föstudagur, 27. ágúst 2010

Hanna Birna og klækjastjórnmálin

Öllum er kunnugt um hvernig borgarstjórnarfulltrúar sjálfstæðismanna ásamt framsóknarflokks hafa nýtt OR sem pólitískan leikvöll í þeim klækjastjórnmálum sem hafa ástundað á undanförnum árum.

T.d. þegar þeir voru að stofna REI og fleiri batterí og mátu þekkingu starfsmanna á 10 milljarða. Mörgum starfsmönnum hefur þótt pínlegt að vera gert að hlusta á tæknilegar lýsingar yfirlýsingar stjórnmálamanna þegar þeir komu fram í fjölmiðlum sem forsvarsmenn OR.

Þeir skipuðu sjálfa sig í stjórnir og nefndir ávegum fyrirtækisins og samþykkt að greiða sjálfum sér stjórnarlaun sem samsvöruðu allt að mánaðarlaunum starfsfólks. Farið á vegum fyrirtækisins til annarra heimsálfa og undirritaðar viljayfirlýsingar um efni sem þeir höfðu ekki minnsta skilning á og þaðan af síður nokkra tæknilega þekkingu.

Allt þetta hefur spillt starfsandann innan fyrirtækisins. Á það var bent á sínum tíma af rafiðnaðarmönnum, að það væri í raun verið að skattleggja starfsmenn OR tvisvar þegar borgarstjórn Hönnu Birnu ákvað þrátt fyrir að lækka laun starfsmanna en taka það út sem arðgreiðslu. Hanna Birna og borgarfulltrúar hennar fóru þá geyst í fjölmiðlum og sögðu þá starfsmenn sem mótmæltu þessu vera á móti leikskólum.

Nú stendur þetta áður öfluga fyrirtæki eftir sem rústir einar, eftir hátterni fyrri borgarstjórna, en þá vill Hanna Birna ásamt sínum borgarstjórnarfulltrúum ekki kannast við eigin gerðir og hafnar að taka þátt í endurreisn fyrirtækisins.

Þetta er dæmigert hátterni hins ábyrgðarlausa íslenska stjórnmálamanns.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ööööö. Hver var aftur í R-listanum? Á bara alveg að hlaupa frá honum.

Nafnlaus sagði...

Það var R-listinn sem byrjaði að láta OR greiða A hluta Borgarsjóðs arð, jafnvel þó að það þyrfti að taka lán til þess.

Nafnlaus sagði...

Varðandi REI....
"Þeir" í REI voru nú bara Villi Vill og Ingi Björn. Hin voru bálill yfir þessu rugli í Villa og vildu henda Villa út út af þessu máli. Enda féll meirihluti D+B út af þessu máli.

Nafnlaus sagði...

Mikið ert þú nú fastur í þessu.

Það er löngu sannað, að það voru Binga vinir og Samfóliðar, sem þetta voru búnir að plotta löngu áður en kom til samstarf D og B lista.

Manst þú ekkert eftir því, hvernig mál gegnu fyrir sig þegar Villi var stunginn í bakið??

Það er ekki heiðarlegur málflutningur, að fara svona frjálslega með staðreyndir. Tímalínan liggu rfyrir og hefur verið birt bæði í Mbl og í útvarpsþáttum

Guðmundur sagði...

Bara til þess að hafa það svona á hreinu, hef reyndar oft tekið það fram.

A) Pistlarnir sem birtast hér eru skrifaðir af undirrituðum og endurspegla skoðanir hans.

B) Undirritaður var félagi og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og það er eini stjórnmálaflokkurinn sem hann hefur starfað fyrir.

C) REI og tengt dót kom frá borgarfulltrúum framangreinds flokks.

D) Ábyrgir stjórnmálamenn - sama hvaða flokki þeir koma frá - myndu taka á vandamálum OR, ekki reyna að stinga þeim óleysti undir kodda annarra. Það er nákvæmlega þar sem xD er að gera stóru mistökin og missir allan tiltrúnað
Kv GG

Nafnlaus sagði...

Í þessu máli blasa við ömurleg viðhorf Guðaugs Þórs, Kjartans og Hönnu Birnu.
Algjörlega blinduð í hinu gjörspillta umhverfi sem þau skópu með flokkssystkinum sínum sem leiddi til þess að um 24.000 heimili fóru fram af brúninni.

Þau hafa ekki manndóm í sér að horfast í augu við eigin gjörðir og baslast við að koma ábyrgð yfir á aðra.

Og svo er það aulafyndni Guðlaugs Þórs, Kjartans og Gísla Marteins sem er svo upplýsandi um getuleysi þeirra til málefnalegrar umræðu

Hroki Hönnu Birnu og þótti ásamt miskunarleysi gagnvart þeim sem minna mega sína hafa alla tíð útilokað hana frá því að geta komið að sveitarstjórnarmálum.

Pistillinn er góður og kemur að kjarna málsins
Helena