Eins og oft áður þá fara röklausir menn út í að ráðast að viðmælanda með persónulegum aðdróttunum og komast með því hjá því að svara þeim rökum sem fram eru sett.
Algeng viðbrögð gagnvart mér sjást m.a. í aths.dálkum t.d. hjá Evrópusamtökunum, hvað verkalýðsforstjórinn úr sjálfskipaðri ASÍ-elítunni með að vaða endurtekið inn í ESB umræðuna án þess að hafa til þess umboð. Maður sem með sjálftöku tekur sér 1.6 millj. kr. laun úr sjóðum verkalýðsfélagsins auk margskonar bónusa og uppbóta.
Þar er vitnað til hinnar rætnu umfjöllunar fréttamiðla úr launatímaritum. Þetta er enn eitt dæmið um sápukúluumræðuna sem fjölmiðlar virðast telja vera hlutverk sitt að fóðra og birta hver á fætur öðrum ókannaðar dylgjur, án þess að hafa fyrir því að kanna hvort einhver fótur sé fyrir fréttinni. Þegar ég setti fram leiðréttingu á þessu var það ekki birt. Það var ekki spennandi og eyðilagði hina heimatilbúnu og venjubundnu rætni.
Þetta er eins margir hafa orðið til að benda á ein helsta ástæða þess hversu lítið umræðunni miðar. Fjölmiðlar ganga þar erindi þeirra sem vilja komast hjá því að tekið verði á samfélaginu og því komið upp á betra plan. Ég neita því ekki að viðbrögð Eyjunnar, míns miðils, voru mér mikil vonbrigði og vakti mig til umhugsunar.
Þegar ég hef komist í talfæri við menn sem tala svona um starfsemi stéttarfélaga, þá hafa það undantekningalaust verið einstaklingur sem ekki er í stéttarfélagi og nota svona rök til þess réttlæta það fyrir sér. Eða þá viðkomandi er fyrirtækjaeigandi og er góðkunningi okkar starfsmanna stéttarfélaganna fyrir að brjóta alla kjarasamninga og svíkja starfsmenn sína um umsaminn lágmarkskjör og kemur sér undan því að greiða til samfélagsins og réttlætir þær gjörðir svona málflutning.
Með svona ummælum er í raun verið að niðurlægja ekki mig, heldur það fólk sem situr í miðstjórn og sambandsstjórn Rafiðnaðarsambandsins og hinna 10 aðildarfélaga sambandsins, auk félagsmanna. Því er haldið fram að ég geti vaðið þar um eftirlitslaust og ég kjósi sjálfum mig einhendis til þess að vera í forsvari fyrir sambandið.
Formanni RSÍ er gert að starfa í nánu sambandi við framkvæmdastjórn og miðstjórn. Þar eru m.a. laun mín ákvörðuð, ekki af mér. Laun mín eru bundin einum kjarasamninga RSÍ og þar hef ég verkstjóraálag samkvæmt samningnum. Laun allra starfsmanna sambandsins fylgja sama samning. Laun mín eru um 1/3 af þeirri tölu sem er nefnd hér ofar.
Sú tala sem birtist í launatímaritum og var síðan nýtt í ákaflega rætinni í DV er röng, af þeirri einföldu ástæðu að ég gerði það sama og fjölmargir aðrir gerðu, að taka út séreignarsparnað til þess að gera greiðslubyrði fjölskyldunnar viðráðanlega. Það voru teknir út úr séreignarsjóðunum um 22 milljarðar á síðasta ári og mjög margir í sömu stöðu og ég. Þetta vissu fréttamenn vel, en það hentaði ekki ða birta það.
Stjórn RSÍ og formaður er kosinn á þingum sambandsins. Allar stjórnir aðildarfélaga halda árlega aðalfundi þar sem kosið er um tilnefningar inn á þingið. Þannig að engin kemst í forystu sambandsins á þess að komast í gegnum þessar kosningar. Sama á við um fulltrúa RSÍ innan ASÍ. Það er svo undir hverjum og einum hversu mikla vinnu hann leggur í störf sín og hversu mikil áhrif hann hefur.
