Um langt skeið hefur hún verið umtöluð stefna repúblikana í BNA, þar sem þeir skera niður skatta og þá mest hjá efri millistéttum og upp úr. Þegar demókratar komast til valda er ríkisbúskapurinn í svo miklum vanda erfitt að koma á félagslegum umbótum og nauðsyn að grípa til skattahækkana til þess að koma ríkisbúskapnum í lag. Þetta nýta repúblikanar til þess að ala á óánægju, gera hróp að skattpíningarstefnu demókrata, sem nýtt sé til þess að ala upp ónytjunga.
Ríkisstjórnir Davíðs byggðu á sömu stefnu, talsmenn hennar gerðu gys að norræna velferðarkerfinu og töldu sig byggja upp Íslenskt efnahagsundur. Landssíminn og bankarnir seldir og lagt í umfangsmestu framkvæmdir Íslandssögunar, sem leiddu til þess að tekjur ríkissjóðs jukust um helming hinn fyrirsjáanlega þenslutopptíma. Gert var gys af viðvörunum hagdeilda aðila vinnumarkaðsins og ráðleggingum um að betra væri að leggja þessar auknu tekjur ríkisins til hliðar og geyma til mögru áranna sem við blöstu.
Undir stjórn talsmanna "Báknsins burt", blés ríkisbáknið út og um leið útgjöld ríkisins.var svarað með gysi og útúrsnúningum. „Hættið að bera okkur saman við nágrannalöndin, við erum kominn svo langt fram úr þeim.“ Og „Sendið þá sem ekki skilja velgegni okkar á endurhæfingarnámskeið.“
Vinum og vandamönnum var raðað á garðanna, ríkistofnunum fjölgað, ríkisstarfsmönnum fjölgaði hraðar en starfsmönnum á almennum markaði, fjöldi nýrra sendiherra var settur til starfa við verkefni sem enginn vissi hver væru. Allt menn sem komu úr flokksvélinni og höfðu lítið aðhafst annað en að skipuleggja þjóðhátíðir og glysferðir um heimsbyggðina þar sem efnahagsundrið var lofað, gjarnan í fylgd þekktra öfgamanna úr röðum frjálshyggjunnar.
Í ljós kom að allt var byggt á sandi, engar forsendur voru fyrir skattalækkunum, sem gerðar voru á toppi þensluskeiðs og fyrirséð að ríkið myndi ekki eiga fyrir útgjöldum þegar eðlilegt ástand tæki við. Nú er kominn til valda Kratastjórn og hún horfist í augu við sama vanda og repúblikanar hafa skapað í BNA. Fara í hið óvinsæla verkefni að hreinsa upp eftir hina dýru hægri sveiflu. Gríðarlegt fjárlagagat blasir við og upp í það verður að fylla. Það verður ekki gert nema með miklum niðurskurði í ríkisbákninu.
Stjórnir nágrannaríkja okkar segja að íslendingar verði sjálfir axla ábyrgð á þessum óförum. Þeir hafi sjálfir endurtekið kosið þessa stjórnmálastefnu til valda og um leið gert gys af Norðurlöndunum. Viðbrögð sjálfstæðis- og framsóknarmanna hafa ekki staðið á sér og nú er hópað; „Rauðliða-skattapíning og norrænt velferðarkjaftæði.“ En málið snýst ekki um það, hún snýst um hvort við ætlum sjálf að standa undir því þjóðfélagi sem við búum í.
Málsvörn fyrrverandi stjórnarþingamanna virðist vera sú ein engu megi breyta, afþakka AGS og krefjast þess að nágrannalöndin láni okkur enn meiri fjármuni. Ef það verði ekki gert séu viðkomandi óvinir Íslands og þeir íslendingar sem standi ekki í fæturna með stjórnarandstöðunni séu landráðamenn. Sama rakalausa Icesave-bullið og við höfum þurft að hlusta á undanfarið ár, sem hefur skilað 3.000 nýjum atvinnuleysisplássum á almennum vinnumarkaði. Það blasir við stjórnarandstaðan með dyggri aðstoð Ögmundar er nákvæmlega slétt sama um launamenn á almennum vinnumarkaði og þeir ætla sér aftur á móti að verja ríkisbáknið.
Nágrannalönd okkar hafa undanfarin tvö ár haldið einföldum boðskap að íslenskum stjórnmálamönnum, sem margir þeirra hafa alfarið hafnað að meðtaka. Á meðan íslendingar hafna því að axla ábyrgð á skuldbindingum sínum, fái þeir enga aðstoð. Þegar sé búið að taka alltof mikið af skattpeningum þessara landa í íslenska efnahagsundrið, líklega um 7 þús. milljarða Evra. En ef íslendingar vilji ræða greiðslukjör og vexti þá standi þeim allar dyr opnar um aðstoð, það hefur staðið í skilmálum í öllum útgáfum hinna fjögurra Icesavesamninga sem gerðir hafa verið.
