miðvikudagur, 30. apríl 2008

Hin fullvalda danska þjóð


Hef verið við störf í Kaupmannahöfn undanfarna daga á fundum innan norræna rafiðnaðarsambandsins. Bý í Nýhöfninni og það fer vel um okkur. Ég hef verið töluvert í Danmörku í gegnum árin við nám og síðar störf. Auk þess að 2 af börnum mínum og tengdabörnum voru í háskólum hér. Hef ætíð unað mér vel í hinu afslappaða danska umhverfi.

Það er svo einkennilegt hvernig menn haga sér allt öðruvísi hér en heima. Þegar íslendingar setjast hér að þá rennur af þeim hið ofsafengna kapphlaup um stóra bíla og risahús. Hér er lagt upp úr að eiga góða eftirmiðdaga með börnum að loknum vinnudegi og frí um helgar.

Engum hér myndi detta í hug að skuldsetja sig eins og við gerum heima, enda myndu danskir bankar og þaðan af síður dönsk stjórnvöld heimila þá skuldsetningu sem íslensk stjórnvöld heimiluðu íslenskum bönkum að steypa heimilunum í. Reyndar sá ég áðan á netinu að Geir sé að afsaka þau mistök sem þáverandi stjórnvöld gerðu. Einhvernveginn minnir mig að Geir hafi verið fjármálaráðherra þá. En kannski réð Davíð öllu.

Kaupmannahöfn er eins og flestum íslendingum vel kunnugt um höfuðborg hins fullvalda ríkis Danmerkur, sem er innan Evrópusambandsins, auk þess að vera í víðtæku samstarfi við önnur fullvalda norræn ríki eins og Svíþjóð, Finnland, Noreg og Ísland.

Það kemur furðusvipur á dani, ef maður spyr þá um hvort þeir telji siga hafa afsalað sér fullveldi með inngöngu í ESB, eins og sumir íslenskra ráðherra og forseti Alþingis halda blákalt fram. Furðusvipurinn breytist svo í hálfgerðan hæðnishlátur. „Æi þið íslendingar eru alltaf svo skrítnir. Þið hélduð að það væri nóg að fá stór lán og þá væruð þið bestir í heimi.“

Finnarnir á fundinum tóku undir að ESB styðji vel við jaðarþjóðir og þeir hafi notið góðs af því sama gildi um norðurhluta Svíþjóðar. Við höfum aldrei haft eins mikil völd og nú segja, enda eru Finnar geysilega duglegir við að starfa innan ESB. Norrænu þjóðirnar. Eftir að þeir gengu í ESB hefur áratuga landlægt atvinnuleysi þeirra snarminnkað og er í dag um 4%. Í Danmörku er sáralítið atvinnuleysia þrátt fyrir að í landinu eru um 200 þús. erlendir launamenn.

Danir benda á að þeir séu í viðskiptasamstarfi við önnur Evrópuríki, það er gert til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu gagnvart öðrum heimshlutum. Íslendingar hafa notið góðs af þessu og tilvist Evrópusambandsins er eins og oft hefur komið fram helsta ástæða gríðarlegs uppgangs íslenskra fyrirtækja.

Danir búa við nákvæmlega sömu heimsbankakreppu og önnur ríki þar á meðal Ísland. En verðbólga þar hefur hækkað lítillega eða úr um 4% í tæp 6%, sem dönum finnst mikið og óásættanlegt. Dönum standa til boða óverðtyrggð lán til íbúðarkaupa á 5 – 6% vöxtum. Verðlag í búðum hér er lægra ekki bara í matvöru, það er ótrúlegur munur á verðlagi byggingarefnis.

Þegar rölt er um göturnar í Kaupmannahöfn þessa dagana ber mikið á hjúkkum í skærgrænum vestum eins og starfsmenn í verktakastarfsemi eru oft í. Á vestin eru prentaðar kröfur þeirra eins og „Karlmannslaun fyrir kvennastörf“ eða „Það er ekki hægt að sinna veiku fólki í ákvæðisvinnu“

Þær krefjast hærri beinna launa og hafna einhverjum hliðrænum galdralausnum. Nákvæmlega eins og okkar hjúkkur eru að gera.

Vorið er komið í Kaupmannahöfn 15 stiga hiti að ljúft að setjast niður á gangstéttarkaffihúsunum og horfa á iðandi mannlífið njóta lífsins. Reyndar hefur allt hækkað mikið fyrir okkur íslendingana undanfarnar vikur. Fyrir nokkrum mánuðum borguðum við 11 – 12 kr. fyrir dönsku krónuna, en í dag 16 – 17 kr.

Kveðjur frá ríkisstjórninni til heimilanna

Á vef RÚV eru birtar eftirfarandi kveðjur frá ríkisstjórninni til almennings, til áminningar um hvaða efnahagsstefnu hún hafi fylgt undanfarinn áratug.

Afborganir lána hækka verulega
Aukin verðbólga hækkar afborganir íbúðalána verulega. Íbúðalánasjóður hefur reiknað út fyrir fréttastofu Útvarps áhrif verðbólgu á íbúðlán. Miðað er við 18 miljóna króna lán með uppgreiðsluþóknun sem tekið er í janúar 2008 til 40 ára og með mánaðarlegum afborgunum.
Reiknað er með raunverulegum vísitölum til júnímánaðar 2008 en eftir það tekur útreikningur mið af því að vísitalan hækki um 10% á ársgrundvelli. Mánaðarleg greiðsla hækkar um rúmlega 11.000 krónur á þessu fyrsta ári, úr 93.000 í janúar, í 105.000 krónur í desember. Á sama tíma hækka eftirstöðvarnar úr 18 miljónum í rúmar 20.

Nú geta Baldur yfirfjármálaráðherra og hans menn ásamt Seðlabankastjórninni, (en þar eru staddir þeir 3 einstaklingar sem hafa ásamt honum mótað núverandi efnahagsstefnu), reiknað út í hvaða stöðu allmörg íslensk heimili eru.

Til aukins skilnings Egils

Egill biður um aðstoð til skilnings á mun á hjúkkunum og bílstjórunum. Hann er sá að bílstjórarnir sem eru í forsvari í mótmælunum eru sjálfstæðir verktakar á sínum bíl og eru að berjast fyrir rekstrarkostnaði og tilveru sinna fyrirtækja. Á meðan hjúkkurnar eru launamenn.

Launakerfi opinberra stofnana hefur einkennst af stagbættum launakerfum. Þar hefur verið samið um leiðbeinandi launakerfi með lágmarkstöxtum og svo launatöflum með mun fleiri töxtum upp úr, til þess að laun geti verið sveigjanleg eftir störfum og hæfileikum starfsmanna. Þetta er svipað og gert er á almennum markaði og fyrirtækin nýta sér sveigjanleikan. Opinberar stofnanir nýta einungis lágmarkstaxtanna, sem leiðir til þess að ríkisstarfsmenn vilja fá mikla yfirvinnu, auk þess er starfsfólki boðið upp ýmsar aðrar greiðslur til þess að draga upphæð útborgunar nær því sem engur og gerist á almennum markaði.

Þetta er afleiðing fjárhagsáætlana stjórnmálamanna sem byggjast á óskhyggju fjarri öllum raunveruleika. T.d. er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki í samræmi lágmarkshækkanir launa ekki við verðlagsþróun. Hér er t.d. mikill munur á þegar átt er við launahækkanir þingmanna sjálfra. Forsvarsmenn stofnana reyna að fara eftir fjárhagáætlunum og verða því að fara í feluleiki með launakostnaðinn.

Þetta kom glögglega fram nýverið í viðtölum við hjúkrunarfræðingana, þeim var 5.000 kr. bílastyrkur. Algengt er að greiddir séu einhver fjöldi yfirvinnutíma jafnvel þó þeir séu ekki unnir, jafnvel þekkist að almennir starfsmenn eru sviðstjórar eða deildarstjórar. Einnig eru sumir gerðir að verktökum til þess að flytja launakostnað yfir í aðkeypta þjónusutu.

Ef þingmenn eru svo spurðir um launakjör opinberra starfsmanna og hvers vegna þó séu svona hjá hinu opinbera setja þeir upp sakleysissvipinn sinn og segja við vildum svo gjarnan borga mun hærri laun en það eru verkalýðsfélögin sem banna okkur það, þau semja um svona skammarlega lág laun. Öll vitum við að kjarasamningar eru lágmarkssamningar með sveigjanleika upp á við eins rakið var hér framar, ekki hámarkssamningar.

Í skýrslum um íslenskan vinnumarkað kemur svo fram að við íslendingar vinnum margfalda yfirvinnu á við aðra og framleiðni sé lítil. Það er fyrir löngu komum upp sá tími að launakjör opinberra starfsmanna verði sett upp á borðin og launakerfin færð til samræmis við það sem gengur og gerist.

Í þessu sambandi má minna á það upphlaup sem var meðal starfsmanna RÚV í haust þegar útvarpsstjóri var ráðin á laun eins og gengur og gerist í sambærilegum störfum, en almennir starfsmenn eru aftur á móti á lágmarkstöxtum.

þriðjudagur, 29. apríl 2008

Náðarhögg efnahagstjórnunar frjálshyggjunnar

Það fór svo eins og margir hafa spáð að Sjálfstæðisflokkurinn málaði sig algjörlega út í horn í efnahagsstjórn og Evrópumálum. Hann fær allstaðar lægstu einkunn í efnahagsstjórn, reyndar hafa fleiri sakað hann aðgerðaleysi í efnahagsstjórn.

Allt var látið reka á reiðanum og þeir sem áttu að stjórna gerðu ekkert annað en að hæla sjálfum sér fyrir hversu allt væri gott. Skattar væru lækkaðir á þeim efnameiri, en auknir á þeim sem minnst máttu sín og ójöfnuður jókst.

Nú blasir náðarhögg efnahagsstjórnunarinnar við þeim sem hafa látið bankana glepja sig til mikillar lántöku. Gríðarleg eignatilfærsla er að eiga sér stað og ójöfnuðurinn í þjóðfélaginu aldrei meiri, enda var það greinilega markmiðið. Eignamenn og bankarnir munu koma vel út á meðan heimilunum blæðir.

Í þessari stöðu er nauðsynlegt að ríkisstjórnin hugi strax að margháttuðum aðgerðum til þess að rétta þeim sem munu fara illa út úr þessu, sökin liggur alfarið í efnahagsstjórn undanfarinna ára og ríkisstjórnin ber miklar skyldur gagnvart þeim sem innst mega sín.

Setja þarf uppbyggingu leiguíbúða á fullt. Auka byggingu félagslegra íbúða fyrir öryrkja og aldrað fólk.

