miðvikudagur, 10. júlí 2013

Málsvari auðmanna




Nýverið hlustaði ég á frú Vigdísi forseta okkar þar sem hún kynnti ný verkefni stofnunar tungumála. Frú Vigdís nær alltaf athygli allra þegar hún talar. Hún nýtur mikillar virðingar meðal þjóðarinnar og þjóðin stendur óskipt að baki hennar.

Það er annað en hægt er að segja um Ólaf Ragnar. Hann hefur komið sér fyrir meðal auðmanna- og valdastéttarinnar og hefur tekist að mynda mikla gjá milli forsetaembættisins og þjóðarinnar.

Þetta kemur sérstaklega vel fram þegar Ólafur Ragnar mærir krónuna og talar þar um hversu heppilegt sé að geta lagt aukaskatt á launamenn með reglulegum gengisfellingum launa og arður vina hans vex.

Í siðmenntuðum ríkjum fer ákvarðanataka fram meðal þjóðarinnar og þeirra fulltrúa sem hún kýs í löglegum kosningum. Í einræðisríkjum gerist þetta með öðrum hætti, þar ræður hentistefna eins manns hverju sinni, þar sem hann dregur til sín og sinna auð þjóðarinnar.
 

1 ummæli:

Guðmundur sagði...

Bara minna enn einu sinni á að það sem stendur í haus þessarar síðu, menn eru beðnir um að halda sér við það málefni sem er til umræðu i viðkomandi pistli.

Athugasemdakerfið á þessari síðu er ekki ætlað til þess að menn geti í skjóli nafnleysis komið á framfæri einhverjum aðdróttunum og spuna t.d. um starfsfólk stéttarfélaganna.

Öll stéttarfélögin og ASÍ hafa tölvupóstkerfi og menn geta sent þangað þessar hugleiðingar sínar, en þá vitanlega undir eigin nafni