Ég hef hitt yfir 1.000 félagsmenn á fundum innan sambandsins frá Hruni, engin talar svona, engin er með svona rætnar fullyrðingar. Þar er talað tæpitungulaust um starfsemina og hvert við eigum að stefna. Þar hefur t.d. ítrekað verið samþykkt að taka verði á efnahagstjórn þessa lands og skipta um taktík. Það gangi ekki að stjórnmálamenn geti sífellt gengið leið hinna fáu á kostnað hinna mörgu.
Valdastéttin hefur eyðilagt reglulega kjarabaráttu almennings með gengisfellingu krónunnar og ástundað stórkostlega eignatilfærslu með því að spila á örgjaldmiðilinn. Þar hafa rafiðnaðarmenn samþykkt margoft að skoða beri hvað okkur standi til boða með inngöngu í ESB. Hvort það geti verið leið til þess að við fáum stöðugan gjaldmiðil og höldum kaupmætti. Það blasir nú við öllum að ekki verður gengið lengra þá leið sem við förum. Fyrirtækin eru að verslast upp og við erum að tapa góðum atvinnutækifærum. Eftir sitja illa borguð störf sem fáir vilja sinna.
Stjórnvöld og sveitarstjórnir samþykktu að ganga þessa leið endurskoðunar. En séreignaröflin og ónýtt kerfi stjórnvaldsins berst gegn því með kjafti og klóm og virðast ætla að takast það með aðstoð slakra fjölmiðla að koma í veg fyrir að launamenn fái að skoða stöðu okkar gangvart ESB til hlítar.
Eftir tvo mánuði renna allir kjarasamningar út. Ef sú verður raunin að viðræðum við ESB verði hafnað, ekkert eigi að gera í efnahagsstjórninni utan þess að hækka skatta og ekki á að taka til í ríkisbúskapnum mun það verða nánast útilokað að kjarasamningar takist nema að undangegnum miklum átökum á vinnumarkaði. Það er reyndar það síðasta sem fársjúkt þjóðarbú íslendinga þarf á að halda.
Ég veit það vegna starfa minna innan norrænu og evrópsku stéttarsambandanna, að ef svo fer mun Ísland verða nánast afskrifað og látið um að spjara sig án aðstoðar. Það mun þýða að fjármögnun, fyrirtækja og sveitarfélaga verður nánast óframkvæmanleg, vegna óbærilegra vaxta og það verður að skera velferðarkerfið enn meira niður og hækka skatta enn meira. Það mun svo þýða að enn fleiri munu flytja héðan og hagkerfið minnka enn meira og hafa enn minni burði til þess að komast upp úr lægðinni.
Þaðan er sú heimild kominn sem ég hef til þess að koma þessum skoðunum á framfæri. En ég þarf reyndar enga heimild, því í Rafiðnaðarsambandinu er nefnilega sú staða að félagsmönnum er fullkomlega heimilt að hafa skoðun, líka formanni sambandsins.
Það er hreint út sagt ótrúlegt að menn skulu yfir höfuð segja að ég megi ekki taka þátt í þjóðfélagsumræðunni af því ég er formaður stéttarsambands.
10 ummæli:
Afar góð grein eins og ávallt,
Það sætir reyndar furðu, hvað ESB mál eru lítið rædd á málefnalegum grunni eins og þú hefur gert.
Þetta stærsta mál Íslands, þarf á málefnalegri umræðu og það er í verkahring verkalýðsleiðtoga sem og leiðtoga atvinnulífsins að ræða þetta miklu meira.
Slík umræða og þroski slíkrar umræðu er afar mikilvægur hluti af því að taka réttar og öruggar ákvarðanir í stefnumörkun þjóðar.
