mánudagur, 13. ágúst 2012

Sigur vörslumanna sérhagsmuna



Sé litið yfir efnahagsstjórn undanfarna áratugi blasa við aðhaldslaus vinnubrögð tækifærissinnaðra stjórnmálamanna í atkvæðaleit. Stjórnendur peningamála undanfarna tvo áratugi gerðu alvarleg mistök í aðdraganda þess að gjaldmiðillinn ofreis og hrundi með falli bankanna í kjölfarið og gjaldþrots Seðlabankans.

Samskonar vinnubrögð hafa birst okkur undanfarnar vikur í hnotskurn t.d. þegar litið er til áætlana um Vaðlaheiðagöng og rekstur Hörpu. Eitt helsta hlutverk ESB hefur verið að veita stjórnmálamönnum aðhald eins við höfum séð t.d. í Grikklandi undanfarið. Stöðva óráðssíu og koma efnahagsstjórn í raunsæjan farveg.

Krónan orsök spillingar
ESB andstæðingar verja krónuna á hverju sem gengur. Gott sé að hafa sveigjanlegan gjaldmiðil svo leiðrétta megi slaka efnahagsstjórn með því að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. Það væri skerðing á fullveldi sérhagsmuna ef krónan væri lögð niður segir helsti efnahagssérfræðingur þeirra Ragnar Árnason.

Í skýrslum um íslenska efnahagsstjórn kemur fram að jafnaði hafi um 30% tekna heimilanna undanfarna áratugi hafi horfið við leiðréttingamillifærslur framkvæmdar með gengisfellingum krónunnar. Þarna er verið að framkvæma purkunarlausa eignaupptöku hjá launamönnum og það er réttlætt með því að verið sé að halda uppi atvinnustigi í atvinnubótavinnu þar sem afraksturinn rennur milliliðalaust frá heimilunum til fárra efnamanna.

Síðan beina óvandaðir stjórnmálamenn og varðhundar sérhagsmuna spjótum sínum að verkalýðshreyfingunni og halda því fram að kaupmáttarhrap sé tilkomið vegna slakra kjarasamninga!! Verðbólga, okurvextir og verðtrygging sé afkvæmi lífeyrissjóða!!

Verðtrygging afleiðing verðbólgu og gengisfellinga
Svo það sé á hreinu þá settu lífeyrissjóðirnir ekki á verðtryggingu, það voru stjórnmálamenn. Verðtrygging er afleiðing hárra vaxta, sem er svo afleiðing verðbólgu sem myndast vegna slakrar efnahagsstjórnunar. Það væri ákaflega hagkvæmt fyrir lífeyrissjóðina rekstrarlega séð ef verðtrygging yrði afnumin og myndi leysa allan rekstrarvanda þeirra og þeir myndu skila mun betri rekstrarafkomu því lífeyrir myndi snarlækka. Það ættu að vera öllum ljóst, því allir vita að um helmingur eigna lífeyrissjóða er bundinn í verðtryggðum lánum, en öll útgjöld þeirra eru aftur á móti verðtryggð.

Þannig að allar fullyrðingar um að lífeyrissjóðirnir vilji viðhalda verðtryggingu er barnalegt gaspur. Ef verðtrygging myndi verða afnuminn myndi hlutur lífeyrissjóða í greiðslu ellilífeyris og örorkubóta snarminnka og hlutur Tryggingarstofnunar snarhækka, sem myndi valda líklega allt að 6% hækkun skatta, eða samsvarandi niðurskurði einhversstaðar í velferðarkerfinu.

Á meðan hér eru við völd menn sem komast upp með svona veruleikafirrtar fullyrðingar, þá er ekki von á góðu fyrir launamenn.

Blóðsúthellingalaus leiðrétting of góðra kjarasamninga
Frá stofnun Rafiðnaðarsambands Íslands 1970 til þessa dags hefur sambandið samið um ríflega 3.o00% launahækkanir, á sama tíma hefur Danska rafiðnaðarsambandið samið um liðlega 300% launahækkanir. Þetta hefur einn helsti fjármálaspekingur Sjálfstæðisflokksins kallað bestakostinn við að hafa eigin gjaldmiðil því þá sé svo auðvelt að framkvæma blóðsúthellingalausa leiðréttingu of góðra kjarasamninga stéttarfélaganna.

