föstudagur, 8. júní 2012

Brotlending sægreifannaÁ dýrasta fund sem hefur verið haldin hér  landi mættu einungis liðlega 1.500 manns. Þar af var stór hópur kominn til þess að mótmæla fundinum. Enginn fundur hefur verið auglýstur jafnrækilega. Auglýsingarherferðin kostaði tugi ef ekki hundruð  milljóna. 70 skipum var siglt til Reykjavíkur með miklum kostnaði, hver voru hafnargjöldin? Auk þess voru fríar rútur og veitingar.

Niðurstaðan blasir við, þjóðin vill breytingar á þessu, hún vill ekki að um 50 fjölskyldur fái að sitja einar um aldur og ævi að sameign þjóðarinnar. Arðurinn hefur verið fluttur úr starfsgreininni til þess að sólunda í þyrlur, bílaumboð, kaup á verslanahöllum og þar eftir götunum. Engir eru jafn erfiðir viðfangs í Karphúsinu og sægreifarnir, og eru ávallt með kröfur um að færa kostnað yfir á starfsmenn sína.

Greinilegt er að þjóðin vill breytingar á þessu. Þetta eru skilaboð til þeirra sem hvað harðast berjast gegn þessu á Alþingi, þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina, þeir eru að vinna fyrir sérhagsmunaliðið sem vill óbreytt Ísland. Þessir þingmenn eru að berjast fyrir því að Ísland sé fyrir sérhagsmunagengið.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Engir eru jafn erfiðir viðfangs í Karphúsinu og sægreifarnir, og eru ávalt með kröfur um að færa kostnað yfir á starfsmenn sína."

Þetta stenst engan veginn hjá þér í ljósi þess að íslenskir sjómenn eru þeir dýrustu í heimi.

Guðmundur sagði...

Þetta er nú venjubundinn útúrsnúningur, ég vísa t.d. til ummæla samtaka launamanna um samninga, Hversu langan tíma það tekur ætíð að draga útgerðarmenn að samningaborði, velþekkir útúrsnúningar forsvarsmanna þeirra og dylgjur í fjölmiðlum og þannig mætti skrifa langan lista

Nafnlaus sagði...

Eins og aðrir Íslendingar fékk ég fiskimiðin í arf eftir forfeður mína sem höfðu nýtt þau í 1100 ár þegar yfirgangsseggir héldu að þeir gætu hirt þau og skipt þeim á milli sín.

Ég á réttmætt tilkall til míns hlutar og mun sækja hann sjálfur ef ég þarf þess.

Sjómaður.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus ertu að grínast. Talar um að íslenskir sjómenn séu þeir dýrustu í heimi. Ég á ekki til orð yfir svona rökleysu og vitleysu. Sjómenn í Noregi hafa fyrstu 3.5 milljónirnar skattfrjálsar og eru nú að fara fram á 5 milljónir skattfrjálsar. Að öðrum kosti fari þeir í verkfall. Svo ekki tala um hetjurnar okkar sem þær dýrustu í heimi. Það er greinilegt að þú veist ekkert út á hvað sjómennska gengur.

Nafnlaus sagði...

Góð grein.

Þeirra eigin orð eru nóg til að dæma málstað útgerðarmanna.

„Fiskurinn á sig sjálfur í sjónum. Þegar búið er að veiða hann þá á veiðimaðurinn og útgerðinn fiskinn. Hann er síðan seldur fyrir pening. Þá er peningunum skipt eftir fyrirfram ákveðinni aðferðafræði.
Þá fær þjóðin sína peninga gegn um skattkerfið og þegar sjómenn og útgerð eyðir peningunum.“ Guðmundur Kristjánsson eigandi Brims
http://www.dv.is/sandkorn/2012/6/8/fyrst-eydi-utgerdarmenn-peningunum/
http://www.dv.is/beinlina/gudmundur-kristjansson/

Sem sé ekkert endurgjald, peninginn beint í vasann og við eigum að vera þakklát þeim fyrir að borga skatt þegar þeir eyða milljörðunum t.d. í að kaupa 200 milljóna kr. höllina af Hannesi Smárasyni og hlutabréf í bönkunum sem féllu.

