Öll vitum við að helsta niðurstaða Rannsóknarskýrslunnar var falleinkunn á íslensku stjórnsýsluna. Ljóst er að þar þarf að taka til og það skiptir engu hvort við göngum í ESB eða ekki. Ef við tökum ekki til munum við búa áfram við hinn dýra óstöðugleika sem veldur lækkandi kaupmætti, háum vöxtum og háu verðlagi.
Við sjáum það að á málflutning NEI manna að þeir vilja ekki þessar umbætur, enda blasir við að þar fara fremstir í flokki sérhyggjumenn sem hagnast á því að núverandi ástand verði áfram, svo þeir geti áfram ástundað valdabrölt og eignatilfærslur frá launamönnum til fárra. Afleiðingar þessa blasa við, Ísland hefur tapað efnahagslegu fullveldi og á allt undir því að fá lán sem eru niðurgreidd af vinaþjóðum okkar og AGS.
NEI-menn beita öllum brögðum í bókinni til þess að afvegaleiða umræðuna. Þeir hafa til þess tvo fjölmiðla, sem reknir eru að útvegsmönnum og bændaforystunni með ríkisstyrkjum. En það sem verra er að aðrir fjölmiðlamenn láta ítrekað afvegaleiða sig með fullyrðingum sem blasir við, ef málið er skoðað, að eru klár endaleysa.
Með þessari stefnu er stefnt að því að Ísland verði láglaunasvæði með gamaldags efnahagsstjórn, háum vöxtum og verðtryggingu. Eignamenn græða á vaxtamun og nýta sér aðstöðuna til þess að spila með gengi hennar.
53% af viðskiptum Íslands fara fram í Evrum, þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar dollarinn 11% og Kanadadollar 1%. En sumir hafa nefnt þessar myntir til þess að komast hjá því að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og drepa vitrænni umræðu á dreif.
Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn eins og NEI-menn hafa haldið fram. Hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni með skelfilegum afleiðingum fyrir launamenn. Meiri verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag.
Árið 1951 stofnuðu Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland til samvinnu í þungaiðnaði sem gekk mun lengra en gengur og gerist í milliríkjasamningum. Það var undanfari ESB. Þá var verið að undirbyggja framtíð og komast úr vítahring styrjalda og tryggja frið. Þetta samstarf þróast og þann 1. jan. 2002 var Evran tekin í notkun. Hvatinn henni var að tryggja efnahagslegt mótvægi við BNA og tryggja samkeppnistöðu og auka með því atvinnu.
Ef við skiptum um mynt mun áhættuálag Íslands lækka töluvert. Það munar gríðarlega um hvert prósentustig í vöxtum eins og komið er fyrir Íslandi með hinar svimandi háu skuldir. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hagkerfisins um nokkra milljarða.
Íslenska krónan er við hlið evrunnar eins og korktappi við hlið skips af stærstu gerð. Örgjaldmiðilinn var auðveld bráð á spilaborðinu þar framkallaðar voru miklar sveiflur og auðmenn högnuðust enn meir á meðan venjulegar fjölskyldur bjuggu við hækkandi verðbólgu og vexti vegna þessa ástands.
Sveiflur krónunnar hafa leitt til þess að sparnaður og aðgát í fjármálum er íslendingum ekki eðlislægt eins og komið hefur fram í könnunum. Fjármálalæsi íslendinga er ákaflega lágt, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. Það mun reynast vonlaust að laga það á meðan við búum við örgjaldmiðil.
Danmörk er að greiða 1 – 1,5% hærri vexti fyrir það að vera með danska krónu í stað evru. Það liggur fyrir að við munum greiða a.m.k. 3,5% aukalega hærri vexti á meðan við höldum krónunni.
Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna“ svo ég noti þeirra eigin orð.
Þetta upplifa íslenskir launamenn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og langvinnrar kjarabaráttu og svo einkennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eignatilfærsla og reikningurinn er sendur launamönnum.
Sömu bjálfarökum er haldið fram þegar bent er á hversu slakt Almenna tryggingarkerfið þar komast menn upp með að benda á verkalýðshreyfinguna og slakir fjölmiðlar súpa hveljur yfir því. En samt vitum við öll að ákvarðanataka um Almenna bótakerfið fer fram á Alþingi og í stjórnsýslunni, ekki hjá verkalýðshreyfingunni.
Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína.
20 ummæli:
Guðmundur Gunnarsson er með allra bestu pistlaskrifurum landsins.
"No nonsense" maður.
Svarið er einfalt Guðmundur. Tiltrúin á allt sem snýr að íslenskri stjórnsýslu er lítið sem ekkert.
Nálgun og hegðun stjórnkerfisins (óháð flokkum) hefur lítið breyst á síðustu misserum.
Vandanum er öllum mokað yfir á almenning og hann nýttur sem vindbrjótur.
Það hefur enn enginn á alþingi stígið fram að beðið þjóðina afsökunar fyrir hönd þingsins, stofnunar sem er hjartað í lýðræðisvirki fólksins.
Þess vegna enn svo mikil reiði í samfélaginu, reiði sem elur af sér tortryggni og sundurlyndi. Reiði sem elur af sér öfund og svartsýni.
Á meðan þetta er staðan þá verður umræðan um ESB hjóm, hún deyr í öllu öðru suði og erjum.
Kveðja,
Björn Kristinsson
Ekki spurning að Guðmundur er sá maður sem best heldur á málum í Evrópuumræðunni.
Þvílíku og slíku rugli hef ég sjaldan séð safnað saman eina blogg grein.
Það er skrítin röksemdafærsla að þeir sem séu á móti inngöngu í ESB séu á móti betrumbótum í stjórnkerfinu. Ekki ósvipað og þegar fyrrum forseti bandaríkjanna sagði "If you are not with us, you are against us".
Sama hugsun hittir þig fyrir þegar þú talar um fjölmiðla, hvað með þessa fjölmiðla? : Eyjan, Smugan, fréttablaðið eða DV?
Hefur ESB sýnt af sér óaðfinnanlega stjórnsýslu? Þvert á móti setja þeir smærri ríkjum reglur en stærri ríkjum leyfist svo að brjóta þær ítrekað.
Hverjir eru að viðhalda núverandi ástandi, getur verið að það sé ríkisstjórnin sem stendur í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og sóar tíma ráðuneyta og peningum í aðildarbrölt að ESB í stað þess að vinna að uppbyggingu heima fyrir. Ríkisstjórn sem sýnir undirlægjuhátt gagnvart útlendingum og vill drífa sem fyrst í því að skrifa undir skuldasamninga sem enginn hefur sýnt fram á að okkur beri að borga. Ef einhver telur sig hagnast á núverandi ástandi þá er það ríkisstjórnin sem telur að takist henni að beygja íslendinga nógu djúpt í duftið þá séu þeir tilbúnir að selja landið inn í ESB um aldur og ævi.
Það er ekki erfitt að sjá út úr þessu hvaða aðilar eru að "fórna efnahagslegu fullveldi" íslendinga. Þitt fólk í ríkisstjórn.
Geturðu ekki séð hvað við hefðum fengið í staðin fyrir launalækkanir? Ef við hefðum verið með evru þá hefði gengið ekki getað fallið. Það hefði þýtt tugi prósenta atvinnuleysi og samkeppnisstaða okkar gagnvart öðrum löndum hefði hríðversnað og þar með möguleikar okkar til að bjarga okkur upp úr holunni. Hvort er betra að þínu mati, að allir lækki í launum og útflutningur blómstri þegar krónan lækkar, eða að fá 30-40% atvinnuleysi en þeir sem séu með vinnu haldi a.m.k. góðum launastandard?
"þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru" ....bíddu, sérðu bara aðra hliðina á peningnum? Hvers virði er að hafa evru ef tekjumöguleikar verða helmingi verri? Áttarðu þig á því að til að geta átt viðskipti við önnur lönd þurfum við að hafa eitthvað að selja og vera samkeppnisfær... tegund myntar til að taka við verðmætunum skiptir þá ekki máli, það er varan sem skiptir máli. Þú talar um eins og einhver auðlegð felist í evrunni. Þvert á móti töpum við mikilvægum stjórntækjum með því að taka upp gjaldmiðil sem við höfum enga stjórn á.
