sunnudagur, 30. nóvember 2008

Hækkun vaxtabóta



Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa markvist aukið ójöfnuð í landinu með því að láta skerðingarmörk sitja kyrr í hækkandi verðlagi, þannig að þeir sem minnst hafa fengu ennþá minna.

Í þessu sambandi má t.d. benda á hvernig stjórnvöld nýttu sér hækkun fasteignaverðs milli áranna 2004 og 2005 til þess að skerða vaxtabætur um nokkra milljarða. Þessi skerðing bitnaði fyrst og fremst á lág – og millitekjufólki og þá sérstaklega ungu fólki með erfiða greiðslubyrði.

Hvernig fóru stjórnvöld að þessu, jú þau þau létu eignastuðul ekki fylgja verðlagi. Eignastuðlar voru eftir mikinn eftirgang ASÍ hækkaðir fyrir ári síðan, en fjármálaráðherra sveik loforð sín og hækkað eignastuðla einungis um 25% í stað, þess að þeir þurftu að hækka um 83% svo ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu stæðu í óbreyttri stöðu.

Aðgerðir fjármálaráðherra hafa leitt til þess að vaxtabætur margra ungra fjölskyldna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafa nánast horfið. Þessa dagana er vaxandi fjöldi eigna að fara nauðungaruppboð.

Ef stjórnvöld ætla að gera eitthvað fyrir skuldsettar fjölskyldur, sem því miður virðist vera takmarkaður áhuga á, verða þau að færa vaxtabæturnar strax að minnsta kosti í fyrra horf.

Með lagfæringu á vaxtabótakerfinu er komið beint að þeim sem sitja í erfiðustu vandamálunum.

föstudagur, 28. nóvember 2008

Hömlur á gjaldeyrisviðskipti

Með lögum um hömlur á gjaldeyrisviðskiptum sem samþykkt voru í nótt er verið að setja á algjörar hömlur á viðskipti með gjaldeyri, sem mun líklega leiða til þess að minni gjaldeyrir kemur inn í landið því útflytjendur framkvæmi sín viðskipti alfarið erlendis í vaxandi mæli. Með þessum lögum verður vart um að ræða endurfjármögnun erlendra lána atvinnulífsins.

Jöklabréfin illræmdu eru hér upp á 550 milljarða króna og bera 18-20% vexti. Þessar eignir munu á þessu tímabili vaxa í allt að 800 milljarða. Þegar hömlurnar renna út mun allt þetta fé hverfa úr landi - með samsvarandi hruni gjaldmiðilsins.

Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekkert gert til að skapa trúverðugleika á íslenskt efnahagslíf. Formaður efnahags- og skattanefndar ásamt Seðlabankastjóri virðast algerlega andvígir aðgerðaáætlun ríkistjórnarinnar og Seðlabankastjóri ræðst að henni með hótunum.

Afleiðing þessa er vítahringur hafta og minnkandi siðferðis í gjaldeyrisviðskiptum. Tvöfaldur markaður eins og hefur verið að myndast undanfarið. Þetta ýtir undir flótta stórfyrirtækja úr landi á borð við Marel, Össur, Actavís, Hampiðju, Promeks o.s.fr.

Allt er þetta vegna þess að ríkisstjórnin er vanhæf um að taka nauðsynlegar ákvarðanir um ESB og evru vegna andstöðu trénaðrar stjórnar Seðlabanka.

fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Kattarþvottur eftirlaunaósómans

Eftirlaunaósóminn er ofarlega í huga launamanna. Fyrir landsmönnum blasir veruleg skerðing á almennum lífeyrissjóðum vegna falls bankanna á meðan lífeyrissjóður þingmanna og ráðherra er ríkistryggður. Þjóðin hefur lengi krafist þess að þingmenn og ráðherrar afnemi eftirlaunasérréttindi sín.

Á föstudag var lagt fram frumvarp í Alþingi sem er kattarþvottur á fyrra frumvarpi. Þingmenn og ráðherrar ætla sér ekki að draga úr ójöfnuðinum. Það er langt frá því að þeir ætli sér að sitja við sama borð og aðrir. Einhverra hluta vegna kjósa þeir að kattarþvotturinn eigi ekki að koma til framkvæmda fyrr en næsta sumar. Það blasir við að núverandi ráðherrar og þingmenn eru hræddir um að missa stóla sína í kosningum í vetur.

Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%.

Fyrir sama iðgjald ávinna ákveðnir ríkisstarfsmenn sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%. Það er 20% hærri réttindi en sjóðfélagar í almennu lífeyrissjóðanna afla sér.

Auk þess ber ríkið ábyrgð á þessum lífeyrissjóð eins og frægt er. Ef lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, þingmanna og ráðherra eiga ekki fyrir skuldbindingum vegna slakrar ávöxtunar eða taps, þá er það sem upp á vantar greitt úr ríkissjóði. Almennum sjóðum er aftur á móti gert að skerða réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega samkvæmt lögum sem Alþingi setti.

Á heimasíðum lífeyrissjóða eru lífeyrisreiknivélar. Það æpir á mann að svo er ekki fyrir þingmenn og ráðherra. Hvers vegna? Þegar maður talar við þingmenn um þessi mál og krefur þá svara þá kemur ætíð fljótt upp sú staða að þeir bera fyrir sig að þekkja ekki nægilega vel þessi flóknu lífeyrisréttindi og víkja sér undan því að svara. T.d. er algengt svar hjá hinum "gríðarlega talnaglögga" þingmanni Pétri Blöndal að þingmenn hafi skert réttindi sín!!

Nú liggur fyrir Alþingi tillaga ríkisstjórnar um að leiðrétta hin alræmdu Eftirlaunalög. Réttindastuðull þingmanna er í dag 3% og þeir ætla að lækka hann í 2,4% af launum. Þingmenn eru 29 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt. Almennir launamenn eru 41 ár að ávinna sér 56%.

Réttindastuðull ráðherra þegar búið er að lækka ávinnslustuðul úr 6% í 4,8% af launum. Ráðherrar eru þar með 14,5 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt og þurfa eftir það ekki að greiða af launum sínum í lífeyrissjóð svo fremi þeir greiði í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Til samanburðar má geta þess að þá hafa sjóðfélagar almennnu sjóðanna unnið sér inn að meðaltali um 16% lífeyrisrétt eftir 14,5 ára greiðslu í sjóðinn.

Svo ótrúlegt sem það nú er þá gerir hæstvirt Alþingi ekki ráð fyrir að þingmenn og ráðherrar eigi launalíf fyrir þingsetu og fái auk þess ekki vinnu eftir þingstörf. Þess vegna sé nauðsynlegt að þeir nái 70% lífeyrisrétt á umtalsvert styttri tíma en aðrir þegnar þessa lands. Þetta voru rök sem þingmenn lögðu fyrir landsmenn!!

Þetta er vitanlega fáránlegt og gengur ekki lengur. Vitanlega eiga þingmenn að afnema öll sérréttindi sín og sitja við sama borð og aðrir launamenn.

Þessu til viðbótar má geta þess að ætíð þegar laun ráðherra og þingmanna eru hækkuð er miðað við prósentuhækkun lægstu launa, sem ætíð hefur verið töluvert hærri en meðalhækkun. Þeir úthlutðu sér t..d með fjögurra mánaða afturvirkni í september hækkun lægstu taxta. Þessa dagana eru þeri sem eru með 350 þús. kr. laun eða hærri að taka á sig 10% launalækkun. Samkvæmt síðustu upplýsingum stendur það líklega ekki til hjá ráðherrum og þingmönnum.

Svona er Ísland í dag.

Aðgerðir strax

Mér er ákaflega hugleikin staða þeirra eru að verða fyrir tekjubresti þessa dagana, þ.e. þeim sem missa vinnuna eða þurfa að taka á sig launalækkun út af mismunandi ástæðum. Við blasa afleiðingar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Það er ærin ástæða til að gera eitthvað í stöðu hins venjulega borgara sem lendir í greiðsluerfiðleikum.

Fólk er ekki hlutafélag sem hægt er að setja á hausinn, skipta um kennitölu afskrifa með því skuldir og byrja með nýrri kennitölu daginn eftir. Þetta virðast stjórnvöld hinnar grímulausu frjálshyggju og efnhagsspekúlantar hennar ekki gera sér grein fyrir. „Hver er sinnar gæfu smiður“ segja þeir, „Fólk átti bara að taka minni lán.“

Þeir ríghalda í krónuna og segja ; „Með krónunni er blóðsúthellingalaust hægt að lækka laun, hafi verið gerðir óskynsamir kjarasamningar.“ Efnahagstefna þeirra hefur leitt yfir okkur fjórfalda verðbólgu nágrannalanda okkar, helmings gengisfall krónnunar og hæstu vexti í Evrópu, sem kalla á hækkun verðtryggingar.

Það þarf að gríða til sértækra ráðstafana til að hjálpa fólki sem stefnir í greiðsluþrot. Þetta þarf ríkisstjórnin að gera núna. Fram hefur komið fram sú hugmynd frá efnahagsspekúlöntum hvort ekki megi bara taka fjármagn úr almennu lífeyrissjóðunum til þess að greiða niður lánin.

Forsvarsmenn almennu stéttarfélaganna hafa bent á að þetta ráðslag myndi leiða til þess að örorkubætur og ellilífeyrir myndi lækka hjá þeim sem eru í almennu lífeyrissjóðunum. En ekki hjá hluta opinberra starfsmanna, þingmanna, háttsettra embættismanna og ráðherra, því þeir nýttu sér aðstöðu sína til þess að setja ríkisstryggingu á sína lífeyrissjóði. Þeir sem ekki hafa greitt íslensku lífeyrissjóðina sleppa líka.

Hvers vegna á almennt launafólk sem hefur unnið það eitt til saka að hafa greitt sinn sparnað í almennu lífeyrissjóðina, að una því að efnahagsspekúlantarnir ætli að taka út sparnað þess og nýta hann til þess að leiðrétta eigin mistök. Þeir tóku 10 - 15% af þessum sparnaði út um leið og þeir leiddu bankafallið yfir þjóðina.

Væri nokkuð ósanngjarnt að ætlast til þess að efnhagsspekúlantarnir finndu einhverja aðra leið?

Svo væri ágætt að þeir færu að margítrekuðum óskum launamanna og breyttu um efnahags- og peningastefnu og stjórnendur hennar. Strax.

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Vantar framtíðarsýn

Útspil ríkisstjórnarinnar vegna eftirlaunafrumvarpsins er lýsandi um viðhorf fólks sem telur sig standa ofar almenningi.

Sama gildir um það viðhorf forsætisráðherra að stjórnmálaflokkarnir eigi að handvelja pólitíska hvítþvottarnefnd til þess að fara yfir aðdraganda bankahrunsins.

Það mun ekki verða friður fyrr en búið verður að endurskoða framboðslista stjórnmálaflokkanna og efna til kosninga. Líklegt er að fram komi ný framboð.

Traust og trúverðugleiki verður ekki reistur með sama fólki við völdin.

Hið opinbera má ekki draga úr framkvæmdum í vaxandi atvinnuleysi. Á hinum norðurlandanna hefur ríkissjóður brugðist við í svona ástandi með því að veita vaxtalaus lán til sveitarfélöganna svo þau geti lagt út í framkvæmdir.

Það er engin framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Það kemur ekkert fram um hvernig eigi að taka á vandanum, nauðhyggjan er við völd.

mánudagur, 24. nóvember 2008

Til varnar fullveldinu

Það er ánægjulegt hvernig íslenskum almenning er að takast að draga stjórn umræðunnar úr höndum stjórnmálamanna. Það er ekki langt síðan stjórnmálamenn ásamt fjölmiðlum hæddust að mótmælum almennings. En undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar tekið við sér og eru farnir að snúa sér að íslenskum almenning fremur en forrituðum viðtölum ráðherra. Í þessu sambandi má benda hvernig ráðherrar hæddust með góðri aðstoð fjölmiðlamanna að fólki sem stóð fyrir mótmælum. Völdu gjarnan almenning hiklaust orð eins skríll og skrílslæti.

Áður voru skorður á því sem náði í gegn í fréttum og fékk birtingu fjölmiðla. Nú eru beinar útsendingar frá mótmælum. Frummælendum jafnvel hrósað. Á örfáu vikum er kominn mikil gróska í umræðuna. Þolinmæði landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum er þrotin. Sama gildir gagnvart spyrjendum í fréttaþáttum. Þess er krafist að þeir gangi vasklega fram og spyrji aftur fái þeir ekki svör. Þetta hefur leitt til þess að ráðherrar víkja sér í vaxandi mæli undan að mæta í þessa þætti og nú líður ekki sá dagur að tekið sé fram í fréttum eða fréttatengdum þáttum að einn eða fleiri ráðherrar treysti sér ekki til þess að horfast í augu við íslenska alþýðu.

