd sem búa við stöðugleika gera áætlanir til áratuga, myntsamstarf sem fylgir aðild að ESB myndi skapa þann stöðugleika sem svo mikið skortir hér á landi.

Þetta snertir ekki síður stöðu launamanna. Kjarasamningar myndu þá halda og kaupmáttur ekki hrynja í hvert skipti sem íslensk stjórnvöld grípa til gengisfellinga til þess að leiðrétta efnahagsmistök og flytja þann kostnað yfir á launamenn með því að lækka laun í landinu. Ak þess að skuldastaða heimila og fyrirtækja taka stökkbreytingum í hvert skipti til hins verra.

Á það er einni bent af aðilum vinnumarkaðs að Ísland hefur í dag ekki aðkomu að stefnumótun og framkvæmd ýmissa reglna, svo sem hugverkarétt og umhverfi rafrænna viðskipta. Við höfum orðið var við að íslensk tæknifyrirtæki eru að flytja höfuðstöðvar sínar frá Íslandi vegna þessa atriða. Þau eru að keppa á alþjóðamarkaði og verða að búa við samskonar umhverfi til þess að vera samkeppnishæf.

Hagvöxtur er eina leiðin úr þeirri stöðu sem Ísland er í. Ef það tækist að ná 2% árlegum hagvexti til ársins 2020, verða lífskjör orðin svipuð og þau voru 2008. En atvinnuleysi verður enn svipað og það er nú og velferðarkerfið verður umtalsvert laskað.

Ef hagvöxtur verður 3,5% fram til 2020 verða lífskjör svipuð og 2008, en atvinnuleysi verður um það bil helmingi minna en það er í dag, eða um 5%, sem er samt töluvert lakara en það var 2008 og verðferðarkerfið verður í sömu stöðu og það er í dag.

Það þarf 5% hagvöxt til ársins 2020 til þess að losna við atvinnuleysið bæta lífskjör og ná velferðakerfinu úr því falli sem það hefur verið undanfarin 2 ár.

Ef gengið hefði verið frá Icesave vorið 2009 þá hefðum við þurft 3,5% hagvöxt í stað 5% til þess að ná viðunandi stöðu árið 2020. Fjölgun starfa er eina leiðin til þess að auka hagvöxt. Það þarf að skapa um 30 þús. störf á næstu árum. Ef það á að vera hægt þarf atvinnulífinu að standa til boða nægt lánsfé á ásættanlegum kjörum.

Það samfélag sem viljum hafa er dýrt í rekstri. Það verður ekki gengið lengra í að auka skatta. En augljóslega verður að ná jöfnuði í opinberum rekstri. Fyrir lok þessa árs verður að minnka rekstrarkostnað hins opinbera ekki bara verulega, heldur umtalsvert. Það kallar á að skapa verði enn fleiri störf hjá fyrirtækjunum.

Við komumst ekki hjá því að skipta um gjaldmiðil og skapa stöðugt umhverfi og ná vöxtum umtalsvert niður. Ef það á að takast verðum við að auka traust á íslensku samfélagi, og ekki síður meðal okkur sjálfra. Virðing fyrir reglum og lögum er hér á því plani, að það sem ekki er bannað er framkvæmt.

miðvikudagur, 23. febrúar 2011

Ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífinu

Hvað eiga menn við þegar þeir segja að sé ástæðulaust að flýta sér að ljúka Icesave það skipti okkur engu? Lánshæfismat Íslands minnkaði sakir þess hvernig haldið hefur verið á Icesave málinu af hálfu Íslands og hefur fallið enn meir eftir síðasta útspil forseta. Það kostar íslenskt samfélag umtalsverða fjármuni, sakir mikilla skulda. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja landsins segja að þau lán sem þeim standi til boða séu á svo slökum kjörum að ekki sé hægt að taka þau. Það hefur stöðvað margar framkvæmdir.

Atvinnuleysi hefur aukist og heildarvinnuaflsnotkun hefur minnkað um 12% og landsframleiðsla hefur þar af leiðandi dregist saman um að óþörfu. Staða krónunnar er í lægstu hæðum og skuldastaða heimilanna þar af leiðandi óyfirstíganleg. Heimilin í landinu búa við minni tekjur og minni kaupmátt. Hagfræðingar hafa bent á að þessi samdráttur í í hagkerfinu muni hafa þær afleiðingar að það muni taka lengri tíma að vinna sig upp úr lægðinni, það geti leitt til þess að tap okkar vegna þessa muni, þegar upp er staðið, nema um einni landsframleiðslu.

Í sumar rennur samningurinn út við AGS, vonir stóðu til að við myndum losna að einhverju leiti undan viðjum gjaldeyrishafta og skuldatryggingarálag myndi batna. Ísland hefur notið velvildar, en sé litið til ummæla erlendis frá þá er sá tími liðinn. Það er því ótrúlegt ábyrgðarleysi að halda því fram að ekkert muni gerast þau afgreiðsla Icesave muni dragast. Það er áframhaldandi lítilsvirðing við atvinnulaust fólk og heimilin í landinu.

Atvinnuuppbyggingu hér á landi hefur staðið í stað sakir þess að ekki hefur verið hægt að fjármagna stór verkefni, það er forsenda eigi að takast minnka atvinnuleysið og auka verðmæta sköpun og tekjur í landinu. Þeir sem standa í kjaraviðræðum óttast að nú muni þær stöðvast sakir þess að öll umræða stjórnmálamanna muni beinast enn eina ferðin að Icesave. En eins margoft hefur komið fram þá verður ekki hægt að leysa þá hnúta sem kjaraviðræður eru í án aðkomu stjórnvalda.

Ég er þeirrar skoðunar að tiltekið hlutfall kjósenda eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál, en það þarf að vera ljóst hvaða mál það eru. Ég hef gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru til þess að safna saman undirskriftum, það kerfi verður að vera trúverðugara. Ég hef stutt málskotsrétt forseta, en er nú þeirrar skoðunar að þennan rétt þurfi að skýra betur.

Ég átta mig ekki á endurtekinni klisju alþingismanna um að treysta þjóðinni, en ekki Alþingi, þá með tilliti til þess að við upplifum stjórnmálamenn skipta um skoðanir, á þjóðaratkvæðagreiðslu eftir því hvort þeir séu í stjórn eða ekki. Í félagslegu starfi verða menn að hafa dug í sér að taka óvinsælar ákvarðanir, ef við blasi að það sé hagaur fjöldans. Það að elta sérstæða hagsmuni hagsmuni háværra hópa getur ekki leitt annars en enn meiri vandræða. Ef við lítum til stjórnarhátta áratuginn fyrir Hrun þá var nú ekki mikill áhugi á því að bera hlutina undir þjóðina, eða yfirleitt nokkurn utan nokkurra embættismanna handvöldum á grundvelli fylgispektar.

mánudagur, 21. febrúar 2011

Réttri stefnu fylgt

Í könnun sem ASÍ lét Félagsmálastofnun Háskólans gera fyrir sig í síðustu viku var m.a. spurt um eftirfarandi atriði :

Nú standa yfir viðræður um nýja kjarasamninga. Hvort ertu hlynntari því að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á sambærilegar launahækkanir fyrir alla, eða meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgeiranum, sem njóta góðs af gengi krónunnar?