Jóhanna vill ganga í verkið á beinan hátt, og segir ásamt fjármálaráðhera að ekki sé fært að hækka skatta meir. Aukin skuldsetning til þess að standa undir rekstri hins mikla Bákns sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn bjuggu til sé leið til enn meiri ófara. Þetta verkefni mun reyna enn meira ríkisstjórnina en Icesave-deilan, sem kallar á einungis um 12% af erlendri greiðslubyrði ríksins -eftir 7 ár og þá í fá ár.
Lántökur til að fylla upp í fjárlagagatið kostar skattgreiðendur tugi milljarða í vaxtagreiðslur á hverju ári. En ekki stendur á tillögum sjálfstæðismanna; "Færum vandann til næstu kynslóða með því skattleggja sparifé í lífeyrissjóðunum."
En margir hagfræðingar hafa bent á að það sé það vitlausasta sem hægt væri að gera, sakir þess að þá munu skatttekjur augljóslega lækka sem nemur sömu tölu (peningum rignir ekki niður, ef þú tekur skatttekjur núna tekurðu þær ekki aftur seinna), þegar það fólk sem á þennan lífeyri fer á lífeyrisaldur. Þegar að því kemur verður hlutfall skattgreiðanda gagnvart lífeyrisþegum gjörbreytt, lífeyrisþegar verða þá álíka margir og vinnandi íslendingar og það þýðir einfaldlega að hækka yrði skatta á börnum okkar umtalsvert þegar að þessu kemur eða sem nem,ur svipaðri upphæð. En sumir vilja ekki sjá þennan einfalda sannleika.
7 ummæli:
Hjartanlega sammála þér Guðmundur, þetta ógeðslega republikana-lýskrum sem Sjallar og Framsókn hafa tileinkað sér eftir að hafa misst völdin er siðlaust og vegur að forsendum lýðræðisins. Mikil er þeirra ábyrgð.
Þeir gera bókstaflega allt, leggja allt í sölurnar, til að komast til valda aftur. Þar sem ég trúi ekki að Sjallarnir séu nægjanlega vitlausir til að trúa þeirra eigin málstað, er skýringin einungis sú að þeir eru valdasjúkir og í vondri-trú.
Freyr
Góður og skýrmæltur að vanda - sammála
Úlfur
Þetta er meira ruglið í þér Guðmundur. Það var til að koma í veg fyrir stórkostlegar skattahækkanir sem hugmyndin um að flýta greiðslum úr lífeyrissjóðakerfinu var nefnd.
Allir flokkar eru sammála um að skera þurfi niður. Síst eru það þó vinstriflokkarnir sem eru reiðubúnir til þess, eða hvar eru annars hugmyndirnar um það ? Líklega munu þeir koma sér undan því með því að nota lífeyrissjóðahugmyndina í stað þess að skera niður en þá verður líka allt vitlaust. Stjórnarandstaðan mun mótmæla og vonandi þú líka.
Svar til þessu næsta hér fyrir ofan. Ég bætti örlítið inn í textann neðst í pistlinum. En það er búið að svara þessu svo oft.
Samt er reynt að snúa út og kalla þennan einfalda sannleika rugl og þræta og þræta og þræta eins sumir gera alltaf - enda röklausir og reyna að endursegja söguna.
Góður pistill. Það þýðir ekkert að rökræða við sumt fólk því eins og þú segir í yfirsögn á blogginu þínu "enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá"
Kv. Dofri.
Ef ríkisstjórnin hefði klárað Icesave málið í fyrra væri búið að ljúka fjármögnun á orkuframkvæmdum, þær komnar á framkvæmdastig. Sama ætti við um línu og dreifivirki. Stuðningur við sprotafyrirtæki væri umfangsmeiri og líklegt væri að ekki þyrfti að draga eins mikið niður í velferðarkerfinu við gerð fjárlaga í haust.
Þetta eigum við að þakka Sjálfstæðismönnum og Framsókn, en fyurst og síðast Ömma
Kristinn Þór.
Ástæðan fyrir samstöðuleysi og þess að ekki er hægt að klára mál hér á landi er vegna þess að Sjálfstæðismenn geta ekki með nokkru móti unt öðrum þess að vera í stjórn, þeir barasta þola ekki við aumingja mennirnir.
Skrifa ummæli