þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Rætin fréttamennska hjá Eyjunni

Hef verið í fríi undanfarið og á flakki víða um landið og þar af leiðandi ekki fylgst mikið með netinu og fréttum yfirleitt.

Sá það núna áðan þegar ég kom heim að Eyjan er með frétt um laun mín og segir að ég verkalýðsforinginn taki heim frá Rafiðnaðarsambandinu 1,5 millj. kr. í laun á mánuði.
Þetta er ómerkileg lygi, og reyndar meir en það, þetta er lágkúruleg rætni. Ég hef nokkrum sinnum hér á Eyjunni fjallað um hver laun mín séu hjá Rafiðnaðarsambandinu og þau eru ekkert leyndarmál.

Allir sem vilja láta taka mark á sér, vita að þau laun sem koma fram í þeim launatímaritum sem eru gefin út á þessum árstíma, er ákaflega misvísandi og segja í mörgum tilfellum ekkert til um hvaða laun viðkomandi hafa og þaðan af síður frá hvaða aðila þau laun komi.

Frægt er tilfellið þegar óvandaðir fréttamenn, eins og þessi á Eyjunni, supu hveljur yfir því að formaður félags atvinnuflugamanna, sem er tiltölulega fámennt félag, væri að taka sér svimandi laun hjá félaginu. Síðar kom fram að viðkomandi fékk ekki krónu frá sínu stéttafélagi í laun, en var m.a. flugstjóri hjá erlendu flugfélagi.

Hvernig veit hin sannleikselskandi fréttamaður Eyjunnar að þau laun sem ég hef, komi öll frá Rafiðnaðarsambandinu? Hvernig veit hvað er laun og hvað er annað? Nei hann veit vel að hann veit ekkert um laun mín en velur rætnina.

Allir sem fylgjast með vita að það voru teknir út um 20 milljarðar af séreignasparnaði á síðasta ári. Þetta gerðu fjölmargir til þess að laga skuldastöðuna innan sinnar fjölskyldu og gera greiðslubyrði viðráðanlega. Þessir einstaklingar horfa svo framan í mun lakari lífskjör þegar að lífeyrisaldri kemur.

Þau laun sem fréttamaður Eyjunnar telur að ég taki heim frá Rafiðnaðarsambandinu eru vel liðlega helmingi hærri en þau laun sem ég hef þar. Stærsti hluti þessarar skekkju er vegna þess að ég er einn þeirra sem tók út hluta af séreignasparnaði mínum. Það er svo spurning hvort það komi tilbaka af einhverjum hluta þegar niðurstaða fæst um hvernig gera eigi upp hin ýmsu lán.

Við erum nokkur í fjölskyldunni sem fylgjumst með af athygli hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemstað. Við erum nefnilega ósköp venjulegt fólk. Fólk sem reynir að standa í skilum með það sem við fáum lánað og finnst leiðinlegt þegar ómerkilegir blaðamenn, eins og þessi á Eyjunni, fara að ljúga upp á okkur uppspunnum sökum.


Hvað varðar laun mín þá eru þau afgreidd á fundum hér í sambandinu, þetta hefur margoft komið fram áður. Ég er með sömu grunnlaun og aðrir starfsmenn hafa, utan þess að ég er með verkstjóraálag samkvæmt kjarasamning.

Þegar ég réði mig til RSÍ þá vann ég hjá ÍSAL og setti fram þá kröfu að ég hefði sömu laun áfram og væri á kjarasamningi Rafiðnaðarsambandsins. Hjálagt eru útreikningar á föstum launum mínum.

14 taxti Ísal 10 ára starfsþrep mánaðarlaun 281.685
Föst yfirvinna 49 x 3.309.- 162.141. Samtals 443.826. Stjórnunarálag 32.4% 143.799. Samtals 587.625

Þar til viðbótar fæ ég vitanlega greitt samkvæmt kjarasamningum fyrir akstur vegna starfa minna fyrir sambandið, auk annars útlagðs kostnaðar.

Auk þessa sem er tengt vinnu minni hjá RSÍ þá hef ég verið undanfarin 3 ár varamaður í stjórn lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna og þigg fyrir það um 6.000 kr. á mán. og ég sit fyrir ASÍ í Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytis og þigg fyrir það svipaða upphæð.

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski er ég að misskilja en mig minnir að árið 2009 hafi bara mátt taka séreignasparnað að upphæð 1 milljón króna sem eru eitthvað um 80.000 krónur á mánuði. Ég veit ekki hvort það breytir einhverju í þessu samhengi að vera með 1,4 millur í laun á mánuði eða 1,5?

