Í
haust losna allir kjarasamningar í landinu og næsta víst er að stéttarfélögin
muni fara eftir þeim tillögum sem hafa komið fram undanfarna daga og fara fram
á afturvirka launahækkun upp á 20-30%, sem síðan mun verða að venju leiðrétt af
stjórnvöldum með jafnhárri gengisfellingu.
Talsmenn núverandi stjórnvalda vilja halda í krónuna, því þá sé blóðsúthellingalaust hægt að leiðrétta of góða kjarasamninga verkalýðsfélaganna. Hér er um að ræða afturhvarf til áranna 1960 - 1990, þegar víxlhækkanir launa og verðlags hélt verðbólgunni í 20 - 100%.
Talsmenn núverandi stjórnvalda vilja halda í krónuna, því þá sé blóðsúthellingalaust hægt að leiðrétta of góða kjarasamninga verkalýðsfélaganna. Hér er um að ræða afturhvarf til áranna 1960 - 1990, þegar víxlhækkanir launa og verðlags hélt verðbólgunni í 20 - 100%.
Ljóst
er að sú kjarabót sem íslenskum launamönnum væri boðin með inngöngu í ESB myndi
halda til framtíðar. Vextir myndu lækka vel yfir helming, dagvara heimilanna myndi
lækka um þriðjung, verðlag yrði stöðugt og verðbólga færi ekki upp fyrir 3-4%,
í stað þess að fljúga reglulega upp í 30% og vextir þar á eftir og íslenskir stjórnmálamenn
myndu síðan að kröfu LÍÚ eignaupptöku hjá launamönnum með 30% gengisfellingu.
Í
stjórnarsáttmálanum og í orðum ráðherra undanfarið hefur ítrekað komið fram að þeir
vilja geta ritstýrt allri umræðu um þessa hluti. Þeir vilja ekki fara inn í
veturinn með loforðapakkann á bakinu og lausa kjarasamninga án þess að geta
haft einhverja stjórn á umræðunni. Ráðið því hvaða mál eru sett á dagskrá eins
og það var þegar Mogginn var eina blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn réð öllu á
RÚV, eða bláskjá eins það var nefnt á þeim tíma.
Sá hópur sem fer þessa dagana fram gegn
RÚV og krefst þess að þeir fái að taka upp pólitíska ritskoðun á efnistökum
þar, er þekktur fyrir að vera með allskonar rangfærslur um ESB og ef það
birtist einhver jákvæð frétt um ástand nágrannþjóða okkar rísa þessir menn
alltaf upp og hrópa að nú sér verið að útvarpa áróðri um ESB.
Þessir menn halda því m.a. fram að ESB fái
úrslitavald til veiða á svæðinu milli 12 og 200 sjómílna og rétt til að taka
allar ákvarðanir um tilhögun þessara veiða, svo sem lágmarksstærð á fiski,
möskvastærð, lokanir svæða o.s.frv. Við yrðum því óvirkir við eftirlit á okkar
eigin miðum.
Hið rétta er að Íslendingar hefðu einir
rétt til veiða við Íslandsstrendur. Evrópusambandsþjóðir hafa enga viðurkennda
veiðireynslu á Íslandsmiðum og fengju þar af leiðandi engar aflaheimildir. Við
gætum svo ráðstafað okkar veiðiheimildum eftir eigin höfði í raun með sama
hætti og þau íslensku fyrirtæki sem hafa eignast fiskveiðifyrirtæki innan ESB. Evrópusambandið
setur lágmarksreglur um tilhögun veiða og til verndunar lífríkis sjávar en
aðildarríkjunum er frjálst að setja strangari og ítarlegri reglur innan sinnar
lögsögu.
Einnig hefur þessi hópur haldið því
fram að ESB muni annast alla viðskipta- og fiskveiðisamninga fyrir okkar hönd
við ríki utan ESB. Við myndum því glata réttinum til að gera viðskiptasamninga
við þjóðir í fjarlægum heimsálfum.
Hið rétta er að samningsstaða
Íslendinga myndi því styrkjast með stærsta viðskiptaveldi heims sem bakhjarl.
