Það hefur verið áberandi að þeir sem hvað ákafast gagnrýna stéttarfélögin eru ekki félagsmenn eins t.d. Þorleifur gerir hér á Eyjunni.
Málflutningur þeirra einkennist af órökstuddum dylgjum og fullyrðingum um starfsemina. Áberandi er að þessi einstaklingar tala eins og þeir séu að réttlæta það fyrir sjálfum sér að standa utan stéttarfélaga, "Vínberin eru súr" málfutningur.
Ljóst er að það þarf að breyta um stefnu hvað varðar kjarasamninga og er sú umræða hafinn. Vanhæfir stjórnmálamenn hafa ætíð farið þá leið að leiðrétta efnahagsleg mistök sín í gegnum gengisfellingar krónunnar. Áberandi er að sjálfstæðismenn og VG menn vilja ákaft halda áfram í þessa stefnu. Þeir hamast við að níða niður kjarasamninga og stéttarfélögin. Við öllum blasir hin mikla mótsögn í þessum málfutning, sem einkennist af réttlætingu eigin afglapa.
Íslensku stéttarfélögin hafa undanförnum áratugum samið um tæplega 4.000% launahækkanir, en stjórnmálamenn hafa jafnharðan alltaf eyðilagt þessa baráttu. Á sama tíma hafa t.d. danskir launamenn samið um liðlega 300% launahækkun. Þeirra kaupmáttur stendur og skuldastaða heimila þeirra stendur eðlilega. En hver er staðan á Íslandi?
Það kaupmáttarhrun sem hér varð er ekki stéttarfélögnum að kenna, þar er við slaka stjórnmálamenn að sakast.
Ljóst er að um þetta verður tekist í komandi kjarasamningum. Vaxandi kröfur eru um að samið verði um í Evrum til þess að losna undan ofurvaldi slakra stjórnmálamanna á launakjörum landsmanna.
6 ummæli:
Þetta er rétt hjá þér að misvitrar stjórnvalds ákvarðanir hafa verið gerðar sem hafa rýrt kjör landsmanna eftir að verkalýðsfélöginn hafa lokið kjarasamningum.
En því er ekki að leyna að forysta verkalýðs hreyfingarinnar hefur verið þátttakkandi í því að skapa þetta ástandi sem er nú, tildæmis hvernig hefur verið haldið um stjórn lífeyrissjóðina eins og sannaðist best með í kringum VR. félagið og það mikla tap sem allir lífeyrissjóði eru að verða fyrir núna.
Einnig hefur gætt sofandaháttar og framtaksleysi hjá verkalýðshreyfingunni í að móta framtíðarsýn í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur sem og hvernig þjóðfélag viljum við búa í.
Verkalýðshreyfingin verður að fara að vakna upp af þessum þyrnirósarsvefni og taka til hjá sér og ákveða hvort hún er að vinna fyrir fólkið í landinu. Annar missum við okkar besta fólk úr landi.
Reynir
Góður pistill og þörf áminning en ég held að þú ofmetir vald stjórnmálamanna. Þeir eru margir auðveld bráð hagsmunahópa af því þeir halda að valdið felist í því að komast að kjötkötlunum. Síðan uppgötva þeir að valdið liggur ekki þar heldur í því að eiga peninga og stjórna umræðunni (fjölmiðlum).
mbk
Ólafur
Rétt hjá þér Guðmundur,það væri besta kjarabótin fyrir launþega.Láttu ekki slá þessa kröfu úr höndunum á þér.
Kveðja
Þorlákur
Að sjálfsögðu gerum við upp launin okkar í evrum einsog útgerðin.
Kveðja GI
Frábær hugmynd!
Skemmtileg hugmynd að semja um kjör í evrum/dollurum :)
Skrifa ummæli