Þú áttar þig vonandi á því að ef við förum í evru þá er það ekki gjaldmiðillinn sem sveiflast heldur samkeppnisstaða okkar og þar með lífskjör okkar. Hverjir stjórna evrunni? Hefur evran komið öllum til góða?... svarið er NEI. Evran hefur komið kjarnalöndunum til góða, þeim sem flytja mikið út fyrir evrusvæðið, t.d. Þýskalandi. Hin löndin hafa liðið fyrir að hafa gjaldmiðil sem ekki fylgir þeirra hagsmunum. Miðjarðarhafslöndin eru öll í vanda. Ekki líður að löngu þar til Þýskaland mun kljúfa sig út úr evrunni því þeir vilja ekki borga undir lífsstandard hjá miðjarðarhafslöndunum. Þá verður örugglega mikil framtíð að vera með evrur á íslandi (eða þannig).
Þetta er blekkingarleikur og þú virðist vera beiskur yfir því að fólk sjái í gegnum ruglið sem ESB aðlögunarferlið er. Við verðum fyrst illa sett þegar öll völd yfir landinu eru komin til Brussel.
Geturðu ekki séð hvað við hefðum fengið í staðin fyrir launalækkanir? Ef við hefðum verið með evru þá hefði gengið ekki getað fallið. Það hefði þýtt tugi prósenta atvinnuleysi og samkeppnisstaða okkar gagnvart öðrum löndum hefði hríðversnað og þar með möguleikar okkar til að bjarga okkur upp úr holunni. Hvort er betra að þínu mati, að allir lækki í launum og útflutningur blómstri þegar krónan lækkar, eða að fá 30-40% atvinnuleysi en þeir sem séu með vinnu haldi a.m.k. góðum launastandard?
"þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru" ....bíddu, sérðu bara aðra hliðina á peningnum? Hvers virði er að hafa evru ef tekjumöguleikar verða helmingi verri? Áttarðu þig á því að til að geta átt viðskipti við önnur lönd þurfum við að hafa eitthvað að selja og vera samkeppnisfær... tegund myntar til að taka við verðmætunum skiptir þá ekki máli, það er varan sem skiptir máli. Þú talar um eins og einhver auðlegð felist í evrunni. Þvert á móti töpum við mikilvægum stjórntækjum með því að taka upp gjaldmiðil sem við höfum enga stjórn á.
Þú áttar þig vonandi á því að ef við förum í evru þá er það ekki gjaldmiðillinn sem sveiflast heldur samkeppnisstaða okkar og þar með lífskjör okkar. Hverjir stjórna evrunni? Hefur evran komið öllum til góða?... svarið er NEI. Evran hefur komið kjarnalöndunum til góða, þeim sem flytja mikið út fyrir evrusvæðið, t.d. Þýskalandi. Hin löndin hafa liðið fyrir að hafa gjaldmiðil sem ekki fylgir þeirra hagsmunum. Miðjarðarhafslöndin eru öll í vanda. Ekki líður að löngu þar til Þýskaland mun kljúfa sig út úr evrunni því þeir vilja ekki borga undir lífsstandard hjá miðjarðarhafslöndunum. Þá verður örugglega mikil framtíð að vera með evrur á íslandi (eða þannig).
Þetta er blekkingarleikur og þú virðist vera beiskur yfir því að fólk sjái í gegnum ruglið sem ESB aðlögunarferlið er. Við verðum fyrst illa sett þegar öll völd yfir landinu eru komin til Brussel.
Vaxtamunur Danmarks Nationalbank og ECB hleypur á 0 til 0,25%, en ekki 1 til 1,5%, sjá http://www.danmarksnationalbank.dk/C1256BE20056B7B4/side/Officielle_Rentesatser
og
http://www.ecb.int/home/html/index.en.html
Í framhaldi af fyrri færslu minni þá sé ég aðeins eitt mál sem gæti mögulega fengið landsmenn til að sameinast og öðlast bjartsýni:
Vel heppnað stjórnlagaþing með skýrri niðurstöðu og framtíðarskipan okkar stjórnsýslu.
Verði hins vegar þetta skref litað pólitískum litum í stað þess að leyfa hér þjóðinni að eiga hér óskorað vald er betur heima setið.
Guðmundur, þú spurðir um umræðu um ESB. Vilji menn fá vitræna umræðu um ESB er ofangreint mál fyrsta skrefið fyrir almenning að ná aftur vopnum sínum. Þetta er líflínan á milli alþingis og almennings. Verði skorið á hana fellur ESB umræðan um sjálft sig.
