Það er full ástæða til þess að
óska nýjum ráðherrum til hamingju og senda þeim óskir um velfarnað í starfi.
Það er svo sannarlega þörf á að takast á við þann gríðarlega vanda sem hið
íslenska efnahagshrun kom okkur í og skiptir okkur miklu að vel takist í þeim
efnum.
Það verður að segjast eins og það
er, að í sumu eru talsvert meiri líkur á að þessi ríkisstjórn nái saman við
samtök á vinnumarkaði, en sú síðasta. Henni voru í mörgu mislagðar hendur við
að ná sambandi við atvinnulífið.
En það blasir við að
gjaldmiðilsmál, stöðugleiki og samskipti við langstærsta markaðssvæði íslenskra
fyrirtækja, það er EES svæðið, verður átakapunktur sé litið til ummæla nýs
forsætisráðherra og ekki síður nýs utanríkisráðherra. Þar liggur stefna samtaka
launamanna og fyrirtækja skýr fyrir og hún er svo sannarlega önnur en nýrra ráðherra.
Nýja stjórnin ætlar endurskoða
stöðu rammaáætlun um virkjanir og náttúruvernd þannig að mat sérfræðinga en
ekki pólitík ráði virkjanakostum. Það er í fullu samræmi við stefnu aðila
vinnumarkaðs og reyndar lífsnauðsyn fyrir íslenskt samfélaga að auka
fjárfestingar í atvinnulífinu og þá tekjur íslensks samfélags, svo ríkissjóður
geti tekið til við að greiða upp þær skuldir sem Hrunið steypti okkur í.
Þetta var einn af hornsteinum Stöðugleikasáttmálans,
sem síðasta ríkisstjórn tókst að klúðra með eftirminnilegum hætti.
Í ríkisstjórnarsáttmála er boðað
víðtæks samráðs og sáttar við aðila vinnumarkaðarins, stöðugleika í efnahagsstjórn,
afnám gjaldeyrishaftanna og við náum trausti helstu viðskiptaþjóða okkar á ný.
Ef ríkisstjórnin ætlar að ná
árangri þarf hún að opna íslenskt efnahagslíf og tryggja samkeppnishæfni þess á
alþjóðlegum vettvangi, verður að setja langtíma stefnu og hún er ekki raunhæf án
nýs gjaldmiðils. Hvernig ætla menn að ná því utan EES og ESB?
Vitanlega vona ég að eins allir
íslendingar að það takist að minnka skuldaklafa heimilanna, en vona jafnframt
að það verði ekki gert með því að færa þær skuldir yfir á einhverja aðra, t.d.
börn okkar.
Ef auðlindagjald, hátekjuskattur
og skattur á stóriðju verður fellt niður, lækka tekjur ríkissjóðs. Ríkisstjórn
Jóhönnu þurfti að skera töluvert niður í velferðarkerfinu, til þess að ná endum
saman. Ég trúi því að ekki að Jóhanna hafi gert það að óþörfu. Ég skil þessar
tillögur nýrrar ríkisstjórnar að hún ætli að annað hvort að skera ennþá meira niður
í velferðarkerfinu eða hækka einhverja aðra skatta. Þá kemst maður ekki hjá því
að spá í hvort það verði gert með hærri þjónustugjöldum, eða skerðingarmörk
velferðarkerfisins, eins t.d. barna- og vaxtabótum verði færð niður eins og
gert var á árunum 2003 - 2007.
Fyrir liggur að allir kjarasamningar
renni út eftir nokkra mánuði. Fram eru komnar kröfur um umtalsverðar
kjarabætur, lækkun verðbólgu og vaxta. Sambærilegt dagvöruverð og vinnutíma og
er í nágrannalöndum okkar. En við erum að skila um 8 klst. lengri vinnuviku að
jafnaði til þess að ná svipuðum kaupmætti.
Þetta eru gríðarlega miklar
kröfur, en hvort launamenn verði þolinmóðir og taki nýjum kjarasamning reistum á
krónunni og yfirlýsingum um að hún komi til með að standa um aldur og ævi með
sínum reglubundnu gengisfellingum.
Svo er það spurning hvort það
standi til að viðhalda þeirri umræðuhefð á Alþingi sem tekinn var upp á síðasta
kjörtímabili af þeim einstaklingum sem nú eru orðnir ráðherrar.
1 ummæli:
Tek undir árnaðaróskir og væntingar til nýrrar stjórnar. Varðandi umræðuhefðina þá er stjórnarandstaðan núna þannig skipuð að líklegt megi teljast að vegur Alþingis megi vaxa á ný. Stjórnarandstaða síðasta kjörtímabils er víti til varnaðar jafnt innan sem utan þáverandi ríkisstjórnarflokka.
Skrifa ummæli