sunnudagur, 20. maí 2012

Gönguskíðin enn í fullri notkun


Það er aldeilis frábært að geta skellt sér á gönguskíði á þessum tíma árs hér rétt við Reykjavík. Er búinn að ganga um 80 km. á skíðum í Bláfjöllum það sem af er þessum mánuði. Í dag var 10 stiga hiti, glampandi sól, og blankalogn. Enn er nægur snjór í Bláfjöllum og allt útlit fyrir að hægt verði að vera þar á gönguskíðunum fram í júní.

Engin ummæli: