Óstöðugur
gjaldmiðill er ein meginorsök þess að vextir eru miklu hærri á Íslandi en í
nágrannalöndunum. Þessir háu vextir hafa margvísleg áhrif á okkur. Dráttur á
lausn Icesave deilunnar kostaði okkur auka vaxtastig og þá um leið allnokkurn
slatta af milljörðum, sem birtist okkur launamönnum m.a. í háu vöru- og
þjónustuverði og þar af leiðandi lægri kaupmætti.
Frá
aldamótum hafa vextir af 5-10 ára ríkisskuldabréfum verið tvöfalt hærri á Íslandi
en að meðaltali á Evrusvæðinu. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru með
á stefnuskrá sinni að viðhalda þessu ástandi. Hvers vegna? Jú krónan er
nefnilega leið til þess að komast yfir miklar eignir, sitjir þú í réttum stól.
Skítt með stöðu launamanna.
Undanfarna
daga hefur verið áberandi í umræðunni að lífeyrissjóðirnir séu að kaupa
bankana. Þetta er afskaplega kunnuglegur
inngangur að viðskiptafrétt, og að venju fellur fréttastofa RÚV fyrir henni. Í
fréttum og tilkynningum af svona kaupum segir oftast að „hópur fjárfesta undir
forystu lífeyrissjóða er að eignast…". Lífeyrissjóðir eru iðulega hafðir í
forgrunni flestra stórra viðskipta sem verið er að gera. Það mýkir ásýnd þeirra
og dregur úr áhyggjum almennings vegna þeirra.
Og að venju
koma svo fram á sjónarsviðið vinsælir álitsgjafar og ausa svívirðingum yfir
lífeyrissjóðina og verkalýðsforystuna. Þar eru á ferð nytsamir sakleysingjar
sem spilað er með af tilteknum hagsmunaðilum og þeir nýttir til þess að draga
athyglina frá því sem er í gangi. Þeim er því hampað í spjallþáttum þeirra
fjölmiðla sem eru í eigu hinna tilteknu afla
Hugmyndin um
bankakaupin gengur út á að þessir fjárfestar fái að kaupa bankana tvo á mjög
niðursettu verði. Fjárfestarnir eru sagðir tilbúnir að greiða fyrir að hluta
til eða öllu leyti með gjaldeyri sem þeir eiga erlendis.
Margir þeirra
sem hafa verið að fjárfesta mikið á Íslandi eftir hrun voru nefnilega í aðstöðu
til að sjá fyrir vandræðin á góðærisárunum og fluttu mikla fjármuni úr landi.
Fall krónunnar um tæp fimmtíu prósent, gjaldeyrishöft og aukaafsláttur
fjárfestingaleiðar Seðlabankans gerir þessum hinum sömu aðilum kleift að versla
á brunaútsölu á Íslandi, á allt að helmingi lægra verði en okkur aumingjunum
stendur til boða, við eigum bara ónýtar íslenskrar krónur og það er stefnan hjá
þeim sem taka við völdunum í vor að breyta því alls ekki.
En þeir geta
ekki komið fram undir réttum nöfnum. Eftir hrun fór stór hluti fyrirtækja til
bankanna. Það er hagur þeirra sem vilja eignast þá að tala niður krónuna og
festa höftin í sessi. Þá fá þeir enga alþjóðlega samkeppni um þau fyrirtæki sem
þeir vilja eignast.
Þá sitja þeir
einir að kökunni og geta dundað sér við að prútta við bakarann áður en þeir éta
hana. Það er vert að hafa þetta í huga þegar stjórnmálamenn og sjálfskipaðir
sérfræðingar spjallþáttanna tala upp krónuna og niður raunhæfa möguleika um
upptöku annarra gjaldmiðla. Hér birtist okkur hin raunverulega barátta um
valdataumana á Íslandi.
Það eru hér
sem alvöru átakapunktar komandi kosninga eru. Takið vel eftir afstöðu
forystumanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Í hvaða stólum sátu þeir þegar
Hrunið var sett saman?
Íslenska
ríkið hefur þurft að greiða 4,2% hærri vexti en ríkin á Evrusvæðinu að
meðaltali. Í dag skuldar ríkissjóður um 1.400 milljarða. Hvert prósent sem
ríkissjóður þarf að greiða í hærri vexti kostar okkur því um 14 milljarða
króna.
Það
er því til mikils að vinna að lækka vextina. Tækist okkur að lækka þá varanlega
um t.d. 3 prósentustig sparar það okkur 42 milljarða á ári. Þetta eru fjármunir
sem samsvara samanlögðum kostnaði við rekstur Landspítalans og Sjúkrahússins á
Akureyri, eða þriðjungnum af því sem einstaklingar greiða í tekjuskatt.
