Rökstuðningur
forsetans um hvort vísa eigi lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki alltaf skýr
og forsetinn hefur ekki verið ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann gefur sér nú þá forsendu
að stjórnvöld verði ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og
arðgreiðslur til þjóðarinnar.
Með þessu er hann að setja sig og ríkisstjórn sína í þá stöðu að náist þessi sátt ekki þá verður hann að taka efnislega afstöðu til málsins, sem hann vék sér undan að gera núna.
Sé litið til
sögunnar kemst maður ekki hjá því að vera vonlítill um að þessi sátt finnist Þessi
staða ýtir enn frekar undir það að verði að setja enn skýrari stjórnskipulegan ramma
mál sem þessi. Það gengur einfaldlega ekki upp að einn maður geti vísað málum í
þjóðaratkvæðagreiðslu og þurfi ekki að axla neina ábyrgð.
Rökstuðningur Ólafs
Ragnars í þessum málum hefur ekki verið skýr og hann er ekki alltaf mjög
samkvæmur sjálfum sér enda er það kannski mjög erfitt. Málin eru ólík og
deiluefnin mörg hjá vorri þjóð.
Guðmundur
Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, bendir réttilega á að þetta var persónulega
ákvörðun forsetans: „Forsetinn segir það einfaldlega berum orðum í dag að þessi
ákvörðun er hans persónulega ákvörðun. það er forsetinn sem tekur sem
einstaklingur ákvörðun um það hvort eigi að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu
eða ekki. Undirskriftasafnanir skipta þar ekki öllu máli, þar er vilji
forsetans.“
Stjórnmálamönnum er
gert að bíða eftir ákvörðun forsetans. Í vinnu okkar í Stjórnlagaráði var þetta
rætt ítarlega. Ég fagna því að nú er Ólafur Ragnar með háttalagi sínu í raun
búinn að gera þjóðinni grein fyrir því að við ráðsliðar höfðum rétt fyrir okkur.
Meir að segja Birgir
Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem var nú ekki okkar helsti
aðdáandi segir :„Ég myndi telja að það væri á margan hátt heppilegra að valdið
til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu væri ekki í höndum eins manns, það er að
segja forseta íslands hverju sinni , heldur væri betra ef valdið væri hjá
minnihluta þings eins og í Danmörku, eða tilteknum hluta kjósenda.“
Nákvæmlega það sem
við sögðum í Stjórnlagaráði.
2 ummæli:
Ríkisstjórnin hefur engar skyldur til þess að fara eftir forsetanum í þessum efnum. Þeir herramenn sem nú stija í stjórn gera eins og sérhagsmunirnir skipa þeim.
Það er allt hægt í bananalýðveldi.
til upprifjunar fyrir þá sem vilja
http://blog.pressan.is/larahanna/2009/09/23/bananalydveldid-island/
Skrifa ummæli