Ég er búinn að vera á ársfundi Norræna rafiðnaðarsambandsins undanfarna daga. Við íslendingarnir erum mikið spurðir um ástandið heima. Það verður að segjast alveg eins og það er, við erum í stökustu vandræðum með útskýra fyrir þeim hina pólitísku stöðu. Hinir norrænu félagar hrista hausinn og endurtaka það sem þeir hafa sagt undanfarin ár; „Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir hver staða þeirra er, annars mun fara enn verr hjá þeim. Gamaldags sjónarmið og úrelt efnahagstjórn hefur komið Íslandi í þau vandræði sem landið er í.“
Hvernig í veröldinni á maður t.d. að útskýra hvert Lilja Mósesdóttir formaður viðskiptanefndar Alþingis er að fara þegar hún krefst þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eigi síðar en 30. nóvember undir að því virðist húrra hrópum órólegu deildarinnar hans Ögmundar og xD manna.
Það er ekki traustvekjandi þegar formaður viðskiptanefndar Alþingis talar svona, mesta áhyggjuefni okkar hlýtur að vera fjármögnun og lánstraust ríkisins. Það blasir við að vaxtagjöld verða stærsti póstur í ríkisútgjöldum í framtíðinni, skuldirnar eru gríðarlegar og hvert prósentustig í vöxtum og aðgangur að lánsfjármagni skiptir öllu um afkomu ríkissjóðs og hversu hratt okkur tekst að rífa okkur upp.
Ísland er í ruslflokki hvað varðar lánstraust. Landsvirkjun, OR og reyndar öll íslensk fyrirtæki eru í vandræðum með að fjármagna sig og eru að gera kröfu um að fá sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum að láni á vöxtum langt undir eðlilegri ávöxtun.
Það liggur fyrir að Íslendingar eru að fá erlend lán sem eru niðurgreidd af AGS og hinum Norðurlöndunum. Það liggur einnig fyrir að Norðurlöndin settu það sem skilyrði að ef þau ættu að koma Íslandi til hjálpar yrði það ekki nema í gegnum AGS. Íslensk stjórnvöld voru búinn að eyðileggja allt traust landsins. Þá hlýtur maður að ætlast til þess að stjórnvöld séu búinn að leggja það niður fyrir sér hvað eigi að gera þegar AGS fer.
Þegar AGS fer hvað tekur þá við? Lánstraust Grikklands og Íslands er það sama. Grikklandi er haldið á floti með ESB björgunarhring. Það er mikið ábyrgðarleysi og skammsýni að senda AGS á brott án þess að hafa gert viðunandi ráðstafanir í fjármögnunar- og gjaldmiðlamálum landsins. Nú eru allir kjarasamningar að losna og tveim árum á eftir hrun erum við með litla framtíðarsýn. Enginn flokkur hefur komið fram með nýjar hugmyndir á þessu tímabili og Alþingi með allt niðrum sig í endalausum og tilgangslausum átakastjórnmálum.
Hvað með framtíðargjaldmiðilinn og höftin? Það hefur komið fram vaxandi óánægja meðal launamanna að stjórnmálamenn séu endurtekið að eyðileggja kjarabaráttuna með því að fella gengi krónunnar. Frá stofnun Rafiðnaðarsambandsins 1970 hefur verið samið um tæplega 4.000% launahækkun. Á sama tíma hefur danska rafiðnaðarsambandið samið um 330% launahækkun.
Í könnun sem gerð var innan Norræna rafiðnaðarsambandsins í lok ársins 2007 kom fram að íslenskir rafiðnaðarmenn voru búnir loks að ná svipuðum kaupmætti og danskir kollegar okkar höfðu, við vorum rétt á eftir Norskum, en fyrir ofan Svía og Finna.
Þá þurftum við að greiða liðlega 10 kr. fyrir eina danska krónu. Í dag þurfum við að greiða 21 kr. og kaupmáttur okkar er á svipuðu róli og hann var árið 2002 og virðist fátt stefna í þá átt að það muni batna mikið á næstunni og við verðum áfram í rusldeildinni. Besta fólkið er byrjað að flytja fer, hagkerfið minnkar og aflið til þess að komast upp um deild verður sífellt minna.