Íslenskir ráðherrar eru hafa á undanförnum árum einangrast frá íslenskum almenning og reyndar frá Alþingi. Búa í sinni veröld einangraðri af handvöldum embættismönnum, með sín sérkjör og eftirlaun. Það segir íslenskum almenning svo margt að ráðherrar ráði erlendan stríðshana til þess að koma á framfæri þeim upplýsingum, sem hæfa íslenskri þjóð að þeirra mati.

Stjórnvöld hafa með hátterni sínu undanfarin ár rofið það aðhald sem þjóðin á að geta búið þeim. Íslenskir stjórnmálamenn hafa í vaxandi mæli komist upp með að vera til viðtals vikuna fyrir kjördag, sem svo er sambandið rofið í fjögur ár. Nú þegar lokinu hefur verið svipt af Alþingi blasir við ormagryfja sjálftöku, sukki og spillingu. Þjóðin er að rísa upp til varnar fullveldinu og það stefnir hraðbyri í flauelsbyltingu ef fer sem horfir.

Í kjölfar hruns bankakerfisins hafa stjórnmálamenn aftur tekið upp pólitíska misnotkun á bönkunum. Ríkisstjórnin víkur frá almennum reglum réttarríkisins eins og hún hefur gert á undanförnum mánuði við gjaldþrot bankanna.

Stjórnarþingmenn halda því að almenning að orsök hruns bankakerfisins sé að leita í óviðráðanlegum ytri aðstæðum. Hvítþvotturinn er ástundaður. En á hverjum degi birtast okkur ítarlegri upplýsingar sem afhjúpa þá gríðarlegu spillingu sem ríkt hefur á Íslandi. Fallið var heimatilbúið í skjóli getulausra stjórnmálamanna.

Í kjölfar samninga við ESB og opnun inn á innri markað ESB gerðu íslenskir ráðherrar engar varúðarráðstafanir. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar segjast hafa staðið vaktina. Öll vitum við hversu fálmkennd viðbrögð þeirra hafa verið á þessu ári og hversu fjarri þær voru því sem nauðsynlega þurfti. Hópur innlendra og erlendra hagfræðinga ásamt ráðherrum nágrannalanda okkar margendurtóku að krónan væri myllusteinn íslensks hagkerfis. En ráðherrar lögðu ekki í stjórn Seðlabankans.

Öll vitum við að í stjórn Seðlabankans eru samankomnir forpokuðustu Evrópuandstæðingar þessa lands. Frá lýðveldisstofnun hafa engir ráðherrar hafa valdið íslenskum almenning jafn miklum skaða og núverandi ráðherrar Íslands. 1. desember nálgast þann dag á að nýta til þess að minna valdahafana enn frekar að fullveldinu hefur verið hætt í þeirra höndum.

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Loks eitthvað af viti

Það er gott mál að fá finnska fjármálasérfræðingurinn Kaarlo Vilho Jännäri til þess að til að endurskoða regluverk um fjármálastarfsemi og framkvæmd bankaeftirlitsins hér á landi.

Jännäri hefur reynslu bankakreppum og var forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins á árunum 1996-2006. Hann hefur verið áberandi í því starfi í opinberri umræðu í Finnlandi enda hefur Fjármálaeftirlitið miklu hlutverki að gegna þar. Jännäri kemur fljótlega til Íslands og á að skila skýrslu sinni í lok mars.

Almenningur setti strax fram kröfu um erlendan óháðan eftirltisaðila og fram hefur komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt norrænum seðlabankastjórum settu þetta sem skilyrði.
Nefnd sem þingflokksformenn áttu að stofna til þess að endurskoða sjálfa sig var andvana fædd, en segir allt um hugarfar íslenskra stjórnvalda.

Staða stjórmálamanna endurspeglast mjög vel í skoðanakönnun Fréttabalsðins, 50% þjóðarinnar vill ekkert hafa með þá að gera. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður i 24% af hinum helmningnum, semsagt með fylgi 12% þjóðarinnar. Það sem eftir stendur er semsagt lítið umfram þann hóp sem sækir landsfund.

Þetta hlýtur að vera ráðherrum umhugsunarefni. Því fer fjarri að þeir séu að ná til þjóðarinnar og þeir eru rúnir trausti. Viðbúið er að mótmælin eigi eftir að vaxa ennfrekar hugsi þeir sér ekki til hreyfings fljótlega

laugardagur, 22. nóvember 2008

Siðblindur þingmaður

„Fólk telur réttlætismál að þetta verði skoðað og nú hefur það verið gert svo ég vona að nú sé deilum um þetta mál lokið,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég er síðan alltaf tilbúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði.“

Hér talar greinilega fullkomlega veruleikafyrrtur maður. Siðblinda hans er algjör. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þingmenn og ráðherrar Samfylkingar muni taka á þessu máli.

Of fljótt gefið eftir

Er þessa dagana á þingi Finnska rafiðnaðarsambandsins í Tammerfors eða Tampere. Höfuðstöðvar sambandsins eru í Tampere. Í borginni og nálægum héruðum búa tæplega 400 þús. manns eða svipað og heima.

Var fenginn til þess að fara yfir aðdraganda íslensku kreppunnar og eins það sem gerst hafi frá því hún skall á. Finnar kannast vel þá stöðu sem við erum að fara inn í og eins kannst þeir vel við hvernig stjórnmálamenn brugðust við. Þegar þeir fengu yfir sig djúpa efnahagslægð 1990 blasti við þeim eins og heima á Íslandi hversu duglitla stjórnmálamenn þeir höfðu.

Finnskir stjórnmálamenn sem höfðu verið virkir þátttakendur í aðdragandanum með bankamönnum, töldu sig vera þeir einu sem væru hæfir til þess að stýra þjóðinni upp úr lægðinni. Allt fór á versta veg, atvinnuleysi jókst og fór upp í 40% á sumum svæðum í Finnlandi og mörg heimili hrundu til grunna. Það var ekki fyrr en eftir rúmt ár sem Finnum tókst að hrekja af höndum sér hina gerspilltu stjórnmálamenn og hefja tiltekt í bankalífinu. Með nýju og dugmiklu fólki tókst þeim svo að hefja markvissa uppgöngu.

Enn þann dag í segjast Finnar vera að bíta úr nálinni fyrir að hafa ekki tekið strax á stjórnmálamönnunum. Það hefði kostað þjóðfélagið meira í styrkjum að koma fótunum undir þau heimili sem hrundu, en ef tekið hefði verið strax á málinu. Sama gildir um hversu lengi stjórnmálamenn voru að taka á við sér hvað varðar atvinnulífið.

Það ber öllum fulltrúum Norðurlandanna hér á þinginu saman um að það hafi verið gefið of fljótt eftir við íslenska stjórnmálamenn. Loforð íslenskra ráðherra eftir 7 vikna þras þeirri um betrumbót fannst norðurlandamönnum vera lítils virði. Í því sambandi bentu þeir á umæli forsætisráðherra um að Norðurlöndin væru ekki miklir vinir, fyrst þau létu hann ekki strax fá allt sem hann bað um. Eins hafa ummæli Davíðs Oddssonar vakið mikla furðu. Vegur íslenskra stjórnmálamanna liggur ekki hátt þessa dagana hjá norðurlandamönnum.

fimmtudagur, 20. nóvember 2008

Vinur er sá, er til vamms segir

Hvar er sómatilfinning þeirra sem létu allar aðvaranir sem vind um eyri þjóta? Hlustuðu ekki á aðvörunarbjöllurnar glymja. Þessir hinir sömu ætla að sitja áfram eins og ekkert hafi gerst, þrátt fyrir að þjóðin krefjist að menn verði dregnir til ábyrgðar. Þeir ætla sér að sitja að endurskoðun og haga málum þannig að þeir geti sópað til hliðar afglöpum sínum.

Ætíð þegar frjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokksins hafa rætt um efnahagsstefnur hefur þeim verið sérstaklega í nöp norrænt hagkerfi, þá sérstaklega við Svíþjóð, en hampað BNA. Hvar standa Norðurlöndin í dag í samanburði við BNA? Þrátt fyrir þetta leita Geir og félagar sérstaklega til Norðurlandanna eftir aðstoð. Svörin sem hafa komið þaðan, og reyndar frá öllum öðrum, hafa verið skilmerkileg; Það komi ekki til greina að láta okkur fá peninga fyrr en það liggi fyrir að tekið verði til í efnahagsstjórninni.

Geir og félagar hafa þráast við í 7 vikur og hreytt ónotum í vinarþjóðir okkar. Það er runnið af okkur, segja Geir og félagar, sjáið ekki að við erum edrú í dag og höfum fullt vald á drykkjunni. Látið okkur hafa einn kassa strax, ekki vera svona leiðinleg við okkur.

Hvernig í veröldinni telja Geir og félagar sig geta verið mað einhverjar dylgjur í garð Norðurlanda um að þær séu ekki lengur vinaþjóðir okkar. Eins og Geir og sérstakur efnahagsmógull Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn eru að dylgja um í fjölmiðlum í morgun. Var sóðaræða Forsetans yfir sendiherrunum um daginn eignlega ekki alveg nægileg. Staðan er nú einfaldlega sú að afstaða þeirra er vinargreiði. Þeir þekkja vel hvað hefur verið að gerast á Íslandi.

Íslensk stjórnvöld hafa verið virkir þátttakendur á hömlulausu eyðslufylleríi bankanna og ýtt undir skuldaaukningu almennings með því að láta krónuna vera 30% of sterka. Messað yfir þjóðinni að allt sé hér í toppstandi, fellt niður skatta til þess að ýta ennfrekar undir eyðsluna. Vitanlega vildu margir trúa þessu og tóku þátt í þessu með fjárfestingum sem í dag er að setja mörg heimili á hausinn. Jú það voru heimilin sem tóku þessa ákvörðun. En undir hvaða skilaboðum frá Geir og félögum og fjármálaráðunautum bankanna? Þetta er allt í fínu, skál.

Og nú á að láta 700 milljarða í hendur Seðlabankastjórans! Jesús minn. Eru menn eitthvað undrandi á því að það vefjist fyrir vinum okkar. Vinur er sá, er til vamms segir.

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Hvað þarf til?

Eftir að hafa skoðað ræðu Davíðs og viðbrögð ríkisstjórnarinnar hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða beinagrindur Davíð sé með í skápum sínum sem ráðherrar hræðast svona.

Enginn maður með minnstu virðingu fyrir sjálfum sér sæti undir þessari ákæru. En ráðherrar ríkisstjórnarinnar láta þetta yfir sig ganga og reyna á vesældarlegan hátt að bera hönd fyrir sig.

Viðskiptaráðherra fær herfilegustu útreiðina fyrir utan Davíð sjálfan, sem sýnir sinn innri mann.

Hvenær skildu þessir menn standa upp? Hvað þarf til?

Neðanmálsmenn

Meðal almennings ríkir gríðarleg óvissa um hvort hann haldi húsnæði sínu. Við blasir enn meiri verðbólga sem leiðir til hækkandi vaxta, sem aftur leiðir til þess að verðtrygging hækkar. Það er harla einkennilegt að þegar menn leggja í það að reyna að útskýra hvernig þetta kerfi virkar, þá eru þeir hinir sömu sakaðir um að verja kerfið og því haldið fram að þeir vilji viðhalda því.

Aðalsökudólgurinn er krónan. Hún hefur sveiflast gríðarlega. Það hefur ítrekað komið fram af hálfu helstu hagspekinga stjórnvalda að þeir vilji viðhalda krónunni vegna þess að þá sé mun auðveldara að stjórna efnahagslífinu. Ef aðilar semji um of há laun sé ekkert mál að fella hana og fara í 30% rússibanaferð með efnahagsífið, Eins finnst gott að geta spilað með krónuna ef stýra þurfi atvinnuástandi.

En á þessu eru hliðarverkanir. Sparifé landsmanna brann upp og hvarf, auk þess að ekki var hægt að fá langtíma lán. Það var árið 1979 sem stjórnvöld ákváðu að taka upp verðtryggingu til þess að tryggja að þó svo þau væru að spila með krónuna þá hefði það ekki þessar hliðarverkanir.

Þessu hefur verið mótmælt harkalega af hálfu verkalýðshreyfingarinnar og reyndar einnig af hálfu samtaka fyrirtækja, en án árangurs. Fyrirtækin hafa bent á að útilokað sé að skipuleggja rekstur við þessar aðstæður og verkalýðshreyfingin hefur bent á þetta leiði til aukins ójöfnuðar, þeir sem verði undir eigi mun erfiðara með að komast á fætur. Einnig kalli þetta ástand á að verðlag hér á dagvöru sem allt að því 40% hærra, hér ríki fákeppni vegna þess að erlend fyrirtæki leggi ekki inn í umhverfi krónunnar. Sama gildi um vexti og samkeppni á bankamarkaði.

