þriðjudagur, 5. júní 2012

Ólögleg verkföll og pólitískar þvingar

Nánast daglega sjáum við hvernig stjórnmálamenn skipta um ham eftir því hvort þeir séu í stjórn eða stjórnarandstöðu þessa stundina, aðgerðir samtaka útgerðarmanna. Það virðist ekki skipta alþingismenn neinu hvort farið sé að gildandi landslögum eða Stjórnarskrá, hér á ég m.a. við tillögur um eignaupptöku á sparifé launamanna.

Alþingi setti á sínum tíma undir forystu hins merka húnverska bónda Páls Péturssonar á Höllustöðum þáv.  félagsmálaráðherra (1995 – 2003) lög um gerð kjarasamninga, svonefnd Pálslög. Þau skilgreina að ekki hægt að boða verkföll nema um kjaradeilu sé að ræða og að búið sé að vísa viðkomandi deilu til sáttasemjara og hann hafi haldið árangurslausar sáttatilraunir.

Með öðrum orðum, ekki verður farið verkfall nema um skilgreind atriði í kjaradeilu sé að ræða og félagsmenn viðkomandi stéttarfélags/félags atvinnurekenda hafi verið kynnt það með ásættanlegum hætti um hvað deilan snúist og samþykkt að fara í verkfall/verkbann. Ólöglegt er að stéttarfélag/félag atvinnurekenda eða samtök stéttarfélaga/samtök atvinnurekenda taki höndum saman og boði til aðgerða til þess að þvinga stjórnvöld í pólitískri deilu.

Sérstök ástæða er til þess að minna t.d. núverandi þingflokksmann Sjálfstæðismanna, þegar hún hvetur samtök útgerðarmanna til verkfallsaðgerða í pólitískum tilgangi, að þessi lög voru á sínum tíma sett á að kröfu Sjálfstæðismanna. Þeir héldu því fram að forysta verkalýðsfélaganna hefði ítrekað misnotað verkafallsvopnið til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga og þvinga stjórnvöld til aðgerða/aðgerðaleysis. Það er hægt að sýna fram á að Páll og sjálfstæðismenn höfðu rétt fyrir sér í einhverjum tilfellum.

Allnokkrir hafa á undanförnum misserum ítrekað hallmælt verkalýðsfélögunum fyrir að hafa ekki gripið til verkfalla til þess að mótmæla gerðum/aðgerðaleysi Alþingis eftir Hrun. Hér má fullyrðingar nokkurra stjórnmálamanna og þekktra spjallþáttastjórnenda um að núverandi verkalýðsleiðtogar séu aumingjar og landeyður sakir þess að þeir hafi ekki skellt sér í verkföll til þess að mótmæla þvinga stjórnvöld til aðgerða. Það var akkúrat megintilgangur laganna, þáverandi meirihluti Alþingis þótti stjórnir stéttarfélaga nýta sér verkföll um of í pólitískri baráttu gegn sitjandi ríkistjórnum.

2 ummæli:

Guðmundur sagði...

Enn einu sinni verð ég að minna á að ef menn vilja láta birta aths. verða þeir að halda sér við það efni sem viðkomandi pistill fjallar um og sleppa persónulegum skætingi, svo ég tali nú ekki um skítkasti út í aðra en mig.

Menn verða að finna sér annan vettvang til þess að fá nafnlausa birtingu á svoleiðis dóti

Bestu kv GG

Eyþór Einarsson sagði...

Þetta er alveg kýrskýrt í lögunum.
Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi.
Ég reikna með að ASí standi við stóru orðin og lögsæki SA og Líú sem fyrst fyrir lögbrotið.
Verði það ekki gert þá sjá þessi samtök að þau eru hafin yfir lög.
Það viljum við ekki að gerist Guðmundur.