laugardagur, 16. febrúar 2013

Ónýtur gjaldmiðill veldur óróleika á vinnumarkaði



Það eru ekki nema 2-3 áratugir síðan allar innistæður íslenskra sparifjáreigenda í bönkum og lífeyrissjóðum brunnu upp á verðbólgubáli. Þar lagðist á eitt, lélegur gjaldmiðill og sveiflukennd, ómarkviss peningastjórnun, sem er ekki trúverðug, enda erlendir fjárfestar tregir til þátttöku í rekstri á íslandi. Upptaka evru eða tenging krónunnar við Evruna með vikmörkum og baktryggingu Seðlabanka ESB eins og Danir og Færeyingar hafa gert mun gera okkur kleift að ná langþráðum stöðugleika.

Seðlabankinn áætlar að með upptöku evru sparist 5 til 15 milljarðar króna á ári í beinan viðskiptakostnað. Þá getur sjálfstæð mynt ein og sér virkað sem viðskiptahindrun. Beinn viðskiptakostnaður vegna sérstaks gjaldmiðils er kostnaður sem fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli yfir í annan, það er þegar evrur eru keyptar fyrir krónur og öfugt. Þessi kostnaður lendir bæði á fjármálafyrirtækjum sem eiga viðskipti sem erlendan gjaldeyri fyrir innlendan og einnig hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem þurfa að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri til að greiða fyrir tiltekin viðskipti.

Einnig verður að benda á þann sparnað sem hlýst af því að þurfa ekki að halda úti stórum gjaldeyrisforða til að styðja við smáa mynt. Vaxtakostnaður vegna gjaldeyrisvarasjóðsins Íslands er um 33 milljarðar króna á ári og eins hærri vaxtakostnaðar vegna þeirra lánakjara sem Íslandi býðst með sinn ótrúverðuga gjaldmiðil.

Lækkun vaxta mun hafa gríðarleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að samkvæmt nýlegum útreikningum Alþýðusambands Íslands getur árlegur sparnaður fyrir íslensk heimili numið um 15 milljörðum króna fyrir hverja prósentu í lægri vöxtum.

Óstöðugur gjaldmiðill veldur því að vextir hér á landi eru um 5% hærri en í nágrannalöndum okkar, þetta kostar heimilin og fyrirtækin í landinu gríðarlega mikið, eða með öðrum orðum íslensk heimili eru að greiða árlega 75 milljarða í vexti umfram það sem hér væri ef við værum með „eðlilegan“ gjaldmiðil.

Til þess að dreifa þessum gríðarlega vaxtakostnaði eru húsnæðislán á Íslandi 40 ár í stað 20 ára eins og er í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslensk fjölskylda greiðir 2,4 sinnum meira fyrir sína íbúð þegar upp er staðið. Til þess að geta það þarf íslenska fjölskyldan að skila um 10 klst. lengri vinnuviku en sú danska, ekki í 20 ár heldur 40 ár svo öllu sé til haga haldið. Ef við værum með lán á breytilegum vöxtum, þá koma reglulega tímabil þar sem engin ræður við vaxtagreiðslurnar. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð árið 1971 fóru vextir á tímabili upp í 49,5%. Til þess að ráða við þetta þá var tekin upp árið 1982 greiðsludreifing á vöxtum með því að færa hluta ofurvaxtanna með jafngreiðslukerfi yfir á seinni hluta 40 ára greiðslutímabils.

Andstæðingar þess að íslenskar fjölskyldur geti búið við sambærileg kjör og fjölskyldur í nágrannalöndum okkar segja að með því sem stefnt að afsali fullveldi þjóðarinnar. Öll þekkjum við mörg dæmi um sjálfstæðar þjóðir sem ekki telja brýna þörf að nota eigin mynt. Þar má t.d. nefna Lúxemborg með innan við hálfa milljón íbúa, eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins og smáríkið Möltu með tæplega 400.000 íbúa. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, sem fagna frelsi eftir langa ánauð, stefna inn í Evrópusambandið og eru að taka upp Evru, trúlega ekki með nýja áþján í huga. Finnar nota Evru og Danir eru með sinn gjaldmiðil fasttengdan við Evru, þannig mætti lengi telja. Eru leiðtogar þessara þjóða landráðamenn?