Þrátt fyrir að hafa gert um 3.000% lakari kjarasamninga en við síðustu 40 ár er kaupmáttur í Danmörku er hærri en hér, vextir á lánum eru nálægt þrefalt lægri og í Danmörku héldu Danir eignum sínum á meðan íslendingum var gert að horfða upp að á lán okkar stökkbreyttust vegna kerfishruns krónunnar og 20 þús. íslensk heimili urðu gjaldþrota.

Upptaka alvörugjaldmiðils er helsta hagsmunamál launamanna
Mesta hagsmunamál íslenskra launamanna er að koma böndum á hamfarastjórn slakra stjórnmálamanna og varðhunda sérhagsmuna aðilanna, sem slá um sig þessa daga með innistæðulausum sigrum byggðum á fölskum gjaldmiðli í höftum. Það er skelfilegt ef nú eigi þessu liði að takast að koma í veg fyrir að íslenskir launamenn búi við samskonar réttlæti og tíðkað er í þróuðum eins og t.d. á hinum norðurlöndunum. Okkur er ætlað búa áfram í landi þar sem hagsmunir 20% þjóðarinnar eru teknir fram fyrir hina.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

auðvitað benda menn á lífeyrissjóðina, umræða um arðrán almennings vegna verðtryggingar og bót á því máli hefur alltaf strandað á lífeyrissjóðunum í hvert einasta skipti!

Guðmundur sagði...

Það væri ákaflega hagkvæmt fyrir lífeyrissjóðina rekstrarlega séð ef verðtrygging yrði afnumin og myndi leysa allan rekstrarvanda þeirra og þeir myndu skila mun betri rekstrarafkomu. Það ættu að vera öllum ljós, því allir vita að um helmingur eigna lífeyrissjóða er bundinn í verðtryggðum lánum, en öll útgjöld þeirra eru verðtryggð.

Þannig að allar fullyrðingar um að lífeyrissjóðirnir vilji viðhalda vedrðtryggingu er barnalegt gaspur.

Á meðan hér eru við völd menn sem komast upp með svona veruleikafirrtar fullyrðingar, þá er ekki von á góðu fyrir launamenn.

Nafnlaus sagði...

Hárrétt hjá þér Guðmundur og góður pistill.
Ef verðtrygging hefði ekki verið til staðar þegar allt fór hér til fjandans og krónan hrundi, þá hefðu vitanlega öll lán verið á breytilegum vöxtum og vextir væntanlega farið upp í um 25% og þá hefði enn fleiri heimili farið á hausinn því þau hefðu orðið að greiða okurvextina strax en ekki í gegnum greiðsludreifingu verðtryggingarkerfisins

Nafnlaus sagði...

Hárrétt hjá þér Guðmundur og góður pistill.
Ef verðtrygging hefði ekki verið til staðar þegar allt fór hér til fjandans og krónan hrundi, þá hefðu vitanlega öll lán verið á breytilegum vöxtum og vextir væntanlega farið upp í um 25% og þá hefði enn fleiri heimili farið á hausinn því þau hefðu orðið að greiða okurvextina strax en ekki í gegnum greiðsludreifingu verðtryggingarkerfisins

Nafnlaus sagði...

Ætli bankarnir og líefyrissjóðirnir hefðu ekki hagað sér með aðeins ábyrgari hætti ef ekki væri fyrir andsk....verðtrygginuna hér á landi?

Ef útlán þeirra væru öll óverðtryggð og fjármálastofnanir landsins ættu allt undir að halda niðri verðbólgunni?

Ég held það nú.

En það eru ekki öll kurl komin til grafar eftir þetta hrun, þeir sem halda að það hafi verið einhver skellur fyrir bankana þegar gengistryggðu lánin voru dæmd ólögleg eiga eftir að svitna hraustlega þegar verðtryggingin fer sömu leið.

Guðmundur sagði...

Það er furðulegt að lesa sumar aths. það er eins og sumir hafi ekki lesið þann pistil sem þeir eru að gera aths. við, en skrifa upphrópanir og innistæðulaust gaspur.

