Sá
Hamlet í gærkvöldi, Ólafur Darri er fantagóður leikari og fer oftast á kostum í
sýningunni, en útfærslur Jóns Páls Eyjólfssonar leikstjóra og Jóns Atla
Jónassonar umsjónarmanns texta í nokkrum atriðum virka ákaflega illa, sérstaklega
er þetta áberandi í seinni hluta sýningarinnar.
Það
fer Ólafi Darra t.d. ákaflega illa að segja aulabrandara á unglingamáli inn í
miðjum texta Shakespeares, þá fór maður að velta fyrir sér hvort það yrði jafnmikið
rok úti þegar maður færi heim og það var þegar ekið var niður í leikhús.
Ólafur
Darri og Jóhanna Vigdís standa upp úr. Stundum heyrðist ekki hvað Hilmar
Jónsson sagði, sama átti við um Hildi Berglind.
Hljóð
og tónlist voru virkilega vel útfærð, sama átti við um lýsingu, en leikmyndin
studdi ekki við verkið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli