Formaður
Framsóknarflokksins lofaði skuldaniðurfellingu upp á 240 milljarða króna, sem
átti að jafngilda 20% flatri niðurfærslu og svo átti leiðréttingin að koma fram
strax!
Hann segir reyndar núna að það sé lygi óvina sinna, (loftárás), þrátt fyrir að þetta sé nú skjalfest í hverju viðtalinu á fætur öðru síðasta vetur.
Niðurstaðan er að leiðrétting
verður um 5% að verðtryggðum skuldum heimilanna.
Fjármögnun
tillagnanna er ótryggð og umtalsverða líkur á að hún lendi á okkur
skattborgunum.
Ríkið á að standa straum af kostnaðinum ekki hrægammasjóðirnir.
Eða
með öðrum orðum allt það sem gagnrýnendur málflutnings Framsóknarflokksins
bentu á er komið fram, þeir höfðu rétt fyrir sér. (sjá m.a. pistla á þessari síðu)
En
það er kynnt sem stórsigur Framsóknarmanna??!!
Og
ritstjórn Eyjunnar ræður sér ekki fyrir fögnuði, þvílíkt skrum
3 ummæli:
Þegar litið er yfir aðgerðir undanfarinna ára sést að stærsta þátt í að lagfæra stöðu skuldara eiga dómstólarnir og skuldarar sjálfir sem sóttu þau mál, um 155 miljarða. Aðgerðir síðustu ríkisstjórnar virðast vera um 83 miljarðar. Nú ætlar núverandi ríkisstjórn að bæta í það með ábyrgð ríkissjóðs um 80 miljörðum. Þar til viðbótar er skuldurum heimilað að ráðsafa um 70 miljörðum af séreignasparnaði sínum (launatekjum) skattfrjálst í niðurgreiðslur lána sinna. Þær aðgerðir sem nú hafa verið kynntar eru í hugum flestra með fyrirvara um hvernig þetta verður útfært nánar í meðförum Alþingis. Eitt er þó íhugunarefni á þessu stigi og það er að á undanförnum árum hafa skuldarar fengið að nýta hluta af séreignasparnaði sínum til að greiða skuldir, með því að greiða skatt af úttektum sínum af séreignareikningum sínum (um 40%). Er þeim sem hafa greitt skatt af þessu að undanförnu þá heimilt að sækja hann endurgreiddan í ríkissjóð, eða þarf málaferli (á grundvelli jafnræðis) til þess ?
Rúnar Bachmann
Að auki er Egill Helgason með allt niðrum síg í þessu máli
Það er alrangt hjá valhöfum að slitastjórnir séu að greiða þessa niðurfærslu á höfuðstól sem boðuð hefur verið, heldur er það kýr skýrt að það er ríkisjóður sem mun greiða þetta. Skattur á stlitastjórnir ef hann stenst og slitastjórnir eru skatt tækar, rennur þá í ríkissjóð líkt og aðrir skatta, það er síðan Ríkisstjórnar og alþingi að útdeila þeim skatti, því væntanlega verða slitastjórnir skattlagðar líkt og aðrir lögaðilar hér á landi sem eru skatt tækir og skiftir þá engu hvort höfuðstóll verðtryggða lána verði leiðrétt eða ekki. Þar af leiðir ríkisjóður er að greiða þessa niðurfærslur hvort sem stjórnvöld vilji markaðsetja það sem greiðsla frá slitastjórnum eða vörubílstjórum.
Kv. Barði
Skrifa ummæli