föstudagur, 27. ágúst 2010

76% Dana ánægðir í sínu fullvalda ríki

Hef verið við störf í Kaupmannahöfn undanfarna daga á fundum innan norræna rafiðnaðarsambandsins. Ég hef verið töluvert í Danmörku í gegnum árin við nám og síðar störf. Auk þess að 2 af börnum mínum og tengdabörnum voru í háskólum hér.

Europarameter birti áhugaverðar tölur í gær en sú stofnun sér um að mæla almenningsálitið í Evrópusambandsríkjunum svo og umsóknarríkjum - því er Ísland í fyrsta sinn þátttakandi. Í ljós kemur að svo virðist sem frændur okkar Danir séu kampakátir með aðild sína að ESB en 76% þeirra telja áhrif aðildar hafa bætt hag Danmerkur. Finnar eru hógværari en 54% er þessu sammála fyrir Finnland, 52% Svía eru telja svo aðild hafa bætt hag Svíþjóðar.

Íslendingar eru öllu svartsýnni á að aðild geti bætt hag sinn en þó telja 29% ESB muni bæta hag Íslands - en eins og fyrr er vert að benda á að það er ágætis útkoma miðað við að enn er alveg óljóst hvernig samningurinn við ESB mun líta út.

Það er svo einkennilegt hvernig menn haga sér allt öðruvísi hér en heima. Þegar íslendingar setjast hér að þá rennur af þeim hið ofsafengna kapphlaup um stóra bíla og risahús. Hér er lagt upp úr að eiga góða eftirmiðdaga með börnum að loknum vinnudegi og frí um helgar.

Engum hér myndi detta í hug að skuldsetja sig eins og við gerum heima, enda myndu danskir bankar og þaðan af síður dönsk stjórnvöld heimila þá skuldsetningu sem íslensk stjórnvöld heimiluðu íslenskum bönkum að steypa heimilunum í. Kaupmannahöfn er eins og flestum íslendingum vel kunnugt um höfuðborg hins fullvalda ríkis Danmerkur, sem er innan Evrópusambandsins, auk þess að vera í víðtæku samstarfi við önnur fullvalda norræn ríki eins og Svíþjóð, Finnland, Noreg og Ísland.

Það kemur furðusvipur á Dani, ef maður spyr þá um hvort þeir telji siga hafa afsalað sér fullveldi með inngöngu í ESB, eins og sumir fyrrv. íslenskra ráðherra og nokkrir alþingismenn halda blákalt fram. Furðusvipurinn breytist svo í hálfgerðan hæðnishlátur. „Æi þið íslendingar eru alltaf svo skrítnir. Þið hélduð að það væri nóg að fá stór lán og þá væruð þið bestir í heimi.“

Finnarnir á fundinum tóku undir að ESB styðji vel við jaðarþjóðir og þeir hafi notið góðs af því sama gildi um norðurhluta Svíþjóðar. Við höfum aldrei haft eins mikil völd og nú segja, enda eru Finnar geysilega duglegir við að starfa innan ESB. Norrænu þjóðirnar. Eftir að þeir gengu í ESB hefur áratuga landlægt atvinnuleysi þeirra snarminnkað og er í dag um 4%. Í Danmörku er sáralítið atvinnuleysi þrátt fyrir að í landinu eru um 200 þús. erlendir launamenn.

Danir benda á að þeir séu í viðskiptasamstarfi við önnur Evrópuríki, það er gert til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu gagnvart öðrum heimshlutum. Íslendingar hafa notið góðs af þessu og tilvist Evrópusambandsins er eins og oft hefur komið fram helsta ástæða gríðarlegs uppgangs íslenskra fyrirtækja.

