fimmtudagur, 8. apríl 2010

Ögmundur og stjórnarandstaðan

Eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum þá er njóta stjórnmálamenn ákaflega lítils trausts hér á landi, skiljanlegt sé litið til athafna þeirra, 40% þjóðarinnar hafnar stjórnmálamönnum. Ekkert mál leysist, einungis er stunduð átakastjórnmál og þrætubókarlist. Glundroði er skapaður og honum viðhaldið. Það eina sem virðist gerast við stjórnarskipti er að þeir sem voru á móti verða með, og þeir sem voru með verða á móti.

Forsvarsmenn stærstu orkufyrirtækjanna segja að það sé ekki hægt að fara í framkvæmdir vegna þess að Icesave sé ekki lokið sakir þess að aðgangur íslendinga að lánsfé sé svo óhagkvæmur. Staðreynd sem er búinn að vera uppi frá því nokkru fyrir Hrun og allir landsmenn vita utan stjórnarandstöðuþingmanna og skoðanabræðrum þeirra; Ögmundi ásamt Liljunum.

Engin stefna engar hugsjónir, bara innihaldslausar upphrópanir út og suður. Einhver prinsipp sem enga samleið eiga með þeim markmiðum sem stefnt er að. Við launamönnum á almennum markaði blasir að viðhorf og sjónarmið byggjast einvörðungu á skilgreiningum opinbera geirans. Meðal stjórnmálamanna eru örfáir sem hafa einhvern skilning á rekstri fyritækja á almennum markaði, og virðist vera fyrirmunað að sjá að þar fari fram sú verðmætasköpun sem skapar útflutningstekjur, sem er eina leiðin til þess að komast úr vandanum.

Ég var á fundi um daginn þar sem allir helstu forsvarmenn atvinnulífsins voru, á næsta borði fyrir framan mig sátu tvær af forystukonum sjálfstæðismanna og þær gerðu gys að öllum sem voru í ræðustól. Þær töldu sig nú vita betur hvernig atvinnulífið ætti að ganga.

Var í vor ásamt forsvarsmönnum allra stærstu sprotafyrirtækja landsins þátttakandi í fundaseríu hvernig mætti ná enn lengra í uppbyggingu þessara fyrirtækja og flytja um 3000 störf heim, þar tók önnur þessara kvenna varformaður flokksins, sig til í lok fundarins og reif minnisblöð sem lögð voru fram í tætlur fyrir framan okkur og gerði gys að fundarefninu og forsvarmönnum CCP, Marel, Össur og fleiri góðum fyrirtækjum.

Í dag græða örfá sjávarútvegsfyrirtæki ofboðslega í því ástandi sem stjórnarandstaðan ásamt Ögmundi viðhalda, á meðan hvert fyrirtæki á fætur öðru hrynur í blóðugri undirboðsbaráttu á útboðsmarkaði, þar sem launum er sífellt þrýst neðar og sífellt fleiri fyrirtæka fara á hausinn og fleiri launamenn verða atvinnuleysinu að bráð.

Þetta blasir svo vel við þegar litið er til þess hvernig Alþingi hefur starfað frá Hruni. Stór ef ekki stærsti gerandi í að skapa þessa stöðu er Ögmundur Jónasson. Hann skrifar alveg stórfurðulega grein í Fréttablaðið í gær. Þar fullyrðir Ögmundur að allir sem ekki séu honum sammála séu fífl, þeir sjá ekki þann sannleika sem hann búi yfir.

Líklega hafa engir þingmenn valdið íslenskum launamönnum á almennum markaði og heimilum jafnmiklum skaða undanfarið ár og Ögmundur. Hann hafnar algjörlega að líta til þess að íslenskum fyrirtækjum, þá sérstaklega í orkuiðnaði er fyrirmunað að fjármagna framkvæmdir á meðan þeim standi einungis til boða lán á þeim ógnarkjörum sem íslendingum standa til boða á meðan Icesave er ekki leist.

Einnig verða gjaldeyrishöft ekki afnumin og krónan mun ekki styrkjast á meðan þetta ástand varir. Skuldir heimilanna og fyrirtækja eru því að hækka enn frekar og kaupmáttur lækka vegna hækkandi verðlags, í stað þess að það gæti gengið í andstæða átt.

