mánudagur, 25. maí 2009

Fréttir af Alþingi

Hlustandi á fréttir kvöldsins frá hæstvirtu Alþingi þar sem :
Forsætisráðherra sagði að það lægi fyrir að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum

Og

Formenn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks sögðu þetta gamlar fréttir og skömmuðust yfir því að ekkert hefði verið gert í langan tíma

Velti maður fyrir sér :
Voru það ekki þessir hinir sömu flokkar sem mótuðu efnahagstefnuna?

Og var

Sjálfstæðisflokkurinn ekki í stjórn þegar hrunið varð og var fullkomlega ómögulegt að taka nokkra einustu ákvörðun um hvað ætti að gera, þar til almenning ofbauð og fór niður á Austurvöll og hrakti hann frá völdum.

Og

Hverjir voru það sem stóðu í vegi fyrir eðlilegri umræðu og ákvarðanatöku á Alþingi með innihaldslausu málþófi í vor?

Með leyfi :

Er ætlast til þess að almenningur taki mikið mark á þessu sjónarspili?

Ég spáði því nokkrum sinnum í vetur í pistlum hér að þetta kjörtímabil yrði stutt vegna þess að það yrði ekki skipt út nægilega mikið af leikurum og þeim sem færu aftur inn á Alþingi væri um megn að horfast í augu við þann gríðarlega vanda sem þeir hinir sömu hefðu leitt yfir þjóðina, þegar þeir urðu með kunnáttu- og getuleysi sínu nytsamir sakleysingar í Þórðargleði fjárglæframanna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Borgó/HH sýnir líka magnaða hæfileika á þessum vinnustað, aðlögunarhæfi þeirra virðist með eindæmum. Hér má finna fundargerð dagsins hjá þeim http://www.borgarahreyfingin.is/2009/05/25/fundur-11-hja-%C3%BEinghop-borgarahreyfingarinnar/
Greinilega brjálað að gera hjá þeim við björgun heimilana. *blístar sakleysislega*

Nafnlaus sagði...

Takk Guðmundur.

Það blasir við að ólíðandi er að á þingi sitji styrkþegar Baugs, Fl Group, Landsbankans og fleiri fyrirtækja glæpalýðsins sem sett hefur landið á hausinn.

Það er hrikalegt að þetta fólk hafi verið kjörið aftur til setu á þingi og þar bera kjósendur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mesta ábyrgð.

Auðvitað er það líka algjört hneyksli að styrkþegar glæpamanna skuli sitja sem ráðherrar í ríkisstjórninni.

Allt þetta fólk þarf að hætta stjórnmálaafskiptum. Ég tek því undir með þér að vonandi verður þetta kjörtímabil sem styst.

Það þarf að hreinsa út á þingi og í ríkisstjórninni.