fimmtudagur, 14. febrúar 2013

Reyksprengjur og lýðskrum


Nú er farið að hilla undir kosningar og nokkrir stjórnmálamenn byrjaðir að draga upp um sig pilsin og setja sig í þær stellingar að vera sætasta stelpan á ballinu. Þeir horfa fram hjá staðreyndum, eins og ætíð, sakir þess hversu mikið kostar að benda á nokkrar óþægilegar staðreyndir, t.d. eins hvað króna kostar launamenn mikið, hverjir eru í raun að borga ef verðtrygging er lögð niður og fleira. Em það er ljóst er að almenningur mun ekki lengur sætta sig við það umhverfi sem krónan býður upp á með reglulegum gengisfellingum sem valda hækkun vaxta og skulda og skerðingu launa.

En þessir „sumir stjórnmálamenn“ hafa hingað til komist upp með að verja núverandi kerfi með því að kasta upp margskonar reyksprengjum til þess að villa fólki sýn og margir hafa trúað því að krónan sé bjargvættur, það er hið gagnstæða hún er sjúkdómurinn. Króna er verkfæri sem valdhafar vilja halda í til þess að færa kostnað vegna eyðsluhyggju og vanhugsaðra kosningaloforða yfir á almenning, með reglubundnum gengisfellingum. Einnig leggja helstu kostunaraðilar „sumra stjórnmálamanna“ fast á um að krónunni verði ekki hent.

Alls ekki má viðurkenna að ESB er raunverulegur kostur, líklega sá eini sem er í boði til þess að koma í veg fyrir annað Hrun og enn meiri fólksflótta frá Íslandi. Andstæðingar ESB umræðunnar nota öll vopn til þess að eyðileggja rökræna samræðu. Nú er því haldið fram að Kanadamenn séu gríðarlega spenntir að við tökum upp Kanadadollar. Eru Kanadamenn virkilega tilbúnir að spandera á okkur þeim fjármunum sem hlýst af því að verja okkar hagkerfi? Eru þeir til í að kaupa allar krónur sem eru í umferð, allt lausafé og skuldabréf og greiða það upp í topp með kanadískum dollurum? Henda svo öllum krónunum í ruslið. Fyrirfinnst enn í heiminum slík gjafmildi og hjartahlýja?

Þetta er óraunhæft og fyrir því eru nokkrar ástæður.
1. Við eigum ekki nægan gjaldeyrisforða sjálf til að kaupa það magn af viðkomandi gjaldeyri til að mæta lausu fé í umferð. Því yrðum við að fá samþykki AGS og Norðurlandanna til að nota lánin frá þeim til þessa arna og það gæti reynst þrautin þyngri. Ljóst má vera að þessar þjóðir myndu ekki vilja fá greitt með krónum fyrir sinn gjaldeyri.

2. Ef okkur tækist að safna saman nægum gjaldeyri til að umbreyta myntinni er ljóst að lítið væri eftir til að mynda varaforða – sá sem er til og er í raun lánsfé færi í myntbreytinguna. Auðvitað skiptir máli á hvaða skiptigengi þessi aðgerð yrði framkvæmd. Ef krónan er of veik (aflandsgengið er 250-300 á evrunni) rýrna eignir okkar tekjur gríðarlega við myntbreytinguna og ef krónan er of sterk göngum við nærri samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með störfum okkar og tekjum.

3. Gefum okkur að við notum jafnvægisgengið sem gæti legið í kringum 130-140 kr. á evruna. Þegar umbreytingunni væri lokið skiptir miklu máli að aðgerðin sé svo trúverðug og traust – að hér verði svo öflugt atvinnulíf – að ekki leiki minnsti vafi á því að við munum standa við skuldbindingar okkar gagnvart erlendum innistæðueigendum sem eru æði margir. Ef þeir telja hins vegar að nú séu þeir lausir og best sé að taka evrurnar og hverfa aftur heim á þarlendan fjármálamarkað er ljóst að bankarnir lenda fljótlega í lausafjárvanda – þá vantar þá meiri gjaldeyri í lausu fé.

Í venjulegu hagkerfi myndi Seðlabankinn sjá til þess að bankinn fengi ,,innlendu myntina‘‘ ef ekki með öðru þá með prentun fleiri seðla. Þetta er hins vegar ekki hægt og þá erum við komin í sama vanda nema hvað við erum búin að sólunda varasjóðnum sem við fengum að láni hjá AGS og Norðurlöndunum til að hleypa þeim erlendu fjárfestum, sem eignuðust íslensk verðbréf þegar þeir voru að veðja á vaxtamun milli Íslands og annarra landa, út úr hagkerfinu með erlendan gjaldeyri og sitjum uppi með afleiðingarnar. Það er ástæðan fyrir því að AGS og Norðurlöndin myndu trúlega aldrei samþykkja svona aðgerð – hún gengur einfaldlega ekki upp.