Lífeyrissjóðir launamanna geta ekki fjárfest á erlendum markaði og tapa hundruðum milljóna á því. Af þessu virðast Ögmundur og aðrir þingmenn ekki hafa miklar áhyggjur, því lífeyrir þeirra er baktryggður í ríkissjóð, á meðan launamenn á almenum markaði er gert að horfa upp á skertan lífeyri og örorkubætur.

Nú krefst Ögmundur ásamt skoðanabræðrum sínum í Sjálfstæðisflokkunum að hinu gríðarlega ríkisbákni sem flokkurinn byggði upp í stjórnartíð sinni, verði viðhaldið með sérstakri skattlagningu á lífeyrissparnað launamanna á almennum markaði, sem þeir halda lokuðum inn í landinu.

Það blasir þó við að það er ekki lausn, heldur einungis tilfærsla á vanda og í raun atlaga að almennum lífeyrissjóðum. Hið litla hagkerfi Íslands getur ekki staðið undir þessu mikla ríkisbákni, nema þá að skera enn meira niður í velferðar- og bótakerfinu.

Það er svo einkennilegt hversu mikill munur er á Íslandi og hinum norðurlöndum hvað þetta varðar, þar standa kratar saman, sama hvar í flokki þeir eru, ásamt verkalýðshreyfingunni saman að uppbyggingu velferðarkerfisins og hinum öruggu samfélögum sem tekist hefur að byggja þar upp.

Hér upplifir maður endurtekið að stjórnmálamenn senda fólki úr atvinnulífinu tónninn, og sýn þeirra nær ekki út fyrir hið opinbera umhverfi.

21 comments:

Héðinn Björnsson sagði...

Ég vona að þið stóriðjusinnarnir hafið ekki treyst um of á að geta keyrt í gegn að fá ríkið til að taka á sig auknar skuldir til þess að greiða fyrir lánafyrirgreiðslu til álversframkvæmda með stuðningi Ögmundar Jónassonar :)

Nafnlaus sagði...

Því miður er ástandið að verða þannig að það verður að beita öllum ráðum til að rjúfa það umsátursástand sem ríki á alþingi þar sem liljurnar þrjár með einhverjum meðreiðarsveinum mynda stjórnarandstöðuflokk innan stjórnarflokkana.
Ef það eina sem dugir er að almenningur haldi á Austurvöll á ný og hreki þingheim út úr húsinu og boði til kosninga - þá verður svo að vera! Núverandi ástand gengur ekki.
Sverrir A

Guðmundur sagði...

Venjubundin smjörklípa til þess að breyta umræðuefninu, "þið stóriðjusinnar" Ja hérna

Nafnlaus sagði...

Kosningar strax!

Þetta gengur ekki lengur.

Nafnlaus sagði...

Mig langar til að þakka þér fyrir þennan pistil og reyndar marga fleiri á umliðnum misserum. Það er með ólíkindum hvernig staðið er gegn uppbyggingu atvinnulífsins hér á landi bæði til lengri og skemmri tíma, þannig að allt er í frosti. Hvað hið opinbera eða „báknið“ varðar, verður það aldrei stærra en atvinnulífið stendur undir. Þetta einfalda samhengi virðist „ísfólkið“ ekki skilja.
PH

Nafnlaus sagði...

Vil benda á, að Össur er í meirihlutaeigu útlendinga.

Vil benda á að CCP, Marel og Össur, svo ekki sé minnst á Actavis, eru öll fyrirtæki sem starfa á Höfuborgarsvæðinu, og vilja alls ekki flytja hluta af starfseminni sem víðast um Ísland.

Þess vegna geta þessi fyrirtæki tæpast talist Íslensk.
Og þess vegna verður stóriðja alltaf fyrir valinu þegar skapa á atvinnutækifæri úti á landi.

Senn lýkur hina heildstæða umhverfismati vegna orkuvinnslu á N-Austurlandi sem að Þórunn Sveinbjarnar krafist og laug því að þetta tefði verkefni um svona tvo mánuði, en hefur í raun tekið næstum því tvö ár.
Nú verður spennandi að sjá hvaða Hat-trick Svandís Svavarsdóttir muni beita til að tefja þetta verkefni enn frekar.