Nafnlaus sagði...

Ert þú ekki einn af þeim sem varið hefur þá ósvinnu að álagningarskár allra séu opinber plögg í nokkra daga árlega?

Nafnlaus sagði...

Þannig að það eru einungis laun þín hjá rsí og svo séreignasparnaðurinn sem eru inní þessari tölu ?

Kv

Sigurður Karlsson sagði...

Þú fékkst semsagt tæpa 1 milljón í laun á mánuði hjá Rafiðnaðarsambandinu?

Einar Solheim sagði...

Á Íslandi er ekki stunduð blaðamennska heldur æsifréttamennska. Sannleikurinn er almennt mun minna spennandi en æsifréttin.

Nafnlaus sagði...

Ekki það að ég verji fréttamanninn, en hvernig getur meginhlutinn af skekkjunni verið úttekt á séreignarsparnaði? Mátt þú taka meira en þennan tæpa hundrað þúsund kall á mánuði sem ég má taka?

Guðmundur sagði...

Alltof oft eru aths.gerðarmenn ekki með á nótunum og vilja lesa hlutina á hvolfi.

Ég hef aldrei sagt nokkurn skapaðan um þessi launatímarit, hvort það eigi leyfa þau eða banna.

Ég hef áður bent á að það hljóti að blasa við öllum að þau segja ekkert til um laun mjörg margra. Þar má benda á marga sem eru sagðir með laun sem svara til lægstu launa, jafnvel fyrir neðan það en eru samt þekktir sem umsvifamiklir fjárfestar.

Helmingur af 1.5 millj. er 750, vel liðlega minna en helmingur af 1.5 er þá eitthvað sem er minna. Svo ég kenni nú Sigurði Karlssyni undirstöðu í stærðfræði.

Ég segi ekkert um það hvort þetta sé einungis laun mín hjá RSÍ og séreignasparnaður, ég bendi frekar á að það geti verið fleira.

Þeir sem hafa náð 60 ára aldri geta tekið út allan séreignasparnað sinn, það vita þeir sem hafa kynnt sér þær reglur.

Nafnlaus sagði...

Var fréttin ekki á DV, en eyjan benti þangað ?

kv,
Gunnar G

Guðmundur sagði...

Nei Eyjan er með frétt sem skrifuð er af fréttamanni Eyjunnar, sjá textann :
"
DV tók saman upptaldar tekjur þeirra er hvað mest berjast fyrir verkalýð landsins og sýnir úttektin að laun þeirra hæstu eru margföld á við það sem skjólstæðingar þeirra fá.

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tekur heim mánaðarlega 1,5 milljón króna."

Guðmundur Brynjólfsson sagði...

Þú þarft ekkert að láta þér bregða við þetta, Guðmundur. Hér sérðu íslenska fréttamennsku í hnotskurn; gagnrýnislaust bull, copy/paste. Stóru málin liggja í haugum óuppgerð - af því að menn hafa ekki nennu, kunnáttu, eða vitsmuni til að takast á við þau. Svo er hoppað á eitthvað svona - "laun" fólks og þau rifin úr samhengi og horft á eina krónutölu líkt og þar megi sjá sundurliðaðan vinnu- og launarferil manns yfir heilt ár.
Nú vita það það allir að þessar tölur innihalda margt annað en einungis þau laun sem viðkomandi þiggur í sínu aðalstarfi. En af hverju er þetta þá gert svona? Jú - vegna þess sem að framan er sagt og verður nú endurtekið að hluta. Hér sérðu íslenska fréttamennsku í hnotskurn.

Nafnlaus sagði...

ég sé að 09.08.2010 kl. 09:20 skrifar Trausti Hafsteinsson hjá DV m.a.
"... Sá launahæsti, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er með tæpa 1,5 milljón á mánuði. Hinum megin við samningaborðið situr síðan Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, SA, með hátt í tvær milljónir í mánaðarlaun. ..."

09.08.2010 kl. 10:08 skrifar blaðamaður á Eyjunni m.a.
"... Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tekur heim mánaðarlega 1,5 milljón króna. ..."


