föstudagur, 14. desember 2012

Hið fullkomna samfélag háskólaprófessora


Hafandi hlustað á umfjöllun háskólaprófessora og þingmanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga um tillögur „fræga fólksins í svonefndu Stjórnlagaráði“, renna um huga minn myndir dregnar af Voltaire.

Hér vísa ég í ummæli dr Altúngu, þeim finnist þeir hafi búið til hið fullkomna samfélag. Því sé engin ástæða til að breyta eða bæta samfélagið og vinna gegn öllum breytingum.

„Við búum í besta heimi allra mögulegra heima", sagði dr. Altúnga, lærifaðir Birtíngs í sögu Voltaire. „Allt sem gerist stuðlar á endanum að hinu góða enda er heimur okkar bestur allra mögulegra heima.“

Þrátt fyrir nánast óþrjótandi hrinu hörmunga (Hrunsins) rígheldur dr. Altúnga (íhaldið) í hugmyndir sínar, um að allt sé eins og best verði á kosið. „Vinnum án þess að brjóta heilann, það eitt gerir lífið bærilegt.“

Og Birtíngur kemst að niðurstöðu: „Maður verður að rækta garðinn sinn.“

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér Guðmundur fyrir góðan pistil. Það er gott að vita að það eru alvöru menn sem halda vöku sinni. Háskólaelítan liggur öll flötfyrir valdinu. Það hvarflar að manni að það búi eitthvað annað að baki.

Hann talaði um það hann Willem Buiter þegar hagfræðingarnir komu hérna að svona fámennt samfélag gæti ekki mannað allar stöður hæfu fólki. Það þarf hæft fólk til að stjórna stofnunum Seðlabanka, Fjármálaeftirliti osfrv. Þetta er bara stærðfræði. Við þurfum hæft fólk (afbragðs) til að stýra kerfinu og séstaklega í nútímanum.

Við svona fámenn þurfum að eiga ca. 2000 manns til að manna mikilvægar stöður. Vegna spillingarinnar í kringum stjórnmálin og Háskólann erum við ekki að velja hæfasta fólkið, nei flokksskírteini og vinátta gengur fyrir. Þetta er svipað og ef klíka réði í vali á landsliðinu, Eiður Smári og núna Gylfi kæmust ekki í liðið vegna þess að þeir eða pabbar þeirra væru ekki þóknanlegir FLokknum. Hugsa sér hvað mikil verðmæti fara í súginn vegna illa rekinna stofnana.