Íslenskum launamönnum er gert að búa í efnahagslegum þrælabúðum. Í könnunum kemur fram að íslenskir launamenn eru harðastir allra Evrópuþjóða í verkföllum og vinnudeilum. Það er ómögulegt að semja um laun þar sem efnahagsumhverfi er óstöðugt og verðbólgan og reglulegar gengisfellingar eyðileggja alla kjarabaráttu. Besti kostur krónunnar segja efnahagsráðunautar fyrrverandi ríkisstjórna er að „þá er blóðsúthellingalaust hægt að leiðrétta of góða kjarasamningar verkafólks með því að gengisfella krónuna.“

Sem dæmi má nefna að Rafiðnaðarsamband Íslands hefur frá árinu 1970 samið um launahækkanir sem nema um 3.500% launahækkunum, á sama tíma hefur Danska rafiðnaðarsambandið samið um 330% launahækkanir. Þetta segir reyndar allt sem þarf að segja um þetta mál.

Íslenskir rafiðnaðarmenn eru ekki 3.000% flinkari í kjarasamningum en Danir. Það blasir við þegar kaupmáttur okkar er borinn saman við Danina, þrátt fyrir að við látum 10 klst. lengri vinnuviku liggja milli hluta. Það er skattur sem íslenskur launamaður skilar til samfélagsins og útflutningsfyrirtækjanna til þess að standa undir því fullveldi að viðhalda íslenskri krónu. Veik króna stuðlar að verkföllum og óstöðugleika á vinnumarkaði. Það er verulegur ávinningur í því að nota mynt sem skipar traustan sess á alþjóðavettvangi, en upp á slíka stöðu býður Evran.
 
Við höfum undanfarnar vikur fylgst með óróleika meðal heilbrigðistétta, sú snjóhengja sem þar hefur safnast upp var ekki leist endanlega með samningum við  hjúkrunarfræðinga. Það vitum við öll.
 
Það að dæma verðtryggingu ólöglega leysir ekki lánavanda heimilanna, lánavandinn mun einfaldlega breytast og ekki endilega batna. Það vitum við öll.
 
Við verðum að ráðast að rót vandans.
 

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig verður gjaldmiðill ónýtur?
Eiga óraunhæfir miðstýrðir kjarasamningar einhvern þátt í því?
Hvers vegna tók ASÍ forystan svona sterka stöðu með verðtryggingunni 2009 þegar fyrirséð var að skuldir heimila og greiðslubyrði myndi hækka um tugi prósenta?
Væri meiri ró ef afborganir lána væru lægri?
Hvað þarf að gera í þessu á meðan beðið er eftir evrunni?
Af hverju gengur sumum evruríkjum verr heldur en okkur sem erum með krónuna?
Hvað þarf að gera til þess að uppfylla ERM II skilyrðin?
Af hverju beitir ASÍ sér ekki fyrir þeim aðgerðum?
Getur verið að verðtryggð skuldastaða heimila sé eina af frumástæðum óróleikans núna?
Hvað tekur langan tíma að taka upp evruna?
Hvað á að gera á meðan varðandi skuldastöðu heimilanna?
Hvað verður mikið verðbólguskot með upptöku evrunnar?
Hvað þarf mikinn gjaldeyrisforða til þess að binda krónuna við evruna?
Á hvaða gengi á að gera þetta?
Af hverju ætti Seðlabanki Evrópu að styðja við Íslandi umfarm aðra og við gjaldeyrishafta gengið?
Af hverju er því haldið fram að evran muni redda þessu þegar augljóst er að sum evrulönd eru í miklum vandræðum?
Snýst evruvilluljósið um eitthvað annað en að gylla aðild að Evrópusambandinu?
Hvernig á að stuðla að ró á meðan beðið er eftir nothæfum gjaldmiðli?
Er til einhver önnur leið að þjóðarsátt um "góðan" gjaldmiðil heldur en innganga í Evrópusambandið?


Afsakaðu, en Íslendingar eiga ekki skilið þessi hókus pókus evrutrix. Það tekur tíu ár að taka til í peningamálunum og uppfylla skilyrðin fyrir evruupptöku.

Guðmundur sagði...