Ekki að ég vilji verja hvoruga fréttina, enda finnst mér þessir launaútreikningar oftast frekar hæpnir, en af hverju ræðstu á Eyjuna en ekki DV, þar sem Eyjan er augljóslega að endurskrifa frétt DV. DV hafði þó vit á því að láta Einar Þór Sigurðsson tala við þig í dag frekar en áðurnefndan Trausta Hafsteinsson.

Nafnlaus sagði...

Þeir lýsa sínu hugarfari, margir þeir sem sendu þér athugasemdir, t.d. 60 ára reglunni.
Ólafur Sveinsson

Nafnlaus sagði...

Er þetta þá ekki ómerkileg árás frá þér á Eyjuna? - einsog þú bendir sjálfur á, þá gerði hún ekki annað en að vitna í DV. Af hverju gagnrýnir þú ekki frumheimildina??

Auk þess eru fréttir sem þessar alltaf skrifaðar með fyrirvara um að viðkomandi kunni að hafa gengið frá lífeyrissparnaði, selt hlutabréf eða annað - nú eða að um ranga áætlun sé að ræða.

Skattmann gæti auðvitað breytt þessu þannig að ekki slæðist saman ólík innkoma. Óþarfi að ráðast á fjölmiðla í því efni - ekki heldur DV!

Guðmundur sagði...

Hverslags málflutningur er þetta? Á hvaða plani ertu #12.15?

Ég hef ekki séð DV, ég sá þetta á Eyjunni, gagnrýni það því þetta eru ómerkilegar uppspunnar dylgjur. Eyjan veit vel hvaða laun ég er með því ég hef svarað þessu margsinnis á Eyjunni.

Ég þykist vita að DV stilli þessu upp á sinn vanabundna hátt með því að verkalýsðforingjar taki sér margföld laun félagsmanna

Það er árvisst og alltaf nákvæmlega eins orðað.

Samkvæmt launakönnunum þá eru um 25% félagsmanna RSÍ með hærri laun en ég og föst lan mín eru lægri en meðallaun innan RSÍ. Auk þess þá tek ég ekki laun, það er ákveðið á fundum þar sem ég er ekki viðstaddur. Það hefur ítrekað komið fram hér á Eyjunni

Nafnlaus sagði...

Athugsemdaskriffinnar eru eins og svo oft kostulegt fólk. Guðmundur bendir réttilega á og með skilmerkilegum hætti að það sem fram komi um laun hans sé út í hött. En þá er það orðið að ómerkilegri árás á Eyjuna og DV!!

Nafnlaus sagði...

Fréttin tilheyrir þeim gagnmerka fjölmiðli DV. Fréttir Eyjunnar eru samsafn úr ýmsum áttum.Fréttirnar um laun forystumanna í verkalýðshreyfingunni eru greinilega hluti kreppuklámi.

Félagsmaður sagði...

Hvernig er það Guðmundur, færðu auka yfirvinnutíma fyrir það að blogga ofaná þessa 49 sem þú færð fasta.

Það er alvitað meðal félagsmanna RSÍ að þessi launakönnun ykkar var argasta hneisa. Þorri félagsmanna er ekki með þessi fínu laun í dag þó þeir vinni fulla vinnu, það eru nefnilega ekki nema fáir útvaldir sem geta lifað við það starfsöryggi að fá alltaf tæpa 50 yfirvinnutíma til að hífa upp þessi lúsalaun sem þið hafið barist fyrir. Þú segir það meira að segja sjálfur að þú náir ekki meðallaunum en þú toppar það með föstu yfirvinnuni.

Það að þurfa að vinna endalaust 20-40 tíma í yfirvinnu í hverjum mánuði til að vera á þokkalegum launum er bara ekki ásættanlegt, enda kom það fram í smáa letrinu í könnuninni að langflestir sem tóku þátt unnu talsverða yfirvinnu á þeim tima sem könnunin var tekin.

Hvernig væri að þið hjá RSÍ mynduð nú hysja upp um ykkur brækurnar og semja um lágmark 20 fasta yfirvinnutíma fyrir okkur sem höldum sambandinu uppi. Þá gætum við farið að tala um marktæka launakönnun.

Guðmundur sagði...

Það bregst ekki að menn leggjast í lágkúruna. Ég hef ekki greidd eina krónu fyrir þessa bloggsíðu, það er skrifað í mínum tíma. Hún er reyndar vinsæl meðal félagsmanna vegna þess að hún er talinn drjúgur þáttur í kjarabaráttu launamanna og mjög oft vitnað í hana.

