Gylfi Zoega fer yfir
stöðuna í grein í síðustu Vísbendingu sem kom út nú fyrir jólin. Gylfi segir m.a.
að góður árangur hafi náðst í hagstjórn hér á landi síðustu árin. Hallarekstur
ríkissjóðs hafi minnkað, hagvöxtur hafi verið í nokkur ár, atvinna aukist,
skuldir lækkað og svo frv. Viðskiptajöfnuður hefur verið jákvæður undanfarin
ár, en hann var mjög neikvæður árin þar á undan. Raungengi hefur ekki verið jafnlágt
síðustu þrjátíu ár sama hvort miðað er við laun eða neysluverð, það hefur stuðlað
að jákvæðum viðskiptajöfnuði.
Þrátt fyrir þetta hefur
lítið birt yfir þjóðarsálinni. Stjórnmálamenn og álitsgjafar með
spjallþáttakonungana í broddi fylkingar halda flestir áfram að mála skrattann á
vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin.
Spjallþáttastjórnendur náðu
flugi í Hruninu með yfirlýsingum á borð við“ Lífeyrissjóðirnir rannsökuðu sig
sjálfir og eru mjög ánægðir með rannsóknina.“ Það hefur legið fyrir um langt
skeið að tjón íslensku lífeyrisjóðanna í heild nam um 21,5%, en til samanburðar
má nefna að Calpers sjóðurinn í Bandaríkjunum, sem er sá stærsti í heimi, tapaði
27,1%, Norski olíusjóðurinn tapaði 23,3% og meðaltal bandarískara verðbréfasafna
fór niður um 22,5%. Aðrar íslenskar fjármálastofnanir en lífeyrissjóðirnir fóru
meir og minna allar lóðbeint á hausinn.
Hvað er það sem skýrir
þessa mismunandi upplifum? Menn á borð við Egil Helgason hafa endurtekið gert
málflutning lýðskrumara sem náðu miklu flugi í þáttum hans í kjölfar hrunsins í
spjallþáttunum að sínum og þeir viðhalda kreppu hugarfarsins.
Innlendur sparnaður er
nauðsynlegur til þess að standa straum af innlendri fjárfestingu og afborgunum
af erlendum lánum. Því ættu stjórn að leggja áherslu á innlendan sparnað og
hann er mestur innan lífeyriskerfisins.
Sparnaður er
nauðsynlegur fyrir hagvöxt, án hans getur fjárfesting ekki vaxið. Þeir sem
leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi
lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinnar
einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld.
Það gengur ekki upp án
þess að verðmætasköpun og þjóðarframleiðsla verði aukinn. Á þetta var bent í
Stöðugleikasáttmálanum og hefur verið ítrekað af hálfu aðila vinnumarkaðs
undanfarið.
Áratuginn fyrir gerð
Þjóðarsáttar í febrúar 1990, var verðbólgan yfirleitt á milli 25-50% og fór
jafnvel töluvert hærra, gengið var reglulega fellt og til þess að vinna upp
glataðan kaupmátt samið reglulega um launahækkanir sem oftast námu tugum prósenta.
var fellt, enda náðu þær vel þennan áratug vel þriðja þúsund prósenta. Vextir fóru
með himinskautum.
Í Þjóðarsátt var samið
um 1% kaupmáttarlækkun fyrsta árið, en á þeim forsendum að launamenn myndu fá
það tilbaka í vaxandi kaupmætti, lægra verðlagi og vöxtum. Áratuginn eftir Þjóðarsátt
fór verðbólgan niður í 1 – 3%, kaupmáttur óx sem aldrei fyrr og áratuginn eftir
Þjóðarsátt námu launahækkanir að meðaltali á annan tug prósenta.
Þetta kallar
spjallþáttakonungar og lýðskrumarar þeirra helför og afþakka blómakransa.