Danir bjuggu við nákvæmlega sömu heimsbankakreppu og önnur ríki þar á meðal Ísland. En verðbólga þar hefur hækkað lítillega. Dönum standa til boða óverðtryggð lán til íbúðarkaupa á 5 – 6% vöxtum. Verðlag í búðum hér er lægra ekki bara í matvöru, það er ótrúlegur munur á verðlagi byggingarefnis. Kaupmáttur hefur haldist þrátt fyrir kreppuna og gjaldmiðill þeirra stendur.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur,
Þakka þér fyrir þína góðu pistla hér á blogginu.
Ég hef hvorki búið eða unnið í Danmörku en mjög oft komið þangað og átt í viðskiptum við Dönsk fyrirtæki árum saman og kynnst mörgum dönum. Ég er satt að segja undrandi á að aðeins 76% þeirra telji sig hafa haft hag af ESB aðild, ég hefði talið að 95% væri nær sanni þar sem danir eru algerlega háðir þessu sambandi Evrópu ríkja að þeirra eigin mati. Þeir eiga engin fallvötn, engin nothæf fiskimið (allt ofveitt), engan jarðhita eða yfirleitt neinar auðlindir nema landkosti í litlu landi og mannauðinn sem er ekki lítill auður, þeir eru algerlega háðir nágrönum sínum með mjög margt td. orku og markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur sínar og aðrar iðnaðarvörur sem þeir eru duglegir að framleiða.
Það er þannig að eftir því sem löndin eru fjær meginlandinu (stóru þjóðunum í Evrópu) þeim mun meiri andstaða )minni áhugi)er við þetta samkurl, að sjálfsögðu, það hefur alltaf verið svo. Við Íslendingar erum andvígastir allra enda lítil eyja norður í Atlandshafi í órafjarlægð frá meginlandinu, sem á gnægð auðlinda (ennþá) og ein bestur og gjöflustu fiskimið í heimi, fallvötn í tugatali og háhitasvæði víða um landið, þetta allt getum við nýtt okkur um ókomin ár fyrir okkur og afkomendur okkar ef pólitíkusar og þessháttat fólk fær ekki að koma þessum gæðum okkar undir erlenda auðhringa eins og stöðugt er verið að reyna hvern einasta dag. Ég tel að ESB muni ekki koma okkur til hjálpar í því að halda auðlindunum í okkar eigu og til nota fyrir okkur, þvert á móti held ég að þeim öflum sem vilja selja allar okkar auðlindir muni vaxa ásmegin í sinn þrotlausu barátti fyrir stundargróða. ESB er ekkert góðgerðar samband þar sem þjóðir fá allt fyrir ekki neitt, enda ekki stofnað í þeim tilgangi.
Kveðja.
Logi Þórir Jónsson
Mosfellsbæ

Nafnlaus sagði...

Býst við að þú sért að meina Eurobarometer.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill,

ESB og evru sinnar - verða að hafa það hugfast - eð ekkert fæst ókeypis.

Berjist aðilar ekki mun meira fyrir þessu máli - þannig að almenningur í fjölmiðlum verði áþreifanlega var við - og skilji kostina - fellur málið.

Þar sem ESB sinnna hafa öll rök heilbrigðar skinsemi sín megin - hlýtur eitthvað mikið að vera að í markaðssetningunni. Það er ekki nóg fyrir ASI að árétta þessi mál 2 svar á ári á hátiðarfundum,,,,

Það er eftirtektarvert að ASI þegir þunnu hljóði í almennri fjölmiðlaumrðu - nem þú Guðmundur - en enginn má við margnum.

Launþegar verða skilja það að - ef þeirra fulltrúar koma ekki miklu skýrar frá í dagsljósið í þessu máli - þá tapa þeir - mestu kaupmáttartækifærum aldarinnar - og Ísland verður Kúba norðursins - láglaunasvæði - í langan tíma - þar sem þekkingfólkið getur auveldlega flutt úr landi.

Þetta verða aðilar að skilja áður en baráttan er algjörlega töpuð,,,, þrátt fyrir að hafa öll rök ,,, s.s. miklu lægri vexti- sem nemu því að á Íslandi borga aðilar 2falt húsnæðisverð - vegna miklu hærri (5%) vexti til langs tíma.

Ísland verður áfram í þrælabúðum krónunnar. Ein breyting verður þó á - ástandið mun versna verulega - gangi landið ekki í ESB.

Megi sem flestir vakna til aðgerða og baráttu fyrir bættum kjörum framtíðarinnar,,,, og alls fólks,,, á grunni aðferða Nelson Mandela,,,, ekki á grunni haturs,, heldur á grunni berti framtíðar allra,,,, því það er vilji allra,,,,

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur,
Við inngöngu í ESB hafa þau ríki sem þar eru flest ef ekki öll beitt ákvæði í sinni stjórnarskrá sem heimilar afsal á fullveldi að hluta. Þetta gerðu m.a. danir þegar þeir gengu þar inn. Þannig að spurningin hvort einhverjum finnist þeir hafi afsalað fullveldinu á ekki við. Þú hefðir miklu frekar átt að spyrja: Finnst þér fullveldisframsalið hafa skipt ykkur máli eða ekki?
Þetta er nákvæmlega það sem við þurfum að gera varðandi okkar stjórnarskrá þ.e.a.s. að setja þar inn ákvæði sem heimilar slíkt framsal ef við ætlum okkur þarna inn. Um þetta þarf ekkert að deila.
kv
Gunnar Jóhannsson

Nafnlaus sagði...

Rétt hjá 19:58,

Það er auðvelt að klúðra góðum málstað - með aðgereðarleysi.

Tækifæri koma ekki og banka á dyrnar - þeir fiska sem róa.