Þeir aðilar sem - ekki vilja slíka umræða - eru um leið að auka líkur á rangri stefnumörkun og auka þar með áhættu þjóðarinnar verulega, sem um leið eykur líur á nýjum hörmungum.
Á sama hátt og innan heimila og fyrirtækja - verður farsæl framtíð einungis byggð upp með - upplýsingum og ítarlegri umræðu um þá möguleika sem til staðar eru.
Á grunni slíkra upprlýsinga - er síðan hægt að taka ákvarðanri sem eru mun öruggastar sem um leið auka líkur á farsælli framtíð og að Ísland komist út úr þessum hörmungun sem allra fyrst.
Á það skal bent að sú skelfilega staða sem landið er í - krefst þess að engin mistök séu gerð í stefnumörkun, þar sem slíkt kann að auka líkur að nýjum hörmungum og jafnvel bankhruni, af ástæðum sem þú nefnir í þínum pistli.
Þú átt þakkir Guðmundur fyir að stuðla að upplýstri umræðu, sem um leið eykur líkur á meira öryggi í ákvörunum um framtíð Íslands - sem aftur er forsenda þessa að landið komsit út úr núverandi vanda - og að ferkari heimatilbúnum áföllum sé forðað.
Hafðu þökk fyrir það Guðmundur....að hafa skoðun.
Góður pistill,
Það er tími til kominn að verkalýðshreyfingin (aðrir en þú Guðmundur) fari að taka þátt í mesta - hagsmunamáli og kjaramáli aldarinnar.
Nema að þessum aðilum sem aldrei heyrist í sé alveg sama hvernig kjör almenningur og launþegar hefur. Láti menn ekki heyra í sér er þeta mál tapað.
Aðild að ESB er stærsta hagsmunamál þjóðarinnnar og krefst umræðu í samræmi við það.
Sælinú.
Ég hef óskað þess í langan tíma að það yrði útbúið eitt mjög einfalt skjal, sem mætti hafa titilinn Aðild Íslands að ESB - kostir og gallar.
Í þessu skjali mætti vera listi af "plúsum og mínusum" (pros and cons) við aðild að ESB. Þessi listi gæti verið framalega, þannig að þeir sem nenna ekki að lesa, geta skimað yfir listann. Fyrir aftan listann gæti verið útskýringar á hverjum punkti fyrir sig.
Umrætt skjal gæti svo fengið meira vægi ef að í ritnefnd þess væru grjótharðir ESB-andstæðingar og -sinnar í bland við hlutlausa.
Það hlýtur að vera hægt að berja saman skjal sem aðilar úr báðum hópum geta verið sammála um að sé rétt.
Mér sýnist vera útséð að ríkið geri ekki þennan lista. Það er algerlega öruggt að heimssýn geri hann ekki og ólíklegt að ESB-sinnar geri hann. Þarna er lag fyrir aðildarfélög ASÍ.
Með svona skjali væri auðveldara fyrir fólk að mynda sér alvöru afstöðu til ESB, í stað þess mynda hana með t.d. hjálp áróðurs bænda um herkvaðningu.
bara smá tillaga frá
Heywood Jablome
Kjarni málsins,
Spurning hvort hinir ýmsu foringjar sem aðrir hafi eitthvað lært af hruninu og því sem fór úrskeiðis.
Ein stærska orsök hrunsins, var þöggun á mörgum sviðum, en þó sérstaklega í kringum þær gríðarlegu hættur sem fylgja minnsta og hættulegasta gjaldmiðli veraldar, krónunni.
Þessar hættur mátti alls ekki ræða, því það passaði ekki við hefðbundnar skoðanir og stefnur margra aðila.
Þegar hættur (gjaldmiðilsins) eru ekki ræddar magnast vandinn, á sama hátt og hjá sjúklingi með alvarleg veikindi, þar sem sjúklingurinn eða aðilar kringum hann viðurkenna ekki að um veikindi sé að ræða.
