Nú er árleg sigurganga Íslands í Evróvision keppninni hafin. Ferðin til mótsins gekk að venju ótrúlega vel góð stemming í rútunni, svo mikið betri en hjá öðrum keppnislöndum. Fyrsta æfing val lyginni líkust og starfsmenn keppninnar eru svo vissir um að Ísland sé bara svo mikið betra en öll hin löndin.
Erlendir fréttamenn eiga ekki til orð yfir hversu góðir íslendingar eru. Hafin er hin árlega óslitna sigurganga á æfingum og blaðamannafundum í tvær vikur. Rás 2 mun ekki fjalla um neitt annað í öllum þáttum frá kl. 07.00 – 23.30. Þar verður farið yfir hversu mikið flottari íslensku partýin eru, flott fatahönnun íslendinga og hve allt er mikið betur skipulagt en hjá öllum hinum. Hversu mikið allir erlendu blaðamennirnir vilja frekar vera með íslendingunum.
Þessi sigurganga mun standa fram á keppnisdag. Þetta er svo líkt því þegar við erum búinn að vinna alla riðla í undankeppnum í öllum íþróttum áður en þeir hefjast. Eða þegar við lögðum erlenda bankamenn að velli í einu vettvangi með Íslenska efnahagsundrinu. Þó svo við tefldum fram ungum óreyndum mönnum gegn tveggja alda gömlum bankakerfum, sem störfuðu undir óvæginni og gangrýnni umfjöllum blaðamanna með mikla þekkingu á efnhagslífi.
Á Íslandi má ekki stunda gangrýna umfjöllun. Það er neikvæðni og öfundsýki. Ekki má fjalla um Ísland í sömu andrá og önnur Norðurlönd sakir þess að við erum svo mikið betri. Eins og Viðskiptaráð og þáverandi stjórnvöld sögðu á sinum tíma og hæddust að gagnrýni erlendra blaðamanna á íslensku útrásinni.
Þetta er hin óendanlega minnimáttarkennd sem hefur í raun staðið í vegi fyrir því að við séum að ná árangri. Það er vegna þess að að við erum svo sérstök og svo mikið betri enn allir þessir útlendingar að við þurfum ekki að fara eftir reglum eða æfa okkur.
5 ummæli:
heeh sendum alveg glötuð lög o g flytjendur, eins og við telfdum fram ömurlegum bankamönnum og fyrirtækjaforstjórum. Svo skiljum við ekkert þegar að við drullum upp ´abak
Innilega sammála þér og hafðu þökk fyrir að vekja máls á þessu.
Hef fylgst með sjálfshóli Íslendinga í nokkur ár og blöskrað blindnin.
Hjartanlega sammála. Við eigum ekki séns í þetta, reyndar er nokkuð sama hverskonar lag við myndum senda, því úrslit þarna byggjast ekki á því, en það er önnur saga. Ruglið á Rás Óla Palla er eiginlega fyrir utan allt sem heitir raunsæi. Vill til að afskaplega fátt fólk hlustar á Rás 2, það er helst að gamalt fólk hlusti á Rás 1 hjá RÚV, aðrir hlusta á einhverjar aðrar stöðvar.
Tek hérna undir hvert orð. Ég held að minnimáttarkennd okkar sé stór þáttur í vandræðum okkar og grundvalli að vissu leiti það hrun sem við stöndum frammi fyrir.
Svo ótrúlega sönn samantekt.
kv
Margrét
Skrifa ummæli