sunnudagur, 4. apríl 2010

Land forréttinda

Á Íslandi hefur þróast sjálftökusamfélag þar sem myndast hafa valdahópar sem hafa með nánu samstarfi við stjórnmálamenn skapað sem forréttindi umfram með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings. Nú er rykið byrjað að setjast sem fótgönguliðar þessara hópa hafa þyrlað upp í kjölfar Hrunsins og við okkur blasir gerspillt veröld.

Blekkingarleikir hafa verið ástundaðir um langan tíma. Siðferði skipti þar engu, ef það var ekki bannað með lögum var það heimilt og eðlilegt í augum þessara einstaklinga að ástunda hrifsun á eignum ríkisins og almennings. Sífellt hraðari taktur varð í hrunadansinum og þáverandi stjórnarþingmenn og ráðherrar létu stjórnast af digrum styrkjum og glysferðum.

Ef gerðar voru athugasemdir eða bent á vaxandi ójöfnuð, þrættu fótgönguliðar valdhópanna fyrir það með kostulegum útúrsnúningum og svo einkennilegt sem það nú var voru þeir endurtekið kjörnir til valda. Þessi valdahópar berjast nú af öllu valdi til þess að viðhalda sinni stöðu.

Nú verður ekki lengur undan því vikist að horfast í augu við þessar óþægilegu staðreyndir. Sérstakt rannsóknarteymi frá Deutsche Bank skoðar nú starfssemi Landsbankans fyrir hrun og reyna að meta hvort íslensk og þýsk lög hafi verið brotin.

Þær eru svimandi upphæðirnar sem Ísland hefur kostað erlenda aðila, oft talað um 7 MIA Evra. En það er einnig hér heima fjöldi manns sem varð fyrir barðinu á athöfnum íslenskra fjármálamanna. Þar má ekki síst nefna íslensk heimili sem nýttu sér sérfræði ráðgjöf íslenskra fjármálafyrirtækja og sama á við um þá sem stjórnuðu fjárfestingum lífeyrissjóðanna.

Fótgönguliðar hinna íslensku valdaklíkna hafa markvist þyrlað upp moldviðri með því að beina smjörklípum sínum að þeim sem áttu viðskipti við bankana eins t.d. lífeyrissjóðina, ekki stjórnendur bankanna sjálfra. Með því hefur tekist hingað til þess að komast hjá því að fjallað væri um innri starfsemi t.d. Landsbankans og þeim sem þar störfuðu.

Nú ætlar traustur erlendur banki með langa sögu og öflugar rannsóknardeildir að rannsaka þessa starfsemi og þann blekkingarfe sem virðist hafa verið spunnin til þess að ná fjármagni. Sami blekkingarvefur sem beint var að íslendingum. Banki sem var svo tengdur þeim valdahópum sem voru innst í þeim stjórnmálaflokkum sem hefur farið með völdin hér á landi undanfarna áratugi. Það var jú í skjóli þessa flokka sem Ísland forréttindahópanna varð til. Það samfélag sem hrundi undir þeirra stjórn til grunna.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"traustur banki með öflugar rannsóknardeildir?". Hvar voru þessar deildir þegar Deutze Bank lánaði hingað ótæpilega? Er það ekki ábyrgðarhluti að dæla peningum hingað og tífalda hagkerfið okkar? Þegar ég sló víxil í gamla daga þurfti ég að útlista í hvað ég ætlaði peninginn. Í Danmörku var banki dæmdur til að bera hálfan skaða af að hafa lánað manni of mikið. Maður nokkur skuldaði banka yfir hundrað milljónir (ísl).
Hvar eru gildin hjá Deutze Bank? Bera þeir ekki einhverja ábyrgð á sínum útlánum? Ég hygg að þessi hótun um rannsókn núna sé pr. mótleikur gegn Árna Páli. Þeir vilja kreista hvern blóðdropa úr öllum kröfum sem þeir eiga: lánin hjá Lýsingu td.
Ég hygg að eftir að þeir verða búnir að ljúka sér af vilji nú ekki margir Íslendingar ganga í ESB.

Nafnlaus sagði...

Já sæll nafnlaus
Þú ert ekki að skilja pistilinn, eða neitar að horfast í augu við staðreyndir nema hvort tveggja sé.
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Þrot Landsbankans er vitanlega á allan hátt mjög sérstakt.

Hvernig getur verið að almennir kröfuhafar Landsbankans búist einungis við að fá um 8% af kröfum sínum til baka?

Glitnir, Kaupþing og Straumur eru allir að vera komnir í kringum 30% í áætluðum almennum endurheimtum.

Landsbankinn virðist virkilega hafa verið tæmdur, það er eiginlega ekkert eftir.

Þetta framtak hjá Deutsche Bank er gott og skiljanlegt.

Að spyrja hvar þessar öflugu deildir voru fyrir hrun er eins og að spyrja hvar rannsóknarlögreglan hafi verið ÁÐUR en það varð grunur um glæp? Gerir það einhver??

Halldór

Nafnlaus sagði...

Mikið svakalega er ég oft sammála þér Guðmundur!

Verst að við skulum ekki ná saman í Icesave!

Guðbjörn Guðbjörnsson

sng sagði...

Er sammála þér, en hvað er til ráða, sama fólkið, örugglega með sama viljann til verka, bíður þess að taka við og hvað þá ? öllu sópað undir teppið og "game on" hægagangur kerfisins er ótrúlegur, og ekki annað séð en þeir sem trekktu spiladósina séu að ná vopnum sínum.

Nafnlaus sagði...

Valdaklíkan á heima í Valhöll!