Það eru stjórnvöld sem setja lögin og þau stjórnvöld sem kjörin hafa verið til valda hafa lagt til hliðar samkennd og jöfnuð, en látið markaðshyggjuna ráða för. Með því hafa þau ákveðið að viðhalda því ástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans og þá um leið að verðtrygging verði hér áfram. Það var ekki verkalýðshreyfing sem ákvað það. Á sama tíma hafa skattar á þá sem minnst mega sín vaxið, það hefur verið gert með því að láta skattleysismörk sitja kyrr í verðbólgunni og sama gildir um skerðingarmörk bóta almenna tryggingarkerfisins. Á sama tíma ákváðu stjórnvöld að fella niður hátekjuskatt.

Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið hefur brugðist, þar á bæ hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni og því er Ísland í þessari stöðu.

Ef við viljum losna við verðtryggingu, þá verðum við að komast í umhverfi þar sem verðlag er stöðugt og verðbólga lág. Þangað hefur hafa aðilar vinnumarkaðs vilja komast, en Ríkið hefur hingað til hafnað því. Það var ekki fyrr en í síðsutu viku sem Flokkurinn lét undan, en hann vill taka sér tíma. Á meðan Flokkurinn er að hugsa falla heimili til jarðar og fyrirtæki riða til falls.

Það er ráðherrum og stjórnendum Seðlabanka þýðingarmeira að verja tíma sínum í að tryggja áframhaldandi setu sína og stunda hvítþvott, en að tryggja stöðu heimilanna. Það kostar nefnilega stundum óvinsælar ákvarðanir innan ákveðins hóps og sumir flokkar gæta tapað atkvæðum, jafnvel klofnað. Það skiptir meiru að koma í veg fyrir það en að verja hag almennings í hugum þeirra sem eru við völd þessa stundina.

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Afneitun arkitektsins

Það var greinilega athyglisverður fundur hjá Viðskiptaráði í morgun. Davíð endurtók það sem fram kom á almennum borgarafundi í gærkvöldi um að fjölmiðlar væru alls ekki að standa sig. Dáldið einkennilegt að heyra Davíð taka undir það að Mogginn sé að flytja fréttir sem henti eigendum, margir hafa haldið þessu fram í mörg ár. Hin æpandi þögn Moggans á vissum sviðum hefur það verið kallað.

Reyndar hefði Davíð átt að benda á hversu stóran þátt hann átti í að skapa þetta ástand með sínum smjörklípum og að mæta einn í drottningarviðtöl þar sem hann réði ferðinni. Á þetta hefur reyndar verið bent allnokkrum sinnum hér á þessari síðu og öðrum á Eyjunni. Fékk reyndar skammir frá Kastljósinu fyrir að vekja athygli á vinnubrögðunum.

Á sama fundi var Gylfi Zoega, deildarforseti hagfræðideildar Háskólans, en honum hryllti við að láta Davíð hafa þá aura sem verið að er að lána okkur. Tek undir það, reyndar eru allir óreiðumennirnir enn að störfum í bönkunum skipaðir þar til starfa af ríkisstjórn þessa lands. En afneitun ráðamanna er skelfileg og það að ráðherrar hafa varið 5 vikum í að reyna að telja þjóðinni í trú um að við höfum verið í einhverri samningsstöðu var einfaldlega óskhyggja, sem kostaði okkur hundruð milljóna í verðfalli eigna.

Það hefur legið fyrir lengi að okkur hafi ekki staðið til aðstoð af neinu tagi fyrr en ljóst væri að ráðherrar og Seðlabankastjórn létu af afneitun sinni. En Davíð er enn einu sinni að víkja sér undan ábyrgð á eigin gerðum. Hann er sannarlega arkitektinn að þessu ástandi ásamt þeirri hirð sem í kringum hann hefur verið.

Einhversstaðar stendur að í góðæri komist til valda óhæfir menn, froðusnakkar. Í efnahagslægð þurfum við fólk með þekkingu og getu.

Sumir héldu því fram að Kastljósviðtalið hefði verið skipulagt til þess eins að koma á úlfúð milli IMF og ríkisstjórnarinnar til þess eins að viðhalda óbreyttri stefnu. Nú er spurning hvort hinir erlendu bjarvættir kippi að sér hendinni og við verðum aftur sett á ís.

mánudagur, 17. nóvember 2008

Undanhaldið III - Hrakist viljalaust undan vandanum

Ítrekað hefur komið fram í pistlunum hér á síðunni, að blasað hafi við allt frá því í vor hvert stefndi. Ísland yrði að hefja tiltekt í efnahagslífi. Forsvarsmenn allra nágrannalanda okkar höfðu þegar í vor gert íslenskum ráðherrum grein fyrir þessu og það væri frumforsenda allrar aðstoðar. Aðilar vinnumarkaðs stóðu fyrir utan stjórnarráðið allt frá því febrúar með aðgerðaáætlun og kröfðust þess að stjórnvöld tækju á hratt vaxandi vanda.

Í stað þess gerðu ráðherrar ekkert og óku fram af brúninni með benzínið í botni án nokkurra merkja um bremsuför. Fullkomið forystuleysi, ekkert frumkvæði. Stjórnvöld hröktust viljalaus undan vandanum og tóku þátt í glaumnum.

Undanfarnar vikur hafa ráðherrar örvæntingarfullir þráast við að horfast í augu afleiðingar aðgerða- og ráðleysi sínu. Undanfarnar 7 vikur hafa þeir boðið upp á leiksýningar í fjölmiðlum með uppsetningu röð fáránleikaatriða. Aldrei liðu nema örfáar klst. þar til að utan komu athugasemdir við framsetningu íslenskra ráðherra. Við Íslandi blasir algjör auðmýking og niðurlæging. Rúið trausti við höfð að háði og spotti um alla veröld.

Það blasir við að ef ráðherrar hefðu sinnt aðvörunum og hafið aðgerðir í vor þá væru ekki allir þessir óendanlegu mörgu milljarðar að lenda á íslenskum almenning. Mitt í þessu öllu voga svo forystumenn stjórnarflokkanna sér að setja upp vandlætingarsvip fyrir framan alþjóð og segja að það séu engar forsendur fyrir því að víkja fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra ásamt stjórnun Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.

Íslenskir ráðherrar hafa tamið sér vinnubrögð alræðisvaldhafa. Engin skil á milli stefnumótunar og framkvæmdavalds. Öll samskipti þeirra einkennast af tilskipunum. En svo kom að þeir rákust á vegg, ríkisstjórnir allra nágrannalanda okkar sögðu hingað og ekki lengra.

Íslenskur almenningur hefur á fjölmennum fundum krafist afsagna þeirra sem bera ábyrgð, og augljóst er að það getur ekki dregist lengur.

sunnudagur, 16. nóvember 2008

Frekjukynslóðin

Það er oft sem fólk ber saman tvo ólíka og telur sig með því færa rök fyrir sínu máli. Í Silfrinu í dag var eins og reyndar mjög víða fjallað um húsnæðismál og lánakerfið. Þar var gripið til algengrar samlíkingar það að svo kölluð frekjukynslóð hefði nánast fengið íbúðir sínar gefins.

Nú væri ætlast að fólk greiddi íbúðir sínar með verðtryggingum sem hækka og hækka. Það gerist reyndar fyrri helming greiðslutímabilsins vegna þess að fólk greiðir ekki alla vaxtaupphæðina. Þetta jafnar sig svo yfir á seinni helming greiðslutímans. Þessi leið var valin vegna mikillar sveiflu krónunnar og verðbólgu hér á landi. Það er vafalaust hægt að finna upp annað kerfi, en stjórnmálamenn hafa allavega ekki komið fram með það enn.

Og svo var verkalýðshreyfingunni kennt um allt saman. Reyndar oft þrautalendingin ef rökin vantar, sérstaklega hjá ódýrum stjórnmálamönnum, þá er gengið í skrokk á verkalýðshreyfingunni. Svo maður tali nú ekki um ef engin er viðstaddur til þess að svara fyrir það.

Ég er líklega af þessari frekjukynslóð. Byggði mína fyrstu íbúð 1971 efst í Breiðholti, á sama hátt og allir gerðu á þessum tíma, höfðu gert áður og líklega fram undir 1995. Fengum hana afhenta tilbúna undir tréverk eins og það heitir. Við hjónin máluðum síðan allt og gólfið líka. Fengum gefins gamla hurð hjá einum úr fjölskyldunni sem nýtt var sem útihurð. Með nokkrum spýtum var búið til borð undir eldhúsvask. Fengum gamla eldavél á slikk. En keyptum nýtt klósett og baðkar. Settum tusku í stað baðherbergishurðar. Þannig fluttum við inn og bjuggum þarna í 7 ár á þeim tíma keyptum við smá saman það sem upp á vantaði. Gerðum allt sjálf, eða unnum það í skiptivinnu.

Það lán sem við fengum var húsnæðislán sem dugaði fyrir tæplega helming íbúðarinnar eins og hún var afhent tilbúinn undir tréverk og sameign máluð, en ekki með gólfefnum. Ég vann fyrir hinum helmingnum á kvöldin og um helgar hjá byggingarmeistaranum í heilt ár, þegar ég hafði lokið fullum vinnudegi hjá mínum aðalvinnuveitanda, auk þess að ég seldi nýlegan Fólksvagn sem ég átti. Með þessum hætti tókst okkur ungum hjónum með tvö lítil börn að fjármagna íbúðina.

Það er rétt að húsnæðislánið varð tiltölulega auðvelt viðfangs eftir nokkur ár. Ef við berum þetta saman við það sem hefur verið á undanförnum árum, þá er verð á sambærilegri íbúð í dag um það bil 25 millj. kr. En í dag er allt frágengið. Tilbúið undir tréverk væri í grennd við 2/3 í mesta lagi, eða þá um 15 millj.kr. helmingur af því þá um 7 – 8 millj kr. Þannig að það er vart hægt að bera 7 millj. kr. lán til 15 ára á breytilegum vöxtum, saman við greiðslubyrði af 25 millj. kr. láni á 40 árum með verðtryggðu láni.

Annað sem gleymist í þessum samanburði við okkur frekjukynslóðina. Við greiddum í lífeyrissjóði og reyndum að byggja upp annan sparnað. Efnahagsstjórn þessa tíma var nú svo slöpp að allt sparifé ásamt lífeyrissjóðum nánast gufaði upp. Þannig að það bitnaði á þessari kynslóð, en ekki öðrum kynslóðum í lakari ávinnslu og réttindum. Þannig að fullyrðingar sem fram hafa komið um að frekjukynslóðin hafi eignast sínar íbúðir fyrir nánast ekki neitt eru að töluverðu leiti úr lausu loft gripnar.

Ef afnema á verðtryggingu þá er það ekki hægt nema með einhverju formi af breytilegum vöxtum eins og gert er í öðrum löndum. Þar er verðlag tiltölulega stöðugt og verðbólga á bilinu frá 2 – 3%. Það væri hægt með neikvæðum vöxtum eins mér heyrðist verið talað um í Silfrinu í dag. Þá er bara að finna einhvern sem vill lána í dag sína fjármuni á neikvæðum vöxtum. Það er varla réttlátt að heimta að þeir fjármunir séu teknir af sparifé annarra en þá þeirra sem eiga að njóta þess eins og gert var hér áður fyrr og rakið er hér að ofan.

Í umræðum um afnám verðtryggingar hafa hagfræðingar ASÍ og SA réttilega, eins og reyndar aðrir hagfræðingar, bent á hvað það kosti umtalsverða fjármuni, eða þá svo háar afborganir að fólk ráði illa við þær. Hagfræðingarnir hafa spurt hverjir eigi að borga þann kostnað. Starfsfólk verkalýðshreyfingarinanr hefur verið uppá lagt að vinna ekki á sama hátt og ódýrir pólitíkusar með innistæðulausum loforðum eins og gert var í Silfrinu í dag.

T.d. er næsta víst að ef farið væri að þeim tillögum sem settar hafa verið fram þá kostaði það Íbúðarlánasjóð það mikið að hann yrði gjaldþrota á um einu ári, sem myndi þá valda því að húsnæðislán féllu líklega niður eða þá að ríkissjóður yrði að leggja inn í kerfið tæplega 200 milljarða á ári. Það er hægt en þeir peningar yrðu að koma einhversstaðar frá, líklega í hærri sköttum.

Eitt ár

Í dag er eitt ár síðan ég hóf að blogga hér á Eyjunni, þetta er búið að vera viðburðarríkt ár, algjörlega öfgana á milli. Sjálfstæðismenn stóðu að fundarhöldum síðasta vetur þangað sem nokkrir af postulum nýfrjálshyggjunnar voru fengnir til þess að boða fagnaðarerindið.

Hólmsteinninn og Geir hrósuðu sjálfum sér fyrir hversu duglegir þeir hefði verið að að lækka skatta á þeim hæst launuðu og hvernig þeir hefðu svo hækkað skatta á þeim sem minnst máttu sín með því að láta skerðingarmörk bótakerfisins og skattleysismörk sitja kyrr í verðbólgunni. Þeir hæddust af þeim sem drógu dugnað þeirra í efa og sögðu að þar færu gamaldags öfundsjúkir kommatittir.