Við aðild að ESB myndu Íslendingar ganga inn í þá viðskipta- og
fiskveiðisamninga sem ESB hefur gert við önnur ríki, nema við gerðum sérstaka
kröfu um undanþágu frá þeim til lengri eða skemmri tíma.
Því er haldið fram að við myndum missa
fullveldi okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Þessum málum er þannig fyrirkomið að
sérhvert aðildarríki ESB kemur að stefnumörkun og ákvarðanatöku sambandsins.
Íslendingar yrðu þar engin undantekning.
Í tæplega 50 ára sögu Evrópusambandsins
eru þess engin dæmi að gengið sé gegn mikilvægum hagsmunum aðildarríkja slíkt
samræmist ekki stefnu og markmiðum sambandsins. Staðreyndin er sú að smærri
ríkjum hefur gengið mjög vel að ná fram markmiðum sínum á þeim sviðum sem þau
eiga hagsmuna að gæta og búa að sérþekkingu. Máflutningur þessa hóps byggist á sligandi
fortíðartrú og hugmyndafræði sem á meira skylt við draugagang. Við getum ekki
byggt til framtíðar með þessum hætti, okkur miðar ekkert við erum sífellt að
dragast meir aftur úr þeirri þróun sem á sér stað meðal nágrannalanda okkar.
Mjög oft heldur þessi hópur því fram að
atvinnuleysi muni aukast umtalsvert ef við göngum inn í ESB og atvinnuleysi hér
muni fara upp í 15%. Samkvæmt tölum frá Eurostat þá er meðalatvinnuleysi
innan ESB liðlega 7%. Mesta atvinnuleysið er hjá tveimur þjóðum, sem eru
tiltölulega nýgengnar í ESB eftir hræðilega efnahagsstjórn sósíalista í
áratugi. Það eru Pólland og Slóvakía, sem eru með 11-12% atvinnuleysi.
Eðlilegt
væri að líta til nágrannalanda okkar í Norður Evrópu. Atvinnuleysi í Danmörk er
3,4%, Holland 3,5%, Eistland 4,9% , Lúxemborg 5,0%, Litháen 5,7%, Lettland 5,8%,
Svíþjóð 6,7%, Finnland 7,0%, Danmörk 7,1%.
4 ummæli:
Sorglegt að hér séu við völd aðilar sem láta hagsmuni sína og sinna flokksmanna og styrkjenda, ganga fyrir hagsmunum heildarinnar.
Það eru ekki okkar hagsmunir að á nokkra áratuga fresti færist tugmilljarðar á milli lántakenda og þeirra sem lánar með verðbólguskotum í gegnum verðtrygginguna.
ESB er svarið við því. Gleymum þjóðrembuni.
Það er ótrúlegt hvað ranghugmyndin um að útgerðin græði á gengisfellingu er lífsseig. Laun sjómanna hækka við gengisfellingu þar sem þau eru tengd við afurðaverð sem eru í erlendri mynt. Aðrir stærri kostnaðarliðir eins og olía eru einnig í erlendri mynt.
Þetta veldur því að afkoma utgerðinnar breytis ekkert með gengisbreytingum. Það þýðir því ekki að veifa LÍÚ grýlunni í þessu samhengi það er hreinlega fáviska...
Dude
Atvinnuleysi í EU er að meðaltali 11% en ef aðeins eru tekin lönd með evru, þá er það 12.2%. Rétt að nefna að atvinnuleysi á Spáni er 27%, Grikkland 27%, Portúgal 18%
Réttar Eurostat tölur um atvinnuleysi í EU má finna hér.
http://epp.eurostat.ec.europa.eu/statistics_explained/index.php?title=File:Unemployment_rates,_seasonally_adjusted,_May_2013.png&filetimestamp=20130702091731
Útflutningsgreinar hafa rakað saman hagnaði eftir hrun þegar krónan féll um 100%. Í hvert skiðtio sem krónan er felld eru verið að gera eignaupptöku hjálaunamönnum og færa það fjármuni yfir til útflutningsfyrirtækjanna.
Það er kostulegt að vilja miða alls ekki miða við þjóðfélög sem eru líkust okkur, en taka ætíð lönd sem eru ólíkust okkur, þegar rætt er um atvinnuleysistölur.
Skrifa ummæli