Sambærilegar hækkanir fyrir alla : 94%
Meiri launhækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgreinum : 6%

Hvað viltu að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum?

Beinar launahækkanir : 19%
Að tryggja kaupmátt launa : 48%
Atvinnuöryggi : 24%
Aukin réttindi : 4%
Starfsumhverfi : 1%
Annað : 4%


Hversu mikilvægt telur þú að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinbera vinnumarkaðinum?

Mjög mikilvægt : 60%
Frekar mikilvægt : 30%
Ekki mikilvægt : 6%
Alls ekki mikilvægt : 3%

Þessar niðurstöður eru í fullu samræmi við þá stefnu sem fylgt hefur verið í vinnu við endurnýjuna kjarasamninga af öllum stéttarfélögum landsins utan tveggja.

sunnudagur, 20. febrúar 2011

Kjarabætur til fárra og áframhaldandi niðursveifla

Öll stéttarfélögin hafa undanfarna mánuði margsinnis fundað um þá tvo valkosti sem í boði eru, skammtímasamning, eða langtímasamninga. Skammtímasamningar munu leiða til ákaflega mismunandi samninga, áframhaldandi óvissu og kyrrstöðu, auknum líkum á hækkandi verðbólgu og vöxtum. Áframhaldi niðursveiflunnar og enn meiri kaupmáttarrýrnun. Sé sú leið valinn munu þeir hópar sem eru í bestu stöðunni hugsanlega náð til sín launahækkunum, á meðan stóru hóparnir sem eru í slakri stöðu á vinnumarkaði og búa við mesta atvinnuleysið, munu ná engum kjarabótum.

Tvö stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins hafa klofið sig frá hinum og hafa valið þessa leið með kröfum um tuga prósenta hækkun hjá þeim sem mest hafa og búa við minnsta atvinnuleysið, en skilja hina hópana eftir. Það myndi t.d. þýða að stórir hópar fái ekkert út úr komandi kjarasamningum og líklega ekki ná neinum kjarasamningum það sem eftir líður þessa árs, vegna þess að þeir eru í engir stöðu til þess að slá frá sér. Það er einmitt þetta sem hefur leitt til þess að öll hin stéttarfélögin hafa valið aðra leið.

Hin stéttarfélögin með um 95% félagsmanna ASÍ hafa ásamt BSRB, KÍ og BHM valið að snúa bökum saman og gera tilraun til þess að ná langtímasamning. Langtímakjarasamningur verður að vera verðtryggður með einhverjum hætti, (oft kallað rauð strik á samningamáli). Það er ekki framkvæmanlegt nema með þríhliða samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðs, vegna hins óstöðuga gjaldmiðils. Nú er verið að takast á um lagfæringar á skerðingum í bótakerfinu um leið og fá fram virkar kjarabætur til þeirra sem verst standa og muni halda.

Öll stéttarfélögin utan hinna tveggja eru ætla að láta á það reyna til hlítar hvort þessi leið sé fær. Ég er t.d. formaður yfir sambandi þar sem eru 10 af aðildarfélögum ASÍ og þar eru klárar samþykktir hvað ég eigi að gera. En sé litið til þeirra ummæla sem eru viðhöfð í fjölmiðlum um störf okkar er þess krafist þess að við forsvarsmenn þessara félaga gangi göngum þessum samþykktum. Maður skilur ekki hver sé hinn félagslegi þroski þeirra sem eru með svona kröfur.

Í fjölmiðlum er því blákalt haldið fram að það séu forystumenn hinna tveggja litlu félaga sem vinni fyrir félagsmenn mína, en ekki ég. Ekkert er fjarri sanni, á undanförnum vikum hef ég haldið fundi á Akranesi, Sauðárkrók, Akureyri, Egilsstöðum, Selfoss, Reykjanesbæ og Reykjavík. Allstaðar fullt úr úr dyrum og liðlega 500 félagsmenn hafa mætt.

Endurtekið er því haldið fram að ég sé í einhverjum einangruðum Koníaksklúbb sem sé með allt niðrum sig. Fréttatíma eftir fréttatíma og þar á milli í spjallþáttum er okkur starfsmönnum annarra stéttarfélaga gert sitja undir allskonar ávirðingum og lágkúru af hálfu forsvarsmanna hinna tveggja félaga, m.a. að verið sé að semja með það að markmiði að hækka sérstaklega laun formanna stéttarfélaga. Það er nánast alveg sama hvað kemur upp fjölmiðlamenn ræða ætíð við formenn hinna tveggja félaga og þar fáum við venjubundna skammta af órökstuddum ávirðingum, ekkert reynt til þess að fá botn í hvort þær alvarlegu ásakanir eigi við einhver rök að styðjast.

Það er ekki starfsfólk ASÍ og forseti sem taka ákvörðun um að fara þessa leið svo forsetinn fái sérstaka launahækkun, eins og haldið er fram í fjölmiðlum. Það er reyndar mesta lágkúra sem sést hefur í umfjöllun um kjaramál fyrr og síðar. Samningsrétturinn liggur ekki hjá ASÍ, hann er hjá hverju stéttarfélagi. Það voru félagsfundir í hinum 60 aðildarfélögum ASÍ með stjórnum og trúnaðarráðum sem ákváðu að fylgja þessari leið, en tvo stéttarfélög berjast gegn því.

Vitanlega er hverju stéttarfélagi heimilt að ákvarða hvaða kjarastefnu það fylgi og ekkert við það aðthuga að hin tvö umræddu stéttarfélög fari þessa leið, en það er aftur á móti ekkert sem gefur forsvarsmönnum þeirra einhvern rétt til þess að úthúða þeim sem eru annarrar skoðunar.

laugardagur, 19. febrúar 2011

Lýðskrumarinn og fjölmiðlarnir

Ég hef komið að gerð kjarasamninga með einum eða öðrum hætti nánast allan minn starfsaldur. Fyrst sem áhugamaður, síðan sem trúnaðarmaður, þá í samninganefnd og svo sem forsvarsmaður landssambands. Í hverjum einustu kjarasamningum upplifir maður það, að upp rísa einstaklingar sem lofa miklum launahækkunum, þeir ná oftast athygli fjölmiðla og það er nákvæmlega það sem þessir einstaklingar þrífast á, lýðskruminu. Lýðskrumarinn veit að hann muni ekki geta staðið við innistæðulaus loforð sín og alltaf er fyrirséð hvernig hann muni bregðast við.