Frjálshyggjumennirnir mættu í Sjónvarpið og lofuðu þessar aðgerðir og hvöttu íslendinga til þess að lengja vinnuvikuna ennfrekar, annars hefðu þeir ekki í sig eða á vegna þess að ríkið þyrfti vitanlega að fá sína skatta. Og Hólmsteinninn brá sér í fundarferð um veröldina þar sem hann boðaði sitt íslenska fagnaðarerindi.

Forsetinn kom við í Kína á í glæsiferðum sínum um heimsbyggðina með útrásarvíkingunum og fagnaði því hvað hægt væri að flytja mikið af verkefnum þangað, vegna þess að þar væri vinnuafl svo ódýrt og verkafólk þar væri ekki með allskonar óþarfa eins og t.d. tryggan aðbúnað á vinnustöðum og hömlur á vinnutíma.

Hagfræðingar spáðu að þegar liði á árið yrði mikið fall í efnahagslífinu og verkalýðshreyfingin gerði í febrúar enn eina ábyrgu kjarasamningana gegn því að ríkisstjórnin settist niður með aðilum vinnumarkaðs og gerði þriggja til fjögurra ára áætlun um hvernig taka mætti á aðsteðjandi vanda.

Þegar aðilar vinnumarkaðs vildu efna samkomulagið og fá fundi fannst ráðherrum það óþarfa afskiptasemi. Almenningur og aðrir skyldu sko átta sig á því hverjir hefðu verið kjörnir til þess að stjórna landinu. Sjálfstæðismenn voru með venjubundnar upphrópanir og hentu út hverri reyksprengjunni á fætur annarri og vildu einungis stjórna með skyndilausnum. Þeir væri ekki til viðtals nema viku fyrir kjördag.

Ráðaleysi og fáskipti ráðherra vöktu athygli fulltrúa vinnumarkaðs og var umtalað hér í pistlum. Nú er komið fram að þeim var þá orðið ljóst hversu alvarlegt ástandið var í raun. Þar voru gerð alvarlegustu og afdrifaríkustu mistök sem íslenskum ráðherrum hefur orðið á fyrr og síðar. Ástandið hér á landi væri mikið nær því sem það er í nágrannalöndum okkar hefðu ráðherrar tekið á móti aðilum vinnumarkaðs og tekist hefði verið á við vandann strax snemma síðasta vor. En það var þeim um megn vegna þess að þá hefðu ráðherrarnir orðið að viðurkenna hversu illa þeir hefðu haldið á málum þjóðarinnar og að auki skaðað stöðu Davíðs og klofið Flokkinn.

Þessir hinir sömu vilja nú telja okkur í trú um að aðrir en þeir ráði ekki við vandann, það verði upplausn fari þeir frá og skipa vini og vandamenn í bankaráð. Við erum kominn 30 ár aftur í tíman og nú stjórnmálamenn eru í essinu í sínum sóðaskap og krefjast þess að bankaleynd sé aflétt fái menn lán sem eru þeim ekki að skapi. En víkja sér undan því að upplýsa hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni dagana fyrir bankahrunið. Þeir hafa tekið hundruð milljarða af lífeyrissparnaði og sparifé landsmanna í uppgjörum skilanefndannna, þar sem við blasir að gjaldþrotaskiptalög eru þverbrotin. En hafna að afnema sín eigin eftirlaunalög.

Svo er komið að stefna Davíðs og ríkisstjórnarinnar hefur skapað Ísland sérstöðu í samskiptum landa sem mun taka okkur mörg ár að lagfæra og enn fleiri ár að greiða upp þær skuldir sem vinnulagi þeirra hefur leitt yfir okkur. Uppgjör er óumflýjanlegt og kosningar ekki seinna en í marz.

laugardagur, 15. nóvember 2008

Undanhaldið II - Ósannindin halda áfram

Það hefur tekið forsvarsmenn nágrannaþjóða okkar 4 vikur að koma ríkisstjórn Íslands í skilning um að Ísland verði að fara að alþjóðalögum, ef þjóðin ætlist til þess að fá aðstoð. Allt síðasta ár hefur fjöldi manns bæði innlendra og erlendra beitt öllum brögðum til þess að koma ríkisstjórninni í skilning um þetta.

Það var ekki fyrr en bankakerfi landsins er hrunið og landsmenn hafa tapað hundrað milljörðum af sparifé sínu, 10.000 launamenn flúnir af landi brott, fjöldi atvinnulausra hér heima er farinn að nálgast 4000 og við blasir að annar eins hópur missir vinnuna á næstu 2 mánuðum. Við fjölda heimila blasi gjaldþrot, þá loks gáfu Geir og hans fylgdarlið eftir.

Hvernig kynntu Geir og fjámálaráðherra þessa niðurstöðu fyrir landsmönnum? Með ósannyndum, segja þeir embættismenn sem áttu viðræðum við Ísland. Þeir segja að það hafi legið fyrir samkomulag 4. nóvember sem ríkisstjórn Íslands hafnaði. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta um stefnu og gengið að samkomulaginu.

Er nema von að ríkisstjórn sé algjörlega rúinn trausti innanlands og utan.

Örvæntingarfull reynir forysta Sjálfstæðisflokksins að telja þjóðinni í trú um að það sé hann sem hafi frumkvæði um þessa stefnu. Hvað hefur dunið á í öllum fjölmiðlum og fundum samtaka atvinnulífsins og launamanna undanfarin ár?

Mogginn lýsir þessum sjálfsblekkingunum svo vel í leiðara dagsins, „Með þessu útspili hefur Geir formaður Sjálfstæðisflokksins sýnt þá forystu sem margir væntu af honum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft forgöngu um mikilvægustu ákvarðanir í utanríkismálum þjóðarinnar og sýnir nú að hann varpar þeirri ábyrgð ekki frá sér.“

Þetta er einhver ósvífnasta blekking sem sést hefur, reyndar fyrir utan þá söguskýringar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk Hannes Hólmstein til þess að semja og Menntamálaráðuneytið var látið kaupa í stórum upplögum. Sé litið til þróunnar síðustu öld og það sem af er þessari, þá hefur Sjáfstæðisflokkurinn ætíð staðið í vegi öllum mikilvægust ákvörðunum sem teknar hafa verið til hagsbóta fyrir almenning. Hann hefur ætíð barist fyrir hagsmunum tiltölulegs fámennrar valdastéttar.

Hér má t.d. nefna almennan kosningarétt, Vökulögin, Almennar tryggingar, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, samninga við Evrópska efnhagsbandalagið og síðustu en afdrifaríkustu ákvarðanir hans sem eru taldar upp hér að ofan og 75% þjóðarinnar hefur reynt að koma flokknum í skilning um það á síðustu misserum.

Og þjóðin syngur "Þú ert pínu pínu pínu pínulítill kall - Mikið minni en í gær"

föstudagur, 14. nóvember 2008

Undanhaldið hafið I

Þau merku tíðindi eru að gerast að Sjálfstæðisflokkurinn er að opna á Evrópuumræðuna í flokknum. Á miðstjórnarfundi og þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í hádeginu í dag er rætt um hvernig flokkurinn getur mjakað sér í átt til Evrópu.

Er það ekki dáldið einkennilegt að forysta stjórnmálaflokks sem gefur sig út fyrir að standa fyrir frelsi einstaklingsins og allir þeirri hlið og berjast fyrir þeim málstað í andstöðu við önnur öfl í landinu, telji sig þurfa að gefa út opinbera yfirlýsingu þar sem flokksmönnum er heimilað að ræða tiltekna hluti.

Hugsið ykkur allar þær upphrópanir, reyksprengjur og mótsagnakenndu yfirlýsingar, sem þingmenn og ráðherrar flokksins eru búnir að gefa út undanfarinn misseri, til þes að koma sér hjá því að ræða þessi mál á málefnanlegan hátt.

Erum við ekki örugglega stödd í nóvember 2008?

Mótmæli

Breiðfylking gegn ástandinu

Ræðufólk á Austurvelli, laugardaginn 15. nóv.klukkan 15.00 2008

Andri Snær, rithöfundur
Viðar Þorsteinsson heimspekingur
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur

Mætum öll í friðsamleg mótmæli, sýnum samstöðu!

Traust efnhagsstjórn



Úr síðustu kosningabaráttu. Þetta er grátbrostlegt. Vissu þeir ekki betur ef svo er þá eru þeir svona óendanlega lélegir. Annars voru þeir vísvitandi að blekkja kjósendur.

fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Skilanefndirnar

Í hverri fréttinni á fætur annarri í kvöld staðfestist á hversu miklum villigötum íslensk stjórnvöld eru búin að vera undanfarin misseri. Nú virðist röðin vera komin að neyðarlögunum og skilanefndunum.

Það virðist stefna í endalaus málaferli þegar gömlu bankarnir verða settir í gjaldþrot. Erlendir bankar og innlendir aðilar munu þá stefna fyrir dómstóla hverju einasta atriði sem skilanefndirnar komu að.

Starfsaðferðir ríkisstjórnar og skilanefndir séu ekki þótt ótrúlegt sé ekki í samræmi við íslensk gjaldþrotalög. Trúverðugleiki Íslands er enn að laskast með óbætanlegum hætti.

Enn frestast að hægt sé að hefja uppbyggingarstarfið og enn fleiri missa vinnuna og fleiri heimili falla í valinn. Hún er orðin ansi ókræsileg slóðin ríkisstjórnarinnar.

Óværan

Ræða forseta yfir sendiherrum einkennist af sömu sjónarmiðum sem ráðherrar hafa haldið að almenning. Smuguhugsunarhátt. Við erum öðruvísi en aðrir og aðrir eiga að taka tillit til þess. Við sleppum bara úr þessari kreppu ef aðrir skilja okkar sérstöðu.

Erlendir aðilar skilja ekki þessa sérstöðu og munu ekki gera; Örgjaldmiðil, himinháa vexti og svimandi viðskiptahalla. Við viljum hafa krónuna því þá getum við lækkað laun án blóðsúthellinga, segja stjórnendur þeirrar efnahagstefnu sem fylgt hefur verið. Við viljum opna markaði en samt ekki vera fullir aðilar af því fylgja skilyrði. Við viljum fá að njóta skjóls af evrunni og því öryggi sem hún býður upp á en við viljum ekki vera fullir aðilar ESB. Þennan hugsunarhátt skilur engin í nágrannalöndum okkar, og ræða forseta honum til skammar.

Forsetinn og ráðherrar eru fyrirfram búnir að setja alla ábyrgð á nágranna okkar. Ef nágrannalönd koma okkur ekki til hjálpar verður það þeim að kenna að hér skall á kreppa og atvinnuleysi. En ef þeir koma okkur til hjálpar og verður það líka þeim að kenna ef við getum ekki haldið áfram á sömu braut og við höfum fylgt.

Við höfum horft upp á auðmennina fara um veröldina með forsetann og ráðherra í fararbroddi. Sitjandi á fremsta bekk á tónleikum sem eingöngu voru opnir auðmönnum og ráðherrum.

Við erum með samfélag og æðstu stjórnendur sem eiga að setja upp leikreglur og sjá til þess að þeim sé fylgt. En forsetinn og ráðherrar gleymdi sér í markaðshyggjunni með auðmönnunum og spillingin óx. Uppgjör hefur blasað við, þjóðfélagið er að hrista af sér óværuna.

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Skammtímalausnir

Hluti af almennu kjarasamningunum í febrúar fyrr á þessu ári var samkomulag milli aðila vinnumarkaðs og ríkisstjórnar um samráð til að undirbúa hina harkalegu lendingu, sem blasti við íslenska efnahagskerfinu seinni hluta ársins. Tilllögur aðila vinnumarkaðs byggðust á því að gera langtímastefnumótun sem stefndi að lausn á endurteknum rússíbanaferðum krónunnar með tilheyrandi vandamálum í efnahagsmálum.

Ríkisstjórnin bauð nokkrum sinnum upp á kaffibolla en hafnaði öllum viðræðum. Þessi afstaða vafðist fyrir mörgum, eins og t.d. kom ítrekað fram á þessari síðu í vor. Í haust var enn tekið til við að fá þessa fundi, ekkert gekk. Það leiddi til þess að SA og ASÍ fóru að vinna að tillögum í september um hvernig þetta gæti gengið fyrir sig, atvinnulífið og heimilin stefndu í þrot, ef ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram úrræðaleysinu og skammtímalausnunum.

Allur þessi ferill kom margoft fram í fréttum og var ítarlega fjallað um þessar tillögur hér á þessari síðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaldið sínum venjubundnu vinnubrögðum um að drepa á dreif allri markvissri umræðu og stefnumótun til langs tíma með því að henda út reyksprengjum og tillögum út og suður um krónu, norska krónu, dollar, svissneska franka og svo nú einhliða upptöku Evru. Allir vita að allar þessar tillögur eru óraunhæfar og þjóna þeim tilgang einum að komast hjá málefnanlegri umræðu.

