Á nú að stofna einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, spyrja margir þessa dagana, en þannig mætti skilja umæli sem fram hafa komið. Nei það stendur ekki til, það á að jafna lágmarkslífeyrisréttindi. Sameining allra lífeyrissjóða er mun flóknara dæmi.
Ef t.d. allir lífeyrissjóðir innan ASÍ væru sameinaðir í einn, myndi það þýða allt að 20% skerðingu réttinda í sumum sjóðanna. Með öðrum orðum , um 20% af sparifé sjóðsfélaga í einum sjóð yrði flutt yfir í sjóði sem standa lakar. Mismunandi staða sjóða innan ASÍ byggist á misdýrum réttindakerfum og eins mismunadi samsetning sjóðsfélaga viðkomandi sjóðs.
En snúum okkur að því sem verið er að ræða. Ég hef reyndar farið nokkrun sinnum yfir þetta hér á þessari síðu, þegar ég hef verið að skrifa fréttir úr Karphúsinu undanfarin ár.
Á almennum vinnumarkaði eru iðgjöld launamanna og launagreiðenda til lífeyrissjóða samtals 12% af heildarlaunum, en 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum.
Ef t.d. allir lífeyrissjóðir innan ASÍ væru sameinaðir í einn, myndi það þýða allt að 20% skerðingu réttinda í sumum sjóðanna. Með öðrum orðum , um 20% af sparifé sjóðsfélaga í einum sjóð yrði flutt yfir í sjóði sem standa lakar. Mismunandi staða sjóða innan ASÍ byggist á misdýrum réttindakerfum og eins mismunadi samsetning sjóðsfélaga viðkomandi sjóðs.
En snúum okkur að því sem verið er að ræða. Ég hef reyndar farið nokkrun sinnum yfir þetta hér á þessari síðu, þegar ég hef verið að skrifa fréttir úr Karphúsinu undanfarin ár.
Á almennum vinnumarkaði eru iðgjöld launamanna og launagreiðenda til lífeyrissjóða samtals 12% af heildarlaunum, en 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum.
Stærsti vandi lífeyriskerfisins er hækkandi lífaldur
og vaxandi örorkubyrði, en lífeyristíminn hefur lengst um þriðjung frá því að
almennu sjóðirnir voru stofnaðir ári 1970 og hlutfallslega meira hjá körlum.
Til þess að ná jöfnuði í kerfið er augljóslega um þrennt
ræða, skerða réttindi, hækka lífeyrisaldurinn eða hækka iðgjaldið.
Samkvæmt lögum er miðað við að sjóðir á almennum
vinnumarkaði tryggi að lágmarki 56% meðalævitekna á mánuði í mánaðarlegan
lífeyri en samsvarandi hlutfall er 76% hjá hinu opinbera. Lífeyrisaldur á
almennum vinnumarkaði er nú 67 ár en 65 ár hjá opinberum starfsmönnum.
Þetta er helsta ástæða þess að það vantar um 600
milljarða inn í opinberu sjóðina svo þeir eigi fyrir skuldbindingum þrátt fyrir
að iðgjaldið sem ríkið greiðir í opinberu sjóðina sé um þriðjungi hærri.
Á almennum vinnumarkaði er kerfinu gert að vera
sjálfbært og iðgjöld og ávöxtun þeirra standi undir lífeyrisréttindum, en aftur
á móti er það ríki og sveitarfélög sem ábyrgjast tiltekin réttindi í sjóðum
opinberra starfsmanna.
Það er óþolandi að sumir búi við ríkistryggð
réttindi á meðan öðrum er gert að standa undir þeim réttindum og á sama tíma að
búa við skerðingar í sínum sjóðum.
Ef ætlast er til þess að lífeyrissjóðir geti staðið
við skuldbindingar sínar og tryggt lífeyri allan lífaldur sjóðsfélaga þá þarf
að líta til ráðandi þátta.
a) Skerðing réttinda. Ef
ekkert verður gert kemur það að sjálfu sér að það verður að skerða réttindi
umtalsvert og þá langmest í opinberu sjóðunum. Það blasir við að innan 5 ára verður að hækkað
tekjuskatt allra landsmanna um 3 -4% til þess eins að standa undir opinberu
sjóðunum. Ég tel næsta víst að landsmenn muni alfarið hafna þeirri leið
b) Lífeyrisaldur og örorkubætur, margar þjóðir eru að hækka aldurinn úr 60 - 65
upp í 67 ár til þess að mæta hækkandi meðalaldri, undir háværum mótmælum
almennings.
c) Iðgjaldi, margar þjóðir hafa verið að hækka iðgjald og það er sumstaðar komið í
16 - 18%. Iðgjald hins opinbera í LSR er umtalsvert hærra en í almennu sjóðina
auk rausnarlegs framlags. Vilja launamenn láta af hendi þá launahækkun sem í
boði er til þess að hækka iðgjaldið?
d) Ávöxtun sjóðanna. Ef ávöxtunarkrafa er tekinn niður eins og rætt
hefur verið um, þá verður að skerða lífeyrisrétt þeirra sem nú eru á bótum
umtalsvert strax umtalsvert. Það er að segja í almennu sjóðunum, ekki hins
opinbera það er sótt í ríkissjóð.
Inn í skerðingar lífeyrissjóða hefur einnig haft
mikil áhrif mikil aukning á örorkubótum. T.d. má benda á að um síðustu aldamót
var það sem greitt var úr lífeyrissjóðum jafnhátt því sem greitt var úr
Tryggingarstofnun. Í dag er þetta þannig að útgjöld lífeyrissjóða eru um 80
milljarðar á meðan útgjöld Tryggingarstofnunar eru 50 milljarðar.
Allir sem fylgjast með lífeyrismálum vita að mikil
fjölgun öryrkja hefur aukið útgreiðslur úr sumum lífeyrisjóðunum. Lífaldur
hefur lengst, þá sérstaklega karla. Mismunandi mikið tap og mismikill
kostnaðarauki vegna fjölgunar bótaþega,auk þess að lenging lífaldurs hefur
leitt til þess að sumir sjóðir hafa þurft að skerða meir en aðrir.
Það liggur fyrir að ef lífeyrissjóðirnir verða að
hafa möguleika til þess að ávaxta hina miklu fjármuni sem þar eru þá verða þeir
að geta fjárfest erlendis. Það eru ekki nægilega góðir fjárfestingarkostir
fyrir hendi á Íslandi. Auk þess má velta fyrir sér hversu örugg fjárfesting það
sé ef nánast allar fjárfestingar séu í bréfum með ábyrgð íslenska ríkisins.
Hversu öruggt er það?
7 ummæli:
Sæll Guðmundur takk fyrir fróðlegan pistil. Geturðu skýrt nánar hvað er átt við í lið d) varðandi ávöxtunarkröfuna.
Kveðja Sævar.
"Allir sem fylgjast með lífeyrismálum vita að mikil fjölgun öryrkja hefur aukið útgreiðslur úr sumum lífeyrisjóðunum. "
Er það ekki hlutverk ríkis og sveitarfélaga að sjá um hlut öryrkja. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir látnir um það ?
Hefði haldið að hið opinbera hefði átt að fjármagna þann kostnað sem fellur til vegna öryrkja. Þegar þeir ná síðan aldri til lífeyristöku þá tækju lífeyrissjóðirnir við.
Hve stór er þessi þáttur í tilviki lífeyrissjóðanna ?
Kveðja,
Björn Kristinsson
3,5% ávöxtunarkrafa er það vaxtaviðmið notað í tryggingarfræðilegum útreikningum um stöðu sjóðanna við gerð ársreikninga og er nauðsynlegt til þess að tryggja að hver kynslóð fái sinn hlut af sinni inneign. Ef þetta viðmið næst ekki verður að skerða útgreiðslur til þeirra sem eru fá lífeyrisgreiðslur, annars væri verið að ganga á rétt þeirra sem eru ungir í dag. Taka fjármuni unga fólksins á og greiða þá út til eldri kynslóða.
Sjóðsstjórar lífeyrissjóða verða eins og aðrir fjárfestar að láta fjármagnið vinna svo það ávaxtist. Þeir fjárfesta í skulda- og hlutabréfum frá atvinnulífinu og hinu opinbera. Þeir verða vitanlega að sætta sig við þá ávöxtun sem býðst hverju sinni. Ef ávöxtunarkostir eru slakir í dag þarf að skerða réttindi. Stundum næst meiri ávöxtun og stundum minni, en þetta er það meðaltal sem verður að nást. Þetta er misjafnt milli landa, og þar spilar inn hversu réttindakerfið er og hver meðalævi viðkomandi lands er. T.d. er vaxtaviðmiðið í Bandaríkjunum um 4.6%
Það er gert með árlegum tryggingafræðilegum útreikningum og innistæður og ávöxtun borin saman við skuldbindingar lífeyrisjóðanna. Ef ávöxtun hefur verið undir 3,5% þá verða ársfundir lífeyrissjóða lögum samkvæmt að velja milli þriggja hluta :
a) Breyta starfsreglum viðkomandi sjóðs og skerða réttindi sjóðsfélaga, eins og t.d. skerða makalífeyri eða réttindastuðul eða hækka lífeyrisaldur.
b) lækka lífeyri og örorkubætur
c) hækka iðgjöld, eða hækka lífeyrisaldur.
http://gudmundur.eyjan.is/2011/10/vaxtavimi-lifeyrissjoa.html
Stærðfræði lífeyrissjóða sjóðanna í sinni einföldustu mynd er reist á því að sjóðsfélagi greiðir 12% af launum sínum í iðgjald til lífeyrissjóðs í rúm 40 ár. Þá dugar innistæða hans fyrir framangreindum lífeyri til meðalaldurs. Sá lífeyrir sem hann hefur safnað nægir til að greiða honum a.m.k. 56% af meðalævitekjum, verðtryggt.