Þöggunin um hættur gjaldmiðilsins er svipuð og þar sem ökumaður keyrir á fullri ferð með heila þjóð innanborðs, en veit samt af því að bifreiðin er stórhættuleg þar sem vantar bæði bremsur og öryggisbelti.
Þetta vita farþegar einnig, en það má ekki ræða málið, allir eiga að þegja, af því að það passar ekki að viðurkenna að farartækið er stórhættulegt.
Hvað væri gert við þá aðila í umferðinni, bæði ökumann sem farþega sem vissu af hættunni en gerðu ekkert til að forðast þessar hættur? Slíkir aðilar yrðu væntanlega sakhæfir, fyrir stórkostlegt gáleysi og að stofna farþegum í stórhættu.
Því til viðbótar má geta þess að nýlega lenti bifreiðin í alvarlegu áfalli vegna þessarar hegðunar, sem kostðai fjölmarga farþega allt, (nýlegt bankahrun).
Á svo að halda slíkri hegðun áfram? Er aðilum fyrirmunað að læra af reynslunni. "Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá".
Það er vonandi að sem flestir taki sig á og vakni af þessari þöggun, og bendi á hætturnar af hættulegasta gjaldmiðli veraldar, áður en þjóðin lendir í öðru áfalli, sem mun gerast verði ekki tekin upp annar gjaldmiðil.
Það er von, á meðan einhverjir aðilar, láta ekki múlbinda sig í þessu máli. Slíkt eykur líkur á að vitræn lausn verði fundin á þeim glæfraakstir, sem fólgin er í ökuferð á hættulegasta gjaldmiðli veraldar.
Nú hellast yfir almenning og launamenn, hver hækkunin eftir aðra, s.s. á raforkuverði.
Helsta orsök allra þessara hækkana stafar af ónýtum gjaldmiðli, sem féll 100%, og síðan er skuldinni skellt á launamenn.
Hverng væri nú að fá fram vitræna umræðu um lausn á þessu endalausu kjararáni krónunnar.
Hvernig væri að styrkja gegni að jafnvægisgegni, eins og kveður á í stöðugleikasáttmálanum, til að stuðla að lækkun verðbólgu, matvælaverðs og lánum heimilanna.
Þetta má strax gera með réttri stefnu í gengismálum.
Síðan verður á ná fram varanlegri lausn með tengingu í ERM2 og evru með samningum við ESB.
Næðist þetta fram, væri það mesta kaupmáttaraukning sem hægt væri að ná í núverandi stöðu, án þess að ógna atvinnulifi.
Þetta er hin eina raunhæfa og varanlega lausn sem til er í komandi kjarasamningum.
Spurninging er hvort aðilar hafi kjark til að sæka þessa raunhæfu lausn og árangusríkustu lausn sem sýnileg er.
Hinn kosturinn er að viðhalda gamla ruglinu, ónýtum gjaldmiðli og fara í verulega hækkanir á öllu, sem síðan hækka öll lán.
Það væri upprkrift að nýju bankahruni og gjaldþrotum ótal heimila og fyrirtækja.
Hvers vegna í ósköpuðum ættum við, sem sitjum í miðsjórn RSÍ, að sitja með formann sem væri að vinna gegn hagsmunum okkar félagsmanna ?? Honum væri einfaldlega kúplað út á næsta þingi, en það er sá vetvangur sem æðsta vald hefur í málefnum RSÍ.Og það var sá vetvangur sem samþykkti að skoða hvað við gætum fengið út úr aðildarviðræðum við ESB, með nánast öllum greiddum atkvæðum þeirra, sem kjörnir voru á það þing. Og mikið djöfull væri það lélegur formaður sem hefði skoðun og þyrði ekki að halda henni fram. Menn geta svo verið sámmála henni eða ekki, það er bara gangur lýðræðislegrar umræðu.
kv Georg Georgsson
formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja
Kostnaður krónunnar er skelfilegur eins og þú hefur bent á.
