mánudagur, 11. júní 2012

Áskorun til fréttastjóra


Undanfarnar vikur hafa fréttastofur kvölds og morgna flutt okkur ítarlegar frásagnir af því hvernig þingmenn virða lýðræðislegar reglur að vettugi og eyða öllum tíma sínum í út og suður ræður. Ræður sem engu máli skipta og eru fjarri því málefni sem er á dagskrá hverju sinni. Tilgangslausir maraþonfundir þar sem þingmenn að eyða tíma sínum í að fara þylja upp svívirðingar hvor um aðra fyrir tómum þingsal.


Þetta svo niðurlægjandi að maður hleypur til og skiptir um rás í útvarpinu þegar kemur að þingfréttum, eða eins og ég verð víða var við, fólk er í vaxandi mæli hætt að hlusta á fréttirnar og spjallþættina.


Af þessum sökum skora ég á fréttastjóra fjölmiðlanna; Í guðs lifandi bænum hættið að flytja fréttir af Alþingi. Sniðgangið allt sem snertir Alþingi í sumar. Setjið Alþingi í fréttabann fram á haust. Leyfið þingmönnum að veltast um í leðjunni og skítkastinu, en hlífið okkur.


Við viljum frekar fá fréttir af fólkinu í landinu sem gengur til sinna starfa og fer í sumarfrí.  Sinnir fjölskyldum sínum og daglegu lífi af virðingu og skyldurækni. Þvert á það sem er orðin viðtekin venja á Alþingi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd.

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá? Guðni

Nafnlaus sagði...

Geta ekki þeir sem vilja fylgjast með hálftíma hálfvitanna bara stillt á Alþingisrásina?

Það er hvort sem er voða lítið gaman að horfa á JVH þingfréttakonu lýsa atburðarásinni í þingi alveg andstutta af lotningu gagnvart þessu liði sem þar afhjúpar sig.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Tek heilshugar undir með Guðna, það er skelfilegt að heyra hvernig sumir stjórnarandstöðuþingmennirnir tala þegar þeir stilla sér upp sem friðardúfum sem leiti sátta í öllum málum en ríkisstjórnin velji ætíð átakaleiðina. Þar var botninum náð í leðjunni
Kristinn

Nafnlaus sagði...

Svo sannarlega mikill sannleikur. Agnar

Nafnlaus sagði...

Ekki galin hugmynd nafni, en sérðu Moggann sleppa því að segja fréttir af sínu fólki?
Guðmundur

Nafnlaus sagði...

Afbragðs hugmynd, megi hún verða að veruleika sem fyrst
Edvard

Nafnlaus sagði...

Held að best sé að vita sannleikann og sérstaklega hversu vonlaust þetta lið er. Svo þegar nóg er komið þá er til góður takki á tækinu.
Þörf áminning fyrir næstu kosningar. fólk er svo ótrúlega fljótt að gleyma því miður.