Lýðskrumarinn endar alltaf sína velþekktu vegferð með því að bera sakir á aðra félaga sína í verkalýðshreyfingunni, oftast blandað andstyggilegu persónulegi níði, þó svo hann viti, og fjölmiðlamenn ættu einnig að vita, við erum ekki að semja við önnur stéttarfélög um kaup og kjör. Kjarasamningar eru gerðir milli samtaka fyrirtækja og sveitarfélaga, ekki milli stéttarfélaga.

Hér spilar fjölmiðlamaðurinn stórt hlutverk undir stjórn lýðskrumarans og við líðum fyrir það hversu slök íslensk fjölmiðlun er í sumum tilfellum, þekkingarleysi fjölmiðlamanna. Lýðskrumaranum er hampað í viðtölum og spjallþáttum.

Það liggja fyrir samþykktir í öllum stéttarfélögum hvaða stefnu þau vilja fylgja. En lýðskrumarinn og fjölmiðlamenn virða þá stöðu vettugi og virðast ætlast til þess að forsvarsmenn stéttarfélaga gangi gegn samþykktum félagsmanna sinna.

Þó svo tillögur lýðskrumarans séu felldar með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, heldur hann áfram og virðir vilja meirihlutans að vettugi og fær til þess góða aðstoð fjölmiðalanna. Það er sama hvað kemur upp ætíð ber hann sakir að félaga sína ekki viðsemjendur. Í fjölmiðla og spjallþáttameðferð er ætíð gengið út frá því það sé lýðskrumarinn hafi rétt fyrir sér, en samþykktir allra annarra stéttarfélaga virtar vettugi.

Ætíð er það svo aðþað liggur fyrir að þeir aðilar sem lýðskrumarinn þarf að ná samningum við munu aldrei fallast á kröfur hans. Vitanlega er það lýðskrumarinn sem er að tapa ekki aðrir, en hann hefur ekki burði til þess að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og þau vonbrigði sem felast í þeim værntingum sem hann er búinn að vekja hjá því fólkisem minnst má sín. Þar liggur er mesti fantaskapurinn sem er afleiðing gjörða lýðskrumarans. Meiri maður er hann nú ekki.

Margir halda örugglega að ég sé að tala um einhvern ákveðin einstakling, svo er ekki ég er að tala um hvaða vinnubrögð sumir nota eru við gerð kjarasamninga og ég hef séð í gegnum tíðina.

Kjaraviðræðurnar

Gríðarleg vinna fer fram í samningavinnu þessa daga, margar vinnunefndir að störfum frá morgni til kvölds. Þessa dagana er unnið við að fara yfir sameiginlegar sérkröfur og koma þeim áfram. Mikil tími fer hjá samtökum iðnaðarmanna í umræður um kennitöluflakk, svarta vinnu og ábyrgð aðalverktaka. Það eru til vinnureglur t.d. sveitarfélaga um þessi mál, en það er ekki farið eftir þeim. Þetta er séríslenskt mál og snýst um það siðferði sem hefur tekið völdin í íslensku samfélagi. Hér á landi eru í mörgum tilfellum í gildi sömu reglur og í nágrannaríkjum okkar. En embættismenn, sérstaklega hjá sveitarfélögum virða þær oft að vettugi.

Nýlega hafa verið teknar verði upp nýjar reglur frá Noregi og Þýskalandi sem gera aðalverktaka ábyrgan fyrir launum allra sem vinna í umræddu verki sama hvort viðkomandi starfsmaður vinni hjá honum eða undirverktaka. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa ítrekað orðið varir við að íslensk fyrirtæki eru að svíkja íslenska launamenn þegar þau eru að störfum í Danmörku og Noregi.

Þegar við ræðum við kollega okkar í norrænu Rafiðnaðarsamböndunum, þá er ekkert að hjá íslenskum rafiðnaðarmönnum vinna hjá þarlendum fyrirtækjum, svínaríið er íslenskt og hinir norrænu kollegar okkar eru undrandi á því siðferði sem birtist í hátterni íslenskra fyrirtækja.

En þetta á bara ekki við um okkar vinnumarkað heldur er þarna við að etja það hátterni sem á stærstan þátt í því hvernig komið er fyrir íslenski samfélagi. Þessa dagana eru stjórnmálamenn og fyrrv. ráðherrar að hrósa sér fyrir sérstaka íslenska viðskiptasnilld, þ.e.a.s. hvernig þeir skiptu um kennitölur á bönkunum og létu erlendu skuldirnar liggja eftir í gömlu kennitölunni. 7 – 8.000 milljarðar lentu þannig á erlendu bönkunum. Sömu menn eru undrandi á því að íslensk fyrirtæki eru að kvarta undan því hversu slakalega þeim gengur á fá erlenda fyrirgreiðslu!!??

Ef gera á langtímasamning verður að liggja fyrir hvert stjórnvöld ætli sér að stefna í efnahagsmálum og gjaldmiðilsmálum og af þeim sökum eru einnig í gangi viðræður við stjórnvöld. Það ræður miklu um hvaða kröfur verða gerðar um launahækkanir og hvernig gegnið verður frá verðtryggingu launa (rauðra strika). Verður stefnt á inngöngu í ESB og upptöku evru með því upphafi að festa krónuna með einhverjum vikmörkum við evruna og á ábyrgð Seðlabanka ESB. Það mun hafa mikil áhrif á hvort krónan styrkist. Ef hinsvegar stefnt er á áframhald krónunnar má frekar reikna með að hún styrkist síður og þá verður að reikna með meiri hærri launahækkunum á samningstímanum.

Í þessu sambandi verður einnig að líta til þess stöðunnar í dag, krónan er í lægstu hæðum, ef það ástand verður áfram mun það festa núverandi skuldastöðu heimilanna til framtíðar. Kaupmáttur er einnig í lágmarki. Styrking krónunnar er mesta hagsmunamál íslenskra heimila. Í dag blasir við ofurafkomu tiltölulega fárra fyrirtækja í skjóli lágrar krónu. Það verður aldrei sátt um að laun verði einungis hækkuð hjá starfsmönnum þeirra á meðan öðrum verði gert að sitja eftir. Það mun skapa ófrið til framtíðar og í raun tryggja að velmenntað fólk, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu og í tækni- og sprotafyrirtækjum mun flytja af landi brott.

Það verður að tryggja jafnvægi sem byggir undir þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækjanna með ofurafkomuna vegna slaks gegni krónunnar að þau skili hluta síns afgangs inn í samfélagið, með einum eða öðrum hætti.

Einnig eru stjórnvöld rukkuð um hvaða efnahagstefna eigi að fylgja þegar AGS fer af landi brott í haust? Hvað verður um gjaldeyrishöftin? Þetta skiptir sprota- og tæknifyrirtækin öllu, það er til þeirra sem litið er hvað varðar aukna atvinnu. Atvinnulífið verður sífellt tengdara erlendum mörkuðum og gjaldeyrishöft eru mikill skaðvaldur. Engin trúir því lengur að krónan eigi fyrir sér sjálfstætt líf án skjóls af einhverskonar gjaldeyrishöftum. Íslenskt atvinnulíf hefur ekki óheftan aðgang að erlendum mörkuðum. Ef ekki verður stefnt á ESB verður að taka upp sérviðræður við EES, það er verið að brjóta þá samninga með gjaldeyrishöftunum.