Nafnlaus 16:59 setur hér fram eina eða tvær spurningar og svo allmargar innistæðulausar fullyrðingar. Svörin við spurningunum er að finna í texta pistils.
Hvað varðar fullyrðingu um að ASÍ hafi tekið sterka stöðu meö verðtryggingu þá er það einfaldlega ekki rétt. ASÍ er búið að benda á í mörg ár að þetta gengur ekki upp með þeirri efnahagsstjórn sem hér hefur verið viðhöfð og leiddi m.a. þjóðina fram af hengifluginu.
ASÍ benti einnig á að það væri ekki lausn að taka sparifél launamanna úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða skuldir almennings. Það var gert í kjölfar þess að allmargir félagsmenn stéttarfélaganna bentu á að ef það yrði gert myndu þier stefna stjórnum lífeyrissjóðanna og ríkisstjórninni fyrir stjórnarskrárbrot á eignarétti.
Á þetta er búið að bendan margítrekað á en sumir geta einfaldlega ekki viðurkennt.

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur þeir birtast oft sem nafnlausir þessir litlu kallar sem gera allt til þess að halda í krónuna og þá eignaupptöku hjá launamönnum sem þeir ástunda með hennar tilvist.

Nafnlaus sagði...

Frábær grein,

Þetta er kjarni málsins, sem tala þarf miklu meira um.

Samkvæmt grein Ólafs Darra frá 14. des. 2011 í Fréttablaðinu, bls. 18 http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/111214.pdf kemur fram að til lengri tíma hefur vaxtamunur á ríkisskuldabréfum verið 4,2% hærri hér á landi en innan Evrulandanna.

Vaxtamunur á húsnæðislánum hefur verið enn hærri. Þennan vaxtamunur stafar af verðbólgu og óstöðugleika sem rekja má beint til krónunnar þar sem hún er allt of lítil.

Einnig kemur fram hjá Darra, að skuldir ríkissjóðs eru c.a. 1400 milljarðar, skuldir einstaklinga 1500 milljarðar og skuldir fyrirtækja 1700 milljarðar. Þetta eru samtals 4600 milljarðar.

Ef síðan er reiknað hvað þessi 4,2% hærri vextir á Íslandi en innan Evrulanda kosta, þá er einfaldelga hægt að reikna 4,2% af 4600 milljörðum. Það er risavaxin upphæð sem nemur 193 milljörðum !!! á hverju ári. Allur kostnaður af vöxtum hvort sem er frá ríki eða fyrirtækjum – lendir á almenningi beint eða óbeint. Þess vegna ber almenningur þennan kostnað allan.

Þessi upphæð jafngildir 2,5 milljóna auka útgjöldum sem hver 4ra manna fjölskylda þarf að bera á Íslandi umfram Evrulönd á hverju ári vegna þess að vextir eru að meðaltali að lágmarki 4,2% hærri hér en innan Evrulanda.

Það sem meira er Viðskiptaráð Íslands (VI), hefur komist að sömu niðurstöðu og ASÍ og Ólafur Darri, í nýrri skýrslu VI, http://www.vi.is/files/2012.11.08-Skodun-gjaldmidilsmal_1961160095.pdf. Viðskiptaráð telur að þessi vaxtamunur sé 4,5% sem jafngildi 221 milljarði í vaxtamun á milli Íslands og stórra landa m.a. Evrulanda (Íslandsálag).

Bæði ASÍ og Viðskiptaráð meta kostnað af vaxtamun sem rekja má beint til krónunnar afar svipað um 200 milljarðar árlega.

Sérstakur c.a. 200 milljarðar (krónu) skattur er lagður á almenning í þessu landi – sem jafngildir 2,5 milljónum á hverja 4ra manna fjölskyldu í landinu.

Til að lýsa þessum skelfilega kostnaði tekur Viðskiptaráð dæmi um samanburðarkostnað- s.s. kostnaður Káráhnjúkavirkjunar var 133 milljarðar, kostnaður alls heilbrigðiskerfisins er um 116 milljarðar á ári og allur útflutningur á sjávarafurðum er um 230 milljaðar!!!! Árlegur kostnaður krónunnar er um það bil jafn mikill og allur útflutningur sjávaráfurða.

Síðan eru menn að leita að sparnaðarleiðum!! Þegar hægt er að spara 200 milljarðar árlega með því að taka upp annan gjaldmiðil. Það yrði stærsti sparnaður Íslandssögunnar.

Einnig hefur komið fram að árlegur rekstrarkostnaður Landsspítaland er um 35 milljarðar!!. og byggingakostnaður ný Landsspítala um 100 milljarðar. Árlegur aukakostnaður krónunnar er sem sagt 6 sinnum árlegur rekstrarkostnaður Landsspítalans og tvöfaldur byggingakostnaður Landsspítalans.