Eitt mega þeir eiga, þeir eru duglegir að búa til nýyrði. Tilgangurinn reyndar að villa um fyrir fólki þ.a. að það skilji ekki hvað þeir eru raunverulega að segja. Hver er munurinn á "umframhagnaði" og hagnaði? Þetta er eitt stærsta deilumálið nú og stór orð eru notuð s.s. ganga að útgerðinni dauðri.
Munurinn snýst um hvar í röðinni gjaldtaka fyrir fiskinn á að koma. Útgerðarmenn eru í dag með methagnað, fyrirtækin eru hins vegar skuldsett uppí rjáfur eftir mörg ævintýrin þar sem óhemju fé var eytt í ýmsilegt sem að var nefnt allsendis óskylt sjárvarútvegi."Umframhagnaðar" orðskrípið þýðir á mannamáli að þeir vilja að fyrst verði partýreikningurinn borgaður að fullu og svo ef að eitthvað er eftir þá fá sé komið að endurgjaldinu fyrir fiskinn.
"Rústa" "ganga að dauðri" o.s.frv. þýðir að eignarhald á fyrirtækjunum á ekki að breytast neitt. Það á að vera hægt að hreinsa þau að innan að hætti banksteranna, en bæta um betur m.v. þá og fá að halda fyrirtækjunum líka.

það er mergur málsins!

Hver er til í að koma á fót söfnun undirskrifta fyrir því að farið verði með fiskinn á nákvæmlega sama hátt og norska olíusjóðinn?

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara sorglegt hvað poppa margir Samfylkingarvarðhundar upp hér á Eyjunni og singja sama sönginn.
Vilja Ríkisvæða allt sem hreyfist og refsa öllum sem voga sér að reka fyrirtæki með gróða. Aumingjavæðing þjóðfélagsins er stefnan sem þetta fólk keyrir áfram með bundið fyrir bæði augu. Hvernig þetta fólk talar niður sjávarútveginn eftir orderi frá Brussel er farið að jaðra við föðurlandssvik.

Nafnlaus sagði...

Líklega hefði Guðmundur og kó fyrst átt að taka í gegn þessa dela, sérfræðingana, sem stjórnarmeirihlutinn fékk til að fara yfir frumvörpin og eru manna harðastir gegn þeim!! Er ekki svo??

Guðmundur sagði...

Það er áberandi að þeir sem eru ekki sammála því sem fram er sett í pistlum hér, setja aldrei fram nein andrök, svara aldrei því sem sett er fram í pistlunum, bara eitthvert persónulegt skítkast. Skelfing hlýtur þessu fólki að líða illa

Nafnlaus sagði...

Hef líka tekið eftir því að andstæðingar fyrningar og veiðigjalds forðast eins og heitan eldinn að segja á mannamáli hvað þeir vilja.

Í staðinn eru búin til orðskrípi og reynt að skora stig á lágkúrulegan hátt með alls kyns klysjum.
Þar er nóg af að taka, þingmenn sakaðir um að hafa aldrei migið í saltan sjó (Guðmundur í Brimi var skv. beinni línu á DV sjálfur vel innan við ár á sjó),
reynt að etja landsbyggðinni og höfuðborginni saman þó að margar útgerðir séu í Reykjavík, þeir þingmenn sem að eru að hluta að standa við kosingarloforð (eiga að ganga miklu miklu lengra) kallaðir öllum illum nöfnum.
Fólk sem að hefur verið frummælendur í andófsfundum gegn frumvarpinu að skrifa greinar, þar sem að það skrifar ranglega að það sé hlutlaust.
Reynt að halda því fram að allir gefi neikvæða umsögn, sem að alls ekki rétt og einungis tilfellið ef að borga á sjukkreikninga vegna kaupa á ýmsu sem að tengist sjávarútvegi ekki neitt á undan gjaldi fyrir fiskinn, þ.e. ef að slík fyrirtæki mega ekki skipta um eigendur.

Það er merkilegt að sjá þá sem að kalla sig hægrimenn og í orð þykjast berjast fyrir frjálsum viðskiptum í hlutverki varðhunda fyrir fyrirtæki, sem að eiga skv. öllum eðlilegum leikreglum að skipta um eigenda. Gæti þar spilað inní að útgerðarmenn fjármagna t.d. Sjálfsstæðisflokkin ca. 50% ?

Virkilega allt reynt, sama hversu lágkúrulegt það er annað en efnisleg mótrök.

Það er auðvitað vegna þess að það eru engin efnisleg mótrök til og það vita útgerðarmenn manna best.

Þingmenn: ekki gefa svo mikið sem kvarttommu eftir. Ef að þetta er eitthvað vandamál, þá þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem að einn valmöguleikinn er að við þjóðin fáum greitt markaðsverð á kvóta fyrir hvern einasta fisk sem að kemur úr sjónum óháð öllu öðru.

Við erum búin að fá nóg af því að borga spillingarreikninga. Við þurfum ekki að fá reiknings sjárvargreifanna líka á okkar borð!