Þú Guðmundur - hefur fiskað - enda einn af aðal fiskimönnum - betri kjara og heilbrigðar skynsemi í þessu máli.

Lítum til aðferða Nelsons Mandela.

Íslandingar hafa verið í þrælabúðum krónunnar í of mörg ár - Nelson var einnig í þrælabúðum í fjölmörg ár.

Á sama hátt og Nelson Mandela - mun heilbrigð skynsemi Íslendinga sigra í þessu máli.

Sigur Nelsons var hinsvegar ekki, án baráttu - þó hann berðist með friðsömum aðferðum var það linnulaus vinna. Það sama verða aðilar með heilbrigða skynsemi að gera á Íslandi.

Sigur Nelsons var sigur réttlætisins og betir kjara þúsunda.

Sama mun gerast á Íslandi - með stöðugum gjaldmiðli - evru, lækkun matvælavers og mikilli kaupmáttaraukningu.

Þetta mun kosta vinnu - þeir fiska sem róa - ekki síst þeir sem hafa öll rök sín megin. Það er tími til kominn að vakna til aðgerða, og bretta upp ermar, það er góð veiði framundan,,,

Nafnlaus sagði...

Ef ekki er nú þegar búið að segja Gunna danska frá þessari almennu ánægju Dana með ESB... vil ég að það verði gert af eins mikilli nærgætni og tillitsemi og nokkur kostur er.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur:

Danir eru ánægðir ef þeir fá ódýran bjór og sígarettur.

Þess vegna eru þeir svona ánægðir, en ekki endilega af því að landið er í ESB.

Að auki er Danmörk miklu frjálslyndara land en Ísland, og þar að auki er leyft vændi og vændiskaup þar í landi, auk stripklúbba og spilavíta.

Í pólitísk rétttrúnaðar og femínista-talibínaríkinu Íslandi, er þetta allt saman bannað.

Þar að auki er til heilar kynslóir í Danmörku sem hafa aldrei upplifað Danmörku fyrir UTAN ESB, svo það er ekkert að marka þessa könnun.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg að geta spilað fótboltalandsleik undir eigin fána til að teljast fullvalda ríki.

Ríki, sem ekki getur sett sér lög í öllum helstu málaflokkum, er ekki fullvalda.

Ríki sem ekki getur fellt lokaúrskurð í almennum lagalegum deilumálum, er ekki fullvalda.

Bara sorrý, en Danmörk er EKKI fullvalda ríki.

Guðmundur sagði...

Það er harla einkennilegt að heyra menn ræða það í fullri alvöru hér að Danir, Svíar og Finnar séu ekki fullvalda ríki. og að þessi ríki séu ekki með fullgild þjóðþing.

Þau eru á mjög líkum báti og við, þar sem við erum samkvæmt EES samningum að gangast undir ákveðnar reglur, þá helst hvað varðar samskipti og viðskipti fullvalda ríkja innna ESB. Þjóðþing ESB ríkja setja síðan sínar eign reglur eins og við.

Það hefur margoft verið rætt þá sérstaklega af hálfu fulltrúa launamanna hversu seinar ríkisstjórnir Íslands hafa verið til þess að samþykkja og staðfesta reglur hvað varðar réttindi launamanna.

Ísland hefur á þessu sviði verið langt á eftir öðrum nágrannaþjóðum.

Íslenskar ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ætíð tekið málstað vinnuveitenda í þessum málum og barist gegn réttindum launamanna.

Þetta kom t.d. glögglega fram í stríðinu vegna Kárahnjúka, einnig má minna rétt í uppsögnum og fleira.

Það blasir við að þeir sem halda öðru fram m.a. hér í aths. dálkunum eru málsvarar þeirra afla sem vilja halda íslenskum launamönnum niðri og bæta sinn eigin hag sem mest og halda sínum forgang að sérréttindum.

Þessir forréttindamenn fella að auki reglulega kaupmátt launamanna til þess að auka sinn arð af verðmætaaukningu hinnar vinnandi handar.

Enn einu sinni ætla ég að benda á öfugsnúna fullyrðingu, ESB á engar auðlindir. Danir og Bretar eiga sínar olíu og gaslindir, sama á við um námur Svía og skóga Finnalnds.

En sérréttindavörslumennirnir beita sínum málgögnum til þess að verjast réttindabaráttu launamanna og eru duglegir við að ljúga að okkur hér í ath.s dálkunum

Hrefna sagði...

"Bara sorrý, en Danmörk er EKKI fullvalda ríki"

Liggur þá ekki næst fyrir að slíta stjórnmálasambandi við Danmörku. Ekki getum við verið að eyða peningum í að halda uppi stjórnmálasambandi við hérað í ESB-landi.