270
milljarða reikningur til þjóðarinnar er afleiðing þess að reynt var að standa
við kosningaloforð XB 2003 um 90% íbúðarlán. Ekkert mark tekið á aðvörunarorðum
færustu erlendra sérfræðinga.
Áberandi
eftir að hafa skoðað þetta mál allt eru óvönduð vinnuvinnubrögð sem viðhöfð eru
á Íslandi segja skýrsluhöfundar.
Svo var
komið að Norðurlöndin voru búinn að gefast upp á því að koma vitinu fyrir Íslendingar
og neituðu að tala við okkur nema í gegnum AGS.
Höfum
við ekkert lært? Í dag gera ríkisstjórnin og hennar málsvarar hróp að þeim sem
vara við mjög alvarlegum afleiðingum ef menn ætli sér að standa við risavaxinn
kosningaloforð 2013.
Tölum
ekki við erlendar skammstafanir, segir forsætisráðherra. Þær þurfa að sanna sig
fyrir Íslandi. Það virðist vera að lífeyrissjóðirnir eigi að verða næsta
fórnarlamb þessara manna.
Þeir
eru búnir að leggja í rúst allt bankakerfið og allt fjármálakerfið þar sem
stjórnmálamenn komast að, lífeyrissjóðirnir voru þeir einu sem komu standandi
út úr Hruninu, enda komust stjórnmálmenn ekki að þeim þrátt fyrir ítarlegar
tilraunir.
Eiga þessir aðilar að komast óáreittir út í næstu keldu, og skapa okkur enn meiri vanda?
5 ummæli:
Ætli þessi rannsóknarskýrsla þvælist ekki eitthvað tímabundið fyrir Framsóknarmönnum, enda þeir óforbetranlegir eins og Sjálfstæðismenn.
"Eiga þessir aðilar að komast óáreittir út í næstu keldu, og skapa okkur enn meiri vanda?" -Já, að góðfúslegri ósk þjóðarinnar!!
Er Ísland „failed state“?
Slík spurning er sorgleg, en ástandið er slíkt að við komust ekki hjá því að spyrja.
Haukur Kristinsson
" lífeyrissjóðirnir voru þeir einu sem komu standandi út úr Hruninu,"
En töpuðu samt. Ef vísitalan hefði verið fryst væru þeir í vondum málum.
mbk.
Einmitt Guðmundur. Það er kominn tími til að menn þyggi einhverntíma ráð í auðmýkt í stað þess að kafna í eigin hroka og láta svo afleiðingarnar koma aftan að sér. En það er auðvitað ekki hægt að láta einhverja skammstafaða útlendinga gefa sér ráð, ekki frekar en það er nokkuð að marka FBI, SÍBS, HIV eða LOL. Er til heiti á þessari geðröskun? Þetta virðist vera bráðsmitandi, því forseti og forsætisráðherra eiga báðir erfitt með andardrátt vegna mikilfengleika Íslendinga umfram aðrar þjóðir.
Skrifa ummæli