Það er eins og sumir haldi að ef verðtrygging verði afnumin þá komi lánakostnaður til með að lækka, því fer fjarri. Þá verða teknir upp breytilegir vextir eða fastir vextir sem eru þrefallt hærri en þekkist í nágrannalöndum okkar og þeir endurskoðaðir á 5 ára fresti.

Vandamálið er ekki verðtrygging það er ónýtur gjaldmiðill og verðbólga sem af honum hlýst.Það kallar á ofurvexti það þarf að ráðast að rót vandans til þess að losna út úr þessu.

Lífeyrissjóðir lána ekki nema til séu veð og greitt sé til baka raunvirði þess sem lánað er. Ef taka á upp neikvæða vexti þá lána þeir einfaldlega ekki lengur. Þeir hafa lagalega ekki heimild til þess.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson,
Heldur þú að fólk myndi halda áfram að taka lán ef verðtryggingin yrði aflögð, og vextir yrðu þrefaldaðir eins og þú segir?

Nei, ég held ekki.

Þú, eins og aðrir spenatottarar lífeyrissjóðanna virðast líta á almenning sem óþrjótandi peningauppsprettu sem endalaust sé hægt að senda hærri og hærri greiðsluseðla út í hið óendanlega.

Lífeyrissjóðirnir, eins og aðrar lánastofnanir eru orðnar góðu vanar, lána verðtryggt go þurfa ekkert að hafa fyrri hlutunum eða hugsa nokkurn skapaðan hlut fram í tímann því verðtryggingin sér um alla vinnu fyrir ykkur.

Ef vextir yðru þrefaldaðir, þá yrði einfaldlega engin ávöxtun, því það tæki enginn lán.

Svona sjálfvirk ávöxtun eins og þekkist á Íslandi er bara ekkert náttúrulögmál, í öllum siðuðum ríkjum þarf að hafa fyrir því að ávaxta peningana, og þar þýðir ekkert að láta eins og það sé bara hægt að hækka vexti eftir geðþótta og láta sér detta í hug að það hafi engin áhrif á eftirspurn eftir fjármagni.

Það eina sem gerist ef verðtrygging verður afnumin er að pjakkar eins og þú þurfið að fara að vinna vinnuna ykkar og fjármálafyrtæki fara að hafa sömu hagsmuni og aðrir landsmenn að halda niðri verðbólgu.

Nú t.d. væru neyðarfundir í öllum fjármálastofnunum og hjá ríkisstjórn alla daga og nætur að ná niður verðbólgu ef ekki væri þetta fjárans þjófakerfi sem veltir öllum afleiðingum vanhæfninnar yfir á heimilin í landinu.

Guðmundur sagði...

Sumir verða breiðir og miklir þegar þeir eru í skjóli nafnleysis.
Aths. hér fyrir ofan er einhvern mesta mósögn sem hingað hefur verið send og sýnir reyndar yfirburðaþekkingar og skilningsleysi á því sem hann/hún er að skrifa um.

Með sömu rökum mætti t.d. spyrja hvers varstu þá yfir höfuð að taka lán? Öllum hefur alltaf staðið til boða að velja á milli lánsforma

A) með föstum vöxtum og síðan að greiða aukavexti fari verðbólga upp fyrir 5% í gegnum greiðsludreifingarkerfi sem hefur verið nefnt Verðtrygging.

B) með breytilegum vöxtum.

Langflestir völdu greiðsludreifingu á vöxtum ef verðbólguskot kæmu.

Dettur einhverjum manni í hug að taka upp neikvæða vexti. Hver á að fjármagna það? Eugum við að senda reikninginn til Þýskalands eins og Grikkir vilja gera. Hvers lags endalaust bull er þetta.

Nafnlaus sagði...

Þú gerir enga tilraun til að færa nein rök fyirr því að ég tali tóma þvælu og reyna þannig að opinbera skilings og þekkingarleysi mitt.

Bendir bara á að það hafi verið annar kostur, sem sé breytilegir vextir.

Það ert þig sem skortir þekkinguna, enda þarf ekki minnsta snefil af fjámálaþekkingu til að vera í stjórn t.d. lífeyrissjóðs eins og kerfið er og einmitt þess vegna er hægt að ráða rafvirkja í þessar stöður í dag.