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja margt er nú einkennilegt í málflutning manna, en þessi hér fyrir framan slær mörgu út.
"Fyrirtæki sem eingöngu eru með rekstur æá höfuðborgarsvæðinu er ekki íslensk." Hvers lags málflutningur er þetta!!

Þetta er flottur pistill, frábær greining að venju.
Takk Úlfur

Nafnlaus sagði...

Er ekki nauðsynlegt að horfa á málflutning Ögmundar útfrá þeirri forsenda að hann var formaður BSRB þar til nýverið.

Hann er því talsmaður hagsmunasamtaka, fremur en kjörinn fulltrúi þjóðarinnar. Þar sem hann hefur lengi verið talsmaður opinbera starfsmanna þá er sjónarhorn Ögmundar á málefni eru útfrá áhrifum frá stóru hagsmunafélagi. Þessir hagsmunir fara ekki endilega saman við vilja ríkisstjórna.

Allavega miðað við hvað Ögmundur er samkvæmur í málflutngi sínum þá hlýtur útgangspunkturinn alltaf verið sá sami, þ.e. hann hefur ekki aðlagast af nýjum aðstæðum.

Kveðja
Magnús

Nafnlaus sagði...

Afar góður pistill eins og ávallt frá þér Guðmundur

Ástandið er því miður í raun, miklu mun alvarlegra en þetta.

Þjóðin er eins strandað skip - í stórsjó á meðan allir hamast við að finna sökudólga í stað þess að bjarga áhöfn og farþegum. Á meðan er skipið er að liðast í sundur - og aðrar hörmunar skammt framunda verði ekki breyting á.

Gengið er 30-40% of lágt skráð sem magnar allar erlendar og innlendar skuldir, gerir fyrirtæki og heimili gjaldþrota og ekki lánshæf innanalands eða erlendis. Þess vegna eru vextir svo háir.

Þjóðin er þvi enn í þrælabúðum krónunnar - og vistin í þeim búðum fer einungis versnandi.

Það eru hinsvegar til lausnir í samstarfi við AGS, ESB og fl. alþjóðastofnanir - til að styrkja gengið og efla traust og túruverðugleika innanlands sem erlendis - sem einnig er forsenda aðgengi að erl. fjármagni - og alhliða endurreisnar.

Það eru til lausnir til endurreisnar - en það vantar fók með kjark til að framkvæmda....

Er það ekki svakaleg staða í mestu hamförum þjóðarinnar....

Nafnlaus sagði...

Því miður er megininntak pistils réttur. Því miður.

Framgangur ögmundar síðasta ár eða svo er einhver hinn fuðulegasti pólitíski framgangur í ísl. sögu - allavega hin seinni ár.

Framgangurinn er óskiljanlegur - en jú jú skapar verkefni fyrir framtíðarsagnfræðinga og fræðimenn að finna út ástæður og orsakir nefnds framgangs. Það gæti orðið erfitt verkefni. Hræddur um það.

Ómar Kristjánsson.

Nafnlaus sagði...

Icesave sem slíkt losar þannig aðeins um endurfjármögnun hins opinbera 2011 og 2012 en kemur ekki beint inn á fjárfestingar í atvinnuvegum á Íslandi.

Guðmundur er ekki líklegra en ekki að það verði gjaldeyrishöft á meðan við höfum krónu ?

Ég óttast að við séum í þvingaðri stöðu. Við verðum að velja á milli hafta og IKR eða stærri gjaldmiðils og frjáls flæðis. Báðar hliðar hafa sína kosti og galla. Hvort sem valið er leiðir til þess að við verðum að koma með nýja hugsun bæði í stjórnkerfið sem og hagstjórn.

Guðmundu, held að ástæða þess að fjárfestar halda aftur af sér sé einkum vegna þess að það er það mikill pólitískur óstöðugleiki hér á landi. Gjaldeyrishöftin spila þar ekki eins stórt hlutverk og við höldum. Pólitískur stöðugleiki og framtíðarsýn bæði fyrir land og þjóð er það sem skiptir fjárfesta meira máli.