Við erum búin að heyra nóg af endurteknum klisjum og fullyrðingum stjórnarþingmanna. Maður upplifir ítrekað fullkomið getuleysi þeirra til málefnanlegrar umræðu og innlegg þeirra einkennist af tilraunum til þess að afvegaleiða umræðu og eyðileggja hana.

sunnudagur, 27. apríl 2008

Kreppan með augum launamanna

Kæri Össur.

Við sem erum í sambandi við þjóðina og störfum meðal launamanna skiljum ekki upp eða niður í yfirlýsingum ykkar stjórnmálamanna.

Þú félagi góður, ráðherra íslenska lýðveldisins birtir hér á Eyjunni lofgjörð um fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þeir séu sigurvegarar dagsins.

Nokkrar einfaldar spurningar sem íslenskir launamenn beina þessa dagana til ykkar

Hvers vegna er dagvara 40% hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar?

Hvers vegna eru vextir hér margfalt hærri en annarsstaðar?

Hvers vegna er verðbólga hér tvöföld á við það sem hæst er í nágrannalöndum okkar og hún stefnir í fara í 13% næsta vetur og verða fjóföld það sem ásættanlegt getur talist?

Það stefnir í allt að 10% atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði næsta vetur og þið notið 20 þúsund byggingariðnaðarmenn sem kælitæki fyrir afglöp ykkar. Er ykkur slétt sama um þau 20 þúsund heimili sem búa að þessum fyrirvinnum, sem annað hvort missa alveg vinnu sinni á næstu mánuðum eða lækka umtalsvert í heildarlaunum?

Það stefnir í að burðarfyrirtæki flytji úr landi á næstu misserum og nokkur eru þegar fari að nokkru og hafa lýst því yfir að þau sjái ekki framtíð sína hér á landi?

3000 – 4000 fjölskyldur eru að missa aleigu sína vegna afglapa ykkar. 30% falls krónunnar, heimsmets í vöxtum og falls á fasteingamarkaði. Þessar fjölskyldur eru komnar í fátækragildru sem ríkisstjórn Íslands bjó til með einstaklega fávísri efnahagstjórn. Þeirri ömurlegustu sem þekkist í vestrænum heimi.

Þú afsakar Össur en ég bý ekki í þeirri einangruðu bómullarveröld sem þið 63 menningarnir hafið búið ykkur með ykkar glæstu eftirlaunasjóðum. Þið kennið einhverjum ljótum útlendum sjóðum um afglöp ykkar, það voru þið sem sköpuðuð einhendis þessa stöðu, hún lagast ekki nema til skamms tíma þó þið teljið ykkur geta tekið lífeyrissjóði okkar og nýtt þá sem pant fyrir hagkvæmu skammtíma láni, sem þú flokkar sem glæstan sigur forsætisraðherra. Skömm ykkur.

Minni þig og félaga þína að það voru launamenn sem sköpuðu lífeyrsisjóðina þið komuð þar hvergi nærri.

Það voru launamenn ásamt fyrirtækjunum sem skópu Þjóðarsáttina, þið komuð hvergi þar nærri. að tók okkur 4 ára slagsmál f´ra árinu 1988 til 1992.

Það voru ekki ráðherra samflokks þíns sem þú telur vera afspyrnu flinka sem stóðu að EES samningnum, þeir voru honum adnvígir.

Afsakaðu þúsund sinnum en ég óska ykkur ekki til hamingju með þessa „sigra??!!“ ykkar. Hann hefur kostað íslensk heimili 72 milljarða á síðustu 7 árum.

Væri ekki hægt að fara fram á að fá kosningar fljótlega.

Með kveðjum frá íslenskum launamönnum
Guðmundur Gunnarsson.

Brák


Ég fór á að sjá nýtt leikverk, Brák, eftir Brynhildi Guðjónsdóttur á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Var búinn að sjá lofsamlega dóma og þekkti einnig til hæfileika Brynhildar, þannig að væntingarnar voru miklar. Þannig aðstæður leiða oft til vonbrigða, kröfurnar eru fyrirfram það miklar. En við skemmtum okkur konunglega. Brynhyldur er frábær listamaður, það geislaði af henni og hún greip okkur með sér um leið og hún steig fram.

Landnámssetrið er komið til að vera og hefur heppnast frábærlega undir stjórn Kjartans og Söguloftið snilld. Öllum aldursflokkum finnst gaman að láta segja sér sögur, ef þær eru vel gerðar og sögumaður kann sína list. Ég beitti stundum þeirri tækni þegar ólæti krakkanna minni keyrðu úr hófi fram og erfitt var að ná þeim upp í á kvöldin, að leggjast á gólfið við rúmmin með góða sögubók og byrja að lesa þó allt væri á fullu. Það leið aldrei langur tími þar til krakkarnir þögnuðu og skriðu upp í og komu sér fyrir, þau vildu ekki missa af sögunni. Sama gerðist á Söguloftinu að kvöldi fyrsta sumardags. Það datt á dúnalogn í salnum þegar Brynhyldur byrjaði, þó svo í salurinn væri fullur af rafiðnaðarmönnum sem voru ný stignir af fundi og í miðjum klíðum við að leysa öll vandamál hversdagsins.

Þorgerður brák var ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar landnámsmanns í Borgarfirði og fóstru Egils Skallagrímssonar. Í Egilssögu er kyngimögnuð lýsingu af því þegar Þorgerður brák bjargaði lifi Egils með því að snúa athygli hins hamramma Skallagríms yfir á sjálfa sig. Hann eltir hana langa leið niður að Brákarsundi þar sem hún kastar sér á sund en hann hendir á eftir henni steini miklum og kom milli herða henni og kom hvorugt upp síðan.

Brynhildur fer með öll hlutverkin og við sjáum hverja persónuna á fætur annarri stíga fram á gólfið. Hún leikur jafnvel skip og húsdýr allt verður ljóslifandi á gólfinu og góð en einföld lýsing hjálpar til. Þetta er saga ískrar stúlku sen hertekin var af norrænum víkingum í heimalandi sínu, sett í skip og seld í þrældóm til Íslands. Þar fóstraði hún manninn sem kallaður hefur verið mestur íslenskra braghátta, Egil Skallagrímsson. En rauði þráðurinn meðferð ferð harðstjóranna á þrælum sínum og hvernig þeim var miskunarlaust kippt frá sínum frá æskuslóðum og gerðir að söluvoru. Ambáttir höfðu minni rétt en en húsdýrin. Þetta dregur Brynhildur fram með svo skýrum hætti, að þegar gengið er út veltir maður því fyrir hvort ekki sé ástæða fyrir okkur að biðjast afsökunar eins og ástralir eru nú að gera gagnvart sínum frumbyggjum.

laugardagur, 26. apríl 2008

Bjálfaleg ræða


Hef setið undanfarna tvo daga á fundum með 50 sambandsstjórnarmönnum rafiðnaðarmanna í Borgarnesi. Í fundarhléum var vitanlega rætt um landsins gæði og nauðsynjar.

Mönnum bar þar saman um að Sturla forseti Alþingis hefði haldið í Kaupmannahöfn bjálfalegustu ræðu sem haldin hefði verið af íslenskum stjórnmálamanni um langt árabil og er þó úr mörgu að taka.

Hvernig í veröldinni dettur stjórnmálamanni sem vill láta taka mark á sér í hug að viðhalda aldagömlum stjórnarháttum í nútíma íslensku þjóðfélagi sögðu menn. Sturla upplýsti alla landsmenn um að hann ætlaði ekki að sinna kröfum almennings um að takast á við vaxandi verðbólgu sem stefnir í að vera fjórfalt hærri en í nágrannalöndum okkar, helmingi hærra verðlag á matvörum og hæstu vöxtum í Evrópu.

Honum er greinilega slétt sama þó gjaldþrot blasi við 3 – 4000 íslenskum heimilum, bara tryggja sín eigin völd. Áttar maðurinn sig ekki á því að íslensk fyrirtæki er að flytja af landi brott vegna þess að íslensk stjórnvöld ætla ekki að laga efnahagstjórn að nútímaháttum.

Milli háðsglósanna um ræðu Sturlu runnu aðrar og ekki færri um Geir forsætisráðherra. Hvað er maðurinn að þvælast í útlöndum ef hann vill ekki að ræða alþjóðamál og hann er greinilega sömu skoðunnar og Sturla, en hefur þó vit á því að reyna að leyna því.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Innistæðulaus málflutningur

Manni hefur oft fundist sjálfumgleði í málflutning ráðherra og stjórnmálamanna glannaleg og óábyrg, þegar því er haldið fram að allt sé í lukkunar velstandi og ríkissjóð vel stjórnað og skilað afgangi.

Allir vita að svo er ekki. Verðbólga á Íslandi gæti verið svipuð og í nágrannalöndum ef efnahagslífi hefði verið rétt stjórnað, sama gildir um vexti.

Það blasir við að það vantar verulega upp á að opinber rekstur sé eins og við viljum. Því hefur farið fjarri að uppbygging í samgöngum sé með ásættanlegum hætti.

Sama gildir um uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimila. Þar er veruleg mannekla er í umönnun og hjúkrun vegna lágra launa, sama gildir um mörg önnur störf á vegum hins opinbera. Það vantar umtalsverðan fjölda af sérbýlum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og öryrkja.

Stjórnendur opinberra stofnana fá yfir sig óraunhæfar rekstraráætlanir byggðar á lágmarkslaunum en geta vitanlega ekki fengið starfsfólk nema að greiða laun í samræmi við það sem gengur og gerist á vinnumarkaði.

Hún er ótrúlega ósvífin hin algenga afsökun stjórnmálamanna að þau vildu svo gjarnan greiða hærri laun, en verkalýðsfélögin banni það með kjarasamningum sínum. Öll vitum við að er samið um lágmörk í kjarasamningum ekki hámörk.

Einnig er hún ákaflega ómerkileg afsökunin að það sé við verkalýðsfélög að sakast að bætur í almannatryggingarkerfinu fylgi ekki verðlagsþróun. Öll vitum við að það eru stjórnmálamenn sem ákvarða þessar bætur ekki verkalýðsfélögin og það eru stjórnmálamenn sem hafa látið skerðingarmörk sitja eftir og lækkað með því bætur umtalsvert.

Öll munum við eftir því hversu andsnúnir stjórnmálamenn þá sérstaklega hinir hægri sinnuðu voru þegar verkalýðsfélögin voru að berjast í því á árunum fram að 1970 að koma á fót lífeyrissjóðunum. Þeir mótmæltu á sínum tíma hinum 10% skatt sem ætti að renna til verkalýðsfélaganna.