Forseti landsins heldur því fram í erlendum viðtölum að það sé svo gott að hafa krónuna því það sé svo auðvelt að fella hana og færa efnahagsörðugleika yfir á launafólk??!! Á sama tíma er verið að ræða um mikilvægi stöðugleika , lágum vöxtum og fjölgun atvinnutækifæra, sem byggjast í öllu á erlendum fjárfestingum og erlendu lánsfjármagni. Með öðrum orðum í þessu er umræðan, jafnvel hjá ráðamönnum þjóðarinnar, eins og svo oft hér landi algjörlega út og suður.

föstudagur, 18. febrúar 2011

Heimasmíðað álit þjóðarinnar

Norski Seðlabankastjórinn okkar Sven Harald Öygard sagði þegar hann fór eftir að hafa starfað hér um nokkurt skeið, að það sé einstakt afrek hjá svona fámennri þjóð að ná að vera svona fullkomlega ósamhæf.

Það má segja að í hverju einasta máli er allt á öðrum endanum og þar standa þingmenn fremstir í að hrópa hvor að öðrum og þjóðinni allskonar fullyrðingar, flestar bara eitthvað í samræmi við líðandi stund. Stundum gildir sú skoðun að alls ekki megi deila við dómarann og niðurstaða Hæstaréttar verði ekki rædd neitt frekar og stundum er hið gagnstæða.

Fyrir liggja dómar sem segja að núverandi eignaréttur í kvótakerfinu sé brot á Stjórnarskrá, en þingmenn og ráðherrar gera ekkert með það. Sama gildir um dóma vegna skipulagsmála vegna virkjana, þar lýsa ráðherrar stuðning hver við annan í að gera ekkert með niðurstöðuna. En svo kom dómur vegna Stjórnlagaþings, ákaflega umdeildur svo ekki sé meira sagt, en þá er ekki hægt að deila við dómarann og ekki til umræðu að fara í neinu gegn honum.

Margir hafa sagt að það sé ekkert að marka kosningarnar sem fóru fram fyrir Stjórnlagaþing. Þar mættu á kjörstað 83 þús. manns sýndu sín skilríki og kusu undir eftirliti. Allir sem náðu kjöri eru með margfalt kjörfylgi flestra ef ekki allra alþingismanna, undirritaður fékk tæp 12. þús. atkvæði og var þó fjarri því að vera sá hæsti.

Þeir sem hafa verið áberandi á andstæðir Stjórnlagaþings og gerðu ekkert með kosninguna, sögðu hana ekki marktæka vegna þess að svo fáir hefðu kosið. Þeir hinir sömu eru í dag áberandi í því að vísa afgreiðslu Icesave til þjóðarinnar. Þeir leggja fram í dag um 40 þús. undirritanir, eins það er kallað, en fyrir liggur gat hver sem er skráð inn í tölvunni sinni hvern sem er.

Aðstandendur þessarar söfnunar vilja ekki láta kanna hvort það sé tryggt hvort þeir sem skráðir eru inn hafi gert það sjálfir, eða hvort það eru einhverjir aðrir sem gerðu það. Hér á kaffistofunni í morgun hafa verið nefnd nokkur dæmi, t.d. eitt þar sem ungur ákafur maður skráði inn alla sína fjölskyldu, foreldra, systkini, frændfólk og tengdafólk, án þess að nokkur vissi af því og vitað var að sumir eru algjörlega andsnúnir þessu.

Ég fer fram á forsetinn fái staðfestingu frá öllum sem eru á listanum að þeir hafi skrifað undir.

Persónuvernd hlýtur að grípa þarna inn í, það gengur ekki að hægt sé að handsmíða eitthvað álit sem er kynnst sem álit þjóðarinnar í hápunkti hugaræsings líðandi stundar.

Einnig blasir við að setja verður nákvæmar reglur um svona kannanir, þ.e.a.s. þeim sem ætlast er til að sé tekið mark á.

fimmtudagur, 17. febrúar 2011

Samstaða stéttarfélaganna

Öll aðildarfélög ASÍ, BSRB, KÍ og BHM, utan tveggja tiltölulega lítilla stéttarfélaga í Starfsgreinasambandinu hafa samþykkt að kanna til hlítar hvort hin svokallaða kaupmáttarleið sé fær. Rjúfa verði þá kyrrstöðu sem hefur ríkt hér í efnahagslífinu. Það verði ekki gert nema með því að tryggja stöðugleika til einhvers tíma og fá fyrirtæki og fólk til þess að fjárfesta. Auka atvinnu og útflutning. Einungis ein leið sé fær úr þessum vanda, þjóðin vinni sig út úr vandanum.

Atvinnuleysi hefur verið mikið eftir Hrun, eða í grenndinni við 10%, þar til viðbótar hafa um 5.000 manns horfið að af vinnumarkaði, flutt sig erlendis eða farið til náms. Landsframleiðslan hefur dregist saman. Þetta gerðist ekki í nágrannalöndum okkar.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkað og einkaneyslan dregist saman um fjórðung af þeim sökum. Haustið 2008 hvarf á einni nóttu sá kaupmáttarauki sem verkafólk hafði áunnið sér með kjarabaráttu næstliðinna 5 ára, því til viðbótar tóku skuldir heimilanna stökkbreytingu. Þetta gerðist ekki í nágrannalöndum okkar.

Stjórnvöld hafa reynt að verja velferðarkerfið og eina leiðin að þeirra mati hefur verið að auka skatta, sem leiðir til enn meiri samdráttar. Við erum í vítahring, spíral niður á við. Ísland er að dragast aftur úr á flestum sviðum sé litið til nágrannaþjóða okkar. Ungt velmenntað fólk er flytja héðan. Það er í góðir vinnu hér, en er með eftirsótta menntun, en kýs frekar að búa í því umhverfi sem til boða stendur á hinum Norðurlandanna.

Öll stéttarfélögin hafa fundað margsinnis um þá tvo valkosti sem í boði eru, skammtímasamning, eða langtímasamninga. Skammtímasamningar kalla á ákaflega mismunandi samninga áframhaldandi óvissu, óbreyttri stöðu, líkum á hækkandi verðbólgu og vöxtum. Áframhaldi niðursveiflunnar og enn meiri kaupmáttarrýrnun. Þeir hópar sem eru í bestu stöðunni gætu hugsanlega náð til sín launahækkunum, á meðan stóru hóparnir sem eru í slakri stöðu á vinnumarkaði og búa við mesta atvinnuleysið, næðu að öllum líkindum ekki kjarabótum. Tvö stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins hafa klofið sig frá hinum og valið þessa leið.