Ríkisstjórnin böðlast áfram með skammtímalausnun, krísulausnum. Sífellt sökkvum við dýpra. Þrátt fyrir hvernig komið er þá víkur enginn, ekki er breytt um stefnu og svo er komið að Ísland er einangrað og er algjörlega rúið trausti.

Nú hafa komið fram í fréttum upplýsingar um að a.m.k. viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra var kunnugt snemma í vor um Icesave og hvert stefndi í bankakerfinu og að lending hagkerfisins yrði margfallt harkalegri en aðrir íslendingar reiknuðu með. Þar er mjög líkleg ástæða hvers vegna ríkisstjórnin fékkst ekki til fundarhalda og langtíma stefnumótunar. Skýrir einnig það úrræðaleysi og vandræðagang sem einkenndi allt hjá ríkisstjórninni í vor og var oft fjallað um í fréttum.

Í gær héldu utanríkisráðherra og forsætisráðherra því fram að forseti ASÍ væri lýðskrumari og að þeim hefði ekki verið kunnugt um þetta fyrr en í haust. Ef það væri rétt, sem reyndar er vægt sagt ótrúlegt sé litið til frétta og skýrslna sem fram hafa komið, þá væru ríkisstjórnin reyndar að staðfesta það sem margir hafa haldið fram um vanhæfni hennar.

Verkalýðshreyfingin hefur sýnt fulla ábyrgð og vilja til þess að standa við það sem um var rætt í febrúar, en ekkert bólar á lausnum og ekkert samráð er haft við aðila vinnumarkaðs. Þolinmæði launamanna er á þrotum.

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Útúrsnúningar ráðherra

Það liggur fyrir að í þjóðfélaginu er hratt vaxandi krafa um að ríkisstjórnin víki. Ljóst er að sú efnahagstefna sem fylgt hefur verið er að valda heimilum og fyrirtækjum þessa lands óbætanlegu tjóni. Þar bera stærsta ábyrgð þeir sem hafa mótað þessa stefnu. Þeir eru núna í ríkisstjórn og eins við stjórn Seðlabanka. Þetta fólk er rúið trausti og vanhæft.

Vaxandi fjöldi launamanna vill ekki sætta sig við að ríkisstjórnin sitji áfram og krefst þess að verkalýðshreyfingin grípi til vopna sinna og það stefnir í mun harkalegri átaka en hafa verið undanfarna laugardaga. Reiðin muni stóraukast þegar um næstu tvenn mánaðarmót falli stórir hópar af launaskrá.

Forseti ASÍ setti í gær fram hugmynd um hvort ekki mætti málamiðlun. Fjármála- og viðskiptaráðuneyti hafa orðið á alvarleg mistök á undanförnum mánuðum. Sefa mætti reiði fólks axli þeir ábyrgð á gjörðum sínum.

Í dag birti svo mbl.is og svo vitanlega fréttastofa Sjónvarps bjálfalega útúrsnúninga forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar þar sem í engu var svarað um það sem málið snérist. Venjubundin vinnubrögð íslenskra ráðherra sem þessir fjölmiðlar birta vitanlega athugasemdalaust.

Ekki batnaði veruleikafirringin svo þegar í ljós kom að þessir ráðherrar ætla að senda Davíð sem fulltrúa Íslands á fund IMF.

En þetta kyndir vitanlega einfaldlega undir reiðiöldunni. Það hlýtur að koma að því að ráðherrar og fjölmiðlar þeirra átti sig á því sem er að gerast í íslensku þjóðfélagi. Almenningur er ekki flón, lýðskrumarar og skríll eins og Geir og Davíð endurtaka ítrekað.

Þessi ríkisstjórn verður að fara frá er krafan.

Það er búið að loka Bánkanum

Úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness:

"Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið.

Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður.

Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum. Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku.

Júel hefur sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka Bánkanum."

Sérhyggjan

Við líðum fyrir það hvernig störf Alþingis hafa þróast. Ráðherrar hafa tekið sér alræðisvald. Nánast engin skil eru orðin á milli stefnumótunar og framkvæmdavaldsins. Ráðherrar líða það ekki að samþingmenn komi fram með annað en það sem er í takt við það sem þeir stefna að. Allir þingmenn eru óvirkir.

Ráðherrar hafa ekki liðið spurningar fjölmiðlamanna um annað en þann árangur sem þeir hafa náð. Ef fjölmiðlamenn spyrja um hvort það sé í samræmi við þá stefnumótun sem lagt var upp með og hvort upphaflegur árangur hafi náðst, svara ráðherra; Þetta er ómálefnaleg spurning eða jafnvel dónaleg.

Þeir eru báðum megin við borðið og leggja sjálfir með sínu aðstoðarfólki mat á eigin störf.Þingnefndir eru algjörlega óvirkar vegna þess vinnulags sem íslenskir ráðherrar hafa innleitt. Samskipti við aðila vinnumarkaðs og aðra hópa einkennast af tilskipunum frá ráðherrum og aðstoðamönnum þeirra.

Það er núna fyrst í mörg ár sem almenningur mótmælir á virkan hátt. Ráðherrar, fyrrv. og núverandi, hafa kallað þetta; „Lýðskrum eða Skrílslæti“ og vel uppaldir fjölmiðlamenn taka það upp eftir þeim og spyrja viðeigandi spurninga.

Ráðherrar hafa undanfarna tvo áratugi innleitt markaðshyggjuna í stað þeirrar jafnaðarhyggju og samkennd sem einkenndi íslenskt þjóðfélag. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega.

Hin íslenska sérhyggja einkennist af því að við viljum fá að njóta sérstakra kjara, fá að njóta hins besta sem samstarf þjóða hefur upp á bjóða, en án þess að þurfa að undirgangast reglur sem okkur finnast óþægilegar. Á þessu byggja þingmenn og ráðherrar sérhyggjunnar kröfu sína að taka einhliða upp Evru eða Norska krónu og finnst það bara eðlilegt.

Þetta gekk hér áður fyrr, en núna erum við búinn að vera fyrirferðamikil erlendis og nú segja þeir við okkur, Þið verðið að axla sömu ábyrgð og aðrir. Þetta skilja ekki íslenskir ráðherrar.

Þetta viðhorf er starfmönnum stéttarfélaganna ekki óþekkt. Þangað leitar fólk sem krefst aðgengis að sjúkrasjóðum eða orlofssjóðum án þess að hafa verið þátttakendur í að byggja þá upp eða vera félagsmenn. Hér má einnig benda á kröfur aðila, sem ekki eru sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum, um að sjóðirnir séu nýttir til ýmissa atriða til hagsbóta fyrir aðra en sjóðsfélaga.

Störf rafiðnaðarmanna

Það er oft gaman að vera rafiðnaðarmaður sérstæð vinna og mikil útivera eins og sést í myndbandinu.

Alvöru fólk

Sá í tíu fréttum hvers vegna íslenskir útgerðarmenn vilja ekki ganga í ESB. Þeir vilja fá að veiða án þess að einhverjir útlendingar séu að skipta sér af því þó þeir fari 10 sinnum fram yfir það sem eðlilegt getur talist.

Þetta er reyndar dáldið öðru vísi en ég hélt. Sakir þess að þeir eru svo oft, ásamt sjávarútvegsráðherrum okkar, búnir að koma fram í fjölmiðlum og tala grafalvarlegir um hversu vandlega við þurfum að passa að einhverjir útlendingar komist ekki á íslenska veiðislóð.

En íslenskir útvegsmenn hafa verið að kaupa upp útgerðir innan ESB og hafa reyndar líka frelsi til þess að selja hverjum sem er kvótann „okkar“. Þeir eru nefnilega íslenskir útgerðarmenn.

Svo sá ég líka í fréttunum að ráðherrar eins flokks sem eru búnir að hallmæla ESB svo mikið, telja að okkur sé ekki borgið nema við íslendingar fáum að njóta þeirra öryggisjóða sem ESB er búið að byggja upp. En við viljum samt ekki vera þátttakendur í því að byggja upp þetta öryggi.

Já það eru allir svo vondir við okkur. Norðurlöndin vilja ekki lána okkur aur, þau eru svo ósanngjörn að um heimta að við tökum til og hættum að sóa peningum í vonlaus útrásardæmi og gefa út fríblöð.

ESB er líka ósanngjarnt við okkur.

Svo sá ég líka í fréttunum til hvers aðstoðarmenn þingmanna eru. Þeir kunna nefnilega að senda út nafnlausa pósta og ljósrita.

Það væri kannski ráð að þeir segðu af sér, það er reyndar ekki hægt. En þeir gætu sagt sjálfum sér upp, það er alltaf hægt að ráða nýja.

Það er ósangjarnt að ætlast til þess að íslenskir þingmenn segi af sér.

Svo maður tali nú ekki um ráðherra sem hafa unnið prófkjör vegna þess að þeir fengu gefins félagalista íþróttafélaga.

Þetta eru nefnilega íslenskir ráðherrar, þeir eru sko alvöru.

mánudagur, 10. nóvember 2008

Annarskonar þjóðfélag

Nú er svo komið landsmönnum er endanlega að þrjóta þolinmæðin gagnvart stjórnmálamönnum. Í hratt vaxandi mæli eru gerðar kröfur um að verkalýðshreyfingin geri eitthvað. Boði til stórs útifundar og allsherjarverkfalls. Núverandi ríkisstjórn verði að víkja og tekin verði upp ný efnhags- og peningastjórn. Seðlabankastjóri virðist hafa það eitt fyrir stafni að stofna til illinda milli ríkisstjórnarinnar og annarra.

Viðskiptaráðherra og forsætisráðherra gengu fram af þjóðinni nú um helgina með því að lýsa því yfir að þeir ætli að taka höndum saman við fulltrúa úr hinum stjórnmálaflokkunum til þess að framkvæma eigin naflaskoðun.

Ef minnst er á hvort ekki sé ástæða til þess að rjúfa þing og kjósa annað fólk til stjórnunarstarfa, svara þeir hinir sömu með því að segja í hrokafullri forundran; „Já en það eru engir betri en við.“ Þetta segja þeir hiklaust þó þeir séu búnir að keyra þjóðina í þrot og skipa aftur til starfa þá bankamenn sem settu alla bankana í þrot og gerðu helming landsmannna fátækari jafnvel gjaldþrota.

Viðskiptaráðherra og forsætisráðherra hafa haldið hvern blaðamannafundinn á fætur öðrum þar ekkert hefur komið fram, nema fjarstæðukennd loforð sem vekja óraunsæjar væntingar, sem þeir verða að leiðrétta nokkrum dögum síðar. Þeir forðast að horfast í augu við eigin gerðir og hafna því að breyta um stefnu. Já en við ætlum að byggja fleiri álver, svara þeir, en getum ekki gert það af því eiginfjárstaða Landsvirkjunar og Orkuveitunnar er kominn á neyðarplan.

Það segir okkur svo óendanlega margt, að þeir réðu sér styrjaldarfræðing sem fjölmiðlafræðing. Og hann mætir í fjölmiðla og reynir að telja almenning í trú um hversu rosalega flinkur hann sé. Og forsætisráðherra og viðskiptaráðherra koma fram og lofa hann.

En samt hrópar þjóðin á upplýsingar. Hún viti ekki hvað sé að gerast. „Já en hann opnaði pósthólf“ var svar fóstbræðranna viðskipta- og forsætisráðherra. „Ef fólk vill vita eitthvað getur það svo sem sent spurningar þangað.“

Sama er upp á teningunum þegar maður er erlendis. Stólpagrín er gert af íslenskum ráðherrum og Seðlabankanum. Dettur íslenskum ráðherrum og bankamönnum í hug að við ætlum að moka meiri fjármunum í þessa hít, kom fram í fréttum frá Svíþjóð í dag.

Hvað hafði ég eftir þeim í gær og líka fyrr í síðustu viku, „Íslendingar verða að byrja á því að taka til í eigin ranni og skipa nýtt fólk. Þið eruð rúin trausti um alla veröld og öðlist það ekki aftur fyrr en þíð erum búin að losa ykkur við þá sem stjórnað hafa landinu.“

Aðilar atvinnulífs eru búnir leggja ítrekað fram tillögur um úrbætur auk þess að kalla eftir samráði. Ráðherrar svara engu, neita að ræða við fulltrúa launamanna og fyrirtækja. Þetta hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum, en þeir gera ekkert með það. Og almenningur kallar eftir svörum og upplýsingum.

Já talandi um fjölmiðlana. Af hverju ganga þeir ekki skrokk á ráðherrunum? Hvers vegna er alltaf tekið með silkihönskum á þeim? Hvers vegna því tryggilega haldið til haga á sjónvarpstöðvunum að forsætisráðherra segi að landsmenn sé skríll, en lítið sem ekkert birt af því sem fram kemur á friðsömum hópfundum almennings?

Með leyfi má ekki lyfta þessu á hærra plan og biðja um annarskonar þjóðfélag takk fyrir. Já um leið betri og ábyrgari fjölmiðla, sem taka hagsmuni almennings fram yfir auðjöfra og ríkjandi stjórnvöld.