Nú hrósa þeir sér af lífeyriskerfinu hvar sem þeir koma. Þetta er svipað eins og að það virðist vera, sé litið til ummæla sem erlendir blaðamenn hafa eftir íslenskum stjórnmálamönnum, að það hafi verið núverandi forseti Íslands ásamt þeim sem hafi fundið upp hvernig nýta megi heita vatnið fyrir um 30 árum.

Í lokin allir sem hafa staðið að samningagerð vita að viljayfirlýsing undirrituð af íslenskum stjórnmálamanni um að hann vilji endilega ásamt heimamönnum nýta heitt vatn í Afríku eða annarsstaðar í veröldinni er lítils virði. Viljayfirlýsing er víðsfjarri því að vera samningur og gerir REI ekki að einhverju milljarða dæmi.

miðvikudagur, 23. apríl 2008

Ráðherrar rústa viðræðum kjarasamninga

Á undanförnum vikum höfum við ítrekað heyrt ummæli menntamálaráðherra í fjölmiðlum um að laun kennara verði að hækka verulega. Samskonar yfirlýsingar höfum við heyrt hjá ráðherrum og borgarstjórnarmönnum um umönnunarstörf.

Hver er staðan í kjarasamningum opinberra starfsmanna? Allt stopp. Hvers vegna?

Þegar ráðherra fer í fjölmiðla með svona ummæli vekur hann væntingar. Hvað eiga kennarar og umönnunarstéttir að gera annað en að reikna með að ráðherrar standi við þessar yfirlýsingar. Þeir bíða í samningaherbergjum eftir að fá umtalsverðar launahækkanir. Samningamenn fjármálaráðuneytis og sveitarstjórna hafa ekki fengið fjárveitingar frá framangreindum ráðherrum til þess að hækka launaliði um nokkra tugi prósenta.

Enda horfum við upp á að sömu ráðherrar standa fyrir aftökum á stjórnendum opinberra fyrirtækja fari þeir fram úr fjárhagsáætlunum byggðum á óskhyggju stjórnarþingamanna.

Datt einhverjum í hug að aðrar stéttir opinberra starfsmanna myndu sætta sig við að ákveðnum hóp yrði skutlað upp á meðan aðrir ættu að sitja kyrrir?

Hvenær fáum við þingmenn og ráðherra sem hafa til að bera þá yfirsýn að geta séð samhengi málsgreina heillar A4 síðu?

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Er Ísland aðlaðandi vinnustaður?

Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins komu fram áhyggjur um að það væri að myndast hér skortur á menntuðu vinnukraft, þá ekki síst vegna þess að kaupmáttur hér er mun lakari en annarsstaðar í Evrópu. Auk þess væri mun erfiðarar fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði og leigumarkaður óþroskaður.

Í þessu sambandi má benda á hvernig tekið hafi verið á móti erlendu vinnuafli hér á landi. Þau lönd sem eru að laða til sín besta fólkið opnuðu vinnumarkað sinn fyrir erlendu launafólki og gættu vel að réttindum þess náðu til sín best menntaða fólkinu.

Á norðurlöndum er áberandi hvernig Norðmenn og Finnar hafa tekið á móti erlendum launamönnum og fylgst vel með því að aðbúnaður standist allar kröfur og laun séu rétt. Þetta hefur leitt til þess að þangað hefur besta fólkið leitað og fyrirtæki hafa getað valið úr, reyndar ekki bara austur-evrópubúum. Í Noregi eru í dag liðlega 200 þús. erlendir launamenn. Svíar eru þar áberandi í heilbrigðisþjónustunni, einnig má benda á að í Noregi eru að störfum 2.000 sænskir rafvirkjar og 600 danskir.

Minna má á hvernig þáverandi stjórnvöld brugðust við þegar í ljós kom að laun og aðbúnaður verkafólks í Kárahnjúkum var langt fyrir neðan mörk. Vinnubúðirnar voru þær lökustu sem reistar hafa verið, héldu hvorki vatni né vindi og verkafólkið átti þar ömurlegan fyrsta vetur. Portúgalarnir reyndu eins og ítrekað kom fram í fréttum, að lagfæra búðirnar með því að líma húsin saman með frauðplasti og skýla sér með dagblöðum.

Þetta hefur skilað sér í skelfilegri umfjöllum um íslenskan vinnumarkað. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa hitt marga þeirra að máli og þeim ber yfirleitt saman um að hingað komi þeir vegna þess að ekkert annað er í boði. Þetta getum við þakkað gróðahyggju nokkurra starfsmannaleiga sem hafa nýtt sér ástandið til hins ítrasta.

Ef við ætlum að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að ná hingað besta fólkinu. Í Finnland og Noreg hafa fyrirtækin, launþegahreyfingin og stjórnvöld tekið höndum saman um að berjast gegn félagslegum undirboðum og séð til þess að allur aðbúnaður sé mannsæmandi.

Eigendur starfsmannaleiga hafa nýtt sér stöðuna, ef einhver fjallar opinberlega um framferði þeirra, var hinum sama hótað meiðyrðamálum. Sveitarstjórnir láta það viðgangast að óvandaðir menn hrúgi inn erlendum launamönnum í iðnaðarhúsnæði sem slökkvilið hafa bent á að þar séu lífshættulegar brunagildrur ofan á að þar sé þeim búinn slakur aðbúnaður.

Og við ætlum að laða til okkar gott og vel menntað starfsfólk.

mánudagur, 21. apríl 2008

Evrópuumræða inn á rétta braut

Ánægjulegt að sjá þann kipp sem umræðan um Evrópumálin er að taka. Reyndar dáldið skondið að heyra suma taka þannig til orða að þeir hafi verið þátttakendur í umræðu um Evrópumál, meir að segja undafarin 2 ár segja sumir.

Þeir hinir sömu eru vel þekktir af ósvífnum fáránleika innskotun, sem hafa miðast af því að eyðileggja hugsanlega umræðu. Aðferðin sem Staksteinar Moggasynir og fylgissveinar eru svo vel þekktir fyrir. Ótrúlega ósvifið af þeim að hald aþví fram að þeir hafi veirð þátttakendur í umræðu um Evrópumál. Eða þá harðsoðinn innlegg VG manna í þessa umræðu.

En það er uppi sú staða að atvinnulífið sem er lífæð þjóðarinnar hefur sagt hingað og ekki lengra.

Ekki ólíklegt að niðursveifla Samfylkingarinnar hristi vel upp í Ingibjörgu og ráðherrum hennar um að þau verði að vera fylgispakari við kosningaloforð sín þá sérstakleg Evrópumálin og eftirlaunasjóðinn. Heimsferðalag Ingibjargar til þess að smíða milljarða sæti fyrir stríðalinn stjórnmálamann hefur verið óvinsælt og henni til minnkunar. Svo verður að segjast eins og samgönguráðherra hefur vart dregið mörg atkvæði í bú undanfarið með ákvörðunum sínum.

Össur er á réttri braut með því að huga vel að fyrirtækjum af millistærð.

laugardagur, 19. apríl 2008

Sársaukamörkum náð

Hann verður soldið langur pistillinn að þessu sinni, sakir þess hve mikið er í húfi þessa dagana.

Nú liggur það fyrir enn einu sinni að verkalýðsforystan verður að hafa frumkvæði til þess að leysa úr efnhagsvanda hins íslenska samfélags. Það hefur reyndar ætíð verið svo ef við lítum yfir farinn veg. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins er komin í þrot og hefur leitt yfir íslenskan almenning gríðarlegan vanda. Ástandið í dag minnir nokkrar stöður frá fyrri árum.

Forsætisráðherra nýtir hvert tilefni til þess að hamra á því að þetta sé ekki honum að kenna heldur einhverjum í útlöndum, vegna þess að nú geta ráðherrar ekki kennt einhverjum embættismönnum um ástandið. Þeir þora ekki að skamma Seðlabankastjórnina. Ég spyr enn einu sinni, af hverju er þá ekki sama ástand í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi?

Það liggur fyrir að við munum ná betri tökum á efnahagsóstöðugleikanum innan ESB. Það mun leiða til lægri vaxta og lægra verðs á neysluvörum og við munum búa við sambærilegan stöðugleika og er í nágrannalöndum okkar. Lönd sem sífellt fleiri íslendingar setjast að í og sífellt fleiri sem leita þangað til aukinnar menntunar koma ekki heim. Þetta var svo áberandi í ræðunum sem fluttar voru á ársfundi SA. Það er akkúrat það sem forsvarsmenn atvinnulífsins óttast mest, mannauðseklu. Við byggjum ekki upp framsækin fyrirtæki með aðfluttu lítt menntuðu vinnuafli. Og öll helstu hátæknifyrirtæki okkar hafa nýverið gefið út yfirlýsingar um að þau sjá sína framtíð annarsstaðar en á Íslandi.

Erum við tilbúinn til þess að ganga í gegnum þann táradal sem við blasir ef við ætlum okkur inn í ESB? Það er erfið ákvörðun og ekki síst þar sem það blasir við okkur í verkalýðsforystunni að verða að hafa frumkvæði til þess að stíga fyrstu skrefin. Það mun leiða til minni spennu á vinnumarkaði, minni yfirvinnu og nokkuð tímabundið atvinnuleysi.

En það kostar okkur a.mk. 6% atvinnuleysi á landsvísu ef við ætlum að halda áfram í krónuna. Það þýðir í raun yfir vel yfir 10% atvinnuleysi innan ASÍ, því það bitnar verst á almenna markaðnum. Krónan er að leiða yfir íslenska launamenn yfir 10% kaupmáttarlækkun á næstu 2 – 3 misserum. Þá skiptir litlu þó launin séu hækkuð og verði enn hærri, eins og Hannes aðstoðarframkv.stj. SA lýsti svo skilmerkilega í gær. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins eyðileggur þetta allt saman í höndum okkar með stefnu sinni og sársaukamörkum atvinnulífsins er náð.

Stjórn Seðlabankans veit að eina leiðin til þess að ná verðbólgumarkmiðum sínum er að ná niður íbúðarverði, henni er slétt sama hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir skuldsettan almenning. Davíð segir að það sé ekki hægt að taka lán erlendis til þess að auka gjaldeyrisforðann, vegna þess að kjörin séu óásættanleg. Þessu skellir hann með sakleysissvip framan í okkur, þó vitanlega blasi það við að ef kjörin væru ásættanleg þá væri ástandið þannig að við þyrftum ekki að taka lán.

