miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Ísland er best í heimi


Utanríkisráðherra Íslands  á Alþingi í umræðu um samstarf Íslands við þau ríki þar sem 80% viðskipta Íslands eiga sér stað.

„Hvað þá ríki eins og Íslandi sem státar af mörgu af því besta sem fyrirfinnst í álfunni, hvort sem litið er til hagstærða, samfélagsgerðar eða stjórnkerfis.“

Og svo „ESB er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Ísland og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“

Smá spurning; "Af hverju telja íslenskir launmenn að þeir við um 30% lakara kaupmátt en launamenn í nágrannaríkjum okkar?"
 
Þessi fullvissa launamanna er samansett af þessum atriðum :
a) 25-30% hærra verð að dagvöru.
 
b) Þrefalt hærri vöxtum.
 
c) 20% lengri vinnutíma en samt 20% lægri laun.
 
Smáríkið Kaupfélag Skagfirðinga og útgerðarríkið LÍÚ í Vestmanaeyjum hafa reyndar mjög gott, enda greiddu þau tug milljóna í kosningasjóð utanríkisráðherra..

Ísland, afsakið Kaupfélag Skagfirðinga og LÍÚ, er bezt í heimi, amk í allri Evrópu.

Engin ummæli: