fimmtudagur, 7. maí 2009

Mótmæli á morgun - Heimilin í forgang!

Á morgun, föstudaginn 8. maí 2009 verða mótmæli vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.

Staðsetning Alþingishúsið klukkan 13:00. Fjölmennum því á morgun við Alþingishúsið klukkan 13:00, göngum síðan upp að Stjórnarráði þar sem ríkisstjórnin mun sitja að störfum og látum í okkur heyra.

Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú “Skjaldborg” sem slá átti um heimilin sé hvergi sjáanleg. Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn!

Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar. Margir sjá sér ekki annarra kosta völ en að fara í greiðsluverkfall.

Skjalborg óskast! Björgum heimilunum! Heimilin í forgang!

Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hlustað þegar að almenningur fjölmennir og mótmælir, reynslan hefur sýnt okkur það og kennt okkur það að samstaða er það eina sem skiptir máli.

Sýnum samstöðu - Mætum öll!
f.h Nýrra Tíma

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skjaldborgin er vel sjáanleg, hún er um fjármagnseigendur og stjórnmálamennina....

Gunnar Aron sagði...

Sæll frændi. Ég set alltaf spurningamerki við það þegar "almenningur" er hvattur til að mæta á mótmæli á vinnutíma. Skipulagsklúður sem á sér því miður ekki einsdæmi þegar hvatt er til mótmæla.

Annars styð ég þetta heilshugar.

Nafnlaus sagði...

ýmis færi eru á að lina afborganir og vexti húsnæðislána. Fólk getur snúið sér beint til Íbúðalánasjóðs eða viðkomandi banka. Eða fengið ráðgjöf og aðstoð Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, fjolskylda.is, að Hverfisgötu 6. Fólk hefur ekki nýtt sér þessi færi í nógu miklum mæli hingað hingað til.

Ég er fullkomlega sammála þessum orðum Jónasar Kristjánssonar, sérstaklega: "Nú sitja litlir græðgiskarlar grátandi með lánin sín. Þeir heimta, að börnin mín og barnabörnin borgi þetta fyrir þá. Bloggið er stíflað af gráti litlu græðgiskarlanna, sem veðjuðu á krónuna og töpuðu. Fíklar, sem spila í rugli, tapa líka í rugli".

"Nú er nóg að gert
Greiðsluaðlögun er komin á koppinn. Þar með er lokið umfangsmiklum aðgerðum stjórnvalda í þágu þeirra, sem skulda alltof mikið. Skuldurum og bloggurum finnst það ekki nóg. Mér finnst raunar, að sumir vilji nota kreppuna til að hlaupast undan skuldum. Þeir geta það tæpast með greiðsluverkfalli. En þeir geta óskað eftir eigin gjaldþroti. Það er réttur allra. Hvorki ríkisbúið né Íbúðalánasjóður geta staðið undir frekari eftirgjöfum. Ekki er endalaust hægt að heimta fleiri aðgerðir. Stjórnvöld þurfa að koma þjóðarhag á kjöl og standa við skuldbindingar vanhæfu ríkisstjórnarinnar gagnvart útlöndum.


Litlir græðgiskarlar gráta
Ég varaði alltaf við gjaldeyrislánum. Bloggaði um þau lon og don. Taldi út úr kú, að menn taki lán í öðrum gjaldmiðli en þeim, sem þeir hafa tekjur í. Slík hegðun sé fjárhættuspil. Auðvitað hlusta menn ekki á þetta. Það stafar af, að menn eru litlir græðgiskarlar. Þeir héldu, að dýfan yrði á hinn veginn, allir gjaldmiðlar hryndu, nema krónan. Nú sitja litlir græðgiskarlar grátandi með lánin sín. Þeir heimta, að börnin mín og barnabörnin borgi þetta fyrir þá. Bloggið er stíflað af gráti litlu græðgiskarlanna, sem veðjuðu á krónuna og töpuðu. Fíklar, sem spila í rugli, tapa líka í rugli.

jonas.is"


Jón Guðmundsson

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, ætla lífeyrissjóðirnir að koma til móts við skuldara með því að fella niður skuldir? Eða telur þú að þau úrræði sem þegar eru komin fram séu nóg?

Nafnlaus sagði...

Stjórnvöld þurfa að vera á staðnum annars eru mótmælin ekki marktæk. Fólk ætti að taka sér frí frá vinnu til að sýna samstöðu. 20.000 manns eru atvinnulausir og geta mætt hvenær sem er þannig að tímasetningin getur aldrei hentað öllum en það má mótmæla líka um helgina.

Nafnlaus sagði...

Jón Guðmundsson
stundum er betra að sleppa stóru orðunum og kynna sé málin betur...

Guðmundur sagði...

Nafnlaus spyr mig hvort lífeyrissjóðirnir ætli að fella niður skuldir.

Svarið er reyndar að finna í allmörgum pistlum sem ég hef ritað
um málefni sjóðanna.

Það eru ársfundir viðkomandi sjóða sem taka svona ákvarðanir. Reyndar er ólöglegt að taka sparifé sjóðsfélaga og nýta það til þess að greiða niður skuldir annarra.

Það ætti svo sem að liggja í augum uppi, en það virðast vera margir sem átti sig ekki á því. T.d. mætti allt eins spyrja ætla hvort bankarnir ætli að taka fjármuni af inneignarreiknum viðskiptavina og nýta þá fjármuni til þess að greiða upp skuldir annarra. T.d. Björólfsfeðga og Jón Ásgeirs.

Eða eins og Helgi í Góu spyr ítrekað, af hverju er sparifé sjóðsfélaga ekki tekið til þess að byggja og reka hjúrkunarheimili. Engin blaðamaður hefur spurt hvort við hin megum fara inn á sparireikninga Helga í Góu og taka þar fjármuni og nýta þá til þess að rekja hjúrkunarheimili.