Niðurstaða slíks þings gæti orðið fyrirmynd fyrir margar þjóðir í áþekkum fótsporum og við erum í. Hugsum út fyrir ramman og nýtum þetta tækifæri sem gerist ekki nema á aldafresti í sögu þjóða.
Kveðja,
Björn Kristinsson
Guðmundur, það á við nei menninna" að enginn er eins blindur og þeir sem vilja ekki sjá". Haltu áfram að hola steininn!!
Ólafur
Takk fyrir stórgóðan pistil Guðmundur. Tek undir með þér að ESB umræðan er alltof þröng og ekki eru menn en komnir að því að hleypa í umræðuna kostnaði t.d. við vest og vastavexti og að koma sér þaki fyir höfuðið t.d. Ég næstum tárast þegar ég heyri ungt fólk segja að hér sé bara allt í góðu lagi varðandi þessi mál.
Tek mér þá heimild að linka á hann
bestu kveðjur
Gísli Hjartar
Þessi Sigurður gefur heldur betur bull forsendur og bera aths. hans glögglega með sér að hann er einn þeim sem vill halda í sérréttindi og halda Íslandi sem láglaunasvæði með því að keyra kjarasamninga niður með gengisfellingum.
Það liggur fyrir að ef Ísland hefði haldið áfram því ferli sem hófst hér upp úr 1990 þá værum við í betri stöðu en t.d. Danir, hefðum ekki orðið fyrir gengishruni, værum með svipaða vexti og þeir og ekki verðtryggingar og værum ekki að borga 3 -4 sinnum fyrir húsin okkar.
Atvinnuleysi væri hér lægra og við værum ekki að missa fyrirtæki og fólk úr landi.
En hægri sveiflan og einkavæðingin leiddi okkur í þessa stöðu og það eru einungis tværi leiðir úr, taka upp þráðinn eins og hann var 1995 og klára það dæmi eða stefna í láglaunasvæði og missa um 20 þús vel mennta fólk úr landi.
Greinar Guðmundar eru þær langbestu sem hér birtast hvað varðar greiningu á stöðu almennings
Gylfi
Flotur pistill,
Það er brandari að NEI menn segjast ekki vilja ganga í ESB.
Íslands er 100% í ESB á öllum helstu sviðum þjóðfélagsins - er varða einstaklinga og fyrirtæki.
Þetta stafar af því að Island sem EES land tekur upp 100% af öllum lögum á innri markaðnum, á sviðum vöru, þjónustu, fjármagns og fólks! Þetta eru megin sviðin í öllu hagkerfinu. Síðan tökum við ekki allt yfir á öðrum sviðum, þannig að í heild er Ísland 75% inn í ESB.
Það er því brandari að halda því fram að Ísland sé ekki í ESB.
Í raun gekk Ísland í ESB með EES samningnum, þar sem landið yfirtekur 75% af öllum lögum og reglum innan ESB, án þess að geta haft nokkur áhrif á þessi lög.
Kjarni málsins snýst um sjálfstæði og endurheimta það stórfellda valdaafsal sem fólst í EES samningnum.
Þetta stafar af þvi að innan EES - er ekki gert ráð fyrir því að EES löndin get haft nein áhrif á þau lög og reglur sem þau verða að taka yfir frá ESB!! Þetta stafar af því að EES samningurinn átti aldrei að vera langtímasamnngur - enda gegnu flest hin EFTA löndin inn í ESB einungis einu ári eftir að EES samningurinn gekk í gildi 1994.
Þetta er stórfellt afsal á stjórnunarlegum áhrifum í stærsta milliríkjasamningi Íslands, og um leið er þetta stórfellt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar - þar sem landið getur ekki haft áhrif á þau lög og reglur sem það tekur yfir frá ESB.
EES samningurinn er því í raun að viðhalda því að Ísland sé áhrifalaus aukaaðili innan ESB. Slík staða til lengri tíma er ekki samboðin sjálfstæðri þjóð og í rauna stórfelld skerðing á sjálfstæði þjóðarinnar.
Ef Ísland gengi í ESB - fengi landið um leið fulla aðild að öllu stjórnunarferli ESB og gæti haft áhrif á þau lög og relgur sem Ísland tekur yfir hvort sem er.
Með aðild að ESB myndi Ísland því endurheimta það sjálfstæði sem fórnað var innan EES.