Hin stéttarfélögin með um 95% félagsmanna ASÍ hafa ásamt BSRB, KÍ og BHM valið að snúa bökum saman og geri tilraun til þess að ná langtímasamning. Langtímakjarasamningur verður að vera verðtryggður með einhverjum hætti, (oft kallað rauð strik á samningamáli). Það er ekki framkvæmanlegt nema með þríhliða samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðs, vegna hins óstöðuga gjaldmiðils.

Öll stéttarfélögin utan tveggja eru þessa dagana að láta á það reyna til hlítar hvort þessi leið sé fær. Ég er t.d. formaður yfir sambandi þar sem eru 10 af aðildarfélögum ASÍ og þar eru klárar samþykktir hvað ég eigi að gera. En sé litið til þeirra ummæla sem eru viðhöfð í fjölmiðlum er í raun þess krafist þess að ég gangi gegn þessum samþykktum. Ég er kosinn í mínum samtökum til þess að fara með okkar samþykktir í forystu ASÍ.

En í fjölmiðlum er því blákalt haldið fram að það séu forystumenn hinna tveggja litlu félaga sem vinni fyrir félagsmenn mína, en ekki ég. Ég sé í einhverjum Koníaksklúbb einangruðum frá veröldinni. Ekkert er fjarri sanni, á undanförnum vikum hef ég haldið fundi á Akranesi, Sauðárkrók, Akureyri, Egilsstöðum, Selfoss, Reykjanesbæ og Reykjavík. Allstaðar fullt úr úr dyrum og liðlega 500 félagsmenn hafa mætt.

Það er ekki starfsfólk ASÍ og forseti sambandsins, sem taka ákvörðun um að fara þessa leið svo forsetinn fái sérstaka launahækkun, eins og haldið er fram í fjölmiðlum. Það er reyndar mesta lágkúra sem sést hefur í umfjöllun um kjaramál fyrr og síðar. Samningsrétturinn liggur ekki hjá ASÍ, hann er hjá hverju stéttarfélagi. Það voru félagsfundir í hinum 60 aðildarfélögum ASÍ með stjórnum og trúnaðarráðum sem ákváðu að fylgja þessari leið, en tvo stéttarfélög berjast gegn því.

Vitanlega er hverju stéttarfélagi heimilt að ákvarða hvaða kjarastefnu það fylgi, en það er aftur á móti einkennilegt ef forsvarsmenn þeirra telji sig vinna að bættum kjörum með því að mæta í fjölmiðla og úthúða öllum sem ekki eru sammála þeim. Persónulegt níð og skítkast hækkar ekki laun láglaunafólks.

laugardagur, 12. febrúar 2011

Hin laskaða umræða

Ég hef nokkrum sinnu m komið að því hversu löskuð umræðan er hér á landi. Íslensk stjórnmál einkennast af valdabaráttu og stjórnmálaflokkarnir gæta sérhagsmuna þeirra valdahópa sem að baki hverjum flokki stendur. Stjórnmálamenn leggja umfram allt áherslu á að viðhalda völdum eða komast til valda.

Ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins í vikunni um að það væri óvenjulegt að þingmaður, hvað þá formaður stjórnarandstöðuflokks tæki afstöðu til mála með hagsmuni þjóðarinnar að markmiði. Þessi sami varaformaður sagði fyrir nokkur að Rannsóknarskýrslan um hvernig efnahagstefna þessa flokks hefði leitt þjóðina í gjaldþrot þvældist fyrir flokknum, en því myndi linna fyrr en síðar. Það eru þessi viðhorf sem eyðileggja pólitíska umræðu, veldur siðrofi og er orðið þröskuldur í vegi framfara.

Erfiðleikatímar er heimavöllur lýðskrumarans. Þjóðfélagsumræðan hefur fallið niður á lægri stig eftir Hurn. Allir kostir í stöðunni sama hvert litið er, eru slæmir. Við erum dæmd til þess að leita upp besta slæma kostinn, annars blasir við lakari staða. Yfirboð eru þekkt við undirbúning kjarasamninga, einstaklingar sem telja sig hafa fundið sársaukalausar töfralausnir. Vitanlega vill fólk trúa því að hægt sé að vinna sig út úr vandanum á þægilegan hátt, í stöðunni séu möguleiki mikilla launahækkana.

Á þessum forsendum vinnur lýðskrumarinn í sinni fullvissu, að hann þurfi ekki að standa við sín yfirboð. Hann veit að fyrir valinu verður leið raunsæis, eftir að skoðaðir hafa verið allir kostir og gallar stöðunnar. Lýðskrumarinn verður þar af leiðandi endurtekið sigurvegari, en raunsæismaðurinn tapari, hann dæmist til þess að benda á galla yfirboðsins og þá erfiðu kosti sem eru í stöðu efnahagsvandans, annars föllum við enn neðar og vandamálin vaxi.

Hér spilar fjölmiðlamaðurinn stórt hlutverk og við líðum fyrir það hversu slök íslensk fjölmiðlun er í sumum tilfellum, þekkingarleysi fjölmiðlamanna. Lýðskrumaranum er hampað í viðtölum og spjallþáttum. Það sem er vinsælt er valið til umfjöllunar, töfralausnirnar. Raunsæir menn eiga erfitt með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þeir tapa atkvæðum.

Ef við ætlum að ná samskonar efnahagslegum stöðugleiki og er í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, verðum við að gera það sama og þau hafa gert. Til þess þarf hugarfarsbreytingu, agaða stjórnarhætti og traustan og stöðugan gjaldmiðill. Það er forgangsverkefni að launamenn endurheimti fyrri lífskjör, það verður ekki gert án aukinnar verðmætasköpunar. Við erum er í fararbroddi í vistvænni orkunýtingu og hér er mikill mannauður. Við eigum að styðja nýsköpun og auðvelda erlenda fjárfestingu.

föstudagur, 11. febrúar 2011

Fjötrar brotnir

Fjötrar brotnir
Undanfarna tvo daga hefur verið unnið að því að losa um þá fjötra sem SA/LÍÚ voru búin að setja á viðræður vegna endurnýjunar kjarasamninga. Fyrir liggur fyrir vinnuskjal fram samninganefndum SA og ASÍ þar sem reiknað er með menn vinna það sem af er þessa mánaðar að setja upp útlínur 3ja ára samnings sem rennur út 31. des. 2013.

Samningstímabilið hefst 1. marz 2011 með aðlögunartímabili sem rennur út 1. júní 2011. 1. jan. 2012 og 1. jan. 2013 komi launahækkanir. Inn í samningnum verði verðtryggingar og stefnumið í efnahags- og gengismálum. Samningstímabilið hefjist með launahækkun 1. marz.

Hafi aðilar, það er stjórnvöld, sveitarfélög, SA og samtök launamanna náð samkomulagi fyrir 1. júní, taka umsamdar launahækkanir að fullu gildi og breytingar þá framkvæmdar taxtakerfum. Ekki er búið að semja um hækkanir og ber nokkuð á milli aðila hvað varðar, en reiknað er með krónutöluhækkunum á lægstu taxta, en að öðru leiti prósentuhækkunum.