Heimilin
skulda um 1.500 milljarða. Hvert prósentustig í vöxtum kostar okkur því um 15
milljarða. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega
þrefalt hærri á Íslandi (meðalvextir á Íslandi: 75% Íbúðalánasjóðs og 25%
banka) en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum.
Þegar þú lesandi góður kaupir þér hús, þá greiðir þú fyrir 2,5 hús á meðan
danskur launamaður greiðir fyrir 1 hús.
Tækist
okkur að brúa þetta bil myndi það spara heimilunum 117 milljarða á ári, sem
jafngildir tæplega 17% hækkun á ráðstöfunartekjum heimilanna að meðaltali.
Fyrirtækin
skulda tæpa 1.700 milljarða. Hvert prósentustig í lækkuðum vöxtum sparar þeim
17 milljarða á ári. Ef vextir fyrirtækja lækkuðu t.d. um fjögur prósentustig
yrði sparnaðurinn um 68 milljarðar króna á ári.
Ef
við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum
við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt
gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn.
Með
upptöku evru myndu skuldsett heimili landsins fá ávinning af framlagi ríkisins
60 milljarða og einstaklinga að upphæð 120 milljarðar á ári – til allrar
framtíðar.
Sparnaður
ríkisins (60 milljarðar) gæti fyrstu 2 – 3 árin farið í að koma til móts við
skuldsett heimilin. Eftir þann tíma yrði sá sparnaður ávinningur allra heimila,
sem gæti komið kæmi fram í lægri sköttum og meiri framlögum til sjúkráhúsa,
skóla, menntunar, lögreglu o.fl.
4 ummæli:
Ég er þér fyllilega sammála í þessum atriðum. Það er hins vegar með ólíkindum hversu vel þeim sem hafa hagsmuna að gæta ná að hræða almenning. Óttinn er lamandi á alla umræðu og bara talað í frösum og fyrirsögnum. Meirihluti þjóðarinnar er venjulegt launafólk sem alltaf fær að borga reikninginn.
"Gömlu góðu dagarnir" áður en verðtryggingin var tekin upp gerast nú vænlegir til vinsælda. Flestir kjósendur muna hinsvegar ekkert eftir þeim. Óðaverðbólgan geisaði þá sem aldrei fyrr.
Núna halda falsspámenn því fram að verðtryggingin sé orsök verðbólgunnar. Sannleikurinn er sá að verðtryggingin var neyðarúrræði til að verja bankainnistæður landsmanna fyrir verðbólgunni.
Flokkar sem boða raunhæfar leiðir út úr vandanum eiga hinsvegar ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem treysta helst á að vinna í happdrættinu.
Stríðsgróðinn, Marshallaðstoðin, aflahrotur o.fl. hafa kannski átt þátt í að efla þetta hugarfar. Skyndilausnir verða ekki farsælar til framtíðar og því fyrr sem við áttum okkur á því því betra.
Frábær pistill,,,
Þessari tillögu þinni sem er ný, þarf að koma í spjallþættina.
Þarna ert þú að búa til 60 milljarða sparnað hjá ríkinu með upptöku evru, vegan lækkunar vaxta - sem síðan má nota til að aðstoða illa stödd heimili vegna stökkbreyttra lána.
Sparnaður einstaklinga yrði annað eins þ.e. 60 milljarðar vegna lækkunar á þeirra vöxtum.
Samtals væri því búið að mynda sparnað fyrir skuldsett heimili upp á 120 milljarðar - án þessa að auka útgjöld ríkisins !!!!! Það er munurinn á þinni tillögu og öllum öðrum sem miða að aðstoð við heimilin. Þú ert búinn að búta til tekjur og sparnað fyrirfram fyrir aðgerðunum.
Í raun er verið að skera niður skelfilegan vaxtakostnað krónunnar - með upptöku evru vegna lægri vaxta vegna skulda ríkisins og heimilanna innan evrunnar - og nota ávinningin til að bæta kjör heimilanna.
Þetta er kjarni málsins í þessari nýju tillögu. Í þessari tillögu er meinið fjarlægt sem er krónan.
Í öðrum töllögum er meinið ekki fjarlægt – þ.e. ýmsir aðilar tala bara um að afnema verðtryggingu – en halda krónunni – sem er eins og að gefa sjúklingi verkjalyf sem dugar í nokkra daga. Á meðan stækkar meinið enn frekar. Því er svo brýnt að ráðast strax að meininu sjálfu – eins og alltaf er gert á góðum spítölum og af góðum læknum.
Ef meinið er ekki fjarlægt heldur það áfram að stækka og stækka og stækka – þ.e. ef krónan verður áfram og verðtrygging er afnumin – hækka bara vextir enn meira – og skuldsett heimili lenda í meiri og meiri vanda.
Jafnvel þó að einhver leiðrétting skulda ætti sér stað en króna verður áfram – eru vextir enn himinháir og greiðslubirði heimilanna heldur áfram að versna og versna þar sem vextir á Íslandi með krónu verða alltaf meira en helmingi meiri en innan evrunnar.
Lækningar með verkjalyfjum (afnám verðtryggingar) án þess að fjarlægja meinið (krónuna) – gefa því sjúkdómnum tækifæri til að breiðast meira út og valda meiri skað og þjáningum heimilanna – þar til sjúkdómurinn (krónan) nær að leggja heimilin á hliðina með skelfilegum vaxtakostnaði.
Þess vegna er svo mikilvægt að ráðast strax að aðal meininu – krónunni.
Það er hinn stóri munur á þessari tillögum. Í þessari tillögu er ráðist að rótum vandans strax og meinið fjalægt – en í öðrum tillögum – er meinið falið með verkjalyfjum – og vandinn heldur áfram og breiðist harðar og hraðar út.
Hver vill fara á sjúkráhús –með fjölskylduna - þar sem vitað er að – gefin eru bara verkjastillandi lyf við hættulegum sjúkdómum??? Vill einhver fara á slík sjúkrahús?? Sennilega ekki.
Allir vilja fara á sjúkrahús með sína nánustu og aðra - þar sem ráðist er að sjúkdómnum og lækning fengin til frambúðar.
Sama gildir um heimilin – við viljum varanlega lækningu á vanda heimilanna – fyrir okkar nánustu og aðra.
Vinnum að lausnum á skuldavanda heimilanna – eins og góðir læknar myndu gera á sjúkrahúsum – fjarlægjum meinið og – vinnum að varanlegri lækninu.
Engin önnur sambærileg ábyrg tillaga hefur komið fram áður í þessari kosningabaráttu - þar heimilinum er komið til aðstoðar með raunhæfum aðgerðum – og varanlegum lausnum – en ekki tímabundnum verkjapillum.
Þessu þarf að koma á framfæri í öllum fjölmiðlum - vonandi má fjalla um þessa tillögu í Silfri Egils og öðrum þáttum – eða er það kannski bannað – má bara tala um að afnema verðtryggingu??
Þú hefur áður komið frábærum tillögum til framkvæmda Guðmundur.
Þessi væri ein sú mikilvægasta vegan skelfilegrar stöðu margra heimilla. Nú bíða margir eftir framhaldinu.
Á ögurstundu á björgunarstað – þar sem heimilin öll eru sjávarháska – þarf hugrekki – en stundum dugar ein líflína til að bjarga heilli skipsáhöfn. Sú líflína er þessi tillaga.
Vandinn er að tíminn er á þrotum og því er svo bryn þörf á skjótum aðgerðum,,,
Þessu þurfa kjósendur hver sem er að berjast fyrir og halda á lofti.
Þessu þurfa launþegasamtök á öllum stöðum að berjast fyrir.
Þetta er tillaga hins hagsýna heimilis - raunhæf, ábyrg og einföld.
Það vantar fleiri til að aðstoða með þessa líflínu á björgunarstað,,,,, þetta snýst um björgun Íslands,,,,
"Ef við viljum sambærileg lífskjör og best þekkjast í nágrannalöndum okkar verðum við að ráðast að rót vandans og tryggja hér stöðugleika og lága vexti. Slíkt gerum við með stöðugum gjaldmiðli og agaðri hagstjórn.
Með upptöku evru myndu skuldsett heimili landsins fá ávinning af framlagi ríkisins 60 milljarða og einstaklinga að upphæð 120 milljarðar á ári – til allrar framtíðar.
Sparnaður ríkisins (60 milljarðar) gæti fyrstu 2 – 3 árin farið í að koma til móts við skuldsett heimilin. Eftir þann tíma yrði sá sparnaður ávinningur allra heimila, sem gæti komið kæmi fram í lægri sköttum og meiri framlögum til sjúkráhúsa, skóla, menntunar, lögreglu o.fl.2
Þessi tillaga þín er afar merkileg og alger nýjung og gefur raunhæfa von fyrir heimili í kafi skulda,,,
Hún þarf að fara í heilsíðu auglýsingu í öllum fjölmiðlum, aftur og aftur,,
Skrifa ummæli