Ég spyr, Höfum við yfirhöfuð það traust sem þarf til þess að fá stórt lán. Mér sýnist að efnhagsstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi komið samfélagi okkar í þá stöðu að okkur standa einfaldlega ekki til boða nein erlend lán. Eina leiðin er að fá erlenda auðhringi til þess að koma með fjármagn inn í landið og reisa stóriðjuver. Nema þá að fá erlend hlutabréf lífeyrissjóðanna lánuð til þess að setja í pant fyrir stórum lánum. Er það ásættanleg áhætta fyrir almenning sem á lífeyrissjóðina? Ég sé ekki að sú ákvörðun verði tekin nema samhliða alvöru ákvarðanatöku til langtíma og þá um heildstæða og vitræna stefnu. Ekki flokksgæðingavernd.

Ég minni lesendur mína á þá staðreynd að það voru launamenn sem sömdu um lífeyrissjóðina á sínum tíma. Stjórnmálamenn koma þar hvergi nærri. En þeir hamast reyndar viðað hrósa sér af myndum þeirra.

Íslenskir stjórnmálamenn eru mótaðir í Morfískeppnum og búnir til í dægurkeppni prófkjöranna eftir að hafa starfað við hlið þingmanna í stofnunum flokkanna. Þeir hafa ekki getu og þaðan af síður áræðni til þess að taka svona sársaukafullar ákvarðanir. Þetta sáum við svo vel í síðustu kosningum, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins hjúpaði sjálfa sig með blekkingarskýi glæstrar efnahagstjórnunar byggðri á ofsafenginni skuldsetningu og yfirþennslu í efnahagslífinu. Nú stendur hún nakinn og það blasir við almenning að skýið var þoka yfirlýsinga innistæðulauss sjálfshóls.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til vikið sér undan langtímamarkmiðsetningu stöðugleika og stígandi kaupmáttar, eins og við þekkjum úr nágrannalöndum okkar, með því að ganga ætíð lengra fram í þennslu. Ástæðan virðist sú ein að Flokkurinn óttist að glata þeim völdum sem hann hefur á íslensku þjóðfélagi.

Við blasir áframhald niðurlægingar á efnahagsbraut Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum ætíð stærri framkvæmdir til þess að halda þessu gangandi. T.d. dugði á sínum tíma stækkun Straumsvíkur og Hrauneyjar til þess að kippa þessu í liðinn og svo lítið álver Norðuráls og Blönduvirkjun, og svo bygging Flugstöðvarinnar og Kringlan, og svo Smáralindin, og svo tvöföldun Norðuráls og bygging Sultartangavirkjunar og svo Kárahnjúkarnir og Fjarðaál.

Nú þurfum við byggingu Háskóla Reykjavíkur, Óperuhúss með stóru hóteli, Landspítala, álver í Helguvík ásamt gagnaveri á Reykjanesi með gufualfsvirkjunum á Reykjanesinu og Hellisheiði. Á sama tíma gagnaver í Þorlákshöfn og virkjanir í neðri hluta Þjórsár og álver á Bakka og gufuaflsvirkjanir við Þeistareyki, til þess að ná okkur út þessu. Þá getum við lifað áfram með Flokknum við svipaðar aðstæður fram til 2014.

En hvað þá? Kannski skiptir það ekki miklu því það verður vandamál annarrar kynslóðar og núverandi ráðamenn búnir að gulltryggja sig með glæsilegum og vinalegum kampavínseftirlaunasjóði gulltryggðum með óútfylltu risaávísanhefti á ríkissjóð undirrituðu af þáverandi forsættisráðherra Davíð Oddssyni.

Og ég spái því að Egill Eyjufélagi minn verði fluttur ásamt Kára til Grikklands þegar að þessu kemur. Jafnvel þó flugvöllurinn verði þá farinn úr Vatnsmýrinni.

föstudagur, 18. apríl 2008

Kjaftaskar í byggingariðnaði


Það eru tæp 20 þús. manns sem vinna í bygginga- og verktakaiðnaðinum. Þessi iðnaður stendur fyrir mikilli sýningu í Laugardalshöllinni þessa dagana. Þegar gengið er þar um blasa við sýnishorn þróttmikilla fyrirtækja og mikils verkvits. Allmikill hluti fjölskyldna leggja ævistarfið í hendur þessara fyrirtækja þegar þær fela þeim að byggja yfir sig.

Þetta kom fram ásamt öðrum vel skreyttum yfirlýsingum í setningarræðum borgarstjóra, menntamálaráðherra og samgönguráðherra. En á gólfinu heyrði maður marga taka þannig til orða að þetta væru innantóm orð og viðhorf stjórnvalda gagnvart fyrirtækjum í þessum iðnaði og verknámi væri í raun honum andstæð.

Þessir ráðherra nota okkur eins og kælikerfi fyrir efnahagslífið.
Hvernig eigum við að geta rekið fyrirtæki við þær aðstæður sem þessir ráðherrar bjóða okkur? Hvers eiga iðnaðarmenn að gjalda?
Reiknar ráherrar að athafnir þeirra dragi ungt fólk til verknáms?
Ekki dettur þessum ráðherrum í hug að skrúfa fyrir allt fjármagns t.d. til landbúnaðarins eða sjávarútvegsins og það sauð á sumum.
Setningar sem maður heyrði á gólfinu voru í þessa áttina.

Og menntamálamálráðherra snaraði sér niður að senunni að lokinni afhjúpun á Tækniskólanum nýju nafni Iðnskólans í Reykjavík, líklega upplifað eitthvað af því sem fram fór á gólfinu og vék sér snaggaralega að mér og nokkrum öðrum forsvarsmönnum í þessum iðnaði og heilsaði okkur með því að við værum Kjaftaskar. Af hverju sagði hún það ekki bara yfir allan hópinn svona inn í miðri gljáhjúpinni ræðunni.

Þeir sem voga sér að benda á atriði sem betur mættu fara, eða mótmæla íslenskum stjórnarþingmönnum í dag eru með skrílslæti og eru kjaftaskar.

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Ábyrgðarleysi samgönguráðherra

Í Morgunblaðinu í morgun er öflug grein eftir Sigþór Sigurðssson framkvæmdastjóra Hlaðbæjar. Þar bendir hann réttilega á hversu ómerkilegur málflutningur samgönguráðherra og forsvarsmanna Vegagerðarinnar er þegar þeir reyna að koma ábyrgð af eigin gjörðum yfir á verktaka.

Það hefur engin verktaki verið að störfum á Reykjanesbraut í nokkra mánuði og vitanlega er það á ábyrgð Vegagerðarinnar og samgönguráðherra að merkingar séu þar í lagi.

Sigþór bendir réttilega á að það sé Vegagerðin sem á ábyrgð samgönguráðherra gangi aftur og aftur til samninga við ævintýramenn sem oft hafi verið nánast gjaldþrota. Hvernig í veröldinni detti þeim í hug að þeir geti unnið jafnflókin verkefni fyrir tugi prósenta undir kostnaðaráætlun.

Einnig hefur samgönguráðherra og Vegagerðin sagt að það sé ekki við þá að sakast þó tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss sé ekki tilbúin og ekki hægt að ganga til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 -3 ár. Hverjum er það að kenna að fyrst nú eigi að hefja þá forvinnu?

Samgönguráðherra ásamt stjórnarþingmönnum hafa haldið því fram að hið pólíska ákvörðunarvald liggi hjá þeim? Þessi vegur hefur verið ein mesta slysagildra vegakerfisins í mörg ár. Samgönguráðherra kemur svo með þá arfavitlausu tillögu að rjúka til og laga eina hluta leiðarinnar sem er í lagi.

Ég hef svo sem komið að þessu reglulega í pistlum í vetur og ætla enn einu sinni að benda samgönguráðherra á að umferðaröngþveitið frá höfuðborgarsvæðinu upp í Borgarfjörð er alfarið honum og stjórnmálamönnum að kenna.

Einnig sú pattstaða sem innanlandsflugið og staðsetning þess er búinn að vera í síðustu 30 ár.

6 menningarnir komnir í REI

Það er algjörlega útilokað að átta sig á hvert Sjálfstæðisflokkurinn er að stefna í REI málum. Við hlustuðum í haust á 6 menningana fordæma Hauk Leósson, Vilhjálm og Binga með leiftrandi yfirlýsingum um að fyrirtæki í almannaeigu ættu ekki að vera að þvælast á samkeppnismarkaði, það ætti einkaframtakið að vera.

Ef einhverjir aurar væru aflögu í OR þá væri nær að lækka gjaldskrá og láta eigendur OR njóta þess að fyrirtæki sem þeir eigi gangi vel.

Almenning ofbauð og allir voru sammála um að það gengi ekki að tilteknir stjórnmálamenn væru að spila sig sem einhverja stórlaxa í viðskiptum með því að úthluta sjálfum sér og útvöldum hlutabréf og góð stjórnarlaun í áhættufyrirttæki sem væri búið til úr almannafé og öll áhætta væru tekin úr vösum almennings á höfuðborgasvæðinu í hækkaðri gjaldskrá.

Álit stjórnmálamanna gjaldféll og nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við. Hann féll svo 100 dögum síðar og sexmenningarnir komust að, og þeir tóku til við þar sem frá var horfið í haust en nú með sjálfa sig í bílstjórasætinu.

Er það ástæðan að þeir ruku upp í haust? Þeir hafi ekki fengið að sitja að kjötkötlunum?
Það er allavega ekki hægt að skilja þetta öðruvísi.

Enn gjaldfalla borgarstjórnarmenn og var reyndar ekki af háum stalli að falla.


Sé að bent er á það í leiðara Morgunblaðsins í dag. Það er rétt þar er fjallað um þetta mál og reyndar víðar enda margir undrandi á þessu.

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Spurningar sem við viljum fá svör við

Ráðherrar og stjórnarþingmenn vilja telja okkur í trú um að ástæður hárrar verðbólga, himinnhárra vaxta, hás vöruverðs, mikils falls á fasteignamarkaði, hratt vaxandi atvinnuleysi sé ekki að finna í slakri íslenskri efnahagsstjórn, heldur sé það um að kenna vandamálum ættuðum frá Bandaríkjunum.

Nú hefur komið framhjá íslenskum hagfræðingum að það sé ekki hægt að rekja mikinn hluta að vanda íslenskra banka til bandarískra vandamála. Þar sé helst um að kenna örhagkerfi íslensku krónunnar.

Einnig höfum við íslenskur almenningur beðið eftir því að fréttamenn spyrji íslenska ráðherra og stjórnarþingmenn eftirfarandi spurninga.

Ef sökudólginn er að finna erlendis en ekki hér :
a) Hvers vegna er verðbólga í nágrannaríkjum okkar þá ekki svipuð og hér?
b) Hvers vegna eru vextir þar ekki svipaðir og hér?
c) Hvers vegna stefnir ekki í svipað atvinnuleysi þar?
d) Hvers vegna er verðlag um 30 – 50% hærra hér?
e) Hvers vegna stefnir í mun hærra fall á fasteignamarkaði hér heima?
f) Var bandaríska bankavandamálinu beint sérstaklega gegn íslenskum heimilum?