Ef ekki næst heildarsamkomulag fyrir júní er fellur samningurinn úr gildi og er uppsagnarfrestur samningsins verður er 3 mán. Búið er að ræða ýmis tækniatriði, en eins og vanir samningamenn þekkja, þá getur sambland krónutöluhækkana og prósentuhækkana í mörgum tilfellum orðið mjög flókið í taxtakerfum.

Miklu máli skiptir í þessu samhengi öllu hvernig umsamin atriði tengjast efnahagsstjórn og verðtryggingu samningsins og uppbyggingu atvinnulífs. Ná þarf sátt um hlutlæg markmið og viðmiðanir til þess að verja kaupmátt í svona löngum samning. Í marz verður lögð megin áhersla á að ná sáttum um launahækkanir og mál tengd þeim þætti. Í apríl og maí verður síðan lögð áhersla á sameiginleg mál hvað varðar stjórnvöld.

Með þessu er stefnt að því að tryggja öllum launahækkanir, ekki síst þeim sem minnst mega sín og eru í hvað verstri stöðu á vinnumarkaði. En eins og komið hefur fram þá hafa tvö stéttarfélög klofið sig frá þessari vinnu og vilja semja um launahækkanir hjá stéttum sem vinna í útflutningsfyrirtækjum, en láta að aðrar stéttir liggja óbættar hjá eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga.

Þetta hefur þær afleiðingar að laun verða tengd afkomu fyrirtækja og sem hefði haft þær afleiðingar að laun hjá útflutningsfyrirtækjum hefðu lækkað um 30% á árunum 2005 – 2008.

fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Tvískinnungur SA

Undanfarin misseri hefði ríkt kyrrstaða, sem er afleiðing af þrefi stjórnmálamanna um alla skapaða hluti. Hagkerfið er keyrt áfram að einkaneyslu en engin fjárfesting er í gangi. Það getur ekki leitt til annars en vaxandi erfiðleika. Skuldsetning samfélagsins er í lagi ef hún fer í fjárfestingar sem koma til með að skila arði.

Þegar menn setjast að því í nóvember að setja upp vinnuáætlanir fyrir endurnýjun kjarasamninga voru menn að vegna aðstæðna yrðu menn að líta heildstætt á hlutina. Hvaða hópar eru varðir í dag og hverjir standa berskjaldaðir? Ef ekki næðist samstaða er mestu líkur á að nokkrir hópar dragi til sín það sem til skiptana er og þeir sem minna mega sín sitji eftir. Það eru nokkrir hópar sem hafa skjól af ónýtri krónu, en það er á kostnað annarra hópa, nokkrir hópar nái kjarasamningum, en eftir munu sitja þeir hópar sem minnst mega sín og eru hvað verst settir hvað varðar atvinnuástand og þeir myndu sitja eftir samningslausir í marga mánuði.

Launamenn voru komnir vel af stað með svokallaða atvinnuleið og voru sammála um að það væri ábyrgðarleysi að kanna ekki til hlítar hvað launamönnum stæði til boða. Þessari leið var SA sammála á fundum í nóvember, desember og janúar. En þegar skriður var að komast af stað snéru þeir við blaðinu og settu fram kröfur um að ekki væri samið fyrr en að LÍÚ hefðu náð ásættanlegum samningi að þeirra mati um kvótamálin.

Þetta er ólöglegt, það er lagaleg skylda atvinnurekenda og samtaka launamanna að gera kjarasamninga um kaup og kjör fólks. Samkvæmt lögum má ekki blanda saman við þá baráttu utanaðkomandi atriði. Þetta var meðala annars það sem SA benti á þegar skuldavandi heimilanna var til umræðu að kröfur komu um að taka það upp á baráttuborðið. Einnig mætti líkja þessu saman við að launamenn krefðust þess að skipt yrði um gjaldmiðil til svo umsaminn kaupmáttur haldist. En eins og launamenn vita þá vilja útvegsmenn halda í krónuna til þess að greiða innlendan kostnað, en gera fyrirtæki sín upp í Evru.

Samtök launamanna hafa á því skoðanir hvernig ganga á frá samningum um kvótamálin, þar á að gæta hagsmuna almennings, ekki örfárra útvegsmanna, allt eins gæti sú staða að það væri vilji meðal launamanna að fara í aðgerðir ef niðurstaða í kvótamálum yrði með þeim hætti sem útvegsmenn krefjast. Launamenn hafna því alfarið að útvegsmenn ætli að nýta sér stöðu á vinnumarkaði til þess að ná fram sínum sérhagsmunum, sem í sumu eru algjörlega andstæðir hagsmunum íslensks almennings.

miðvikudagur, 9. febrúar 2011

Bófar í Karphúsinu - með viðbót

Einhver ómerkilegasta aðgerð sem framkvæmd hefur verið við gerð kjarasamninga stendur núna yfir. Kjarasamningar hafa nú verið lausir hjá flestum launamönnum á almennum vinnumarkaði í tvo mánuði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hver staðan er á almennum vinnumarkaði. Kaupmáttur hefur hrapað frá um 13% upp í liðlega 30% hjá sumum hópum. Um 14 þús. manns eru atvinnulausir og margir búa við skerta vinnu og eru vitanlega hræddir við að glata því litla sem þeir hafa. Eða með öðrum orðum slagkraftur þeirra sem minnst hafa er ákaflega slakur.

Vinnubrögð í komandi kjarasamningum voru til umræðu á síðasta ársfundi ASÍ, þar voru 300 trúnaðarmenn launamanna á almennum vinnumarkaði samankomnir og niðurstaða þeirra var að nú þyrftu menn að standa saman, versta staðan yrði ef allt færi í bál og brand. Það myndi verða til þess þeir sem væru í verstu stöðunni yrðu eftir og fengju ekkert. Þetta var samþykkt með öllum atkvæðum gegn 2.

Fjölmiðlar tóku að venju viðtal við annan þeirra, en höfðu ekki áhuga á niðurstöðu hinna og hvers vegna þeir höfðu komist að þeirri niðurstöðu. Samstaða var um að vinna þyrfti að því að rífa atvinnulífi upp úr þeirri kyrrstöðu sem það væri í til þess að auka vinnu og minnka atvinnuleysi.

Þessa stöðu nýta samtök útgerðarmanna og SA núna til hins ýtrasta. Í skjóli einhvers réttlætis, sem engin skilur nema örfáir útgerðarmenn og forsvarsmenn SA, hafna þeir alfarið að ræða af einhverju viti um endurnýjun kjarasamninga. Mæta á fundi með endalausa útúrsnúninga. Þeir bera fyrir sig sömu leið og ASÍ benti á og kalla Atvinnuleið en vinna svo bak við tjöldin með öllum ráðum að splundra ASÍ o gþá ganga þeir um leið gegn eigin stefnu. Ógeðfelld vinnubrögð svo ekki sé nú meira sagt.