Einfaldað dæmi hafir þú haft 400 þús. kr. meðalmánaðartekjur, (eða tekjur sem samsvara þeim tekjum á hverjum tíma) alla starfsævi þína og greitt af þeim í lífeyrissjóð, þá hefur þú greitt sem svarar liðlega 40 þús. kr. á mán. Iðgjald hefur verið hækkað nokkuð á tímanum. 40.000 x 12 mán. x 40 ár = 22 millj. kr. Farir þú á lífeyri 67 ára og lifir meðalævi færðu a.m.k. 400.ooo x 56% = 225 þús. kr. á mán (verðtryggt) x 12 mán. x 13 ár = 35 millj. kr.
Mismunurinn er ávöxtunin. Að auki hefur þú fengið örorkutryggingu og tryggingu fyrir maka inn og börn. Sú trygging er mismunandi milli sjóða.
Almennu lífeyrissjóðirnir eru sameignarsjóðir og geta staðið við þetta loforð vegna þess að jafnmargir falla frá fyrir meðalaldur og þeir sem lifa lengur.
En almennu lífeyrissjóðirnir eru eins margoft hefur komið fram í umræðu um þá að glíma við tvö feikilega erfið vandamál. Meðalaldur er sífellt að lengjast og örorka hefur vaxið langt umfram það sem gert var ráð fyrir þegar menn settust niður árið 1970 og reiknuðu út hversu mikið þurfti að greiða í lífeyrissjóð, þá var meðalaldur um 9 árum minni en hann er í dag og gert ráð fyrir að um 15% af útgreiðslum sjóðanna færi til örorku, en er komið upp í 40% í sumum sjóðanna í dag.
Lengi var iðgjald 10% en búið að hækka það í12% á síðustu misserum vegna þessarar skekkju. Þrátt fyrir þetta hafa nokkrir lífeyrissjóðir orðið að skerða réttindi um allt að 20% og það blasir við að ef ekki verður leiðrétt örorkubyrði sjóðanna, þá verða sumir þeirra að skerða enn meir.
Þingmenn og ráðherrar fundu einfalda leið út úr þessu, þeir breyttu lögum fyrir sína sjóði þannig að þar þarf aldrei að skerða, vegna þess að þeirra lífeyrissjóðir sækja það sem upp á vantar í ríkissjóð. Einnig er ávinnsla fullra réttinda hjá þeim mun hraðari en í almenna lífeyriskerfinu.
Sæll aftur Guðmundur,
Hvernig má það vera að örorka hefur aukist svo mikið á Íslandi. Er einhver ástæða fyrir því:
1) Almennt verra heilbrigði
2) Slakari öryggiskröfur á vinnustöðum
o.s.frv.
Hefur þú einvherjar útskýringar á þessu því ef fjöldi öryrkja er að aukast svo mikið þá hlýtur eitthvað sem við verðum að gera betur.
Kveðja,
Björn
Örorkubyrði sjóðanna óx mjög hratt í lokm seinni hluta síðustu aldar og hélt svo áfram fram að Hruni. Það er auðvelt að flytja mílulangar hugleiðingar um hvað hafi ollið því.
Eftir að lífeyrissjóðirnir sameinuðust verkalýðsfélögunum um að setja fjármuni í sjóð og stofna reka starfsendurhæfingu "VIRK" hefur tekist að stöðva þessa þróun og snúa henni jafnvel við að nokkru.
Eftirminnilegt var hvernig allmargir þingmenn með Ögmund í broddi fylkingar börðust gegn þessu verkefni af alefli, enda hefur Ögmundur verið þekktur fyrir allt annað en elsku og skilning til launamanna sérstaklega á almennum vinnumarkaði.
Örorka óx mest í almennu lífeyrisjóðunum og langmest í sjóðum ófaglærðra, eða helmingi meira en í iðnaðarmannasjóðunum. Þar hafa útgjöld vegna örorku orðið til þess að það hefur orðið að skerða þar mun meira en í öðrum sjóðum.
Á það hefur verið bent, með réttu, að á svæðum þar sem hefur verið atvinnuleysi þá hafa margir Þeirra þær fengið vottorð inn á örorkuþáttinn.
Einnig hefur verið bent á þá hugarfarsbreytingu sem hefur orðið meðal íslendinga, seinni hluta síðustu aldar, það þótti ekki lengur mikil skömm að sækja bætur ef það væri hægt. Þar má benda á hugarfarið gagnvart því að segja sig til sveitar.
Ég er ekki með þessu að þetta sé ástæða þess að fólk hefur látið skrá sig sem öryrkja, en þetta er allavega töluvert mikið öðruvísi en þegar menn settu saman reiknimódel lífeyriskerfisins árið 1969, þrátt fyrir umtalsvert bættan aðbúnað verkafólks frá þeim tíma.
Kv GG
A - sjóður ríkisins átti að jafna þessi eftirlaunakjör. En það er athyglisvert að ríkisstarfsmenn eru að greiða hærra gjald í sinn lífeyrissjóð.
Skrifa ummæli