Aðild að ESB er þvi stærsta sjálfstæðismál landsins á síðari tímum.
Kaldhæðni NEI aðila, er hinsvegar sú að landið eigi áfram að afsala sér þessu sjálfstæði innan EES samningsins - og taka upp lög og relgur ESB án þess að hafa nokkuð um þau að segja - eins og gert er nú innan EES. Með slíkri stefnu eru NEI sinnar að viðhalda því að Ísland sé áhrifalaus aukaaðili innan ESB, sem um leið er stórkostleg skerðing á sjálfstæði þjóðarinnar.
Segjum JÁ við ESB og auknu sjálfstæði Íslands um leið, samhliða stórfelldum bættum kjörum sem felst í stöðugleika, lágum vöxtum, öflugu atvinnulífi og stórlega auknum kaupmætti.
Þeir sem mæra gengisfellingu krónunnar til að bjarga okkur upp úr skakkaföllum mættu hafa í huga að það er einmitt þessi leið sem óábyrgir vankunnandi ráðamenn og peningaöflin nýta til að bæta fyrir axarsköft sín.
Almenningur er alltaf látinn borga fyrir sukkið og fákunnáttuna með þessum hætti.
Ráðamenn hér hafa alltaf fengið að borða banana eins og þeim sýnist meðan almenningur er reglulega dreginn með gengisfellingum niður á fátækraplan gagnvart nágrannalöndunum.
Hulda
Afar góðar og raunsæjar greinar Guðmundur,
Einu má bæta við.
Nú á að greiða atkvæði um að draga ESB umsókn til baka. Lengi getur vont versnað.
Vita aðilar ekki hvaða nýjar hættur það skapar fyrir þjóðina, ef sú umsókn verður dregin til baka.
Það litla traust á erl. fjármálamörkuðum sem þó er til staðar - er vegna þess að Ísland gæti tekið upp traustan gjaldmiðil fljótlega í framtíð, og fengið stuðning Seðlabanak Evrópu þar til evra væri tekin upp.
Væri þessum viðræðum við ESB hætt, væru auknar líkur á því að ísl. fyrirtæki gætu ekki fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Þetta á t.d. við um orkufyrirtæk og fjölmörg önnur einnig.
Slík staða myndi auka verulega líkur greiðslufalli fyrirtækja, sem samhliða myndi auka líkur á nýju bankahruni....
Er aðilum alvega sama í hvaða hættu er verið að setja þjóðina???
Er ekki komið nóg???
Ég hef séð á nokkrum stöðum alveg ótrúlega lágkúrlega umfjöllun um ESB pistlana mína. Það væri svo sem út af fyrir sig að menn væra að níða mig niður, en Rafiðnaðarsambandið og þá sem ég vinn með þar, ASÍ og fleira er algjörlega óásættanlegt.
Ég hef aðeins "pistlað" um þessi mál um mun gera það líklega á eftir eða á morgun, í stað þess að fara inn í orðræðuna í aths.dálkunum.
Þakka málefnaleg svör, bæði hér og eftir örðum leiðum. Ætlast vitanlega ekki til þess að allir menn séu mér sammála, en eigum við ekki að reyna að halda við málefnið.
Kv GG
Guðmundur þér hefur verið tíðrætt um hvað hagur launafólks muni batna við ESB aðild og er áð sjá að ekkert sé fyrir Íslenska launþega að óttast við ESB aðild. Því langar mig að spyrja þig sem frammámann í íslenskri verkalýðshreyfingu hvaða augum þú lítur þá ógn sem launþegar og verkalýðshreyfingin í hinum betur stæðu löndum innan ESB finnst að sér steðja, og á ég þar við starfsmannaleigurnar sem haslað hafa sér völl í þessum löndum í sí auknum mæli eftir Vaxholms málið og bjóða upp á starfskrafta frá láglaunasvæðunum í ESB og þá í beinni samkeppni við launþega í hinum betur launuðu löndum ESB og þá á launum sem eru langt undir gildandi lámarkslaunum kjarasamninga þessara betur stæðu landa. Það hefur mikið verið ritað og rætt um þetta erlendis en hingað hefur umræðan ekki náð enn, því væri fróðlegt að heyra hvað þér finnst um þetta mál og hvort það sé ekki ástæða fyrir Íslenska launþega að óttast þessa þróun við inngöngu okkar í ESB og þá af hverju.