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Fjármálaráðherra spáir í spilin

Án þess að ég ætli að hrósa einum eða neinum þá langar mig til þess að minna á þau aðvörunarorð sem allnokkrum sinnum hafa komið frá verkalýðshreyfingunni á undaförnum árum hvaða afleiðingar aðgerðaleysi stjórnenda við stjórn efnahagsmála geti leitt til. Það er minnkandi kaupmátt, vaxandi atvinnuleysi og harkalega lendingu.

Án þess að ég ætli að skamma einn eða neinn þá langar mig til þess að minna á orð stjórnenda efnahagsmála í aðdraganda síðustu kosninga, að hér væri allt í lukkunar velstandi vegna góðrar efnahagstjórnunar og við værum vel undir það búinn þó svo einhver smá sveifla niður á við kæmi. Staða ríkisbúsins og gjaldeyrisstaða væri svo góð. Af hverju þarf að fá lánuð hlutabréf sem launamenn hafa keypt fyrir sparifé sitt í lífeyrissjóðunum?

Án þess að ég ætli að vera með nein eftirmæli langar mig til þess að minna á orð stjórnenda efnahagsmála hér á landi í garð forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar í kosningabaráttunni þegar við bentum á að hlutirnir væru nú ekki alveg eins og sumir vildu halda að þjóðinni. T.d. að skattalækkanir væru ekki að skila sér og myndu koma í bakið á fólki. Staða ríkissjóðs væri vegna þennslu, viðskiptahalla og vaxandi skulda.

Hef nokkrum sinnum minnst á það hér á þessari síðu undir þeim orðunum að „náttúruvernd sé tekjutengd“. Viðhorf landsmanna muni snúast um 180 gráður við mat á virkjanakostum og stóriðju þegar niðursveiflan kæmi. Hljóðið verði þá svipað í landsmönnum og það var þegar atvinnuleysi var allt að 5 -7% og hagvöxtur innan við 1%.

Það er ekki langt síðan að sú staða var. Í því sambandi má minna á kröfur um uppbyggingu í atvinnulífinu og fleiri störf í byrjun þessa áratugs, þegar álverið í Reyðarfirði var byggt og byrjun síðasta áratugs þegar áverið í Hvalfirði var stækkað um helming og byrjum áratugsins þar á undan þegar járnblendið og svo álverið í Hvalfirði var byggt og svo þar á undan þegar álverið í Straumsvík var byggt.

Datt þetta bara svona í hug þegar ég var að hlusta á kvöldfréttirnar um spá fjármálaráðuneytis um þróun efnahagsmála næstu árin.

Held ég geti fullyrt að hvert einasta atriði sem þar kom fram, hafi verið til umfjöllunar hér frá því þessi síða fór í loftið seinni partinn í nóvember síðastliðnum. Spá fjármálaráðherra er nánast ljósrit upp úr gömlum gögnum verkalýðshreyfingarinnar.

Verkalýðshreyfingin hefur verið að bíða eftir að ráðamenn myndu kannski boða til fundar um aðsteðjandi vanda í allnokkurna tíma. Til hans hefur ekki verið boðað vegna fjarveru ráðherra, en mér skilst að það standi jafnvel svo á að helstu ráðherrar verði hérlendis á föstudaginn. Bara svona vegna ummæla eins ráðherra í hádegisfréttum í dag. Einkennilegt að þurfa alltaf að tala með þessum tón til launamanna.

mánudagur, 14. apríl 2008

Mikil undiralda

Það er eiginlega alveg sama hvert maður kemur þessa dagana, heita pottinn, kaffistofur, afmæli, alls staðar er hinn venjulegi íslendingur að velta fyrir stöðunni. Hann á vart orð til þess að lýsa undrun sinni og vonbrigðum með stjórnmálamennina sem sína stöðunni ótrúlegt fálæti.

Alls staðar ríkir heift í garð bankanna fyrir óábyrgar athafnir og ekki síður í garð þeirra sem hafa farið með efnahagsstjórnina. Reyndar áberandi óvild í garð stjórnmálamanna. Margt sem þar hjálpar til eins og t.d. athafnir þeirra i vetur.

Greinilegt er að bak við tjöldin eiga sér stað þessa dagana heiftarleg átök milli þeirra sem vilja hverfa frá stefnu Davíðs og fylgifiska hans, þeirra sem ríghalda í það að vilja ekki tala um Evrópu og Evru. Hannes er að farinn af stað að dreifa út sínum venjubundna boðskap til þess að viðhalda sínum völdum. Pétur var í fréttunum í gær með kostulegu yfirlýsingar og maður skildi ekki upp eða niður í því hvert Þorgerður var að fara í Mannamáli. Það er frekar sjaldgæft því hún hefur hingað til verið með ábyrgari stjórnmálamönnum.

Margir muna vel eftir stöðunni eftir 1987 og stóð fram til 1994, og það gríðarlega átak sem aðilar atvinnulífsins gerðu á árunum 1989 og 1990 til þess að ná atvinnulífinu og efnahagslífinu upp úr því fari sem það var komið í. Og þeim átökum sem stóðu þá milli atvinnulífs og stjórnmálamanna, með eftirminnilegum sigri atvinnulífs.

Menn benda á að allmargir af stjórnmálamönum dagsins í dag séu yngri en svo að þeir muni það ástand eða hafi þá verið undir fermingaraldri. Margir þeirra lifi í falskri veröld uppeldisskóla stjórnmálaflokkanna, þar sem haldið hefur verið fram alrangri túlkun á því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig, al-la Hólmsteinska.

Aðdragandi Þjóðarsáttar og framkvæmd hennar var ekki ákveðin á einum eða tveim fundum, hún kostaði gríðarlega mikla vinnu sem stóð yfir í nokkur ár.

Það er verið að segja frá uppsögnum í fyrirtækjum í skipulags- og kynningarmálum. Þar sé verið að taka fyrstu skref í ákvörðunum um frestun verkefna í a.m.k. eitt ár. Ákvörðunum sem muni leiða til ennfrekari uppsagna. Þeir sem hafa farið verst út úr miklum niðursveiflum er millitekjufólkið. Fólk sem hafði tekjur til þess að skuldsetja sig.

Ef spá Davíðs og félaga hans í Seðlabankastjórninni gengur eftir þá munu um 1.000 iðnaðarmenn og fjölskyldur þeirra verða fluttir úr landi á næstu 12 mánuðum.

Ég sé fyrir mér en enn heiftarlegri andúð í garð erlendra launamanna hér á landi, ef kreppa fer að vinnumarkaði.

Fólk skilur ekki hvers vegna ráðamenn skuli ekkert láta í sér heyra. Í stað þessu eru þeir á ferð um veröldina, til þess að vinna að því að skapa einum úr þeirra röðum sæti í öruggisráðinu næstu tvö árin og það kostar íslenska skattborgara nokkra milljarða.

Já það er mikil undiralda í íslensku þjóðfélagi, en ráðamenn látast ekki hafa frétt af því og Seðlabankastjórnin er í dauðateygjunum.

sunnudagur, 13. apríl 2008

Um ásetning

Hef verið spurður um hvert ég sé að fara í pistlinum í gær um ásetning með þróun efnahagsmála.

Það hefur legið fyrir allt frá upphafi hinna gríðarlegu miklu framkvæmda fyrir austan að í svona litlu hagkerfi myndaðist mikil spenna og spáð var harkalegri lendingu á árinu 2008.

Því var haldið fram af færustu hagfræðingum að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar gerðu illt verra hvað varðar spennu í efnhags og myndi einungis auka misskiptingu í þjóðfélaginu.

Á það hefur verið bent að stjórnendur efnhagsmála hér á landi hefðu átt að spila út ríkisskuldabréfum gegn því innflæði sem bankarnir stóðu fyrir í innreið sinni á húsæðismarkaðinn.

Því hefur verið haldið fram af forsvarsmönnum atvinnulífsins að það lægi fyrir að þeir sem stjórnuðu efnahagslífinu yrðu að taka upp annan gjaldmiðil og ganga til frekara samstarfs við Evrópuríkin vegna þess að íslenska krónan yki kostnað útflutningsgreina svo mikið að óásættanlegt væri.

Stjórnendur efnahagslífsins sinntu engu af þessu og fóru inn í síðustu kosningar undir þeim merkjum að allt væri í sérstaklega góðu gengi og engin ástæða til þess að gera neitt. Þetta ítrekaði forsætisráðherra fyrir ekki svo löngu.

a) Var stefnt í þessa stöðu sem við erum í með ásetning?
Eða
b) Eru stjórnendur íslenskra efnahagsmála óhæfir?

laugardagur, 12. apríl 2008

Aukin miskipting - Ásetningur?


Nú blasir við sú jökulkalda staðreynd að gengisfall krónunnar mun ekki ganga til baka nema að hluta til, en það mun ekki gerast fyrr en næsta vetur. Gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð og skuldastaða heimilanna mun verri en fjölskyldur gerðu ráð fyrir. Ef spá um að fasteignaverð falli um 30% eru margar fjölskyldur komnar í skuldafangelsi í eigin íbúðum.

Það stendur sem sagt ekki steinn yfir steini í fullyrðingum stjórnarþingmanna og Seðlabankastjórnarmanna á undanförnum árum um að hátt gengi hafi verið reist á miklu innstreymi erlends lánsfjár, sem varið hafi verið til arðbærrar eignamyndunar og muni standa undir afborgunum.

Skuldir þjóðarbúsins eru orðnar margfaldur gjaldeyrisforði Seðlabankans og heimilin blakta eins og lauf í haustvindi í áhlaupum miskunnarlausra vogunnarsjóða.

Gengi krónunnar var of hátt. Fyrirtækin eru að búa sig undir uppreisn gegn krónunni og peningastefnu Seðlabankans eins og Vilhjálmur hefur boðað frá því að kjarasamningar hófust fyrir jól. Innviðir efnahagslífsins torveldi erlend viðskipti þar sem verðbólga sé hærri hér en í flestum viðskiptalöndum. Verðbólga auki innlendan kostnað og éti upp hagnað útflutningsfyrirtækja.

Hágengið hefur verið notað til að hamla verðbólgu, en þess í stað valdið aukningu erlendra skulda til að fjármagna falskan kaupmátt. Gengið var of hátt og þurfti að lækka.

Stjórnvöld hafa haldið því að okkur það sé góðri hagstjórn hennar að þakka hversu mikið kaupmátturinn hefur vaxið. Við blasir að efnahagsstjórn undanfarinna ár hefur verið í höndum manna sem ráða ekki við það verkefni.

