föstudagur, 13. júlí 2012

Leiktjöld handstýrðs gjaldmiðils


Hún hefur verið ánægjuleg sú þróun sem hófst með samstarfi ríkisstjórnarinnar með AGS og hinum Norðurlöndunum. Tekið hefur verið með ábyrgum hætti á málum. Þarna var stefnubreyting við Hrunið, fyrri ríkisstjórnir og stjórn Seðlabanka ásamt forseta lýðveldisins eyddu sínum tíma ái að kalla Norðurlöndin ásamt AGS okkar helstu óvini en mærðu þess í stað Rússland og Kína. Lönd sem ekkert gerðu til þess að koma Íslandi til aðstoðar.

En við eigum þó langt í land, verðbólga hér er helmingi hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og vextir eru þar afleiðandi tvöfalt hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Vöruverð er hærra. Það er rétt að kaupmáttur hefur vaxið meir hér en annarsstaðar, en í því sambandi er einnig ástæða til þess að minna á að gjaldmiðill okkar hrundi til grunna og kaupmáttur féll hér á landi þar af leiðandi meir en annarsstaðar. Við erum enn ekki búinn að ná nágrannalöndum okkar.

Um 20 þús. íslensk heimili misstu allt sitt, það gerðist ekki í nágrannalöndum okkar þrátt fyrir að þar væri á ferð efnahagskreppa. Þessi staða er enn til staðar, íslensk heimili eru ennþá í meiri vanda en heimili á hinum Norðurlandanna.

Á hvaða gengi eigum við að reikna út efnahagsbatann? Við erum með ónýtan gjaldmiðil sem nýtist ákaflega vel litlum hluta þjóðarinnar, og sá hluti kemst ekki hjá því að verða sífellt ríkari. Hvað með snjóhengjuna og aflandskrónurnar?

Stóri hlutinn býr við það ástand að vera með skert laun í gegnum endurteknar gengisfellingar krónunnar, greiðir hærri vexti og hefur orðið fyrir eignaupptöku. Eða með öðrum orðum launamenn eru að greiða með þeim hætti aukaskatt vegna Hrunsins og fjármagna uppgönguna, á meðan litli hluti þjóðarinnar kemur sér undan því að vera þátttakandi í þeirri skattlagningu.

Þróun síðustu ára hefur orðið sú sem stefnt hefur verið að. Störfum hefur fjölgað, en þó mest störfum sem íslendingar eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir. Það hefði verið hægt að ná lengra með meiri verðmætasköpun og skapa fleiri velborguð tæknistörf. Stígandi lukka er best, stóra vandamálið er óleyst við búum við gjaldmiðil sem ver lítinn hluta þjóðarinnar, hann hagnast á því að viðhalda þessum gjaldmiðli, á meðan stóri hlutinn býr við lakari kost en þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er auðvelt að smíða leiktjöld með heimastýrðum gjaldmiðli í skamman tíma, það er nefnilega málið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, værum við með Evru sem gjaldmiðil, þá væri landi í miðjum ólgusjó Evru-kreppunnar.

Hefði Ísland verið með Evru sem gjaldmiði, við skulum segja frá árinu 2002, þá hefði Ísland farið sömu leið og Írland og jafnvel Grikkland.

Mundu, hvort sem þér líkar betur eða verr, að Evran er ekki lausn á öllum efnahagslegum vanda, getur jafnvel búið til nýjan efnahagslegan vanda.

Það hefur auk þessa margsinnis komið fram að eitt að þeim atriðum sem hjálpaði Íslandi að ná sér fljótlega eftir hrun, var einmitt sú staðreynd að landið er með sjálfstæðan gjaldmiðil.
Margir erlendir sem innlendir hagfræðingar hafa bent á þetta.

Nafnlaus sagði...

Góðar ábendingar eins og áður.

Það vantar mikið á að hagdeildir hinna ýmsu stofnana hafi gert nægjanlega grein fyrir skaða og þátt krónunnar í hruninu og á fyrri tímum.

Ef slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi þroskast ekki þessi umræða. Í því sambandi skipta slagorð litlu.

60% fyrirtækja urðu gjaldþrota í hruninu - aðallega vegna hækkunar á skuldum - þ.m.t. í sjávarútvegi, og landbúnaði. Þúsundir heimila urðu söluleiðis gjaldþrota - eða misstu aleiguna.

Í raun á þetta við um einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.

Hvers vegna hafa hagdeildir ekki greint þetta tjón kerfisbundið.

Má ekki tala um málið - eða hver er ástæðan?

Guðmundur sagði...

Nafnlaus #09:57 Ég er ekki hissa á því að skýlir þér að bak við nafnleysi með þessa endaleysu. Ef við hefðum verið með Evruna hefði ekki orðið fullkomið kerfishrun á Íslandi. 20 þús heimili hefðu ekki orðið gjaldþrota, kaupmáttur hefði ekki fallið um 30% vextir hefði ekki farið upp úr þakinu og þannig mætti lengi telja. Mini á að krónan var felld nokkrum sinnum frá árinu 2000 til 2007 eða samtals um 60%.

Nafnlaus sagði...

Það er harla einkennilegt að sækja samlíkingar til Grikklands og annarra landa sem eru fjarri okkur og með ólík samfélög. Hvers vegna sækja menn sér ekki samlæikingar í Danmörk, Svíþjóð og Finnlanda eða önnur lönd í Norður Evrópu sem eru lík okkur vanti þeim samlíkingar?
Hvað gerðist í þessum nágrannalöndum okkar sem eru svo lík okkur við Hrunið fóru fjöldi heimila á hausinn? Tóku skuldir heimila og fyrirtækja stökkbreytingum? Guðmundur þessi nafnlausi opinberar sjálfur hversu röklaus hann er.