miðvikudagur, 1. maí 2013

Stakir frídagar

Það hefur lengi verið baráttumál að fá viðurkennt frí á aðfangadag. auk þess að oft hafa launamenn séð eftir umsömdum fríum inn í löghelga frídaga.

Í allmörgum löndum er fyrir margt löngu búið að flytja alla staka frídaga að helgum. T.d. er fyrsti vinnudagur á nýju ári víða frídagur, vegna þess að hátíðardagar hafa lent á laugardegi eða sunnudegi. Sumir halda því fram að hér á landi séu mun fleiri frídagar en í öðrum löndum, það er alrangt, þeir eru í mörgum tilfellum töluvert færri hér á landi.

Það er ekki síður áhugamál Íslenskra fyrirtækja og margra launamanna að taka upp þetta fyrirkomulag og er reyndar farið að gera það í nokkrum fyrirtækjum.

Í mörgum iðnfyrirtækjum þarf að taka saman að lokinni vinnuviku, þrífa vélar og keyra þær niður. Stakur vinnudagur á föstudegi er þessum fyrirtækjum ákaflega óhagstæður. Keyra vélar upp til þess að vinna stuttan tíma og byrja svo að keyra þær niður aftur um hádegi. Sama á við um fyrirtæki sem þurfa að senda starfsmenn langt út á örkina til verkefna. Stakir frídagar eru þeim ákaflega óheppilegir og dýrir.


 

• 1. ár 17. lendir á fimmtudag.

• 2. ár 17. lendir á föstudag, tekur bara uppstigningardag út. Starfsmaður á inni einn dag

• 3. ár 17. lendir á laugardag

• 4. ár 17. lendir á sunnudag
• 5. ár 17. lendir á mánudag og tekur bara uppstigningardag út. Við inneign starfsmanna bætist annar dagur. Hann á inni 2 daga.

• 6. ár 17. lendir á þriðjudag.

• 7. ár 17. lendir á miðvikudag. Hér fer annar inneignardagur starfsmanns þar sem hann fær 3 frídaga plús 17. júní. Hringnum er lokað og starfsmaður á inni 1 dag.

Ef tekið væri inn í dæmið frí á aðfangadögum þá dugar inneign starfsmanns upp í tvo aðfangadaga, en fyrirtækin kæmu út með 2 og hálfan dag í mínus. En á móti má benda á hagræðið, auk þess að 17. júní er 2 daga inn á helgardögum, þannig að það jafnast út. SA hefur bent á nýgerða danska kjarasamninga sem fyrirmynd, þar var samið um frí á aðfangadagsmorgun.

Ef uppstigningardagur og sumardagurinn fyrsti væru fluttir að 17. júní, væri hægt mynda góða helgi fyrir fjölskyldur í lok skólaárs. Það fyrirkomuleg gefur umtalsverðar fjárhæðir inn í hagkerfið með aukinni ferðamennsku.

Sama á við um aðfangadag og staka frídaga mörg fyrirtæki gefa frí eða starfsmenn tilkynna einhverskonar fjarveru. Þar sem þetta er ekki síður hagstætt fyrirkomulag fyrir fyrirtækin er ekki óeðlilegt að leggja til að til þess að jafna upp stöðuna að setja inn í þetta dæmi frí á aðfangadögum.

Þetta kerfi gengur upp á 7 árum og er fyrirtækjum og launamönnum til hagsbóta og samfélaginu öllu.

En þetta verður ekki gert í nokkrum fyrirtækjum, heldur þarf að gera þetta í öllu samfélaginu, það er að samstilla atvinnulíf við frídaga skóla og leikskóla. Það er t.d. algjörlega óskiljanlegt og reyndar óásættanlegt, að skólar geti verið með frídaga (starfsdaga) kennara úr öllum tengslum við atvinnulífið og starfsdaga foreldra

2 ummæli:

Unknown sagði...

Það má nefnilega halda sama heildar fjölda frídaga að jafnaði á ári, en nýta frídagana betur, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Þetta er hægt með tiltölulega einföldum breytingum, til dæmis hugmyndir frá http://blog.pressan.is/valgardur/2011/06/09/fridagar/

Ómar sagði...

Það er aðeins vinnudagur á aðfangadagsmorgni (sem og gamlársdagsmorgni), þ.e. dagurinn er að hálfu frídagur hér á landi í flestum kjarasamningum.

Annars eru þetta fróðlegar spekúlasjónir. Sjálfum finnast mér reyndar fimmtudagsfríin ágæt og gott tilefni til lítilla athafna á stökum föstudagsvinnudegi. Ég sé ekki að ávinningurinn af breyttu kerfi yrði það mikill að það borgi sig fyrir launamenn að breyta.