Krónan

Það er óskiljanlegt eftir alla þá umræðu sem hefur farið fram um gengismál undanfarið.

Ástæður þess hvers vegna bankarnir voru í vonlausri stöðu vegna þess að við vorum með krónuna.

Þeirra vandræða sem eru á inn- og útflutning, svo maður tali nú ekki um vandræði námsfólksins okkar og íslenskra ellilífeyrisþega erlendis.

Að enn er til sem fólk er að tala um að það sé eitthvert val um hvort við höldum í krónuna eða ekki og ríkisstjórnin ásamt Seðlabankastjóranum neita að tala um gjaldmiðilsskipti.

sunnudagur, 9. nóvember 2008

Uppreisn

Nú eru liðnar 6 vikur frá hruninu og enn reynir ríkisstjórninn að böðlast áfram á sama bílnum með sama mannskapinn eftir sama farinu. Engu á að breyta. Almenningur mótmælir allri óvissunni og krefst breytinga. Er með skrílslæti eins og forsvarsmönnum valdaflokksins er tamt að segja þegar almenningur vogar sér að mótmæla.

Er í stjórn sambands norrænna byggingarmanna, sem eru samtök með vel á aðra milljón félagsmanna. Flutti erindi um stöðuna á Íslandi á þingi þeirra í Osló á fimmtudaginn. Norrænir menn eru okkar bestu og traustustu vinir, á vissan hátt samlandar. Enda eru tugþúsundir íslendinga búsettir á Norðurlöndum og hér heima eru enn fleiri þúsundir sem hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma, annað hvort við nám eða störf ef ekki hvort tveggja.

Í umræðum við lok erindisins kom fram að við nytum stuðnings norrænna félaga, en það væri skoðun þeirra að það væri sama og kasta fjármunum á glæ að lána okkur peninga, ef ekki yrði gerð yrði breyting á stefnunni og skipt um stjórnendur. Ef íslendingar fáist ekki til þess, stæðum við einfaldlega enn verr og skulduðum enn meira. Værum enn fjær því að ná tökum á erfiðleikunum.

Það er eins og íslenskir ráðamenn trúi enn á spádóma greiningardeilda bankanna, sem snérust um að auglýsa batnandi stöðu krónunnar og fá fólk til þess að koma með fjármagn í bankana. Á sama tíma voru aðrar deildir í sömu bönkum að taka stöðu gegn krónunni og unnu að hrapi hennar. Nú vill ríkisstjórnin fá hundruð milljarða að láni og setja í hendur á sama fólkinu og kom bönkunum og þjóðfélaginu á kaldan klaka

Það er einfaldlega skelfileg tilhugsun að það þurfi uppreisn almennings til þess að rífa þjóðfélagið undan þráhyggju núverandi stjórnvalda. En forsætisráðherra og fylgismenn hans hæðast af Evrópusambandinu og evrunni og óttast að þurfa að axla ábyrgð afleiðinga efnahagsstefnunnar.

Á meðan falla heimilin og fyrirtækin.

Íslenskur almenningur saurgaður

Alþingi var saurgað í dag, sögðu fréttamenn Stöðvar 2, þungir á brún. Ætíð þegar íslenskur almenningur reynir að mótmæla þá rísa fjölmiðlar upp og gera lítið úr mótmælum, hæðast af þátttakendum og lækka þátttakendatölur um að minnsta kost helming. „Skrílslæti“ er algengt orð hjá fréttamönnum ef einhver vogar sér að mótmæla stjórnvöldum.

Það var fréttastofan sem saurgaði almenning í gærkvöldi. Spaugstofan hefur tekið betur á málum almennings en fréttastofurnar.

Kastljósin og Mannmálin minnast ekki á að í Alþingi hafi íslenskur almenningur ítrekað verið saurgaður undanfarinn ár. Nei það hentar ekki, því þá geta fréttamenn átt von á því að fá ekki viðtöl við ráðherra. Ef þeir fá ráðherra í viðtöl, eru það þvílíkar helgislepjur og manni verður flökurt

Ég var í Noregi seinni hluta vikunnar og þar voru viðtöl við Björk og Gro Harlem Brundtland efst í sjónvarpsfréttunum. Þar var fjallað um mál sem ekki falla að sjónarmiðum íslenskra valdhafa og það hefur þar af leiðandi ekki náð inn í íslenska fjölmiðlum, nema kannski neðanmáls á bls 20.

Menntamálaráðherra Íslands var staðinn af því í sumar að misnota hrikalega dagpeninga úr sjóðum almennings. Hún hefur verið fastur gestur í sverum veizlum útrásarvíkinganna á dagpeningum frá almenning. Um daginn sagði hún án þess að blikka augum og athugasemdalaust af hálfu fréttamanna að hún vissi ekki hvort væru inni í heimilisbókhaldinu skuldir upp á nokkur hundruð milljónir og fullyrti að hún hefði ekki fengið neitt af skuldum sínum strikað út. Bara stofnað einkahlutafélag og sett skuldir sínar þangað.

Ekki hafa fréttamenn tekið á þessu og hún fær glansviðtöl við Sigmund í Mannamálum þar sem maður fær það í tilfinninguna að þau séu á leið í matarboð á Holtinu og nenni varla að standa í þessu.

Davíð fékk að tala athugasemdalaust heilt Kastljós og þó svo hann færi með hverja staðleysuna á fætur annarri gerði Sigmar engar athugasemdir og brosti sínu breiðasta og maður var viss um að hann hefði beðið um eiginhandarárritun að loknu viðtalinu. Það var nú annað upp á teningunum þegar verkalýðsforingi kom til hans. Þá missti Sigmar fullkomlega stjórn á sér, nú skildi almenningur fá að finna fyrir því. Ekki ætla ég að mæla athöfnum Gunnars Páls og eiginmanns Þorgerðar bót. Aðferðir þessara háskólamenntuðu manna í viðskiptafræðum eru óafsakanlegar. Það getur vel verið að einhver lögmaður, sem fékk reyndar um leið strikaðar út sínar skuldir, hafi fundið eitthvað gat í lögum, það breytir engu.

En viðhorf og vinnubrögð leiðandi fréttamanna eru alltaf svo niðurlægjandi gagnvart íslenskum almenning. Vitanlega ættu fréttmenn vera búnir að taka Þorgerði í gegn og hún búinn að segja af sér.

Lífeyrissjóðir eignuðust hluta í SR (Síldarverksmiðjur ríkisins) á sínum tíma og ég var spurður hvort ég vildi ekki setjast þar í stjórn. „Jú takk, það gæti svo sem verið ágætt að koma sjónarmiðum launamanna þar að“. Svo kom upp nokkru síðar að það átti að ganga fram hjá kjarasamningum við uppbyggingu verksmiðju SR í Helguvík og ég tók það upp á stjórnarfundi. Menn urðu undrandi og Mogginn splæsti á mig heilum leiðara þar sem ég var níddur niður og talinn misnota aðstöðu mína. Ég benti á að ég væri reyndar þarna sem fulltrúi þess fjármagns sem launamenn ættu og væri að koma á framfæri þeirra sjónarmiðum, hafði það reyndar fram. En það skildi Mogginn ekki og mér var hent út úr stjórninni á næsta aðalfundi og hefi ekki síðan þá setið í neinni stjórn fyrirtækja.

Íslenskir ráðamenn komast upp með athafnir í hverju málinu á fætur öðru, sem ekki er liðið í löndum sem teljast siðmenntuð. Þar má benda á ágæta upptalningu Gríms Atlasonar hér á Eyjunni í gær. Þar sem langur listi atvika þar sem forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins brjóta allar siðferðisvenjur þvers og kruss og fréttamenn sjónvarpsstöðvana brosa einungis við þeim í sínum velstraujuðu jakkafötum í Mannamálunum og Kastjósunum.

Hverjir eru það sem eru að saurga Alþingi íslendinga? Það er svo sannarlega ekki almenningur.

Ég veit svo sem að þessi pistill fellur í grýtta jarðveginn hjá fréttastofunum, og ég settur á svarta listann, en svona er þetta bara. Öll vitum við að það eru fréttastofunar bera ekki minnstu sökina á því hvernig komið er. Það eru þær ásamt stjórnmálamönnunum sem hafa saurgað Ísland.

laugardagur, 8. nóvember 2008

Eftirlaunaforsmánin

Eftirlaunaósóminn hefur komið með mun krafti inn í umræðurnar, þegar það blasti við almennum launamönnum að hann muni við árlega endurskoðun stöðu sjóðanna með tilliti til skuldbindingar að almenningur er að tapa allt að 25% af sínum lífeyrisréttindum vegna óstjórnar frjálshyggjumanna í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á sama tíma sitja alþingismenn og ráðherrar með gulltrygg ofurréttindi sem greidd eru milliliðalaust úr ríkissjóð og munu ekkert skerðast.

Það voru margir sem héldu á sínum tíma að það hefðu verið Davíð og Halldór einir sem ruddu Eftirlaunafrumvarpinu í gegnum þingið á sínum tíma. Davíð sagði í þingi að þetta kostaði ekki nema 6 millj. kr. Athygli vakti að Þeir brutu þingsköp hvað varða þeir létu ekki kostnaðarmeta frumvarpið.

Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur gefið sig út fyrir að vera talnaglöggur, er ætíð með með venjubundnar útúrsnúningakúnstir þegar hann fjallar um þetta mál og heldur jafnvel að við samþyktk frumvarpsins hafa eftirlaunakjör þeirra rýrnað. Þekktir hagfræðingar sögðu strax að kostnaðurinn myndi nema nokkrum hundruðum milljónum kr. Síðar kom í ljós að það var rétt, kostnaðurinn við eftirlaunaósómann var nálægt 600 millj. kr.

Í síðustu kosningabaráttu kom fram hjá Sjálfstæðismönnum, þá helst Gunnari Birgiss. að fleiri hefðu komið að þessu máli, m.a. að Össur og Guðni hefðu átt drjúgan þátt í málinu. Enda var frumvarpið samþykkt og þingmenn almennt virtust alls ekki vilja ræða málið.

Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar.

Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar. Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup um hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna helmingi hærri eða um 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra liðlega 2 millj. kr.

Það er gífurlegt ósamræmi á milli þeirra lífeyriskjara sem lögfest hafa verið hér fyrir almenning í landinu og fyrir opinbera starfsmenn í A-deild lífeyrissjóða og hins vegar þess sem Alþingi hefur lögfest fyrir sína þingmenn og ráðherra. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða stærstu og dýrustu starfslokasamninga sem um getur hér á landi. Þetta er gríðarlega dýrt fyrir skattborgara landsins. Í fjárlögum hvers árs er veitt háum fjárhæðum til að greiða niður þessar skuldbindingar sem þar hafa hrannast upp, en það dugar það hvergi nærri til að halda í horfinu.

Þessar skuldbindingar eru á annað hundrað milljarðar króna þrátt fyrir að B-deildinni hafi verið lokað 1997, en þetta er svo enn í gangi í svokölluðum lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Það myndast engin ró og sátt um laun sem falla undir kjaradóm og kjaranefnd á meðan við lýði eru sérkjör af þessu tagi. Þingmenn í öðrum löndum hafa verið að breyta þessu má þar t.d. benda á Noreg.

Ekkert að gerast

Það er eins svo margir hafa spáð íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að endurnýja neitt. Það er ætlunin að hlunkast áfram, án þess að nokkur þurfi að axla ábyrgð. Stjórnmálamenn eru þessa dagana að skipa sjálfa sig í að endurskoða hvað fór úrskeiðis, auk að setja til starfa innan bankanna sama fólkið og kom þjóðinni á kaldan klaka.

Ég er búinn að vera undanfarna daga á þingi norrænna byggingarmanna. Jú félagar okkar hafa fulla samúð með okkur. En það er klár afstaða þeirra að ef Ísland ætlar ekki að taka til hjá sér, setja þá stjórnmálamenn til hliðar sem gerðu hin miklu mistök og taka upp nýja peninga- og efnhagsstefnu, setja til starfa í bönkunum nýtt fólk, þá segja hinir norrænu félagar að það sé tilgangslaust að vera senda peninga til Íslands það verði bara til þess að viðhalda hítinni.

Það liggur því fyrir að helsta ástæða þess að ekki er búið að Alþjóðasjóðurinn er ekki búinn að afgreiða lánið, er að félagar okkar á norðurlöndum segjast ekki sjá neina ástæðu til þess að henda milljörðum í sömu hítina. Íslendingar verði að gera alvöru tilltekt strax.

Ég horfði í gærkvöld á hernarfulltrúann sem Geir er búinn að ráða sem fjölmiðlafulltrúa. Hann var geysilega ánægður með sjálfan sig. Við vorum nokkrir í forystu SA og ASÍ sem sátum með honum um daginn og hann fór yfir eigin störf og marglýsti því yfir hversu vel honum hefði tekist. Engin á fundinum kannaðist við það og hann var tekin á beinið af mönnum á fundinum og kippt niður á jörðina. Þegar við spurðumst fyrir um með hverjum hann starfaði, þá kom fram að helsti ráðgjafin væri Baldur Guðlaugsson yfirráðherra. Það ber nú öllum úr forystu atvinnulífsins að þar fari veruleika fyrrtasti maður landsins. Algjörlega úr sambandi við raunveruleikann. Siðferðið hefur líka verið dregið verulega í efa á undanförnum vikum.