Björn Kristinsson

Nafnlaus sagði...

kallinn orðinn vinsæll f. að segja sannleikann
http://www.t24.is/?gluggi=grein&tegund=klippt&id=4645

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þú gefa Ögmundi völd. Ef atvinnuuppbygging gengur ekki sem skyldi er auðvitað upplagt að kenna stjórnarandstöðu og Ögmundi um. Síðan hvenær hefur stjórnarandstaðan stjórnað?

Ef þú ert með iðnvæðingu þá ættirðu að bölva VG í heild sinni, ekki einum manni.

Ég þakka Ögmundi margt en einna helst hvernig Icesave fór :-)

Nafnlaus sagði...

Geisp !

"... orkuiðnaði er fyrirmunað að fjármagna framkvæmdir á meðan þeim standi einungis til boða lán á þeim ógnarkjörum sem íslendingum standa til boða á meðan Icesave er ekki leist."

Þegar fyrirtæki í orkuiðnaði fengu öll þau lán sem þau vildu settu þau sig rækilega á hausinn með ofgnótt af lántökum.

Varðandi hitt atriðið þá mu nÍslandsáhættuálagið ekki hverfa við það að semja um Icesave.

Leiðin upp virðingarstigann í tiltrú erlendra fjárfesta og lánveitenda er ekki svo auðveld.

Lánveitingar til Íslands verða dýrar þar til jafnvægi kemst á og væntingar verða stöðugar. Það eru mörg ljón á veginum á þeirri leið og ef þú heldur að það sé nóg að öskra bara á Icesave þá ertu ekki að gelta upp í rangt tré.

Hjalti sagði...

Icesave er blessun.
Hún kælir stóriðjukrabbameinið.

Á meðan Icesave er við líði þá blómstrar nýsköpun og útfluttningsfyrirtæki.

Það er enginn framtíð í stóriðju það er bara takmarða til af fossum og háhitasvæðum.

Þannig að byggjum upp á sjálfbærum atvinnuvegum en ekki á þeirri blindgötu sem stóriðja er.

Þekki það af eigin reynslu að það er vitlaust að gera í hugbúnaðargeiranum.
Ferðamaennskan og fiskurinn hafa aldrei haft það svona gott. Nítjándu aldar Stalínistar þurfa einfaldlega og fara að brosa framan í 21 öldina.

Nafnlaus sagði...

Þakka stórgóðan pistil, gaman að sjá hvernig sumir taka sannleikanum
KÞG

Guðmundur sagði...

Icesave er blessum!!?? Hver segir svona, reikna má að það sé opinber starfsmaður í tiltölulega öruggu starfi, jafnvel þingmaður.

Honum er nákvæmlega sama þó 18 þús. launamenn séu án vinnu og það stefni í að þeim fjölgi töluvert.

Honum er nákvæmlega sama þau öll orkuveitufyrirtækin stefni í gjaldþrot vegna þeirra ofurvaxta sem þau búa, sama á við um mörg önnur fyrirtæki.

Honum er sama þá það stefni á að hagsvöxtur verði undir 2% sem mun þýða að það þarf að skera velferðarkerfið töluvert mikið meira niður en ella þyrfti að vera.

Honum er sama þó það þýði að það stefni þá í að það þurfi næstavetur að segja upp um 20% opinberra starfsmanna.

Sá sem segir svona er greinilega á á einhverri allt annarri plánetu en flestir aðrir hér á landi.

Jú þetta er örugglega opinber starfsmaður í örguggu starfi,en gæti líka verið stjórnarandstöðuþingmaður sem er í örvæntingu sinni að reyna að réttlæta þann gríðarlega skaða sem hann er búinn að valda landi sínu og búinn að leggja 20 þús heimili í rúst að óþörfu síðastliðið ár og stefnir á bæta það met sitt á næstu mánuðum.

Nafnlaus sagði...

Ef marka má opinberar tölur er:

Skuldsetning vegna gjaldeyrisforða þjóðarinnar nemur 32% landsframleiðslu.

Kostnaðurinn við hallarekstur ríkissjóðs 2009-2012 nemur 26%.

Endurfjármögnun Seðlabanka Íslands nemur 17%.

Icesave málið nemur 14%.