Ástæða er að geta þess að starfsmenn RSÍ fá einungis fasta yfirvinnu, ekki annað. Það er gert vegna þess að þei vinna mjög óregluelgan vinnutíma, oft á fundum eða ferðalögum milli vinnustaða utan venjulegs vinnutíma. Eftir Hrun hefur vinnuálag vaxið gríðarlega en þeuir hafa ekki farið fram á hækkun launa vegna þess.

Í hvert skipti sem RSÍ stendur fyrir launakönnun þá bregðast þeir vinnuveitendur í rafiðnaðargeiranum sem borgar lægstu launin með því að segja að könnunin sé della. Þetta gera þeir til þess að standa gegn kröfum starfmanna sinna um leiðréttingu.

Svo einkennilegt sem það nú er þá taka nokkrir af starfsmönnum þeirra undir þetta, enda liggja þeir undir uppsagnarhótunum ef þeir gera það ekki.

Það er Capacent sem gerir könnunina og hringir í 1.300 manna úrtak sem valið er tilviljanakennt úr félagatali, svörun hefur verið um og yfir 60%. Varla er hægt að reikna með að félagsmenn séu að ljúga upp á sig hærri daglaunum, vinnutíma eða heildalaunum. Hvaða tilgangi þjónaði það?

Spurt er um ráðningarsamband, heildarlaun, vinnutíma og föst laun. Niðurstaðan er birt á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins auk þess að hún er kynnt rækilega meðal félagsmanna. Þessi könnun fer ákaflega í taugarnar á þeim sem reyna að halda launum niðri í rafiðnaðargeiranum.

Við getum sannreynt heildarlaun í gegnum iðgjaldakerfið, þar sem vinnuveitendur greiða lögbundin launatengd gjöld sem eru fast prósentuhlutfall af launum. Í okkar könnunum hafa heildarlaun fallið saman við niðurstöðu Capacent.

Ef það sem haldið er fram þá væru fyritækin að greiða of há launatengd gjöld af ástæðulausu. Trúir því nokkur maður?

Í síðustu könnun, sem gerð var í sept. 2010, voru meðalheildarmánaðarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf eða meira 467 þús. kr. Yfirvinna var að meðaltali 22,5 klst. á mán. Meðaldaglaun voru 365 þús. kr.

Þegar ég hef spurt þá menn sem eru gagnrýna könnunina, og um leið að kvarta undan því að sambandið geri ekkert, hvort þeir hafi ekki fengið umsamdar launahækkanir. Þá er svarið að það gangi ekki að fara fram á það fyrirtækin geti það ekki.

Með öðrum orðum að er ekki heil brú í málflutning þeirra og gagnrýni.

Það er tala um eitthvert smáaletur er vitanlega bull, þetta er allt birt á heimasíðu RSÍ og margir sma hafa sem betur fer getað nýtt sér könnunina í kjarabaráttunni.

En mikið væru menn nú meiri ef þeir kæmu til starfsmanna og tækju þátt í kjarabaráttunni, í stað þess að níða hana niður undir nafnleysi og níða niður skóinn á starfsmönnum hafandi ekkert fyrir sér. Ég er viss um að sá sem skrifar hér fyrir ofan er vinnuveitandi.

Guðmundur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Þettað er nú alveg sér íslenskt, það er verið að finna að því að fólki sé borguð almenleg laun, það er lágmark að þeir sem eru að vinna fyrir okkur séu með góð laun. Hvernig er með það að fólk er að gef upp fáranleg laun, margir tónlistarmenn og aðrir listamenn segjast vera með laun á milli 100 og 200 þúsund. Það væri miklu betra ef þettað fólk færi að gera eitthvað annað þar sem laun eru betri. Enginn talar um þettað þar sem það er augljóst að menn segja ekki skattinum satt. Enn við hin erum að borga allt fyrir þettað fólk, leikskóla, barnaskóla ofl ofl, þettað er ekkert annað enn afætur. Svoldið skondið með þennan nafnlaus ( 10ágúst 03,26) hvaðan fékk AMX upplýsingar um að Björk borgið litla skatta hér ? kanski úr álagningaskrám sem liggja frammi ? Og þeir eru svo í hinu orðinu á móti. Enn þessi umræða um laun okkar er á villi götum og veit ég um fólk í tæknigeiranum sem hefur verið sagt upp er farið erlendis og er með mun hærri laun og betri lífskjör. Það er kanski það sem fólk vill að mentað fólk fari og eftir verði gamlingjar og láglaunfólk? Kv Simmi