8 ummæli:
Hvað er eðlileg ávöxtun? Er eitthvað að því að Lífeyrissjóðir láni á lægri vöxtum tímabundið, segjum í fimm ár? Hjálpi þjóðinni upp úr hjólförunum?
Er ekki að verða kominn tími á að skipta VG út og fá Sjálfstæðismenn í staðinn?
Sorgleg staða Guðmundur og búin að vera í töluverðan tíma. En samt er ótrúlegt hversu fólk sem maður treysti hér fyrr talar og vill framkvæma. Sorglegt. Kveðja Erling Ólafsson
@ Nafnlaus 26. ágúst 2010 09:23 sagði:
"Er eitthvað að því að Lífeyrissjóðir láni á lægri vöxtum tímabundið, segjum í fimm ár?"
Já, hlutverk lífeyrissjóðanna á eingöngu að vera að ávaxta fé sjóðsfélaga sinna á sem öruggastan hátt, að tryggja ævikvöld sjóðfélaga. Þeir eiga aðeins að lána í verkefni, sem skila bestum og öruggustum arði. Ekki í glórulaust rugl gjaldþrota ríkissjóðs sem heimtar meira þvag í skóinn.
Ég bendi á að lífeyrissjóðirnir töpuðu 700 milljörðum króna í 2007 fylleríinu. Hugsið ykkur, sjöhundruð milljörðum.
Þræll #83
Skýr pistill,
Sorglegt hvað þessi umræða almennt er á lágu plani. Svo mætti hlada að ýmsir aðilar hafi einbeittan vilja í því að koma Íslandi á annað þrot, hvað sem það kostar.
Það er kominn tími til að aðilar fari að gera sér grein fyrir því hvernig umhorfs verður hér á landi, ef ekki tekst að taka upp annan gjaldmiðil.
Ísland fær ekki aðgagn að erl. fjármálamörkuðum nema að búið sé að taka upp samstarf við ESB og Seðlabanka Evrópu um að bakka upp krónuna, innan ERM2. Það ætti að vera hægt um leið að aðild er samþykkt.
Verði aðild hinsvegar felld, verður Íslands Kúba norðursins, rúið trausti, án aðgangas að erl. lánum.
Það er kominn tími til að aðilar geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef Ísland getur ekki tekið upp traustan gjaldmiðil, sem er ekki hægt nema innan ESB.
Slíkt mun valda greiðluþroti stórra fyrirtækja, s.s. OR og margra annarra og erl. lánadrottnar munu fá þessi fyrirtæki upp í hendurnar, á sama hatt og þeir fengu fjölmörg Ísl. fyrirtæki i fyrra hruni,,,
Afleiðingin mun líklega verða nýtt hrun, og gjaldþrot ríkisins,,, með afleiðingum sem eru mun verri en í fyrra hruni,,, og gríðarlegur landflótti,,,
Þetta er hinn kaldi veruleiki sem þarf að fara upplýsa fólk um, í tíma áður en farið er á fullu í heljarstökki út í náttmirkrið með heila þjóð,,,
Það er tími til kominn að abyrgir aðilar fara að tala skýrt í þessu máli, annars verða hörmulegar afleiðingar. Það er enn tími til þess, en hann fer þverrandi,,,
Hlutverk Lífeyrissjóða? Einhverntíma sá ég í sjónvarpi þátt um evrópsk bisnissmál og þar sagði að í fyrsta sæti í væntingum hluthafa hjá stórfyrirtækjum væri ekki hámarksarðsemi. Í fyrsta sæti var afkoma og velferð starfsfólks. Skýringin var að stórir lífeyrissjóðir og starfsmannasjóðir eru stór hluti eigenda stórfyrirtækja í Evrópu og þeir hugsa með hjartanu. Hvaða augum líta íslenskir Lífeyrissjóðir umhverfismál, húsnæðismál osfrv?
Hversvegna eru ekki íslensku sjóðirnir að byggja ódýrar leiguíbúðir? Hjúkrunarheimili? Þeir eru að fjárfesta í útlöndum.Úti í heimi fer fram uppbygging með okkar lífeyri. Hversvegna ekki hér?
Góð grein,
Það er rétt, umræða um efnahagsmál á Íslandi er eins og í vanþróuðu landi í Afríku.