Ábyrg efnahagsstjórn hefði verið fólgin í því að setja á markað ríkisskuldabréf til þess að sporna gegn óábyrgum leik bankanna og nýta þá peninga til þess að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Staða ríkissjóðs er ekki eins góð og haldið var að okkur. En þá stóðu yfir kosningar og ríkisstjórnin vildi baða sig í velgengni falsks kaupmáttar og skattalækkunum sem ekki var innistæða fyrir.

Nú er ekkert svigrúm til neins annars en að skuldsetja þjóðina og jafnvel að hækka skatta aftur með beinum eða óbeinum hætti. En ríkisstjórnin býr sig undir að nýta sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum til þess að bjarga málunum. Þeir sem hafa haft með efnahagsstjórnina að gera hafa endurtekið vikið umræðum um framtíðarlausn eins og upptöku Evru og inngöngu í ESB af borðinu án nokkurra sjáanlegra raka.

Ég er á leið heim frá Stokkhólmi af fundi stjórnar norræna byggingarsambandsins. Í öllum norrænum fjölmiðlum er fjallað um það heimsmet sem íslendingar settu í vöxtum. Viðskiptakálfar norrænna blaða hafa dregið athafnir íslendinga undanförnum misserum í efa. Nú blasi við staðfestingar að sú gagnrýni hafi verið rétmmæt. Leiðinlegt fyrir íslending sem vill að tekið sé mark á okkur að heyra hvernig félagar okkar gera góðlátlegt grín af stórmennskulátum okkar.

Það óáran sem nú hellist yfir okkur sé heimatilbúið af misvitrum íslenskum stjórnmálamönnum. Hvernig ættum við að trúa því að íslendingar séu mikið flinkari í efnahagsstjórn en nágrannaríki okkar. Af hverju völdu Danir,Svíar, Finnar, Þjóðverjar, Englendingar og Frakkar að standa að uppbyggingu ESB?

En við blasir sú staðreynd að bilið milli eignamanna og þeirra sem minna mega sín mun breikka umtalsvert sem er, og takið nú vel eftir, í fullu samræmi við þá efnahagsstefnu sem hér hefur verið ástunduð frá árinu 1992 undir stjórn þeirra sem sitja í bankaráði Seðlabankans.

föstudagur, 11. apríl 2008

Enn um samgönguráðherra

Hinn eitursnjalli samgönguráðherra Íslands tók þá ákvörðun fyrir skömmu að það ætti að tvöfalda Suðurlandsveg. Í samræmi við fyrri ákvarðanir þá ákvað hann að byrja á því að tvöfalda veginn þar sem búið er á síðustu árum að leggja mjög góðan 2+1 veg.

Engin íslendingur skyldi þessa ákvörðun, þar sem langflest alvarleg slys á þessum vegi eru á leiðinni frá Hveragerði til Selfoss.

Í morgun lést karlmaður á sextugsaldri á þessum kafla. Bílar komu úr gagnstæðri átt og skullu saman. Tveir létust á sama vegarkafla í fyrra og margir hafa slasast þar alvarlega á undanförnum 5 árum.

Sýslumaðurinn á Selfossi segir brýnt að vegurinn verði tvöfaldaður þarna sem fyrst, nóg sé komið upp af krossum við Kögunarhól.

Hvað skyldi samgönguráðherra gera?

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Afnám stimpilgjalds

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er ákvæði um að fella eigi niður stimpilgjald á kjörtímabilinu, margir sögðu loksins og kusu í samræmi við það. Flokkurinn samþykkti fyrir allmörgum árum mjög ákveðnar yfirlýsingar um það óréttlæti sem falið væri í stimpilgjaldi og það bæri að afnema ekki seinna en strax.

Hvers vegna Flokkurinn stendur í núna vegi fyrir áhuga Félagsmálaráðherra um að ganga hreint til verks og afnema allt stimipilgjaldið er torskilið. Embættismenn Flokksins hafa sest niður og búið til ótrúlega flóknar reglur um hvernig megi fella niður stimpilgjald af fyrstu íbúð.

Einhverra hluta vegna er ekki óalgengt á Íslandi, að par sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sé í þeirri stöðu að annað hvor aðilinn hafi áður átt hluta í íbúð. Við búum ekki lengur á púrítönskum tímum hreinlífis og siðbóta. Forfeður okkar tóku sig til og hálshuggu þann sið árið 1550, alla vega stendur það í sögubókum. Sú aftaka var svo endurtekin í útvarpi Matthildi með þvílíkri hylli kjósenda, að einn höfunda var umsvifalaust settur í helsta forystuhlutverk í síðara tíma stjórnmála.

Það eru ótrúlega flókin lög sem embættismenn Flokksins eru búnir að sjóða saman um afnám stimpilgjaldsins. Óframkvæmanleg fyrirmæli starfsfólks þinglýsingarskrifstofa um hvernig eigi að standa að því að fella niður gjaldið.

Flokkur frelsisins vill að starfsfólkið spyrji almenning spjörunum úr hvort það hafi nú einhverntíma átt í einhverjum samskiptum við hitt kynið. Sem hafi nú kannski gengið svo langt að keypt hafi verið íbúð. Hvort sambúðin hafi nú ekki gengið upp. Hvers vegna og hverjum sé þar um að kenna og hvor aðilinn eigi nú rétt á að fá niðurfellingu hluta stimpilgjalds.

Þú lesandi góður getur allt eins og ég velt því fyrir þér hvers vegna Flokkurinn getur ekki einfaldlega gengið hreint til verks eins og Félagsmálaráðherra vill og fellt niður þennan ósanngjarna skatt strax og í heilu lagi.

Frekar en að setja opinbera starfsmenn hið Sovéska hlutverk að skríða upp í hjá fólki og spyrjast fyrir um bólvenjur og ákveða svo hvort það hátterni sé nú Flokknum þóknanlegt.

Einu sinni var ég virkur félagsmaður í flokk og sat m.a. í borgarstjórn fyrir hann. Sá flokkur hafði þá formann sem hafði verið einn af forsprökkum vinsæls útvarpsþátts sem hét Matthildur og ég hafði heillast af sjónarmiðum hans. Sá flokkur einsetti sér að velta ekki fyrir sér hvernig samlíf fólks hefði gengið fyrir sig. Fólk átti að geta notið eignamyndunar sinnar án þess að þurfa ítrekað að greiða skatt af sömu tekjum.

Einu sinni var gaman að fara niður í miðbæ og horfa á bárujárnshúsin og maður gat verið ástfangin eitt kvöld án þess að það hefði áhrif á skattlagningu síðar á ævinni.

Um efnahagsstjórnina

Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á það blasi við mikil niðursveifla á árinu 2008 og það verði að undirbúa efnahagslífið undir það. Fram hefur komið hjá færustu efnahagsráðgjöfum að stjórnvöld hefðu átt að koma inn á markaðinn t.d. með ríkisskuldabréf til þess að minnka framboð á peningum þegar bankarnir mokuðu fjármagni inn í landið og rýmkuðu heimildir til skuldsetningar. Freistuðu heimilin til þess að skuldsetja sig upp í ris og byrja að græða með því að taka yfirdráttarlán til viðbótar. Svo ég vitni til mótsagnarkenndra auglýsinga bankanna.

Allan þennan tíma gerðu stjórnvöld ekkert. Jú reyndar þau gleymdu sér í sjálfumgleði og hrósuðu sér fyrir vaxandi kaupmátt og gott efnahagslíf. Flestir vissu að það var byggt á of hátt skráðri krónu og heimsmeti í skuldsetningu. Nú blasa við afleiðingarnar í of djúpri dýfu og að venju byrðunum velt yfir á almenning.

Ríkisstjórnin heldur blaðamannafundi með yfirlýsingu um að hún sjá ekki ástæðu til þess að gera nokkuð, en það megi athuga það í haust. Þessi hægagangur leiðir augljóslega til þess að allar hækkanir renna út í verðlagið, og margar forsendulaust.

IKEA forstjóranum var ofboðið hvernig félagar hans í viðskiptalífinu höguðu sér. Engir voru jafnábyrgðarlausir og Hagastjórinn og framkv.stj. Félags ísl. stórkaupmanna, sem hvöttu kaupmenn og fyrirtæki til þess að hækka allt um að minnstkosti 20 – 30%.

Það ætti að senda forstjóra IKEA tvær til þrjár Fálkaorður, hann hefur gert meira fyrir íslensk heimili en ríkisstjórnin.

Hvað með bankana? Lífeyrissjóðir geyma sparifé landsmanna og eiga vegna ráðdeildar sinnar 500 milljarða í erlendum hlutabréfum. Nú vilja bankarnir fá þessi bréf lánuð til þess að geta fengið ennþá meiri erlend lán. Og ríkisstjórnin rennir þessa dagana í gegn nýjum lögum til þess að gera það mögulegt.

Hafa ráðherrar velt því fyrir sér að ef þetta verður gert þá verða bankarnir að greiða a.m.k. 20 milljarða í vexti á ári. Til þess að tryggja stöðu lífeyrissjóðina verða væntanlega gefin út ríkistryggð skuldabréf í íslenskum krónum sem lífeyrissjóðirnir fengju sem pant.

Ráðherrar og alþingismenn vita að þeir eru taka enga áhættu, vegna þess að greiðslur úr þeirra lífeyris- og eftirlaunsjóðum miðast við laun ráðherra og þingmanna á hverjum tíma og skiptir þar engu hvort sjóðir þeirra eigi fyrir skuldbindingum. Þeir settu lög um að það sem upp á vantar skuldbindingar í þeirra lífeyris- og eftirlaunasjóð er tekið milliliðalaust úr ríkissjóð.

En hjá okkur hinum með breiðu bökin miðast lífeyrisgreiðslur okkar við hvaða fjármuni lífeyrissjóður okkar eiga og þeir fá engar uppbætur úr ríkissjóði. Ráðherrar og þingmenn settu nefnilega lög um að örorkubætur og lífeyrisgreiðslur í lífeyrissjóðum fólksins með breiða bakið eru einfaldlega lækkaðar ef þeir eiga ekki fyrir skuldbindingum.

Þetta gæti leitt til þeirrar stöðu að fólkið með breiðu bökin fái afhent verðlaus skuldabréf í ellinni til framfærslu, á meðan þáverandi fjármálaráðherra skrifar ávísanir úr ríkissjóð fyrir lífeyris- og eftirlaunum fyrrverandi ráðherra og þingmanna. Þeirra einstaklinga sem áttu hvað stærstan þátt í að skapa þá stöðu sem við erum í, og baktryggðu sig með framangreindum hætti.