Margir leikmenn og blaðamenn sjá ekki plottið. Allsherjarverkfall er nefnilega nákvæmlega það sem LÍÚ vill, það mun gera það eitt að þrýsta á ríkisstjórnina til þess að fallast á kröfur LÍÚ um hvernig þessi samningur verði. Þetta er ólöglegt, ódrengilegt og það má kalla þennan leik mörgum fleiri nöfnum.

Hagstofa Íslands vinnur árlega yfirlit yfir hag fiskveiða og fiskvinnslu. Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna. Eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009.

Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna!

Þetta lið hefur tekið alla launamenn í gíslingu, því er slétt sama þó liðnir séu tveir mánuðir án endurnýjunar kjarasamninga og það liggi fyrir að það muni taka a.m.k 3 mánuði að ná í gegnum Alþingi nýjum lögum, þar til viðbótar krefjast þeir að niðurstaðan verði að vera ásættanleg að þeirra mati.

Séu einhversstaðar bófar á ferð þá eru þeir staddir á skrifstofum SA þessa dagana.

föstudagur, 4. febrúar 2011

Land smákónganna

Ef litið er yfir sviðið á vinnumarkaði þá er það sem hræðir mig mest að flestir þeirra sem eru að flytja af landi brot í mínum starfsgeira eru velmenntaðir og flínkir tæknimenn með mörg framhaldsnámskeið í faginu. Það eru ekki atvinnulausir menn sem eru að fara, heldur rafiðnaðarmenn sem eru eftirsóttir allstaðar og fara beint í góð störf erlendis.

Þeir hafa verið að bíða eftir því að eitthvað færi að gerast hér, en hér ríkir stöðnun og virðist muni verða áfram. Stjórnmálamenn berjast gegn því að skipta um gjaldmiðil og tengjast betur ESB svæðinu, það eru landbúnaður og sjávarútvegur sem ráða landinu og þau vilja einangrun og engu má breyta. Þessir starfsgeirar eru ekki að bæta við nýjum störfum þeir hafa ef eitthvað er verið að fækka störfum einnig eru störf þar einhæf og illa borguð. Það þarf að fjölga störfum hér á landi um 20. þús á tveim árum ef hér á að skapast eðlilegt ástand.

Ef við skoðun starfsgeira rafiðnaðarmanna, þá hefur þróunin verið þannig að undanfarin 30 ár að engin fjölgun rafiðnaðarmanna hefur verið í orkugeiranum, búið að vera um 300 rafiðnaðarmenn í þeim geira síðan 1980, í landbúnaðar- og fiskvinnslu er sama kyrrstaða þar hafa einnig verið um 300 rafiðnaðarmenn og í byggingar- og verktakageiranum hafa verið um 500 – 800 rafvirkjar og það er í þessum geira sem allt atvinnuleysi rafvirkja er. Á sama tíma hefur rafiðnaðarmönnum fjölgað úr 2.000 í tæplega 6.000 öll fjölgunin hefur verið í tækni og þjónustustörfum.

Tæknifyrirtækin sem hafa verið að bjóða upp á mest spennandi störfin ásamt því að þar hefur öll fjölgum starfa verið, eru að flytja sig til ESB. Þau eru alfarið háð góðum viðskiptatengslum við ESB svæðið, góðum lánamarkaði og ekki síður hlutabréfamarkaði.Við rafiðnaðarmönnum blasir stöðnun í starfsframa hér heima og það vilja ekki ungir velmenntaðir menn horfa upp á, þeir vilja hafa möguleika til þess að viðhalda menntun og aðgang að tækifærum í vali á góðum störfum.

Við öllum blasir að það eru á þessum millitekjuhópum sem hækkandi skattar lenda harðast og aðgerðir sveitarfélaga í niðurskurði og tekjutengingum í þjónustugjöldum og öðru sem talið er nauðsynlegt öllum heimilum í dag sakir þess að báðir foreldrar vinna úti.

Þetta fólk horfir framan í enn meiri hækkun skatta og þjónustugjalda ásamt enn frekari niðurskurð í velferðarkerfinu. Það er þetta fólk sem á í mestum vandræðum með skuldirnar, vegna þess að það hefur verið að koma undir sig fótunum og það er þetta fólk sem gerir mestar kröfur um spennandi störf og gott og fjölskylduvænt umhverfi. Það stendur því til boða á hinum norðurlandanna, „Strax í dag“ eins og Stína Stuð sagði í Sýrlandi.

Ég fékk nýlega bréf frá einum félagsmanni, sem er einn af best menntuðu félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins og í topp starfi. Hann lýsir í þessu bréfi ágætlega því sem ég hef heyrt í samtölum mínum við félagsmenn, m.a. á fjölmennum fundum undanfarnar vikur.

Sæl öll á Rafiðnaðarsambandinu
Hef verið huxi vegna dóms hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið að skoða endurútreikninga gengislána fyrir sjálfan mig og aðra. Allar forsendur í endurútreikningum virðast vera löglegar, og eru algerlega lánveitanda í hag. Þannig er málið að í öllum þeim pappírum sem ég hef komist yfir að gengislánin eru hagstæðari en nýju löglegu lánin, þótt krónan hafi veikst um meira en 50% frá lántökudegi!! Þetta eitt og sér segir manni að það er maðkur í mysunni. Einnig þykir mér undarlegt að reiknaðir séu dráttarvextir á reiknuð gjöld aftur í tímann sem lántaki átti ekki möguleika á að standa í skilum með á réttum tíma, enda voru gjöldin ekki til staðar þá. Nóg um það.

Ég rakst á greiningu gamals stærðfræðikennara míns í Háskólanum á rök(leysu)færslu Hæstaréttar fyrir Stjórnlagaþingsdómnum. Eftir þennan lestur og skoðun minni á gengislánamálunum get ég aðeins komist að einni niðurstöðu: Talað er um að glæpamenn beiti einbeittum brotavilja, ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur beiti einbeittum dómsvilja í málum sem tengjast klíkunni þeirra.

Maður fær á tilfinninguna að dómurinn hafi verið fyrirfram ákveðinn í báðum tilvikum, skáldað var í eyður röksemdafærslunnar eftir á. Maður hefur algerlega misst traust á enn einn stólpa lýðveldisins eftir þetta. Hvað eru þá margir stólpar eftir?

Fjölskyldan og fegurðin eru þeir máttarstólpar sem enn standa, en smám saman eru hinir föllnu stólpar að kaffæra þessar mikilvægustu stæður sem eiga að byggja okkar samfélagsgerð - eiga að vera grunnurinn.

Við höfum ekkert lært af þessu Hruni - enda verðmæti og verðmætamat ennþá miðað við þenslu, útblásnar krónur og bullandi neysluhyggju sem skapar ekkert nema græðgi, dónaskap og brotthvarf frá náttúrunni (veruleikanum) . Við slökum ekki á og íhugum okkar stöðu heldur, ef eitthvað er, er nú unnið á 2svar sinnum meiri hraða (fyrir brotabrot af þeim kaupmætti sem áður var) til að halda í sama takt og búið var að sveifla hér upp á síðasta áratug...