Sæll Rafn
Það eru margir sem virðast ekki hafa áttað sig á því að með undirritun EES samnings fyrir um 15 árum síðan undirgengumst við að fylgja eftir hinu svokallað frjálsu flæði verkalfólks á EES svæðinu.
Innganga í EBS mun engu breyta þar um, þetta kom m.a. mjög glögglega fram þegar slagurinn var um hin erlenda launamenn af EES svæðinu á Íslandi á 2005 - 2008 og eru reyndar enn allnokkrir hér.
En það hefur reyndar einnig virkað í hina áttina, það eru um 25 þús. íslendingar að störfum á EESsvæðinu fyrir utan Ísland og það eru sífellt fleiri sem eru að nýta sín réttindi innan þess svæðis.
Þannig að það væri í raun skeflilegt af við segðum upp þessum samning.
Ég held reyndar miðað við það sem ég hef heyrt niður í Evrópu á fundum forsvarsmanna stéttarfélaga að þolinmæðí þeirra gagnvart okkur sé á þrotum og þeir muni segja þessu upp einhliða gagnvart okkur.
Við stöndum ekki við neina samninga nema þeir séu okkur hagstæðir og við séum sífellt með kröfur gagnvart þeim án þess að vilja leggja nokkuð fram á móti.
Frábær grein hjá þér Guðmundur. Þú hittir naglann í höfuðið eins og venjulega.
Þræll #83
Sæll Guðmundur mér er kunnugt um þennan EES samning , en ég er ekki að spyrja um hann heldur þá staðreynd að með tilkomu dóms Evrópudómstólsins í vaxholms málinu þá var fyrirtækjum á ESB svæðinu gert kleift að ráða til sín launþega frá lálaunasvæðunum í ESB og þá einnig að greiða þeim laun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gilda í þeim löndum sem launþegin kemur frá, þó svo að þeir séu undir lámarkstöxtum í því landi sem fyrirtækið starfar, ég veit að þú kannast við þetta Guðmundur. Þó við höfum fengið hingað farandverkamenn frá láglaunalöndum ESB þá hefur atvinurekendum verið skylt að greiða samkvæmt Íslenskum kjarasamningum hingað til, en við ESB inngöngu mun atvinurekendum hérlendis vera kleift rétt eins og kollegum þeirra í ESB að ráða til sín fólk frá lálaunasvæðum ESB og þá á launum þess lands sem launþegin kemur frá. Ég geri ráð fyrir því að þú kannist við þessi mál þar sem starfsmannaleigurnar eru ryðja sér til rúms og sem hefur brunnið á verkalýðshreyfingunni í til dæmis Svíþjóð og raunar víða annarstaðar í ESB löndunum, og nægir að nefna þá 10 punkta stefnuskrá Sænska sósíaldemókrataflokksins í atvinnumálum nú fyrir kosningarnar þar í landi í haust. Það er þetta sem ég vill fá svör við, eða er engin ástæða fyrir Íslenska launþega að óttast það að þurfa að keppa um störf við þetta láglauna fólk þegar Ísland er komið inn í ESB að þínu mati og að slíkt geti át sér stað hér við ESB aðild okkar og þá af hverju.
Á Íslandi eru gilda lög sem kveða á um að löglega gerður kjarasamningur milli stéttarfélags og samtök vinnuveitenda í við komandi starfsgrein og á viðkomandi svæði ákvarði lágmarkskjör á því svæði. Þessi lög eru ekki í Svíþjóð þessa vegna féll þessi dómur.
Samtök þeirra hægri flokka sem eru mest til hægri innan ESB hafa krafist þess að kjarasamningur heimaríkis gildi, við hlið þeirra börðust sjálfstæðismenn frá Íslandi, Guðlaugur Þór var nefndarmaður.
Þessu var svarað af helstu forsvarsmönnum ESB að ef þessi leið yrði farinn jafngilti það hraðlest til lægstu kjara innan sambandsins, en það væri reyndar þvert á stefnu sambandsins, hún væri að bæta kjör launamanna og laga átvinnuástand og bæta framleiðni á hagkvæmni, ma með því að taka upp eina mynt. Það lækkar umrtalsvert kostnað vegna viðskipta innan svæðisisins. Gera ESB samkeppnishæft við Asíu svæðin.
Skrifa ummæli