4. Þá er ótalin sá vandi sem yrði í framtíðinni að ef okkur tekst að koma hagvexti í gang þarf peningamagnið í umferð að fylgja hagvextinum– en ekki vaxa meira en sem nemur hagvexti. Til að gera það í hagkerfi með gjaldmiðil annars ríkis verður Seðlabankastjóri að fara reglulega til þess ríkis með afrakstur útflutningsins og kaupa meiri gjaldeyri og ef hér kæmi upp einhver efnahagskreppa aftur (og það verðum við að gera ráð fyrir að muni gerast) er enginn bakhjarl og engin prentsmiðja.

Þessi mál hafa verið rædd ítarlega á fundum innan verkalýðshreyfingarinnar og hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að eina færa leiðin út úr þessum ógöngum sem núverandi gjaldmiðill og ábyrgðarlaus efnahagsstefna undanfarinna ára hefur leitt okkur í væri umsókn um aðild að ESB og upptaka evru. Og það eins fljótt og auðið er ef okkur tekst að ná ásættanlegum aðildarsamningi sem tryggir hagsmuni okkar í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálum.

Takist þetta er okkur greið leið inn í myntsamstarf Evrópuríkjanna innan ramma ERM-II í stað núverandi gjaldeyrishafta til að lækka vexti og koma fjárfestingum og atvinnusköpun í gang. Það sýnir reynsla Eystrasaltsríkjanna að aðlögunarferli vaxtanna hefst strax innan ERM-II þannig að áhrifin koma mikið fyrr en þann dag sem við fengjum myndina sjálfa. Ekki hafa orðið neinar þær grundvallar breytingar á okkar aðstæðum sem breyta þessari stöðu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mun E.B. samþykkja að taka allar skuldir íslands og breita þeim í evrur það mun taka mörg ár að taka upp REM EÐA HVAÐ ÞAÐ HEITIR MUN GUÐMUNDUR VILJA TAKA Á ATVINULEISINU SEM SEM MUN KOMA ÞEGAR RÍKIÐ MUN ÞURFA AÐ NÁ JAFNVÆGI Í RÍKISFJÁRMÁLUM

Guðmundur sagði...

Nei nafnlaus # 08:05 það hef ég aldrei sagt og engum dettur í hug nema þeim sem vilja snúa út úr. Það stendur skýrum stöfum í greininni hvernig þetta yrði gert.
Hvað varar atvinnuleysi þá er það svo að í mörgum ESB löndum er atvinnuleysi minna en hér. Það hefur komið fram hjá mörgum forsvarsmönnum fyrirtækja að þeir sjá ekki möguleika til þess að fyrirtækin stækki hér on enn síður að þeir séu að flytja heim erlendar deildir fyrirtækjanna. Hér má nefna Össur, Marel og fleiri, það er vegna gjaldeyrishaftanna. Við erum að lokast inni. Hér er atvinnustarfsemi haldið gagnadi með niðurgreiðslum í gengisfellingum, eða með öðrum orðum það er verið að taka um það bil 25% af launum okkar í gegnum það kerfi.

Nafnlaus sagði...

er ekki naflaus heiti kristinn briem kann ekki á innskránínguna.
gét bara ekki séð hvernig þú ællar að komast inní aukaaðilt að evruni í skrifum þínum til að komast í hana þarf island að að keira niður fjárlagahallann ásamt fleiri aðgerðum sem mun kalla á atvinuleisi því miður.við munum vera með óvarða krónu um nokkurt seið en. er það sjálf gefið að fyrirtæki kommi híngað´þó við göngum í E.B.
þegar mörg ríki austur evrópu geingu inní E.B. var mörgum fyrirtækjum lokað es
eins á spáni ef ég gerist nú svartsít þá gætum við hugsað okkur það aðallur fiskur verður uninn í bretlandi það er miklu haghvæmara seljum rafmagnið gegnum sæstreing til evrópu lokum öllum álverum því þau borga ekki nóg flitjum öll til kanarí fyrir gróðan
en ef ég skil þig rétt að ef við fáum ekki aukaaðild að evruni gétum við slept því að fara ínní E.B. að menn komi ekki til íslands vegna krónunar held varla skilst að össur geri upp í evrum sníst meira um skatta og gjöld því flest fyrirtæki sem mindi koma híngað myndi gera upp í erlendum gjaldmiðli en þakka þér fyrir að svara