mánudagur, 2. ágúst 2010

Ópólitískir menn

Það er eftirtektarvert hversu margir Heimsýnarmenn láta eins og þeir séu handhafar sannleikans og oft heyrir maður þá taka þannig til orða eins og þeir telji sig vera ópólitíska og hlutlausa. Aðrir eru að þeirra mati fólk blindað af pólitískri sýn og er með áróður og jafnvel gefið í skyn að það sé á mála hjá öðrum. Þessu er haldið markvisst fram af útvegsmönnum með sinn Mogga og bændastéttin með sinn fjölmiðil sem borin er um allt land ókeypis í boði skattborgarana.

Þetta er áberandi þegar ESB mál ber á góma. Því er haldið fram að þeir sem eru fylgjandi því að kannað verði hvort hægt sé að koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu og losna undan okurvöxtum sem örmyntin krónan veldur, séu með áróður frá Brussel, fólk sé viljalaus verkfæri í höndum ESB. Engin rök, einungis rakaluasar dylgjur og fullyrðingar. Farið í manninn ekki boltann.

Þessi hópur er búinn að koma ESB umræðunni í þann farveg að aðild sé ekki hluti af efnahagsendurreisn Íslands, umræðan er orðin að flokkspólitísku þrasi og ekkert miðar. Með því að koma í veg fyrir aðildarviðræður þurfa þeir ekki að gera grein fyrir hvernig staðið verði að efnahagsuppbygginu hér án ESB aðildar og né þurfa þeir að svara spurningum um framtíðargjaldmiðil eða hvernig við losnum við AGS. Þetta er kjörstaða Heimsýnarhópsins.

Það er sama hvar maður kemur í nágrannalöndum okkar, þar sjá menn skýra tengingu á milli AGS prógramms og ESB aðildar, það séu óaðskiljanlegar forsendur efnahagsuppbyggingar Íslands. Ráðamenn á Ísland virtu allar aðvaranir einskis og fyrri ríkisstjórnir óku fram af bjargbrúninni á fullri ferð án nokkurs bremsufars. Nágrannaþjóðir okkar gáfust upp og sögðust ekki ræða við íslensk stjórnvöld nema í gegnum AGS, eins og margoft kom fram í fréttum veturinn 2007 - 2008 og fram að Hruni.

Einungis með ESB aðild fær Ísland stuðning Evrópska Seðlabankans og aðeins þannig komum við krónunni inn fyrir EMR-2 vikmörkin og aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum og á ásættanlegum tímaramma.

Það hefur margoft komið fram að hin Norðurlöndin hafa alltaf verið reiðubúin til að hjálpa okkur. Við erum ein skuldugasta þjóð í Evrópu með ónýtan gjaldmiðil sem meir að segja útvegsmenn vilja ekki nota. Við höfum glatað efnahagslegu sjálfstæði og höfum ekkert lánstraust erlendis og erum búinn að koma okkur í gjörgæslu AGS.

Við verðum að hafa efnahagslega burði til þess að geta nýtt auðlindir okkar og náð aftur upp lífskjörunum. Hvaða leið fóru Danir, Svíar og Finnar og hvar standa þeir nú? Þar hafa þúsundir heimila og fyrirtækja ekki farið á hausinn, þar varð ekki kerfishrun. Við erum það fámenn og með okkar ónýtu krónu og efnahagskerfi. Það er út í hött að bera okkur saman við Sviss og Noreg.

En álit Íslands fellur sífellt og við sjálf erum okkar verstu óvinir og erum að hrekja vel menntað fólk frá landinu. Okkur er lýst sem þrasandi þráhyggjumönnum, með sífelldar kröfur um sérstaka meðferð og gerum kröfur um að skattborgarar annarra landa axli byrðar sem eru afleiðingar glæfralegrar hægri sveigju með íslenska hagkerfið.

6 ummæli:

Einar Solheim sagði...

Maður fer í hálfgert þunglyndi yfir því hvað það er búið að stranda ESB málunum í flokkpólitísku þrasi. Sú staða er bara alveg óþolandi. Þetta stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda og stór hluti þjóðarinnar metur það út frá því hvað er Davíð Oddsyni fyrir bestu. Reyndar aðdáunarvert hvernig menn eru tilbúnir að fórna eigin hagsmunum fyrir hagsmuni LÍÚ, en það versta er að menn gera sér ekki grein fyrir því hverju menn eru í raun að fórna.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill hjá Guðmundi!
Gylfi

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur, hver eru þessi ERM-2 vikmörk sem þú talar um?

Hafa samtök launþega og vinnuveitenda komið sér saman um á hvaða raungengi ætti að festa raungengi krónunnar áður en myntsamstarfið hefst?

Ef það er þá er það fréttnæmt.

Jafnframt eru það mikil tíðindi ef satt sé það sem lesa má úr pistli þínum að ECB verji slík vikmörk og að gjaldeyrisforði seðlabanka þátttökuríkis hafi ekki þeirri skyldu að gegna.

Nafnlaus sagði...

Frábær grein,

Er ekki tími til kominn að um þessi ESB mál fari að heyrast frá ASÍ, það sem lækkun vaxta og verðbólgu og stöðugur gjaldmiðill er mesta kjarabór sem hægt er að fá, en það fengist allt með aðild að ESB.

Eða er ASI búið að missa málið um þetta stærsta mál þjóðarinnar,,,,

Guðmundur sagði...

Ég veit ekki betur en að ASÍ hafi reglulega lyktað um að stjórnvöld verði að láta á það reyna hvaða kostir standi Íslandi til boða undanfarinn 4 ár.
Það hefur Rafiðnaðarsambandið einnig gert.

Nafnlaus sagði...

Það er full þörf á því að ASÍ og önnur launþegasamtök minni reglulega á samþykktir sínar og ályktanir hvað varðar ESB viðræður.
Eru ekki flest samtök innan SA hlynnt viðræðum?
Það væri mun fljótlegra að telja upp þau samtök ofangreindra aðila sem eru á móti ESB viðræðum.
Þú, Guðmundur, átt heiður skilinn fyrir að "halda á lofti" vitrænni umræðu um þessi mál og benda á röklausar skoðanir Heimsýnar og innlegu "hjónabandi" XD og VG þess efnis að draga eigi umsóknina til baka. Slíkt væri bæði fáránlegt og skaðlegt fyrir orðstír Íslands sem er ekki sérstaklega "beisið" þessa dagana. Er ég þá ekki með Magmamálið í huga.
Við hvað eru menn hræddir? Eigum við kröfu á því að fá að sjá hvað samningur við ESB býður upp á?