miðvikudagur, 18. ágúst 2010

Fréttamat

Það er ótrúlegt fréttamat að ummæli um að ríkisstjórn eigi að greiða niður skuldir eftir Guðlaug Þór dragi inn á fréttasíður. Guðlaugur Þór var í ríkisstjórn sem bjó til þessar skuldir og kom ríkisskassanum í þá stöðu að ráð ekki við ríkisútgjöldin. Nú liggur fyrir að það verður að skrar niður rekstur hins opinbera um 30% en þingmenn hringsnúast og hafa ekki buðrir til þess að takast á við það verkefni. Nokkuð sem ég er búinn að spá margoft hér á þessari síðu að myndi gerast.

Hann var í ríkisstjórnum og stuðningsmaður ríkisstjórnum sem fylgdu sömu stefnu um að lækka skatta á hinum hæst launuðu á toppi þennslunnar, sem gerði það að verkum að þá lá fyrir að skattar í eðlilegu árferði myndu ekki duga fyrir rekstri hins opinbera. Guðlaugur Þór var í ríkisstjórnum sem juku mest allra umfang ríkisreksturs. Hann var í ríkisstjórn sem jók einnig skatta á hinum lægst launuðu.

Hann var í ríkisstjórnum sem skópu þann vanda sem við erum í og skuldsetti Ísland í kaf. Það var reyndar falið með efnahagsbrellum eins og krónubréfum og fleiru. Maður sem var í ríkisstjórn sem setti okkur í Icesave hnútinn og maður sem stendur í mjög vafasömum sporum m.a. vegna styrkja. Þessir hinir sömu hafa svo staðið í vegi fyrir því að hægt sé að leysa Icesave hnútinn með ómerkilegustu vinnubrögðum sem sést hafa á Alþingi.

Mann setur einnig hljóðan þegar fyrrverandi stjórnarþingmenn eins og t.d. Bjarni Ben og Guðlaugur Þór fara að gagnrýna eitthvað sem þeir kalla pólitískar ráðningar. Þeir voru í ríkisstjórnum sem sniðgengu allar reglur við ráðningar í Hæstarétt, Héraðsdóm, prófessora við Háskólann og fjölda sendiherra. Gengu framhjá áliti nefnda um hæfni og réðu flokkspólitíska vini og vandamenn.

Þeir voru í ríkisstjórnum sem komu íslenska hagkerfinu í þá stöðu að lánstraust okkar féll í ruslflokk og öll nágrannalönd okkar höfnuðu að lána Íslandi nema í gegnum AGS og íslenskar ríkisstjórnir ásamt Seðlabanka yrðu settar undir stjórn AGS. Ríkisstjórnum sem hafa komið Íslandi í þá stöðu að við erum í dag eina norðurlandaríkið sem ekki er minnst á í könnunum um hvar best er að lifa.

En það er einnig hætt að gagnrýna fleira í þessu sambandi. Hvernig menn eru eru dæmdir morðingjar áður en fyrir liggja sannanir. Nafnlausar greinar í MBL, það er leiðarar, Staksteinar og Reykjavíkurbréf, þar sem einstaklingar er nánast daglega teknir af lífi með einhverjum rakalausum upphrópunum og dylgjum. Sem verða svo að einhverjum staðreyndum hjá framantöldum og fylgjendum þeirra.

Einnig mætti velta fyrir sér kostulegt upphlaup vegna Þjórsárvera og t.d. bera það saman við umfjöllun um virkjanir í neðri hluta Þjórsá. Þjórsárver eru svæði sem eru einstakt náttúrvætti. En bakkar neðri hluta Þjórsár eru undirlagðir af túnum og fleiri manngerðum verkum þar sem viðkomandi bóndi gerir það sem honum sýnist. Rennslið í neðri hluta Þjórsár er það jafnt að lítil lón þurfa að vera við fyrirhugaðar virkjanir, einungis 10% þeirra fer út fyrir núverandi árfarveg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að benda á þetta.


Þræll #83

ps. rakst á grein sem heitir "Á móti öllu" eftir Pawel Bartozek frá 2004.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=792026

"Hefur VG einhverja stefnu [um] hvað skuli vera á framfæri hins opinbera, en fyrir hverju skuli treysta einkaaðilum? Eða telur flokkurinn kannski að allt sem sé prívat sé vont. Telur flokkurinn að HR hafi skaðað menntun í landinu og tilkoma Stöðvar 2 og SkjásEins hafi gert íslenskt samfélag fátækara? Og hvers vegna á þá ekki bara að þjóðnýta Ökuskólann, Securitas, Morgunblaðið, Baug og Flugleiðir, eða önnur fyrirtæki sem hafa mikilvægu "þjóðfélagslegu" hlutverki að gegna?"

Nafnlaus sagði...

Það er misskilningur hjá þér Guðmundur ef þú heldur að lækkun skattprósentu leiði til minni tekna í ríkissjóð. Það er sama hvaða rannsóknir á þessu þú skoðar niðurstaðan er alltaf sú sama. Sanngjörn lág skattprósenta skilar meiru í ríkissjóð í formi neysluskatta og fækkun undanskota, auk þess sem allir sem það geta reyna að bæta við sig tekjum með aukinni vinnu. Þetta er svo skýrt að maður verður alltaf jafn svekktur þegar vinstri menn fara í excel skjalið og reikna skatttekjur af hærri skattprósentu. Skoðaðu t.d. auðlegðarskattinn á næsta ári og berðu hann saman við það sem komið hefur inn núna, ég fullyrði að hann á eftir að lækka verulega vegna undanskota

mbk
Ólafur

Guðmundur sagði...

Ólafur Ég tala hvergi um skattalækkun eða skattahækkun í þessum texta Um hvað ertu að tala?!!

Svo það sé ljóst þá er ég algjörlega andvígur fyrirhuguðum skattahækkunum, það var farið út á þá braut fyrra undir þeim ummælum að ekki yrði farið lengra á þeirri braut, en næsta aðgerð yrði niðurskurður í ríkisfjármálum.

Ég hef margoft spáð því, eins og kemur fram í textanum að alþingismenn myndu ekki hafa dug í sér til þess að fara í þann niðurskurð