Þjóð sem notar svo dýran gjaldmiðil – gerir þegan sína eingnalausa fyrr eða síðar, þó að þúsundir fjölskildna hafi þegar misst allt.

Ef gjaldmiðill þjóðar kostar 200 milljarðar árlega, eru það 1000 milljarðar sl. 5 ár og aðra 1000 milljarða næstu 5 ár. Það eru 2000 milljarðar eða 25 milljónir á hverja 4ra manna fjölskildu!!!

Þessi kostnaður 200 milljarðar jafngildir 14% af landsframeliðslu árlega!!!. Engin dæmi eru um slíkan kostnað af gjaldmiðli þjóðar – hvað þá að íbúar viðkomandi þjóðar hafi láti bjóða sér slíkt. Engin þjóð þolir slíkan kostnað af sínum gjaldmiðli. Slíkt hlýtur fyrr eða síðar að leiða til hruns.

Samkvæmt skýrslu Viðskiptaráðs, verður einnig allur gjaldeyrir landsins búinn 2016, sem þyðir væntanlega ekki mema eitt – auknar erlendar lántökur á enn hærri vöxtum en áður, sem magna mun vandann enn frekar.

Krónan með sínum skelfilega kostnaði er því að draga landið markvisst og örugglega - í óleysanlegan meiri og meiri vanda og skuldafen.

Eina raunhæfa leiðin frá þessari skelfilegu stöðu – er upptaka Evru sem allra fyrst, með aðild að ESB.

Í raun má segja að Ísland sé heppið – að hafa þó þá björgunarleið í gríðarlega hættulegri og vonlausri stöðu.

Þessi staða er í raun orðin – mikið kapphlaup við tímann, áður en vandinn verður óleysanlegur.

Nafnlaus sagði...

en kæri guðmundur
ert líka með instæðulausar fullirðingar. niðurstöður koma með samníngum að því leiti ert þú ekkert skári enn nafnlaus hér að ofan og einsog nafnlaus gét ég ekki skilið drauma guðmundar fynst þettað óraunhæft i nánustu framtíð kanski eftir 2020. það er gott að dreima vel en það er til sem heitir óskadraumur sínis það hrá guðmund
virðíngarfylst.
kristinn briem

Eyþór Einarsson sagði...

Hárrétt hjá þér Guðmundur.
3500% launahækkun en samt á lægri launum en danskir rafiðnaðarmenn segir allt sem segja þarf um íslensku krónuna og íslenska hagstjórn síðustu 30 ár.

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill sem þyrfti að fara inn borð hvers einasta launamanns. Skil vel að hann fari í taugarnar á þeim sem vilja hafa krónuna og geta þannig með viðhaldið þessu Vistabandi á launamenn og þeim efnahagslegu þrælabúðum sem Ísland er sannarlega á meðan þetta ástand varir.

Nafnlaus sagði...

Það er með verðtrygginguna eins Icesave menn halda að ef við losnum við verðtrygginguna þá sé allur skuldavandi heimilanna leystur. Við þurfum að greiða allt vegna Icesave og erum að því og losnuðum ekki við neitt, peningarnir fara í gegnum þrotabú Landsbankans og ríkissjóður er þegar búinn að setja þar inn um 200 milljarða. Ofurvextir af lánum hverfa ekki með afnámi verðtryggingar, við þurfum bara að greiða þá einhvernveginn öðruvísi

Nafnlaus sagði...

Það breytir ekki því að svo virðist sem allt verðtryggingargaleríið sé ólöglegt. Og hvað þá? Það virkar ekki sérlega yndislegt ef skaðabótakröfur í trilljónum fara að hendast yfir allt.

Ég sé ekki betur en að við verðum að fá nýjan gjaldmiðil sem allra fyrst og það verði að vera forgangsverkefni, þetta bara gengur ekki

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög góð grein.
Oft er bent á að sum Evrulöndin séu í vanda og það er vissulega alveg rétt. S.s. Grikland, Spánn, Porugal o.fl. Eru þetta þau lönd sem við viljum bera okkur saman við? Ísland er eitt auðugasta ríki í heimi en samt regglulaga á hausnum.
Fullorðinn vinur minn sem hefur ferðast mikið sagði: ,,Ég get ekki betur séð en fólk í ríku löndum Efrópusambandsinns hafi það bara almennt ágætt, ég vil að við höfum það eins".
Ísland flokkast klárlega sem ríkt land. Við ættum að hafa það hugfast.