Endurfjármögnun íslenska bankakerfisins nemur 11%.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur ...

Ég vildi gjarna að þú hefðir rétt fyrir þér - það mun semjast um Icesave í þessari lotu eða næstu og það mun ekki bjarga neinu af því sem þú væntir.

Í síðasta kommenti segir þú að Icesve muni lækka vexti.

Málið er að það væri hægt að lækka vexti strax án Icesave. Við erum með gjaldeyrishöft manstu.

Icesave er villuljós manna sem leita instant lausna. Fölsk áhersla bæði m.t.t. umfangs vandans og lausnarinnar.

Þú leysir alls ekki þann vanda sem þú lýsir með því að semja um Icesave ...

Guðmundur sagði...

Að neita að horfast í augu við staðreyndir er það versta sem menn lenda í, en því miður gerist það oft þegar í ljós kemur að menn geta eeki horfst í augu við þann skaða sem þeir hafa valdið.

"Lánshæfismat okkar hjá stórum erlendum matsfyrirtækjum hefur versnað vegna Icesave. Töf hefur orðið á endurskoðun á efnahagsáætlun okkar og AGS og Norðurlöndin hafa ekki treyst sér til að veita okkur lán á meðan málið er óleyst.

Við þessar aðstæður er illmögulegt fyrir ríkið og orkufyrirtækin að leita eftir lánum á erlendum lánamörkuðum.

Til skamms tíma þýðir þetta tvennt; endurfjármögnun á stórum afborgunum af erlendum lánum opinberra aðila eru í mikilli óvissu og ómögulegt verður að fjármagna þau orkuver sem þarf vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.

Takist okkur ekki að fá aðgang að erlendum lánamörkuðum þá klárast gjaldeyrisvaraforðinn á næstu tveimur árum.

Ekkert verður af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum og þar með hverfur sá hagvöxtur sem þær framkvæmdir áttu að skila.

Að mati hagdeildar ASÍ verður þjóðfélagið af 133 milljarða verðmætum á næstu þremur árum verði ekkert af framkvæmdunum.

Við þetta bætist að óvissan varðandi gjaldeyrisvaraforðann leiðir til þess að krónan verður veikari en ella sem þýðir að erfiðara verður að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka vexti.

Ríkið verður af tekjum vegna minni umsvifa í hagkerfinu og útgjöld þess aukast vegna atvinnuleysis. Hvorttveggja kallar á enn meiri niðurskurð á fjárlögum en þegar hefur verið boðaður" Ólafur Darri, langhæfast hafræðingur þessa lands.

Hjalti sagði...

Þú virðist miskilja nokkra hluti:

Við þurfum engan gjaldeyrisvaraforða til þess að létta gjaldeyrishöftum. Ein algengasta leiðin fyrir þjóðir að fara á hausinn er einmitt að nota erlend lán til að niðurgreiða eigin gjaldmiðil.

Varðandi vextina þá getum við lækkað þá á morgun, við erum með gjaldeyrishöft. Menn virðast ekki átta sig á því að háir vextir veikja gjaldmiðilinn! Háir vextir þýða það að seðlabankinn er að prenta peninga í stórum stíl. Stærst innistæðueigengur í bankakerfinu núna er lífeyrissjóðirnir þeir koma peningunum ekki í notkun og ekki heldur bankarnir þess vegna endar allt góssið inn í seðlabanka sem prentar fyrir vöxtunum. Á meðan þessu heldur fram verður gengi krónunar lágt um langa framtíð, enda allt að fyllast af verðlausum krónum.

Það er atvinnuleysi í byggingariðnaðnum, þeir geta því miður sjálfum sér um kennt þeir "ofveiddu" og þurfa einfaldlega að súpa seiðið af því. Það væri allavega fáránlegt að ríkistyrkja þessa stétt með erlendum lánum.

Varðandi stóriðjuna þá þurfa þeir sem vinna við virkjanir smátt og smátt að fara að finna sér annað að gera þar sem síðasti fossinn nálgast óðfluga. Þess vegna er Icesave ágætis kæling á þessa stétt og er hugbúnaðarhúsið sem ég vinn hjá vonandi að fara ráða menn úr þessari stétt til að fara gera eitthvað sem framtíð er í.