Miklir menn erum við og reisum sjálfum okkur minnisvarða. Mér verður það ítrekað umhugsunarefni þegar ég geng yfir torg víðsvegar um veröldina, þar sem eru stór og mikil minnismerki um áfanga þar sem almenningur svínbeygði stjórnvöld. En á Íslandi eru engin slík torg og engir slíkir minnisvarðar. Bara einhverjar styttur, innan um tóftalaus og grafíttiskreytt hús, af sjálfhverfum stjórnmálamönnum og kóngum, sem kalla mótmæli skrílsæti og ekki svaraverð og svona pistla offramboð af óþægilegum skoðunum.

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Burt með samgönguráðherra

Er eiginlega ekki komið alveg nóg frá þessum samgönguráðherra? Ekkert sem hann hefur tekið sér fyrir hendur þjónar neinum tilgang og er arfavitlaust og lífshættulegt landsmönnum.

Tugmilljarða jarðgöng svo hann komist í sumarhús sitt.

Hann beitir allskonar brögðum til þess að fresta Sundabraut og skapar með því umferðaröngþveiti og tugakílómetra lífshættulegar bílaraðir.

Hann víkur sér undan að uppfylla uppbyggingu löggiltra hvíldarstæða við þjóðvegi landsins.

Hannn nýtir sér þá stöðu sem hann hefur skapað með þessu athæfi til þess að sekta flutningabílstjóra um tugþúsundir króna.

Hann reynir svo að bjarga sér með því að bera ASÍ fyrir sig um að fá afslátt á lögum um hvíldartíma á hættulegugustu vegum í Evrópu.

Hann víkur sér undan að lagfæra Reykjanesbraut og það líður ekki sá mánuður að þar verði stórslys.

Kristján Möller hefur komið sér á þann stall að vera óhæfasti ráðherra sem við höfum eignast fyrr og síðar og hann á vitanlega að segja af sér.

þriðjudagur, 8. apríl 2008

Lausn eftirlaunavandans


Hvernig myndir þú taka á eftirlaunavandanum Guðmundur? Þessari spurningu var beint til mín um daginn.

Áður en ég svara þá er nauðsynlegt að draga fram nokkur atriði. Það er áberandi þegar alþingismenn og reyndar nokkrir aðrir opinberir starfsmenn fjalla um laun sín, þá tala þeir ætíð um grunnlaun sín. Þegar þeir ræða launahækkanir taka þeir aftur af móti mið af heildarlaunakostnaðarauka sem samið er um á almennum markaði og bera grunnlaun sín saman við meðallaun á almennum vinnumarkaði .

Á því er verulegur munur. Þegar rætt er um meðallaun er þar innifalið allir bónusar, eða aðrar greiðslur auk meðalyfirvinnu. T.d. eru grunnlaun rafiðnaðarmanna nálægt 230 þús. kr. en meðallaun um 430 þús. kr.

Þegar forsvarsmenn launamanna á almenna markaðnum mæta í Karphúsið og hitta þar fyrir forsvarsmenn fyrirtækjanna er ætíð talað um heildarlaunakostnað. Í stuttu máli þá ganga kaupin á Eyrinni þannig fyrir sig að það verður samkomulag um hvaða svigrúm sé til þess að auka heildarlaunakostnað, og getur t.d. orðið 6%. Það er svo lagt í hendur samningamanna launamanna hvernig eigi að nýta það. Á að nýta það allt til launahækkunar eða að hluta til í annað, eins og t.d. lengra orlof eða hækkun mótframlaga í lífeyris- eða séreignarsjóði, eins og gert hefur verið í undanförnum 3 kjarasamningum.

Niðurstaðan gæti orðið sú að almenn launahækkun verði ákvörðuð 3%. Að auki fari 1% heildarlaunakostnaðarauki í sérstaka hækkun lægstu taxta, 1% í hækkun greiðslna í lífeyriskerfi og 1% í lengingu orlofs og fjölgun veikindadaga.

Þegar samið var um að hækka framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð úr 6% í 8% og eins þegar samið var um að vinnuveitendur leggðu 2% í séreign, þá var það tekið inn í heildarlaunakostnaðarauka og minnkaði svigrúm til launahækkanna sem því nam.

Þegar þingmenn og nefndir þeirra taka ákvarðanir um launahækkanir sínar þá taka þeir ætíð mið af þeirri prósentutölu sem er heildarlaunakostnaðarauki. Í dæminu hér að ofan hefðu laun þingmanna átt að hækka um 3%, en þeir nota aftur á móti ætíð heildarkostnaðaraukann og hækka laun sín um 6%.

Þrátt fyrir að það blasi við að þeir séu með margskonar risnu og kostnaðargreiðslur sem ekki eru taldar í kjörum þeirra. Þó svo þeir séu í hóp þeirra sem liggja í efri launalögunum, þá nýta þeir launakostnaðarauka sem hlýst af því að hækka lægstu laun sérstaklega til þess að lyfta sínum launum upp.

Einnig er fyrir utan sviga hjá þeim launakostnaðarauki vegna lífeyris- og eftirlauna, veikindadaga og orlofs.

Á þessum forsendum blöskrar manni ætíð þegar þingmenn eru boðaðir í umræðuþætti til þess að fjalla um launakjör annarra. Þeir tala af þvílíkri fákunnáttu að það er ekki boðlegt fyrir launamenn að hlusta á það. Reyndar verður að segjast eins og er það er kostulegt að spjallþáttastýrendur og fréttamenn skuli nánast alltaf leita til þingmanna þegar fjallað er um laun og niðurstöður kjarasamninga. Eins og var ítrekað gert í vetur. Það er ekki heil brú einu einasta atriði sem þeir segja.

Og þá kem ég loks að milljón dollara spurningunni. Það á að setja ákvarðanatöku um laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna í hendur forseta og framkv.stj. SA og ASÍ og ríkissáttasemjara. Það á að greina heildarlaunakostnað alþingismanna og ráðherra í dag og ákvarða laun þeirra með hliðsjón af því og setja þau í samskonar form og þekkist á vinnumarkaði.
Það myndi líklega þýða að grunnlaun þeirra myndu hækka um 20%, en síðan væri greitt í lífeyrissjóði eins og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Auk þess ætti að greiða í séreignarsjóð upphæð sem samsvari um 6% af launum þeirra, auk 2% framlags þeirra sjálfra. Þetta væri gert vegna ótryggs atvinnuöryggis og er vel þekkt.

Þá myndi ríkja friður um þessi mál. Einkennilegt og ótrúleg glámskyggni svo ekki sé meira sagt að ráðherrar skuli hafa valið þann kost að standa í styrjöld við þegna landsins vegna þessa máls og uppskera að einungis 25% landsmanna bera traust til þeirra eins og fram hefur komið í viðhorfskönnunum.

mánudagur, 7. apríl 2008

Hver á að taka mark á hverjum?!!

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í dag að það detti engum ábyrgum stjórnmálamanni að taka mark á ólöglegum aðgerðum.

Nú liggur það fyrir að Geir H. Haarde stóð að því að ryðja í gegnum Alþingi eftirlaunalögum ráðherra og æðstu embættismanna. Samkvæmt lögum á að kostnaðarmeta frumvörp, en það var ekki gert.

Auk þess héldu Sjálfstæðismenn því fram að kostnaður vegna frumvarpsins væri engin eða í mesta lagi 6 millj. kr.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir umræðum og endurskoðun á þessum ólögum.
Eigum við hin að fara að orðum forsætisráðherra og taka ekki mark á Geir og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins?

sunnudagur, 6. apríl 2008

Grindaskörð



Það jafnast ekkert við að skella poka á bakið með tjaldi og búnaði og halda til fjalla og njóta hins fullkomna frelsis að ráfa um ósnortnar víðlendur íslenska hálendisins.

Að vetri koma gönguskíðin í stað gönguskónna og á björtum degi eins og hefur verið nú um helgina leita margir göngumenn á Hellisheiðina og njóta þess að vera með sjálfum sér í náttúrunni.
Mörgum finnst hálendið, þar á meðal undirritaður, jafnvel fegurra á fallegum vetrardegi en um sumar.

Það eru allmargar vinsælar skíðagönguleiðir á Hellisheiðinni ein af þeim vinsælli er frá Bláfjallaskálanum og niður í Grindaskörð, en þangað eru tæplega 7 km og litlar hæðarbreytingar. Þessi leið er merkt gönguleið og hluti sumargönguleiðar frá Reykjanestá að Hengli.

Um Grindaskörð lá áður þjóðleið frá Selvogi til Hafnarfjarðar. Grýtt og seinfarin, en sú stysta og helst farinn á veturna á harðfenni.

Uppruni nafnsins er rakinn til þess að þar hafi verið mikill skógur og Þórir haustmyrkur landnámsmaður í Selvogi hafi lagt veg um skörðin og sett þar raftagrind í eitt skarðið.




Það er auðvellt að fara sporin sem starfsmenn Bláfjallasvæðisins leggja, en eins og færið er nú er auðveltt að fara hvert sem er um alla háheiðina.
Bæti hér við fyrstu færsluna, eftir skemmtilegt innlegg "nafnlaus"
Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m y.s.

Þegar nýji vegurinn var lagður frá Krísuvíkurveginum upp í Bláfjöll opnaðist þetta svæði fyrir marga þar sem vegurinn liggur rétt fyrir norðan skörðin.

Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar ( á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir.

Útsjón frá Bollunum er mikil. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum.

Í sjóndeildarhringnum er byggðin á Reykjanesinu, Hafnarfirði og Kjalarness. Og í fjarsýn blasir Snæfellsnesið með hinn dulúðuga útvörð Snæfellsjökulinn. Hér er margt annað að skoða, t.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur : “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt folk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

laugardagur, 5. apríl 2008

Hreindýrin skoða álverið


Þessi mynd var tekinn í vikunni við álverið í Reyðarfirð

föstudagur, 4. apríl 2008

Samgönguráðherra vill afnema Vökulögin

Mikið óskaplega eru tilsvör samgönguráðherra vegna mótmæla bílstjóra ómerkileg. Að vísa í ASÍ og reglugerðarverk í Brussel í hverju einasta svari er á afskaplega lágu plani.

Samgönguráðherra vísar í hvíldartímareglur sem gilda um Evrópu, lög sem eru sambærileg Vökulögunum íslensku frá byrjun síðustu aldar og sett voru til verndar launamönnum.

Ef samgönguráðherra nær fram þessum vilja sínum er það aðför að öryggi allra landsmanna sem eru á ferð um þjóðvegi landsins.

Reglur vegna bílstjóra voru settar til þess að stemma stigu við slysum sem hafa orðið að þjóðvegum og eiga rætur sínar að rekja til þess að um var að ræða bílstjóra sem voru búnir að aka langtímum saman. Sé einhversstaðar ástæða til þess þá er það hér á landi, þar sem vegir eru mjóir og ósléttir.