Nafnlaus sagði...

Það er kannski ekkert skrýtið að Vaxtakjör á Íslandi séu lakarai en í nágrannalöndum. Aðgengi að peningum á Íslandi hefur verið nær ótakmarkaður. Útlánatöp hafa líka verið svo gott sem ótakmörkuð. Þetta hlýtur að leiða til lakari vaxtakjara? Hverjir standa svo á bakvið þessi útlánatöp? eru það ekki að stórum hluta þeir sem halda á digrasta seðlaveski landsins, lífeyrissjoðirnir? Voru ekki lífeyrissjóðirnir á bakvið stærstu gjaldþrotin? Þeir voru alls staðar stórir hluthafar. FL Group, bönkunum o.s.frv. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu farið betur með sitt fé, ávaxtað það betur og haldið betur utan um þessa peninga, þá væru vaxtakjörin á Íslandi líklega mun betri.

Þetta eilífa stagl Guðmundar og co. um að staða gjaldmiðils sé orsök einhvers er einfaldlega röng. Staða gjaldmiðilsins er afleiðing efnahagsstjórnunar síðustu ára. Fjárfestingar fyrirtækja, ríkis og lífeyrissjóða hafa í mörg ár verið vanhugsaðar og í flestum tilfellum skilað litlu öðru en gríðarlegu tapi. Staða gjaldmiðilsins endurspeglar einfaldlega efnahagslega stöðu landsins hverju sinni, nema menn reyni að grípa inn í með einhverjum "hókus pókus" trixum eins og seðlabankinn er að gera þessa dagana, með jafn litlum og vanhugsuðuðum árangri, og ja, skulum við segja þegar einhver hjörð fólks ætlaði að samþykkja icesave samningana?

Guðmundur sagði...

Stórfuðuleg aths. og skirfuð í miklu þekkingar leysi eða það sem gæti verið að verra þráhyggju um vilja ekki sjá hlutina í réttu ljósi. Öll vitum við að það var erlent lánsfjármagn sem spilað var með lífeyrissjóðirnir skiptu það litlu. Erlendir fjárfestar töpuðu um 85 sinnum meira hér á landi en lífeyrissjóðirinir. Það er ekki verið að tala um síðusut ár, í pistlinum er verið að tala um efnahagsstjórnina eins og hún hefur verið frá 19780 og nlær allan tíman undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Mesta hrunið var undir hans stjíorn þá fóru allra fjármálastofnanir sem stjórnmála og bankamenn stjórnuðu á hausinn. 8000 milljarða gjaldþrot Seðlabanda og þannig mætti áfram telja. Lífeyriss´joðirnir voru þeir einu sem komu standandi út úr Hruninu, þeir töpuðu að janfi um 20% af eignum sínum. Við vitum öll að það er viðtekin venja valdastéttarinnar að beina sjónum fólks frá sínum óhæfuverkum valdakjarnans með spuna og reyksprengjum, eins og t.d. þessari sem er í þessari aths. Það að bera sakir á launamenn og sparifé þeirra er einhver ómerkilegasta og lítilsigldasta villumelding sem maður sér. Lágkúra

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábær pistill Guðmundur og aths. naflaus 21:28 er aldeilis dæmigerð fyrir þá sem vilja geta haldið áfram að arðræna launafólk og hagnast á því.
Aðdragandi hrunsins var ofhitun íslenska hagkerfisins, Grundartangi, óheft íbúðarlán, Kárahnjúkar. Þetta var kynding af mannavöldum. Stefna tveggja ríkisstjórnarflokka. Þetta hvatti útrásarhetjur til afreksverka, sem síst vildu láta sitt eftir liggja. Þeir dældu ómældum,ódýrum peningum inní bankakerfið og sprengdu íslenska hagkerfið í loft upp.Þeim héldu engin bönd enda röskir og sannir Íslendingar. Íslenska krónan magnaði svo hagsveiflurnar upp og breytti erfiðri stöðu í afleita. Með tæknilegu gjaldþroti seðlabankans og hallarekstri ríkissjóðs mögnuðust skuldir hans.