Eitt af kosningaloforðum Framsóknar var
afnám verðtryggingar. Einblínt á verðtrygginguna sem einhvern vanda og verði
hún afnuminn sé búið að leysa þann vanda sem fólk lenti í þegar það fjárfesti í
íbúðarhúsnæði.
Verðtryggingin er ekki vandinn, ef
verðtrygging er felld niður koma einfaldlega breytilegir vextir í staðinn og
fólk situr í enn verri stöðu, eða mjög háir meðalvextir.
Fólki hefur alltaf staðið til boða að
velja óverðtryggð lán en hefur hafnað því og valið frekar verðtryggð. Hvers
vegna? Vegna þess að fólki er þá gert greiða umtalsvert meira en það þarf þegar
verðbólgan er í eðlilegum stærðum. Um þetta hafa verið skrifaðar margar góðar
greinar, en skrumararnir hafa alltaf skautað hjá þeim.
Þetta sést t.d. mjög vel m.a. á myndinni
hér að neðan. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að bæta
verðtryggingarkerfið eitthvað eða breyta útfærslum á því, en það leysir ekki
þann vanda sem fólk lenti í.
Nokkrar staðreyndir :
• Verðtrygging er óvirk ef ekki eru
verðlagsbreytingar. Ef við búum við stöðugleika þá er hún meinlaus.
• Ef verðgildi krónunnar breytist lagar
verðtrygging fjárskuldbindingar að því ástandi, hvort sem um er að ræða rýrnun
hans í verðbólgu eða hinu gagnstæða í verðhjöðnun, góður eiginleiki.
• Verðtrygging er ekki einungis til hér
á landi hún er víða til, jafnvel í löndum sem búa við stöðugleika. þjóðverjar,
Bretar, Svíar og mörg önnur ríki gefa út verðtryggð skuldabréf. Hollenskir
lífeyrissjóðir veita verðtryggð lán.
Í dag er rætt er um þak á hækkun
verðtryggingar umfram 4%. Ef lántakandi fengi lán á 4,35% vöxtum með 4% þaki
ætti hann rétt á endurgreiðslu á þeirri upphæð sem færi upp fyrir þakið.
Hér er mynd af 12 mánaða verðbólgu og
svo meðaltalsverðbólgu. Byggt á upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Það er eitt að tala um verðbólguálag en
ekki er komist hjá því að bæta við verðbólguáhættu sem felst í áhættu á
tímabundnum toppum eins og m.f. mynd sýnir.
Áhættulausir 20 ára verðtryggðir
jafngreiðsluvextir eru í dag um 2,8%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag
um 0,5 – 1,5% álag á áhættulausa vexti og boðið er upp á um 4% vexti ásamt
verðtryggingu svipuð kjör og Íbúðalánasjóður býður.
Verði þakinu komið á þýðir það aukið
álag á grunnvexti og húsnæðislán í dag yrðu þá um 6,4 - 7%. Líttu á myndina
aftur og sjáðu lesandi góður hvernig þetta hefði verið ef meðaltalslínan lægi við
7% í töflunni hér ofar. Er það það sem verið er að biðja um, það er að segja að
sætta sig við að greiða okurvexti, í stað þess að tekið verði á vandanum og
komið á stöðugleika til framtíðar.
Með því kerfi sem verið hefur þá færist
vaxtatalan niður þegar verðbólgan fer niður.
2 ummæli:
Vextir eru um 5% á verðtryggð lán. Það er svipað og meðaltals verðbólgan. Erlendis væri slíkt lán með 6% vöxtum. Þe. +0,5 til 1% umfram verðbólgu. Við eru því raunverulega með 10% vexti. Og helmingurinn af þeim (verðtryggði hlutinn) virkar eins og dráttarvextir. Dráttarvextirnir leggjast á heildar upphæðina og um næstu mánaðarmót legjaat vextir og dráttarvextir á þá gömlu. Þetta er snjóbolti sem er bara fyrit þá ríku að greiða upp.
F
Þú ert greinilega ekki með þetta á hreinu.
Vextir eru 3,8% á verðtryggð lán, alla vega í þeim lífeyrissjóð sem ég greiði til. Ef verðbólga liggur undir 3,5% þá eru þetta þeir vextir sem þú greiðir, það er ekki fyrr en verðbólga fer upp fyrir það stig sem verðtrygging byrjar að tikka
Vextir á óverðtryggð lán eru 8,6%, sem síðan er endurskoðað á 3 - 5 ára fresti, til hækkunar.
Það er þessi mismunur sem gerir það að verkum að fólk hefur frekar vlið verðtryggð lán, því þegar upp er staðið er verðtryggða lánið mun hagstæðara. Um þetta eru til margar mjög góðar skýrslur.
En ef við förum til landa þar sem efnahagsástand er eðlilegt eins og td í nágrannalöndum okkar þá eru vextir á bilinu milli 2 - 3% á langtíma lánum.
Það er nefnilega ekki verðtryggingin sem er vandamálið það er gjaldmiðilinn og óöguð hagstjórn hér á landi.
Þess vegna hefur verkalæyðshreyfinfin ávalt ályktað með þeim hætti að það ætti að ráðast á rót vandans, afnám verðtryggingar einnnar og sér leysi ekki vandann.
Eitt stéttarfélag á Íslandi hefur hins vegar endurtekið hafnað að standa með verkalýðshreyfingunni í þessu máli og álykta að afnám verðtryggingar sé lausnin. Í raun stendur þetta verkalýðsfélag gegn því að ráðast að rót vandans
Skrifa ummæli