Hvíldartímalögin gilda um alla launamenn og kveða á um vinnutíma og þýða að bílstjóri má aka í allt að 9 klst á hverjum degi, þar er bara átt við þann tíma þegar bifreiðin er á ferð. Þetta getur þýtt í raun mun lengri vinnudag. Þar að auki má hann tvisvar í viku lengja virkan aksturstíma upp í 10 tíma.

Eftir akstur í 4,5 klst þarf bílstjórinn að taka sér a.m.k 45 mínúta hvíld. Hann má skipta þessari hvíld upp að vild sinni á tímabilinu, eina skilyrði er að hver hvíld sé a.m.k. 15 mínútur hver. Þetta ákvæði er eins hjá öllum launamönnum.

Allir launamenn, líka bílstjórar, eiga rétt á 11 klst. hvíld á hverjum sólarhring.

Allir launamenn, líka bílstjórar, eiga rétt á einum hvíldardegi í viku hið minnsta.

Það sem samgönguráðherra ætti að snúa sér að og stendur honum næst, er að setja mannskap í að koma upp hvíldarstæðum við alla þjóðvegi landsins. Þessu getur hann lokið í sumar hafa hann vilja til. En hann kemst aldrei út fyrir sitt kjördæmi í nokkrum sköpuðum hlut.

Hvað varðar umferðartafir vörbílstjóra sem fara í taugarnar á samgönguráðherra og nokkrum öðrum frjálshyggjumönnum, sem láta koma fram á bloggum sínum að þeir þurfi að taka inn íbúfen til þess að þola vörubílstjóra og líklega mótmæli almennt.

Samgönguráðherra ætti að líta sér nær. Samgönguráðherrar undanfarinna ára hafa staðið fyrir reglulegum umferðartöfum með drætti á lagfæringum á umferðamannvirkjum eins og t.d. Sundabraut.

Vegna þessa þá þurfa landsmenn að sitja í röðum sem ná frá Mosfellsbæ langleiðina til Borgarnes á hverjum einasta sunnudagseftirmiðdegi frá maílokum til byrjun september. Ef það er ekki aðför að öryggi landsmanna, sjúkraflutningum og slökkviliðsflutningum, þá veit ég ekki hvað það er.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Hannes reynir að bæta ráð sitt

Það liggur fyrir að rektor Háskóla Íslands gat ekki tekið öðru vísi á vinnubrögðum prófessors Hannesar Hólmsteins. Það var greinilegt á Hannes í fréttunum í kvöld að hann hefur áttað sig á þeirri stöðu sem hann hefur komið sér í og viðurkennir það fúslega og hrokalaust.

Umfjöllun Einars Más í Mannamáli á sunnudaginn um ritstuldi Hannesar var hrein snilld. Sama gildir um margt sem fram kemur í svörum samstarfsmanna Hannesar í Háskólanum sem birt eru á Kistunni.

En það er allmargir sem ekki virðast greina á milli dóms um ritstuld úr verkum Halldórs og svo stöðu Hannesar gagnvart Jóni Ólafssyni og fjársöfnun vegna þeirrar deilu. Mér þóttu skýringar Hannesar á stöðu sinni í því máli útflattar og hagræddar.

Þessi söfnun hefur ekki verið til þess að bæta stöðu Hannesar, ef marka má það sem lesa má á Kistunni og víðar.

miðvikudagur, 2. apríl 2008

Hallarekstur ríkistofnana

Í starfi verkalýðsforingja hittir maður margt fólk og þar á meðal marga stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Stórt hlutfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa hjá opinberum fyrirtækjum eða fyrirtækjum sem eru í eigu hins opinbera.

Rafiðnaðarmenn eru að störfum á öllum sviðum fyrirtækja og stofnana, þannig að maður kemst ekki hjá því þegar spjallað er við félagsmenn að öðlast þokkalega þekkingu í rekstri viðkomandi stofnunar.

Ég skildi mjög vel hvert fráfarandi forstjóri Landspítalans var að fara þegar hann leiðrétti ítrekað spyrjanda Kastljóssins, þegar hún tók sér í munn algengt orðfæri stjórnmálamanna þegar þeir halda því fram að einhver stofnun sé rekinn með halla.

Það er þekkt að stofnunum er oft áætlað of litlar tekjur og það er fyrirfram vitað að rekstur viðkomandi stofnunar muni ekki ganga upp. Þetta ættu stjórnmálamenn svo sem að skilja því mörg af þeim verkefnum sem standa þeim nærri koma út víðsfjarri því sem þeir sjálfir áætluðu.

Oft virðist áætlanagerð þingmanna mikið frekar einkennast af óskhyggju en raunveruleika. Óvönduð og óraunsæ plögg.

Það er einkennilegt að horfa á stjórnmálamenn hakka í sig vandaða stjórnendur eins og fráfarandi forstjóra Landspítlans, en á hinu horni borðs þeirra eru gögn um rekstur Alþingis, viðhald og uppbyggingu húsa þingsins víðsfjarri öllum áætlunum.

Þingmenn ættu að byrja á að gera vandaðri fjárhagsáætlanir áður en þeir hefja upp gagnrýnisraddir sýnar. Einnig er það nú þannig að það eru ekki margir þingmenn sem hafa verið virkir þátttakendur í rekstri eða almennu atvinnulífi.

Björk toppar sig


Björk hefur sent frá sér nýtt vídeó við lagið Wanderlust. Hún hefur sjaldan flutt það á ferð sinni þar sem það kallar á að hennar mati mjög góða tónlistarsali til þess að njóta sín.

Björk hefur allatíð lagt mikið upp úr hönnun og ætíð fengið til liðs við sig færustu hönnuði hvort sem um er að ræða fatnað, umgjörð platna sinna eða myndbönd. Þau hafa hennar fengið frábæra dóma.

Þetta er þrívíddarband og hér er Björk klárlega að toppa sig.

þriðjudagur, 1. apríl 2008

1. apríl allt kjörtímabilið

Það er erfitt verkefni að vinna að gerð kjarasamninga í því umhverfi sem nú ríkir. Yfir standa viðræður samninganefnda þúsunda opinberra starfsmanna. Krónan er í frjálsu falli og verðlag á leið upp. Við hvað á að miða?

Ætlar ríkisstjórnin að gera eitthvað? Ha, nei eða kannski já – eða hvað? Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu. Aðstoðarmaður ráðherra segir það kosti ekkert. En Vísir reiknaði út 6 millj. kr. eða nákvæmlega jafnmikið og eftirlaunafrumvarpið átti að kosta.

Allir landsmenn hafa vitað undanfarin 4 ár að þessi niðursveifla yrði að loknum framkvæmdum austur á fjörðum. En ríkisstjórnin hefur ekki gert neinar ráðstafanir og með aðgerðaleysi sínu gert íslensku krónuna að fjárfestingartækifæri fjárhættuspilara.

Og svo segir forsætisráðherra fréttum í kvöld nokkrum dögum eftir blaðamannafundinn, að það gæti kannski þurft að auka gjaldeyrisforðann. Jú kannski hefði verið betra að gera það í fyrra.

Og stjórnarflokkarnir setja af stað nefnd um Evrópusambandið og Evruna, en formaður hennar gefur út þá yfirlýsingu á fyrsta fundi að það sé búið að tryggja að hún eigi ekki að komast að neinni niðurstöðu. Bara að funda og reyna að slá á offramboð af skoðunum um hvernig leysa megi efnahagsvandann og fá ábyrga efnahagsstjórn.

Og svo ákveða ráðherrar að nú eigi að byggja flugstöð við flugvöll sem borgarstjórnarmen ætla kannski að flytja. Flugvöll sem hálf milljón manna fara um á hverju ári, en þar hefur aldrei verið flugstöð.

En borgarstjórnarmenn eru byrjaðir að byggja einn stærsta skóla landsins nokkra metra frá aðalflugbautinni og ráðherrar nýjan spítala hinum megin. Og borgarstjórnarmenn nýbúnir að kaupa dýra samkeppni þar sem ákveðið er að byggja á íbúðarhús um allt flugvallarsvæðið.

En borgarstjórnarmenn ákváðu fyrir 30 árum að það þyrfti að leggja Sundabraut til þess að leysa umferðarhnúta vegna vaxandi byggðar í miðbænum og borgarfulltrúar hafa rifist um þá framkvæmd í hléum milli umræðna um hvort flytja ætti flugvöllinn eða ekki. Og ekkert verið framkvæmt.

En í stað þess hafa ráðherrar notað peningana til þess að bora jarðgöng frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og tilbaka og síðan jarðgöng yfir í Vaglaskóg. Um þessar vegaframkvæmdir munu fara jafnmargir bílar á ári og færu um Sundabrautina á hverjum 5 mín.

Og borgarfulltrúar hafa verið svo uppteknir við að rífast um þessa hluti að þeir höfðu ekki tíma til þess að ákveða hvað þeir ætluðu að gera við miðbæinn. Með því hafa þeir tryggt að hann verði eftirsótt myndefni tugþúsunda ferðamanna í sumar og stjórnmálamenn hafa með því gulltryggt það álit sem Ísland hefur aflað sér sem sóðalegt slöm og lakasti fjárfestingarkostur í Evrópu.

Og forsvarsmenn launamanna reyna að átta sig á því hvort semja eigi um 3.5% launahækkun eða hvort það eigi að vera 35%. Það er er jú launamanna að bera ábyrgð á stöðugleikanum.

Stjórnmálamenn eru svo uppteknir við önnur verkefni. Það þarf að koma í veg fyrir að pólitískir andstæðingar nái fram sínum málum, skiptir engu hvort þar far þjóðþrifamál og allt er stopp og engar framkvæmdir að viti. En ákvarðanir um ráðningu aðstoðarmanna og skrifstofubyggingar yfir þá renna í gegn á einum eftirmiðdegi. Kostar ekki nema 30 millj. kr. var sagt við upphaf þessarar umræðu en fyrir lá að það væri nær 300 millj. kr.

Ætli það verði meiri stöðugleiki í Grímsey þegar ferjan fer í gang. Ferjan á eitt sameiginlegt með eftirlaunalögunum. Hún fór nákvæmlega jafnmikið fram úr áætlun ráðherra.

Hvenær verða næstu kosningar? Þá vinna sömu einstaklingarnir með aðstoð íþróttaklúbba og sérstaks aðgengis að félagsskrám flokkanna öll prófkjörin. Svo ekki einkennilegt að það eru engir aðrir sem vilja taka þátt í þessum leik. En samt kjósum við þá.