Þessa dagana hamast fótgönguliðar
núverandi ríkisstjórnar við að gera lítið úr rannsóknarskýrslu um starfsemi
Íbúðarlánasjóðs og fjölmiðlar, sem eru þekktir fyrir að vera mjög hallir undir ríkisstjórnina,
eru vitanlega duglegir við að birta það, eins og t.d. ritstjórn Pressunnar og Eyjunnar.
En jafnvel þó finna megi einhverja galla
á skýrslunni, breytir það ekki stöðu Íbúðarlánasjóðs og hvernig staðið var að rekstri hans. Þar blasir við hin helkalda
staðreynd um þá heimsku og spillingu sem varð til þess að svona fór.
Þar var helsta ástæðan kosningaloforð Framsóknar árið 2003 og
valdafíkn Sjálfstæðismanna, en þeir létu undan kröfum Framsóknar þrátt fyrir að fyrir
lægju alvarlegar athugasemdir frá mörgum aðilum hvert áætlanir XB gætu leitt efnahagskerfi okkar. Í valdafíkninni skiptir engu hverju
er lofað, öllu er fórnað til þess eins að komast til valda, geta sest að kjötkötlunum og hrifsað til sín bestu bitana.
Nágrannalönd okkar og vinaþjóðir gerðu
ítrekaðar tilraunir til þess að fá ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna ofan af efnahagsstefnu þeirra, en íslensku ráðherrarnir gerðu gis af þeim og sögðu að þessum erlendu vinum okkar væri nær að fara á endurmenntunarnámskeið í stjórn efnahagsmála. Ísland væri best í heimi og forseti vor brosti sínu breiðasta og talaði um víkinga sem væri að leggja undir sig heiminn.
Margir fengu aulahroll og hér varð fullkomið kerfishrun, margfalt meira en gerðist í öðrum löndum og tugir þúsunda íslenskra heimila urðu gjaldþrota.
Margir fengu aulahroll og hér varð fullkomið kerfishrun, margfalt meira en gerðist í öðrum löndum og tugir þúsunda íslenskra heimila urðu gjaldþrota.
Vinaþjóðir okkar voru þar með búnar að fá sig
fullsadda á hroka og heimsku íslensku stjórnmálastéttarinnar, en gerðu okkur þó
þann greiða að lána Íslandi stórfé á lágum vöxtum, en teystu íslenskum
stjórnmálamönnum ekki betur en svo að það var gert í gegnum AGS, og þá gaf forsetinn ásamt skoðanbræðsum sínum út þá yfirlýsingu að Norðurlöndin væru okkar helstu óvinir!!??
Á þeim norrænu ráðstefnum sem ég sótti á þessum tíma var gert stólpagrín af rembingi og heimsku Íslendinga og hins stórfurðulega forseta landsins.
Á þeim norrænu ráðstefnum sem ég sótti á þessum tíma var gert stólpagrín af rembingi og heimsku Íslendinga og hins stórfurðulega forseta landsins.
Í aðdraganda kosninganna í vor fóru menn mikinn
og lofuðu öllum miklu. Stuðst var við töfralausnir sem þekktir lýðskrumarar
héldu á lofti í pistlum á Pressunni og í spjallþáttum Í bítinu og
eftirmiðdagsþáttum Bylgjunnar.
Þar var lofað 20% flatri niðurfellingu
skulda, í engu var sinnt þeim ábendingum að um 80% af þeim 300 milljörðum sem þetta
kostaði myndi renna lóðbeint í vasa ríkustu fjölskyldna landsins. Blásið var á
þær ábendingar að þetta form myndi í engu hjálpa þeim fjölskyldum sem voru í
mesta vandanum.