Vextir á Íslandi eru a.m.k. 5% hærri en innan evrusvæðisins, til lengri tíma (miklu hærri undanfarin ár). Þetta þýðir að af meðalláni fjösklyldu, 20 milljóna króna láni, borgar fjölskyldan aukalagan vaxtakostnað vegan krónunnar um 1 milljón króna árlega!!!
Til að borga þessa 1 milljón aukalega þarf að hafa tekjur upp á 1,6 milljónir króna þar sem skattar eru teknir af tekjum.
Ef launamaður hefur 4 milljónir í tekjur á ári, er hann 40% ársins að vinna fyrir þessu þrælaálagi krónunnar, eða um 4,8 mánuði!!!!! eða næstum því 150 daga. Ef allur annar vaxtakostnaður væri einnig reiknaður s.s. hjá fyrirtækjum og ríki, tæki það sennilega um 7-8 mánuði að vinna fyrir þessu aukalegu þrælaálagi krónunnar,,,, er það ekki frábær staða,,, sjálfskipaðar þrælabúðir,,,
Vandi orkufyrirtækja og sveitarfélaga er gott dæmi um þenna vanda þar sem lán hafa hækkað um 100% vegna falls krónunnar.
Ef byrjað væri að vinna fyrir þessu þrælaálagi krónunnar í janúar, væri þeim þrældómi lokið um miðjan maí, bara vegna húsnæðislána.
Það tæki hérumbil hálft árið að vinna fyrir þessum skelfilega aukalaega vaxtakostnaði sem almenningur býr við hér á landi, vegna krónunnar, bara vegna husnæðislána.
Þá er undanskilin vaxtakostnaður fyrirtækja, sem fer út í verðlagið, og ríkissjóðs vegna fjárlagahallans.
Hvað skildi annars aukalegur vaxtakostnaður ríkissjóðs á seinasta ári, nema vegna skelfilegra vaxta hér á landi, sem rekja má til ónýts gjaldmiðils. Sennileg er sá vaxtakostnaður um 7% umfrma það sem er innan evrusvæðisins, eða líklega um 30 milljarðar, árið 2009, bara vegna ónýts gjaldmiðils.
Þessu er síðan velt á almenning í formi skattahækkanan og niðurskurðar.
Er ekki dásemd krónunnar frábær.
Þá er undanskilið allar hörmungarnar, vegna skelfilegt gegnisfalls, sem gert hefur þúsundir heimila gjaldþrota.
Hvenær ætla aðilar að vakna af þessum þrældómi og krefjast bættra kjara á grunni alvöru gjaldmiðils, evrunnar.
Eða ætla aðila að halda áfram í þrælabúðum krónunnar, sjálfviljugir.
Lykill að lausn þessa vanda, hefur aldrei verið eins nálægt, með aðild að ESB og alvöru gjaldmiðli.
Góðir punktar hjá seinasta manni,
1 milljón sem sparaðist hjá venjulegu heimili með því að skipta um gjaldmiðil, vegna lægri vaxta innan evrunnar, jafngildir, launahækkun upp á 1,6 milljónir.
Miðað við 4 milljón kr. árslaun væri það jafngildi 40% launahækkun!!.
Kaupmáttur sama heimilis myndi aukast gríðarlega, vegna þess að þessi 1 milljón sem áður fór í himinháar vaxtagreiðslur vegna krónunnar, er hægt að nýta í annað, þ.e. auknar ráðstöfunartekjur heimilanna.
Hvernig væri að verkalýðshreifingin berðist fyrir þessum raunverulega kaupmætti, en ekki froðu verðhækkanan og hækkunar lána.
Já þetta er það sem Guðmundur hefur bent á pistil eftir pistil síðasta ár. Krónan er mesti óvinur verkafólks og eyðileggur kjarabaráttu þess.
Skrifa ummæli