sunnudagur, 27. maí 2012

Hraðlest til lægstu kjara

Efnahagsundrið í Kína á sér margar alvarlegar skuggahliðar. Talið er að um 150 – 200 milljónir farandverkamanna hafa flust til kínverskra borga í leit að vinnu og fer sú tala hækkandi. Þessu fólki er mismunað á margan veg yfirvöld neita því um húsnæðisbætur og sjúkratryggingar og börnum þeirra meinaður aðgangur að skólakerfinu. Hópur þessa fólks hefur verið að störfum við Kárahnjúka og fara misjafnar sögur af stöðu þeirra.

Fulltrúar norrænu stéttarfélaganna hafa kynnt sér stöðu farandverkafólks í Kína og þar hefur komið í ljós að það er oft neytt til þess að vinna mikla yfirvinnu og neitað um frí, jafnvel þó um veikindi sé að ræða. Farið er með þetta fólk eins og skepnur og það er neytt til þess að vinna við ömurlegar og oft heilsuspillandi aðstæður.

Atvinnurekendur beita ýmsum aðferðum til þess að koma í veg fyrir segi upp störfum. Launagreiðslur er oft frestað og þannig á fólkið hættu á því að tapa allt að 2 -3 mánaðalaunum ef það gengur gegn vilja atvinnurekandans. Þá neyða atvinnurekendur verkafólk oft til þess að greiða tryggingu til þess að koma í veg fyrir að það leiti vinnu annarsstaðar.

Öfgakenndir hægri menn og Frjálshyggjumenn hafa m.a. í þingsölum ESB barist fyrir því að launakjör í búsetulandi launamanns ráði, fari þeir til starfa í landi þar sem kjör eru hærri. Gegn þessu hafa fulltrúar samtaka launamanna með Norðurlöndin í broddi fylkingar barist og bent á þetta jafngildi því að vinnumarkaður Evrópu taki hraðlest niður til þeirra kjara sem lægst eru á Efnahagssvæðinu. Þetta sé einmitt það sem málsvarar starfsmannaleiga og þjónustusamninga vilji, svo þeir geti hámarkað arð sinn á kostnað hinna bláfátæku launamanna, og nýta sér ástand þeirra svæða þar sem atvinnuleysið er mest og kjörin lökust.

Það stakk mann illþyrmilega þegar viðskiptanefnd með forseta vorn í broddi fylkingar fór og gerði fríverslunarsamning við Kína og lýsti því yfir að hann vildi flytja frá Íslandi störf til Kína.

Forseti vor hefur einnig marglýst því yfir að Norðurlöndin séu okkar helstu óvinir og hafi snúið baki við okkur í hruninu, en þar hafi Kína ásamt Rússlandi reynst okkur vel. Nú er að svo að það voru Norðurlöndin sem komu okkur til bjargar með stórum lánum á afar hagstæðum kjörum, þegar allir höfðu hafnað því að  lána Íslandi. Stóra lánið hans Davíðs frá Rússlandi kom aldrei.

Forsetinn hefur auk þess marglýst því yfir að krónan sé ómetanlegur hluti af hinu íslenska efnahagsundri. Hún gerði það að verkum að hér var hægt að keyra allt efnahagskerfið upp úr þakinu og framkvæma stórkostlega eignaupptöku hjá almenning og hann fór með útrásarvíkingum um heimsbyggðina og boðaði þetta fagnaðarerindi.

Forsetinn hefur verið ákaflega samkvæmur sjálfur sér hvað varðar viðhorf til launamanna. Hann ógilti á þeim tíma þegar hann var ráðherra löglega kjarasamninga og hefur undanfarið komið reglulega fram í erlendum fréttastofum og kynnt þar sína eigin efnahags- og utanríkisstefnu.

Hún gengur þvert á samþykkta stefnu samtaka launamanna, en fer ákaflega vel saman við sjónarmið þeirra sem berjast gegn því að íslenskir launamenn geti varið sig gegn óbeinni skattpíningu í gegnum reglulegar gengisfellingar krónunnar. Þar sem fram fer mikil eignaupptaka í með lækkaðra launa og fluttning þeirra fjármuna í vasa fárra. Enda kemur það fram í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hverjir það eru sem styðja og kosta endurkjör hans.

Sú hentistefna sem forstinn hefur tekið upp birtist okkur í því að valdahlutföll hafa raskast. Hann er kominn inn á hið pólitíska svið. Hér eftir verður Alþingi og löglega kjörinn ríkisstjórn að meta sína möguleika með tilliti til afstöðu forsetans hverju sinni, skiptir þar engu löglega kjörinn meirihluti og afstaða hans. Þetta hentar þeim stjórnmálaflokkum sem eru nú í stjórnarandstöðu vel, og um leið atkvæðaveiðaveiðum við endurkjör. En er það sú framtíð sem hentar öllum, spyrja launamenn þessa dagana?

5 ummæli:

eidur sagði...

Sumir viðstaddra gleyma seint hrifningu forsetans þegar hann heimsótti fiskiðjuver í Kína vorið 2005 þar sem ca. 600 ungar stúlkur unnu eins og vélmenni við að snyrta flök. Hann féll í stafi. launin þeirra voru um tíu þúsund ISK á mánuði.

Haraldur sagði...

Eins og frá mínum bæjardyrum talað.
Alveg sammála og þessi þjónkun við auðvaldið er alveg hrikalegt fyrir alla launamenn, Millistéttin á Íslandi er að þurkast út.

Nafnlaus sagði...

Þú ert á mót forseta vorum, ég næ því.

En hvern eigum við þá að kjósa?

Jóhann

Nafnlaus sagði...

Millistéttin á Íslandi að þurrkast út en samt fer meirihluti þjóðarinnar og kýs þetta yfir sig aftur og aftur. Ráðgáta ein hvar íslenskt þjóðfélag mun þurfa að finna botninn áður en þjóðin áttar sig á slefingunni sem hún kýs yfir sig. Næst er það ÓRG sem mun áfram blekkja nógu marga til að ná endurkjöri. Þar mun hann berjast fyrir hagsmunaöflunum og festa gamla Ísland enn frekar í sessi, með einræðistilburðum sínum og þeirri fróun sem hann fær af þeirri athygli sem hann sogar til sín. Íslendingar eru alvg sérlega óheppnir með það fólk sem stíg upp og gengur valdaveginn. ÓRG er eins og ódrepandi sníkjudýr sem herjar á ónæmiskerfið, að endingu gefst það upp og deyr. Millistéttin útdauð en ÓRG getur haldið áfram að styðja þrælahald í fjarlægum löndum, þar sem hann getur baðað sig í vellystingum og hrósi jafninga sinna í Alþýðulýðveldinu með þínu umboði og þinni fjármögnun. Ógeðfelldur einstaklingur.

Nafnlaus sagði...

Forsetinn er fylgjandi krónunni.

Krónan, veldur miklum sveiflum verðbólgu og miklu hærri vöxtum en innan stórra gjaldmiðla eins og evrunnar.

Krónan kostar launþega, almenning og ungt fólk skelfilega fórnir vegna miklu hærri vaxta en innan evrunnar.

Af lánum einnar íbúðar - boragar aðili á Íslandi meira en eina íbúð aukalega umfram aðili innan evrulanda, bara vegna hærri vaxta og verðbólgu á Íslandi.

Er þetta þar sem forsetinn vill fyrir - unga fólki á Íslandi í framtíðinni?

Villa hann að unga fólkið sé þrælar krónunnar?