laugardagur, 16. maí 2009

400 millj. kr. aukaskattur á starfsmenn OR

Það er ekki langt síðan að borgarstjórnarmenn helmingaskiptaflokkanna notuðu Orkuveituna sem leikvöll fyrir glannalegar fjármálahugmyndir sýnar. Þar ætluðu þeir sér að verða virkir þátttakendur í Efnahagsundri Íslands og setja þekkingu starfsmanna á sölumarkað í eigin nafni. Beint framhald af venjubundinni hyglingu og klækjastjórnmálum, sem var orðin viðtekin venja ráðandi stjórnmálamanna og leiddu yfir þjóðina þær ófarir sem hún býr við.

Það stóð ekki í þessu fólki að Orkuveitan er rekin með 73 milljarða halla, þeir ætla sér þrátt fyrir það að taka 800 millj. kr. úr fyrirtækinu. Borgarstjórnarmenn láta sér í léttu rúmi liggja þó þeir lítilsvirði starfsmenn OR með þessu athæfi.

Starfsmenn féllust á það í mars síðastliðnum að fresta umsömdum launahækkunum og taka að auki á sig launalækkanir vegna slæmrar rekstrartöðu fyrirtækisins til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Með því voru starfsmenn að láta af hendi úr launaumslagi sínu 400 milljónir króna til fyrirtækisins. Borgarstjórnamen eru í reynd að leggja 400 millj. kr. aukaskatt á starfsmenn Orkuveitunnar.

Vitanlega eru samþykktir starfsmanna úr gildi fallnar, forsendur þeirra eru brostnar. Ætlunin var sannarlega ekki sú að stjórnmálamenn gætu hrifsað til sín þessi framlög starfsmanna sem voru gerð af tryggð til fyrirtækisins.

Nú mun fyrirtækið mun lenda í enn meiri óförum vegna afskipta óhæfra og spilltra stjórnmálamanna. Var nú ekki nóg komið?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver á Orkuveituna? Mér finnst fáránlegt að leggja að jöfnu útrásarþjófana, sem nánast lögðu samfélag okkar í rúst, og borgarstjórn Reykjavíkur sem þarf að leita allra leiða til þess að halda uppi atvinnu og þjónustu í borginni.

Guðmundur sagði...

Þú mannst greinilega ekki eftir ævintýrum Gulla, Villa og Binga með útrásarvíkingunum.

Við vorum allmörg sem lögðum það að jöfnu og gerum enn.

Og gleymdu heldur ekki hverjir það voru sem sköpuðu útrásarþjófunum umhverfið til athafanna.

Það var fyrst og síðast sá stjórnmálaflokkur sem mótaði efnahags- og peningastefnuna síðustu 18 ár.

Við erum allmörg eins og sést á bloggum og greinaskrifum í blöðum undanfarinn vetur sem leggjum ráðherra þess flokks að jöfnu við útrásarþjófanna.

Gestur Guðjónsson sagði...

Er ekki eðlilegt að það sama skuli þurfa að ganga yfir þá opinberu starfsmenn sem vinna hjá OR eins og þá sem vinna hjá öðrum fyrirtækjum borgarinnar?
Arðgreiðslan rennur og til samfélagslegra verkefna, ekki í rassvasa útrásarvíkinga...

Nafnlaus sagði...

Ný stjórn er að boða skattahækkanir og sérstaka hátekjuskatta. Er ekki nóg að láta þá um nýjar skattlagningar. Það er svolítið sérstakt að Reykjavíkurborg geti tekið upp hjá sér að skattleggja starfsmenn ákveðins fyrirtækis sérstaklega, sem nota bene eru ekki endilega allir íbúar í Reykjavík

Nafnlaus sagði...

- Starfsmenn tóku á sig launalækkun og ýmis óþægindi til að tryggja störf sín. Einnig var hægt á (eða stoppað) í öllum verkum, sem hefur beinar afleiðingar á verktaka (og rekstraröryggi veitnanna). Starfsmenn lifa við óvissu um störf sín á hverjum degi, sérstaklega eftir að rúmlega 76.000.000.000 kr. tap var tilkynnt.
- Starfsmenn bjuggust við að fyrirtækið væri svo illa statt að launalækkunin væri forsenda fyrir áframhaldandi atvinnu þessa fólks. Þess vegna kom það flatt upp á suma að það væri bolmagn fyrir 2 x launalækkun til handa eigendum (þ.e.a.s. reykjavíkurborg og fleiri).
- það er þó huggun í að "fórnin" sem fór fram, fer í samfélagið sem flestir (ekki allir) tengjast.

spurningin er þó: er það í lagi? er allt í lagi að lækka laun og fresta kjarabundnum hækkunum á sama tíma og 800.000.000 kr. sé greitt út úr fyrirtækinu? Þótt peningurinn fari í aðrar þjónustur höfuðborgarinnar sem eru verulega fjárþurfi ?

kv,
Öddi