Á Íslandi hefur það tíðkast að
hafa gjaldmiðil sem stjórnvöld geti handstýrt. Lengst af hefur í þeim efnum verið
litið til stöðu sjávarútvegs og ef rekstrarstaðan þar er erfið hefur rekstrarvandinn
verið færður yfir á launamenn með því að fella gengið. Óbeinn skattur sem
nokkrir auðmenn hafa ætíð sloppið við að greiða.
Nú er staðan sú að við búum
við höft, erum innan girðingar sem reist er utan um krónuna. Seðlabankinn
skráir eitthvert gengi og menn reikna út stöðuna út frá því. En svo er til annað
gengi sem heitir aflandskróna, sé litið til þess gengis virðist skráð gengi
krónunnar vera amk 30% of hátt. Útflutningsfyrirtæki búa við þetta gengi, sem
skapar þeim gríðarlegan hagnað. Óbeinn skattur sem nokkrir auðmenn sleppa við
að greiða.
Eins og landsmenn hafa sé
undanfarnar vikur þá eru til gríðarlegir fjármunir til þess að verja þessa
stöðu, og það eru þingmenn tiltekinna flokka sem berjast fyrir því að staðan
verði óbreytt. Þessir hinir sömu berjast fyrir því að stjórnarskránni verði
ekki breytt, það mun leiða til þess að núverandi valdajafnvægi verður raskað,
þeir vilja ekki breyta kosningakerfinu á sömu forsendum. Sprota og
tæknifyrirtæki ná sér ekki á strik í þessu umhverfi og eru að flytja af landi
brott. Ekki er landbúnaður og fiskvinnsla að bjóða upp á fleiri störf og þau
laun sem íslendingar sætta sig við, þeir leita annað og erlendir launamenn eru
hér á landi til þess að sinna þessum störfum.
Við okkur blasir að stefna
þessara stjórnmálamanna hefur komið okkur í það stöðu að við komumst ekki
hjálparlaust út úr henni, við ráðum ekki við að falla niður gjaldeyrishöftin
nema með gríðarlegri eignaupptöku hjá millitekjufólki. Að öllu óbreyttu mun sú
stétt að öllum líkindum þurrkast út hér á landi, eða flytjast til hinna
norðurlandanna. Alla vega er það svo að umræddir stjórnmálamenn hafa ekki komið
með neinar haldbærar tillögur um hvernig við eigum að komast úr þeirri stöðu
sem við erum í. Þessir þingmann hafa einnig vikið sér undan því að taka á þeirri
gríðarlegu mismunum að hluti þjóðarinnar býr við ríkistryggðan lífeyri á meðan örðum
er gert að horfast í augu við skerðingará skerðingar ofan vegna þess
gjaldmiðils sem okkur er gert að búa við.
Sömu aðilar telja að vandi Grikkja
sé sá að þeir séu innan ESB og að þýskir skattgreiðendur séu svo ósanngjarnir að
hafna því að greiða skuldir Grikkja. Þessir íslensku þingmenn eru samkvæmir
sjálfum sér og finnst í lagi að haldið sé uppi ósjálfbæri lífeyriskerfi fyrir
hluta Grísku þjóðarinnar og þjóðverjar borgi.
Ljóst er að ef Grikkir hverfa
frá Evrunni þá mun bresta á mikill flótti fjármagns úr landinu, sem reyndar er
þegar farið að bera á. Grikkir eru með sínar skuldir í Evrum, við þeim blasa
tveir valkostir. Fara íslensku leiðina með gjaldmiðil sem verður í höftum og nýttur
til þess að greiða afleiðingar slakrar stjórnunar tækifærisinnaðra
stjórnmálamanna, eða ná samningum við ESB löndin og koma í veg fyrir að landa í
fjötrum ónýts gjaldmiðils og óábyrgra stjórnmálamanna.
Og nú styttist í kosningar og
þingmenn búa sig undir að koma fram með kosningaloforð sem verða fjármögnuð að
venju með óbeinni skattlagningu í gegnum gengisfellingar krónunnar.
Hörðu staðreyndirnar sem við íslendingum blasir eru að ef ESB lendir í mikilli lægð, eins og framangreindir þingmenn virðast vilja
helst og hlakkar í þeim. Helsta markmið ESB var að mynda efnahagssvæði til þess
að verja störf og um leið þá tilvist sem við þekkjum. Ef það tekst ekki munu enn
fleiri störf hverfa úr Evrópu til Asíu. Verksmiðjum í Evrópu verður lokað vegna
þess að þær verða ekki samkeppnisfærar við kínverskar vörur. Í lokin má minna á
að velgegni ESB er forsenda þess að íslenskt atvinnulíf nái að dafna.