Þessir menn veifa í kringum sig loforðum á borð við að þeir muni láta Verðtrygginguna hverfa, en hafa aldrei getað skýrt út hvað
þeir eigi við og hvað komi eigi í staðinn. Fyrir liggja ítarlega skýrslur um að afnám verðtryggingarkerfisins geti sett húsbyggendur í mun verri vanda en þeir eru þegar í og muni jafnframt gera enn fleirum ómögulegt að koma undir sig fótunum.
Það virðist þó vera þannig reyni maður að greina þennan málflutning, að hverfa eigi aftur til áranna fyrir 1980 þegar verðbólgan var oft á tíðum um og yfir 50% og vextir ásamt launahækkunum á svipuðum slóðum, án þess að vaxandi kaupmáttur fylgdi. Allt sparifé landsmanna brann upp í verðbólgubálinu og atvinnulífið var að Hruni komið, í lok níunda áratugs síðustu aldar.
Það virðist þó vera þannig reyni maður að greina þennan málflutning, að hverfa eigi aftur til áranna fyrir 1980 þegar verðbólgan var oft á tíðum um og yfir 50% og vextir ásamt launahækkunum á svipuðum slóðum, án þess að vaxandi kaupmáttur fylgdi. Allt sparifé landsmanna brann upp í verðbólgubálinu og atvinnulífið var að Hruni komið, í lok níunda áratugs síðustu aldar.
Þessir lukkuriddarar fara mikinn þessa
daganna og Eyjan birtir það allt á forsíðu. Allt ber þetta vott um heimskuna og minnimáttakenndina sem birtist í þjóðrembunni. Gunnar
Smári rekur þetta ágætlega í Fréttatímanum nú um helgina og segir þar að Íslandssagan
sé öll ágætur vitnisburður um heimskuna. Þar má rekja hvernig við stóðum að
samskiptum við Bandríkjamenn og rekstri varnaliðsins hér. Hverjir voru það sem
högnuðust mest á því?
Hvernig við fórum með Marshallaðstoðinni
og hvernig það var látið viðgangast að ríkisstjórnir ráku efnahagsstjórn
reistri á verðbólgu og gengisfellingum þar sem laun og sparnaður launamanna var
reglulega gert upptækt og látið renna í vasa valdastéttarinnar, sem stóð og
stendur að baki þessarar stefnu.
Þar teflir valdastéttin gjarnan fram nytsömum
sakleysingjum á borð við lukkuriddarana, sem lofa því upp á æru og trú að þeir
geti látið skuldir heimilanna hverfa og leið og þeir geri út af við
Verðtrygginguna. Spilað er með þá og þeir reglulega kallaðir til í spjallþættina
og hampað í fjölmiðlum sem eru í eigu valdstéttarinnar.
Spilað er á þjóðrembuna, eins og alltaf
hefur verið gert hér á landi. Við erum mest og best, en allir eru svo vondir
við okkur. Við viljum fá alla erlendu styrkina og erlendu aðstoðina, en við höfnum því
að fara að leikreglum og samstarfi fullvalda ríkja. Íslenskir launamenn búa
ekki við fullveldi, það er valdastéttin sem hefur hrifsað það til sín ásamt auðlindum
landsins.
Heimskan er við völd og við blasir enn
eitt efnahagshrunið þar sem stefnt er að ná sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum
og yfirfæra það til valdastéttarinnar.
2 ummæli:
Hvað á að koma í staðinn fyrir verðtrygginguna? Ekki flókið, ganga í Evrópusambandið. Þetta er stærsta hagsmunamál launþega, en verkalýðsleiðtogar eru flestir hverjir að hugsa um eigin völd og hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman.
ASÍ er fyrir löngu búið að samþykkja ályktanir um að það eigi að kanna það til hlýtar hvort hagsmunum launamanna sé ekki betur borgið innan ESB, en það er rétt það eru til menn í verkalýðsforystunni sem eru á móti þessu, m.a. er einn þeirra áberandi í spjallþáttum og pistlum eftir hann er mikið hampað hér á Eyjunni og í XB.
Skrifa ummæli