Eitt dæmi um hvað ruglið gengur langt er að Seðlabankin birti nýlega skýrslu um "Af hverju Ísland fauk um koll en önnur lönd sluppu betur" í fjármálakreppunni.
Seðlabankinn er höfundar þeirra peningastefnu sem setti Ísland á hvolf og á mestan þátt í hruninu, þar sem slíkt gengishrun átti ekki að vera möguleiki - en gerðist samt, og er einsdæmi í heiminum.
Þrátt fyrir að gjaldmiðilinn hafi hrunið um 100% (hækkun erl. gjaldmiðla), er það ekki talinn sérstakur áhættuþáttur að vera með minnsta og um leið hættulegasta gjaldmiðil verladar, sem af þeim sökum er nú í rammgerðum gjaldeyrishöftum - sem betur fer að kröfu erlendra aðila AGS.
Þó að margt sé bönkunum að kenna, er það ekki í þeirra verkahring að sjá svo um að gjaldmiðill þjóðar sé það öruggur að hann falli ekki um mörg prósentustig - hvað þá 100%. Það er í verkahring Seðlabankans.
Þetta er eins og að stjórnendur föllnu bankanna, væru enn í sinni vinnu og bæru að birta sínar rannsóknir á hruninu og teldu að sjálfsögðu - allt annað hruninu að kenna en bankanaum og ónýtum gjaldmiðli - sem þeir hefðu óvart gleymt að vara almennig og fyrirtæki við fyrir hrun.
Ef Seðlabankinn getur ekki lært af þessum mistökum sínum - í að vara ekki við hættulegasta gjaldmiðli veraldar eftir slík stóráföll - eru það skelfileg tíðindi - og vísbending um að hann ætli að halda áfram með tilraunum með hættulegasta gjaldmiðil heims, eins og ekkert hafi í skorist - þó fyrri tilraunir hans hafi næstum því kostað þjóðargjaldþrot.
Lágmarkið væri að bankinn varaði nú afar skýrst við miklum hættum sem stafa af þessum smæðsta örgjaldmiðli verladar, áður en frekari tilraunir eru gerðar.
Það getur einungis endað með öðru og verra hruni.
Það er meira en lítið skrítið ef nú á að endurtaka þá gjaldmiðlatilraun - sem nýlega kom þjóðinni næstum því í þrot.
Slík stefna er vísbending um áhættufíkn á háu stigi - þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja eru lagðir undir - enn einu sinni.
Að taka slíka áhættu sem er fólgin í því að afnema gjaldeyrishöft (án þessa að vera innan ESB) og gera frekari tilraunir með minnsta gjaldmiðil veraldar - varðar við þjóðaröryggi í efnahagsmálum.
Almenningur og fyrirtæki eiga rétt á því að vita hvaða áhætta er fólgin í frekari tilraunum með krónuna - og hvort þau samþykkja frekari fórninr eftir allt sem á undan er gengið - þar sem þau eru sjálf tilraunadýrin.
Hvernig finnst þér þessi stanslausi áróður stjórnvalda um að allt sé á réttri leið,minnkandi verðbólga og ástandið ekki eins slæmt eins og spár höfðu sagt áður um og svo framvegis,hvað getur þetta gengið svona lengi að vera með gersamlega vanhæft fólk við stjórnvölinn,að sjálfsögðu getur ekki verið mikil verðbólga í umhverfi sem búið er að drepa niður,það segir sig sjálft og atvinnuleysið er undir meðaltali annarra nágrannaþjóða,þvílíkt lýðskrum og glamur umekki neitt,hefurðu tölur um hvað margir íslendingar eru atvinnulausir á móti útlendingum,í mínu tilfelli voru útlendingar sem gengu fyrir vinnu og ég rekinn heim,vegna þess að ég var með hærri laun sem smiður,að vísu.
Er það þetta sem verkalýðsforkólfurinn vill?:
"According to the treaties the EU has no say on salaries. But the EU Court in Luxembourg has decided that migrant workers may work for much less than the normal pay standards in the EU country that they move to."
http://en.euabc.com/word/2081
http://en.euabc.com/word/2096
http://en.euabc.com/word/2082
http://en.euabc.com/word/2174
Skrifa ummæli