Það sama gerðist í gær. Því í Kastljósinu strax á eftir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur og báðum var tíðrætt um það sama og öll þjóðin upplifir. Engin veit hvað æðstu embættismenn eru að gera. Meir að segja alþingismenn kvarta.

föstudagur, 7. nóvember 2008

Mótmæli

Opið bréf til formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna

Kæri viðtakandi!

Mánudaginn 27. október héldu nokkrir áhugasamir borgarar opinn borgarafund í Iðnó. Markmiðið var að koma á beinum samræðum milli stjórnmálamanna og almennings.

Fundargestir voru rúmlega 300 talsins, mikill hiti í fólki og undirliggjandi reiði, meðal annars yfir þögn ráðamanna um hvert íslenskt samfélag stefnir. Á fundinn mættu 12 alþingismenn og svöruðu sumir þeirra spurningum fundargesta.

Næstkomandi laugardag, 8. nóvember kl. 13:00, verður haldinn annar opinn borgarafundur í Iðnó þar sem skorað er á formenn og varaformenn stjórnmálaflokka að mæta og sitja fyrir svörum.

Fjórir frummælendur taka til máls: Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi, og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til að svara. Hljóðkerfi verður komið fyrir í anddyri Iðnó og utandyra. Fundurinn verður tekinn upp og endurfluttur á Rás 1 í næstu viku.

Ráðamenn! Þetta er einfaldasta form lýðræðisumræðu sem hugsast getur – að þeir sem stjórna landinu tali milliliðalaust við fólkið og hlusti á umkvartanir þess, spurningar og hugmyndir. Við skorum því á ykkur, formenn og varaformenn flokkanna, að mæta á fundinn. Gert er ráð fyrir einum fulltrúa frá hverjum flokki á sviðinu.

Við erum ekki bara mótmælendur – við erum viðmælendur.F.h. undirbúningshóps,Gunnar Sigurðsson, leikstjóri s. 897-7694 gus@mmedia.is Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur 864-7200 david@ljod.ishttps://postur.rafis.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.borgarafundur.org/

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Getum við fengið aftur frelsið, íslenska samfélagið og mannorðið

Var í kvöld að koma til Osló á þing norrænna byggingarmanna sem hefst í fyrramálið. Máttum sitja allnokkurn tíma út í vélinni Kaupmannahöfn vegna þess að flugvöllurinn í Osló var lokaður vegna ísþoku.

Á leiðinni út hitti ég tvo af mínum fyrrverandi nemendum, þegar ég var í því hlutverki að kenna íslenskum rafiðnaðarmönnum undirstöður í rafeindatækni og iðnstýringum. Ég var um tíma starfsmaður Ísal sem var langfullkomnasta verksmiðja, sem sett hafði verið upp ekki bara á Íslandi heldur þó víðar væri leitað.

Svo fullkominn að íslenskir rafiðnaðarmenn réðu ekki við að þjóna búnaðinum og hjá okkur voru þýskir og svissneskir rafiðnaðarmenn sem sáu um þann þátt. Ragnar forstjóri lagði mikið á sig til þess að breyta þessu og kom því til leiðar að ég fór út og lærði á þessa nýju tækni og var síðan í því í 10 ár að færa þekkinguna heim. Það gekk vel og á skömmum tíma breyttist þetta þannig að íslenskir rafiðnaðarmenn voru að störfum víða um heim í flóknum tæknimálum.

En svo ég komi aftur að innleggi þessa pistils, þá hafa þessir fyrrverandi nemar mínir unnið að því í allmörg ár að byggja upp gott fyrirtæki með úrlausnir á sviði iðnstýringa og gengið vel. En svo kom skellur um daginn, þeir vor langt komnir með að landa góðum samning við fyrirtæki niður í Dúbai og þegar átti að undirrita þá kipptu arabarnir að sér hendinni.

Hvers vegna? spurðu íslensku tæknimennirnir. Við erum með bestu lausnirnar eins og þið eruð búnir að sjá í úrlausnum tilboðanna. Það er er rétt, sögðu arabarnir, en það er ekki hægt að treysta íslendingum segja bankarnir og vilja ekki koma nálægt fjármögnun á verkefninu, þannig að við getum ekki samið við ykkur.

Hittum nokkra norðmenn þegar við fórum áðan á hamborgarsjoppu til þess að fá eitthvað að borða, nú fær maður ekki lengur mat í Flugleiðavélum, 3 flugfreyjur að selja samlokur og komust ekki aftur fyrir bekk 22 fyrr en korter var í lendingu.

Norðmennirnir sögðu að það væri ekki rétt hjá Mr. Brown að við værum Terroristar. Þið íslendingar eru aftur á móti helvítis þjófar og bandittar í viðskiptum.

Takk fyrir, viljið þið þarna niður frá ekki víkja svo við getum fengið aftur það frelsi sem við höfðum og íslenska samfélagið og svo maður tali nú ekki um mannorðið. Íslenskir kapítalistar hafa gersamlega rústað samfélagi okkar undir margföldum húrra hrópum Davíðs og fylgisveina hans. Þetta er verra en Sovétið varð á sínum tíma, þökk sé nýfrjálshyggjumönnum.

Íslenskir athafnamenn

Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"

(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


Nýlega hélt Geir forsætisráðherra ræðu á fundi Landsambands íslenzkra útvegsmanna. Þar kom fram að þeir hefðu gert afleiðusamninga og væru að tapa á þeim 25 - 30 milljörðum. Geir sagði að ríkisstjórnin þyrfti að taka á þeim vanda.

Ennþá eru þessir menn í fortíðinni, ekkert breytist.

Fer nú ekki að koma upp sá tími að íslenskir ráðamenn þurfi að axla ábyrgð, þá væri kannski von að þeir færu að verða alvöru stjórnmálamenn. Ekki tækifærissinnaðir forðusnakkar.

þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Burt með þetta lið

Menntamálaráðherra sér hlutina töluvert öðruvísi en almenningur þessa lands. Hún ver það í öllum fjölmiðlum í dag að geta sett hlutabréf sín í eigið einkahlutafélag. En ætlar greinilega ekki að bera neina ábyrgð á því og það verður ekki gengið að öðrum eignum hennar. Hún ætlaði einungs að hirða hagnað ef einhver yrði, almenningur má hirða tapið.

Það er gengið að eignum almennings þar til þeir eiga brókina eina eftir. Ríkisstjórnin gengur í sparifé launamanna í lífeyrissjóðum þeirra, svo harkalega að fyrir liggur að skerða verður elllífeyri launamanna á almennum markaði. Það er ekki gert með lífeyrissjóð ráðherra, hann er ríkistryggður. Líka eftirlaunin, þingmenn hafa verið ófáanlegir til þess að endurskoða þau sérréttindi.

Ríkisstjórnin setur sömu menn aftur til valda innan bankanna og komu þeim á kaldan klaka. Þessir hinir sömu eiga svo að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að ganga að sjálfum sér. Þetta afsaka ráðherrar með því að í landinu sé ekki til hæfari menn!! Nákvæmlega sama siðblinda og ríkisstjórnin var haldin þegar hún valdi menn til þess að skoða hvort rannsaka eigi feril bankahrunsins.

Það liggja fyrir að tengsl ráðherra við bankana og fjármálaöflin eru allt of mikil til þess að þeim sé treystandi til þess að taka þessar ákvarðanir.

Þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í Finnlandi þegar bankahrunið varð þar 1990. Sömu stjórnmálamenn hjökkuðu áfram með sömu bankastjórnendum og sífellt sukku Finnar dýpra.

Hungursneið var í Finnlandi og atvinnuleysi fór upp yfir 30% í sumum starfsgeirum. Það var ekki fyrr en valdhöfum var rutt frá og bankastjórnendur dregnir fyrir dómstóla, að Finnum tókst að hefja uppbyggingu þess þjóðfélags sem þeir búa við í dag.

Þessa vegferð viljum við hefja á þessu ári. Stjórnarþingmenn og valdhafarnir eiga ekki stjórna þeirri ferð. Þeir komu okkur í þennan vanda og þeir eiga að víkja, strax.

Áfram fljótum við að feigðarósi

Það er grafalvarlegt að horfa upp á hvernig mál þróast hér á landi. Viku eftir viku dregst það að ríkisstjórninni takist að koma bankakerfinu í gang og atvinnulífið verslast upp. Í síðasta mánuði var 3000 manns sagt upp. Stærsta hrinan í síðustu viku eftir að Seðlabankinn ákvað að hækka vexti upp í 18%.

Verðbólgan á Íslandi er sú hæsta sem þekkist í vestrænu samfélagi. Gjaldmiðill okkar er ónýtur og vextir þeir langhæstu sé litið til þeirra þjóða sem við viljum miða okkur við. Ísland er fullkomlega rúið trausti. Engin vill lána landinu fjármuni, utan neyðarlán frá Alþjóðasjóðnum. Eftir yfirlýsingu Seðlabankastjóra um að við ætluðum ekki að greiða erlendar skuldir hafa allir helstu erlendir viðskiptabankar heimsins snúið baki við Íslandi, við erum í fullkomnu frosti.

Ekki bætti úr þegar ákvörðun var tekinn um að ríkið yfirtæki bankana og “óhagkvæmar” skuldir skyldar eftir í gömlu bönkunum. Af hverju förum við ekki og ræðum við helstu fyrrv. viðskipabanka Íslands? Það væri hægt að bjóða þeim hlutabréf í hinum nýju bönkum í stað skuldanna. Þá yrðu þeir virkir þátttakendur í því að koma atvinnulífinu í gang og fá tilbaka eitthvað af tapinu. Þá myndum við fá fólk með reynslu og losna um leið við hina gróðafíknu íslensku glanna.

Ekki batnar álit íslensku bankanna þegar það er komið fram að 50 milljarðar af spilafé helstu starfsmanna bankanna voru settar í pappírstætarinn korter áður en ríkið yfirtók bankana. Ríkisstjórnin skipar fullkomlega vanhæfa nefnd til þess að skoða hlutina og kerfiskarl frjálshyggjunnar Birgir Ármannsson fer af stað og tekur viðtal við sjálfan sig og tuðar á því að “auðvitað sé þetta rétt”. Auðvitað á að halda áfram á Valhallarleiðinni og víkja sér undan því að draga menn til ábyrgðar og auðvitað er þvottavél Moggans er kominn í gang.

Á hverjum degi koma upp mál sem sýna þá gegndarlausu spillingu sem hefur viðgengist hér á landi. Kannanir sýna að hvergi sé miskipting meiri en hér. Hvergi eru skattar hærri. Við blasir að hækka þarf skatta ennfrekar til þess að borga svínaríið, sem hefur þrifist í skjóli þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið síðustu 17 ár.

Og fullkominn kyrrstaða ríkir hjá ríkisstjórninni. Sama staðan er búinn að vera í 4 vikur og fyrirtækin verzlast upp og skuldir heimilanna vaxa. Ástæðan virðist vera sú að Sjálfstæðisflokknum sé um megn að horfast í augu við stöðuna sakir þess að það muni verða of flokknum of dýrt pólitískt.

Almenning verður gert að borga. Klárt er að á meðan þessi ríkisstjórn ræður ríkjum þá verða skattar ekki hækkaðir í þeim sem mest hafa milli handanna, það verða lagðar enn þyngri byrðar á venjulega launamenn. Fjármagnstekjuskattur verður áfram 10%.

Forsætisráðherra og Seðlabankinn hafa lýst því yfir að það sé ætlunin að halda áfram með krónu sem sveiflast um 30% sem kallar á verðbólgu og vexti sem sveiflast um sömu stærðir og lánin hækka og hækka. Ef við ætlum að komast inn á sama far og tíðkast á hinum norðurlandanna, er einungis ein leið það er að henda krónunni og fara í stærra myntkerfi og vandvirkari vinnubrögð við efnahagsstjórn. Þetta hefur margoft komið fram hjá hagfræðingum ASÍ og SA og reyndar fleiri hagfræðingum.

Krónan er svo lítil að það var auðvelt fyrir vogunarsjóði og íslensku bankana að sveifla krónunni og hagnast á því. Þeir munu ekki hætta því. Það er því ótrúlegt feigðarflan að ætla sér að halda áfram með flotkrónuna eins og Seðlabankinn vill gera og stendur til að gera í næstu viku þegar við fáum Alþjóðasjóðslánið.

Úr þessu er einungis ein leið það er sýna fram á að okkir sé alvara í því að breyta af þeirri efnahagsstefnu sem við höfum fylgt, það er með því að breyta um stjórn efnahagsmála, lýsa yfir að við ætlum að skipta um peningastefnu og sækja um aðild að ESB.

Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram leið vaxandi ófara og nýta ekki krafta hinna fjölmörgu vinnandi handa sem leita eftir störfum fullar örvæntingar. Ríkisstjórnin hafnar því að fara að tillögum ASÍ og setja af stað mannaflsfrekar framkvæmdir. Frekar á að láta þúsundir manna vera aðgerðalausa á bótum. Við eigum enn 20 milljarðana sem við fengum fyrir Símann og eiga að fara í nýbyggingar Landsspítalans. Af hverju ekki að nýta ekki atvinnuleysistryggingarnar til þess að lagfæra og endurbyggja opinberar byggingar, sem margar hverjar eru í lélegu ástandi. Af hverju ekki byggja fyrir sveitarfélögin sem ekki hafa haft efni á að byggja leikskóla og grunnskóla.

mánudagur, 3. nóvember 2008

Ráðamenn verða að axla ábyrgð

Sá Mannamál í gær, reyndar ekki upphafið. Þorgerður vék sér undan að svara nánast hverri einustu spurningu og datt inn í Valhallarklysjurnar. Sérstaklega að klifa á því að innganga í ESB sé ekki einhver skyndiredding. Það hefur engin talað um það, nema Valhöll.

Það er pínlegt að horfa endurtekið upp á vælið um að nú sé ekki tími til þess að vera með einhver uppgjör. Ekki megi persónugera hlutina, heldur snúa sér að því að leysa hnútana. Bæði Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín voru í viðtölum nú um helgina þar sem þau komu mjög illa út og voru með vanhugsuð ullarþæfingssvör.

Forsendur hafa komið svo glögglega fram í viðræðum við forsvarsmenn annarra norðurlanda. Þið verðið að taka til hjá ykkur á Íslandi og sína að ykkur sé alvara. Ef þið gerið það þá skulum við standa með ykkur í að koma hlutunum í gang.

Á sama tíma koma stórfurðulegar yfirlýsingar úr Seðlabankanum, sem hafa einungis aukið vandann. Það liggur fyrir að þeir sem hafa haft með stefnumarkandi ákvarðanir í efnahags- og peningapólitíkinni hér á landi hafa gert hver mistökin á fætur öðrum. Það liggur fyrir að þeim var ljóst hvert stefndi fyrir allnokkru en gripu ekki til aðgerða.

Almenningur er búinn að fá mikið meir en nóg af því að ráðherrar komist upp með að viðurkenna ekki mistök og víkja sér ætíð undan því að axla ábyrgð eins gert er í öðrum siðmenntuðum þjóðfélögum. Spunameisturum er beitt af alefli m.a. í Mogganum og víðar, þar sem reynt er að niðurlægja það fólk sem vill mótmæla þessu ástandi. Ekki var laust við að Sigmundur Ernir dytti aðeins inn í það hlutverk líka í gærkvöldi.

Það liggur fyrir að Davíð, Geir og það fólk sem hafa verið með þeim, eru persónugerfingar allra þessara ófara. Þar skiptir engu hvort þetta séu góðir gæjar og vinir Þorgerðar. Það ber hæst í umræðunni þessa stundina að nú standi yfir björgun á helstu gæðinga Valhallar í bönkunum. Þar sé unnið að því að færa enn meira tap yfir á lífeyrissjóðanna. Björgunarstarfið sé að taka á sig sömu mynd og svæsnustu óþverrauggjöra í BNA, þar sem valdhafar stinga af með lífeyrissjóði starfsmanna og skilja þá eftir eignalausa og atvinnulausa.

Hún fer hratt vaxandi sú krafa að allt það uppghjör verði dregið upp á borðið, og það verði klárlega engin frá ráðherrum og valdaklíkunni sem þar komi nærri.

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Uppbygging atvinnulífsins

Það er einkennilegt að heyra helstu hönnuði gjaldþrota efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins telja að helsta forsenda öflugs atvinnulífs sé króna. Það sé grundvallaratriði að geta fellt gengi krónunnar komi það í ljós að almenningur hafi náð samningum um of góð laun. Þá sé gott að geta fellt krónuna.

Þessir menn kynna sig sem málsvara frelsis og afskiptaleysis stjórnvalda. Það er einnig svo niðurlægjandi að hlusta á þessa hina sömu lýsa því yfir að þeir ætli að sækja í neyðaraðstoð ESB, þess hins sama og þeir eru að fordæma. Þetta er svo fjarri að vera trúverðugt, enda hrynur fylgið af þessum mönnum.

Helstu forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja segja að það sé útilokað að reka fyrirtæki með krónuna sem gjaldmiðil. Helmingur starfstíma þeirra fari í að bregðast við vanda sem skapast vegna krónunnar í stað þess að sinna uppbyggingu og rekstri.

Forsvarsmenn sprotafyrirtækja segja að það sé mjög erfitt að byggja upp sprotafyrirtæki í umhverfi krónunnar. Fyrirgreiðsla og styrkir séu margfalt betri innan ESB. Það er einmitt þetta sem Finnar benda okkur þegar þeir lentu í samskonar erfiðleikum og við erum að ganga í gegnum. Þeir fengu gríðarlega mikla styrki til þess að byggja upp starfstengt frumkvöðlanám. Nokkrir hópar íslenskra skólamanna hafa undanfarin ár farið og skoðað þessar breytingar í menntakerfi Finna og hafa allir lýst mikilli undrun og ánægju með þann mikla árangur sem Finnar hafa náð á þessu sviði.

Það eina sem heyrist frá forsvarsmönnum Sjálfstæðismanna er að halda eigi áfram á sömu braut, engu eigi að breyta. Þeir mæta svo reglulega í fréttaþætti og verja þeim tíma sem þeir fá til umráða í að tilkynna landsmönnum að nú sé ekki tími breytinga, ekki eigi að leita sökudólga og sífellt sekkur þjóðin dýpra.

Verkefni stjórnvalda er að hefja endurbyggingu íslensks efnahagslífis þar sem ríki sami stöðugleiki og í nágrannaríkjum okkar. Verðbólga og vextir á langtímafjármagni fyrir atvinnulífið og heimilin verði sambærileg því sem er þar. Í baráttunni við verðbólguna verðum við að losna við hina skaðlegu verðtryggingu. Hjá þeim þjóðum sem eiga að vera viðmiðun okkar er breytilegt vaxtastig á langtímalánum. Verðtryggingar er ekki þörf. Með því að líta til nágrannaþjóða okkar blasir við að ef Ísland hefði verið hluti af stærra hagkerfi þá væri þjóðin ekki svona illa stödd.

laugardagur, 1. nóvember 2008

Fækkum í sjálftökuhópnum

Hef fengið gríðarleg viðbrögð eftir viðtal í fréttum stöðvar 2 í gærkvöldi, sem var byggt á þessum pistli sem ég birti hér fyrir nokkur. Birti hann hér aftur með smávægilegum breytingum.

Eftir að hafa hlustað á umræður þingmanna undanfarna daga staðfestist trú mín að tilvist þeirra er tilgangslaus. Það eru ráðherrar og handvaldir embættismenn og aðstoðarmenn sem móta öll mál. Að þeirri vinnu koma þingmenn ekki, einu gildir hvort þeir séu stjórnarþingmenn eða í stjórnarandstöðu.Þegar ráðherrar hafa svo komist að einhverri niðurstöðu þá er hún lögð fyrir þingmenn.

Ef embættismenn eða aðstoðarmenn eru þeim ekki auðsveipir í mótun niðurstöðu eru þeir látnir fara. Síðan fara fram sýndarumræður í hæstvirtu Alþingi samansettar af klisjum og innistæðulausum fullyrðingum. Í sjálfu sér skiptir engu hvort einhver niðurstaða næst (sem reyndar gerist aldrei) eða lagðar eru fram breytingartillögur (þær eru alltaf felldar), stjórnarþingmenn þrýsta alltaf á „Já“ takkan í þinginu. "Umræðu lokið og áfram með sýndarveruleikann"; segir hæstvirtur þingforseti.

Þingmenn leggja stundum fram eigin frumvörp eða þingsályktunartillögur. Þær hafna í nefndum sem stjórnarþingmenn stýra. Ráðherrar ráða svo hvaða mál komast í umræðu nefnda og þaðan inn á þing.Landsmenn og skattgreiðendur spurðu í fyrra ; Hvers vegna fengu þingmenn að setja kosningstjóra sína á launalista sem aðstoðarmenn? Fá stjórnmálaflokkarnir ekki fyllilega nægilega mikla styrki úr ríkissjóð?

Af hverju erum við með 63 þingmenn og 34 aðstoðarmenn á glæsilegum launum þegar allt er skoðað. Kostnaðargreiðslur, þingfararkaup og svo ekki sé talað um lífeyrisréttindi.Það er einfalt að fækka þingmönnum um helming. Við höfum ekki efni á því að halda þessu óbreyttu og halda uppi þessum óþarfa með skattpeningum okkar. Nú er verið að segja upp almennum launamönnum í þúsundavís um allt þjóðfélagið. Röðin er núna kominn að þingmönnum. Þeir eiga að axla sína ábyrgð.

Af hverju erum við með 3 seðlabankastjóra, á meðan aðrar þjóðir, sem eru að spjara sig mörgum sinnum betur en við, eru með einn.

Af hverju eru íslenskir seðlabankastjórar með helmingi hærri laun en seðlabankastjórar annarra landa (þegar allt er talið)?

Af hverju erum við með einhverja úrelta þingmenn í stjórn Seðlabankans ásamt einhverjum prófessor í sagnfræði sem allir gera grín að? Þessir menn fá góð meðalheildarmánaðarlaun almenns verkafólks á mánuði fyrir fundarsetu. Auk þess eru þeir að eftirlaunum og prófessorinn er að auki á fullum launum í Háskólanum. Þetta lið hefur sýnt fullkomið getuleysi og eru hafðir að spotti í öllum fjármálatímaritum heimsins.

Þingmenn hafa komið því þannig fyrir að ávinnsla í lífeyrisréttinda þeirra er mun hraðari en hjá öðrum landsmönnum. Þeir geta farið á lífeyri þegar þeir eru 55 ára. Við þurfum að vinna til 67 ára aldurs. 12 árum lengur. Mótframlag ríkissjóðs í lífeyrissjóð þingmanna til þess að standa undir þessum kostnaðarauka er 45% á meðan hann er einungis fjórðungur af því hjá almennum starfsmönnum.

Lífeyrisréttindi þingmanna eru verðtryggð með framlögum úr ríkissjóð, á meðan við hin verðum að búa við skerðingu réttinda okkar vegna þess að lífeyrissjóðir okkar fá ekki bættan sinn skaða úr ríkissjóð og eru þar að undirstaðar þess að hægt sé að bjarga málunum.Við hin erum þessa dagana að tapa umtalsverðum lífeyrisréttindum vegna þess að þingmenn sinntu ekki eftirlitsstörfum sínum. Röðin er núna kominn að því að þeir axli ábyrgð og lífeyrisréttindi þeirra verði sett í sama far og hjá almennum launamönnum.

Auk þess verður að afnema Eftirlaunafrumvarpið gjörspillta. En það veitir ráðherrum, seðlabankastjóra, forseta Íslands og æðstu embættis mönnum gríðarlega mikil sértæk réttindi sem kosta skattgreiðendur 600 millj. kr. Hér er um að ræða liðið sem hefur farið um heimsbyggðina með auðmönnunum og hrósað sér fyrir glæsilegan árangur í (ó)stjórn efnahagsmála Íslands. Röðin er núna kominn að því að þeir axli ábyrgð á aðgerðaleysi sínu og óábyrgum athöfnum. Allt í kringum þessa menn liggja í valnum gjaldþrota einstaklingar og heimili.

Hvað með hina 9 hirðmenn Davíðs sem hann gerði að sendiherrum korter áður en hann hætti í pólitík, allir með milljón á mánuði og dýr lífeyrisréttindi sem Davíð veitti sjálfum sér og sínu jáfólki þráðbeint úr ríkissjóð um leið og hann smeigði inn í lög skattfrelsi til handa þeim sem stunda ritstörf og eru á eftirlaunum hjá ríkinu.

Með ofangreindum tillögum væri hægt að spara á þriðja milljarð króna. Ekki veitir af því þá þarf ekki að draga eins mikið saman þjónustu og ekki segja upp sjúkraliðum, kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum.

Af hverju eigum við ein að axla ábyrgð á þeim gríðarlegu axarsköptum sem þessir sjálfumglöðu og óhæfu menn hafa gert. Á meðan þeir búa í öruggu umhverfi sem þeir hafa girt af með allskonar lagakrókum þurfum við búa við um 20% atvinnuleysi eins og er orðið á vinnumarkaði byggingarmanna. Aðrir þurfa að búa við 10% lækkun launataxta og niðurskurð á vinnu, eða um 30% lækkun á heildarlaunum. Ef okkur tækist að fækka þeim um helmingi þá væri líka töluverða líkur á að mistökum þeirra fækki umtalsvert.