Hér hefur sama smákóngaveldið verið við lýði síðan landið var byggt - hér hefur aldrei verið "stokkað upp" í kerfinu því þeir sem hafa völdin og lyklana að kerfisbreytingunum starfa ekki eftir hugsjónum um bætt lýðræði - heldur ganga aðeins eiginhagsmunir fyrir!

Maður er alvarlega farinn að íhuga brottflutning, enda skilaboðin sem næsta kynslóð hefur fengið í veganestið hér (til að lifa af):

Trúðu á réttarríki og meðalhóf og eigin verðleika og vertu þannig troðinn undir og hæddur eða taktu þátt í að viðhalda ríkjandi spillingu og fóðraðu feitu maðkana - og þá gæti ykkur farnast hér vel.

Frekja, dónaskapur og stöðug græðgi hefur aldrei verið jafnvel afhjúpuð hér eins og sl. árin eftir hrun

Kv XX

miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Formsatriðin og Hæstiréttur

Formsatriðin réðu úrskurði Hæstaréttar, en höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosningarinnar, það er mesti kosningaglæpur sem framinn hefur verið í vestrænu lýðræðisríki, fyrr og síðar, segir Þórhildur Þorleifsdóttir um úrskurð Hæstaréttar. Undanfarna daga hefur hver lögfræðingurinn á fætur öðrum lýst efasemdum um þær forsendur sem hæstaréttardómarar reisa álit sitt á. Ég tek undir með stöllu minni „fyrrverandi væntanlegum stjórnlagaþingmanni.“

Það er sjaldgæft að hæstaréttardómarar mæti í drottningarviðtöl og stilli þar upp með aðstoð spjallþáttarstjórnanda hvítþvotti. Traustið á Hæstarétti Íslands féll mikið eftir viðtal við Jón Steinar hæstaréttardómara í Návígi. Þórhallur og hann byrjuðu þáttinn á því að reyna að byggja upp traust á því sem eftir átti að koma með því að marglýsa því yfir hversu hlutlaus Jón Steinar væri. Síðan kom lýsing á því að það ætti að rannsaka sérstaklega hvort dómarar yrðu fyrir áhrifum af þrýstingi og hávaða í samfélaginu.

Sérstaklega hefur Jón Steinar áhyggjur af sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum, að hún hafi farið minnkandi, sjálfsagt vegna utanaðkomandi þrýstings. álagið óheyrilegt. Óhuggulegt var að heyra hæstaréttardómara fjalla í spjallþætti brosandi um eitt tiltekið kynferðisbrotamál. Hvernig skyldi þolanda líða að þurfa að hlusta á þetta, ræddum við hjónin gáttuð.

Þegar talið barst hinsvegar að Stjórnlagaþingi og þeim formgöllum sem Jón Steinar sagðist hafa fundið, voru upp á borðum allt önnur viðhorf. Þar varð hann ekki fyrir utanaðkomandi þrýsting, og svo kom langur kafli með hverri fullyrðingunni á fætur annarri og hver þeirra í hrópandi mótsögn það sem áður hafði verið sagt. Hvernig vinnur þessi maður, veltum við hjónin fyrir okkur. Það er greinilegt að hann getur ekki náð heildstæðri niðurstöðu, hann tekur afstöðu eftir því sem honum hentar hverju sinni.

Við vitum að í öllum kosningum er fræðilega hægt að framkvæma allskonar svik. Ef margir vinna saman með einlægan brotavilja, bæði leikmenn og þeir sem vinna að framkvæmd viðkomandi kosningar. En staðreyndin er sú að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi, og það er hefð fyrir því að virða lýðræðislegar reglur, þess vegna reynir ekki á það að menn séu að reyna að svindla.

Það hefur reyndar verið dáldið erfitt að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að leggja af þann sið að stunda reglubundnar og skipulagðar njósnir um hverjir kjósi og hvernig þeir kjósi. Einnig að fá Flokkinn til þess að leggja niður skipulagt trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum. Nú svo maður tali nú ekki um skipulagðar kosningavélar kostaðar af þeim sem vilja halda þessu samfélagi óbreyttu, svo þeir geti viðhaldið sínum sérréttindum.

Dómararnir úrskurðuðu réttilega um hnökra á kosningunni, en af hverju voru þá ekki allar kosningar á Íslandi hingað til ógiltar, það má gera með nákvæmlega sömu rökum og Hæstiréttur notar. Hæstiréttur ógilti núna lýðræðislega kosningu 83 þús. íslendinga. Hann hendir út um gluggann 250 millj. kr. kostnaði. Kosningin var vel heppnuð þrátt fyrir að tiltekinn Flokkur gerði allt sem í hans valdi var til þess að ófrægja, eyðileggja og fæla fólk frá þátttöku.

Viðurkennt er að kosningabaráttan var heiðarleg, engin bellibrögð, engar smurðar kosningavélar og niðurstaðan var að venjulegt fólk náði kjöri sem engin hefur gert athugasemdir við. Fólk sem hefur lagt fram heiðarleg og viðurkennd sjónarmið um það samfélag sem við búum í og vilja til þess að taka þátt í drengilegri umræðu um hvernig sé hægt að lagfæra það sem gagnrýnt hefur verið.

Engin önnur kosning í vestrænu ríki hefur verið dæmd ógild vegna slíkra mála. Kosningaglæpurinn sem framinn hefur verið er gagnvart þeim 83 þúsundum íslendinga sem mætti á kjörstað og valdi úr 522 manna hópi. Fólk sem greiddi atkvæði gerði ekkert rangt, en er nú sýnt rauða spjaldið af Jóni Steinari og félögum.

Það er verið að fótum troða lýðræðið. Þessi ákvörðun Hæstaréttar er rammpólitísk, hún hindrar lýðræðislegan framgang málsins, án þess að það hafi verið sýnt fram á að lýðræðinu hafi stafað nein hætta af þeim hnökrum sem Hæstiréttur bendir á. Við höfum beðið þolinmóð lengi eftir því að tekið verði á sérhagsmunagæslu, en nú seilast 6 hæstaréttardómar um hurð til lokunnar og nýta til þess ósannaðan orðróm.

Það má ætla að ef það verður kosið aftur mun Flokkurinn ræsa sínar kosningavélar og beita öllu afli sínu í pólitískum skotgröfum og leðjuslag. Þrælpólitískar kosningar með öllum þeim öflum sem þá fara í gang, fjármagni, áróðri auglýsingum og mannorðsmeiðingum. Þá munu margir sitja heima, eins og komið hefur fram er fólkið í landinu búið að fá nóg af flokkspólitísku ofbeldi. Venjulegt fólk tekur ekki þátt endalausum kosningar sem síðan Hæstiréttur lítilsvirðir þar sem úrslitin voru honum ekki þóknanleg.