fimmtudagur, 22. september 2011

Fyrirsjáanleg Icesave staða? með smá viðbót

Allir helstu forsvarsmenn fyrirtækja á Íslandi, sérstaklega í orku- og tæknigeiranum hafa lýst því yfir að Icesave-samningurinn hafi gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækjanna hér á landi, þetta hefur komið fram í nær hverjum einasta fréttatíma undanfarið 2 ár.

Það hefur komið fram hjá samningamönnum Íslands við gerð Icesave-samningsins og öllum ráðgjöfum þeirra, að sá samningur lá fyrir í fyrra myndi hafa minnstu efnahagsleg áhrif á Íslandi, nóg væri komið af áhættusækni. Á þeim forsendum samþykkti yfirgnæfandi meirihluta Alþingis samninginn, eftir að hafa ítarlega yfir hann með sínum sérfræðingum. Ástæða er að minna á að það var Alþingi sem ákvað að fara þessa samningaleið og skuldbatt þjóðina þar með við hana.

Sá Icesave samningur gerði ráð fyrir að Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) endurgreiddi brestum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa nú þegar lagt út vegna lágmarkstryggingar við innistæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Vextir vegna samningsins eru fastir út árið 2016 og reiknast frá 1. okt. 2009 í stað 1. jan. 2009. Verði greiðslum ekki lokið að fullu árið 2016 munu vextir verða svokallaðir CIRR vextir, sem eru þeir lægstu sem tíðkast í lánasamningum erlendra aðila. Í samningnum eru efnahagslegir fyrirvarar með þaki á árlegar greiðslur úr ríkissjóð. hvað þessi atriði myndum við standa algjörlega óvarin verði horfið frá samningaleið. Allt eru þetta velkunn atriði og voru mikið rædd þegar Icesave samningar hafa verið til uræðu á undanförnum misserum.

Var að koma heim eftir vinnuferð úr bænum og sá þá að búið er að draga þá frétt sem ég í vitnaði í í morgun til baka. Það er þessi partur pistilsins: "
Nú er komið fram að eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hyggst ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans eins og íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir heldur fara með Icesave málið fyrir EFTA dómstólinn. ESA lítur svo á að endurheimtur í Landsbankanum komi efnislegum atriðum málsins ekki við.

Allt annað í þessum pistli stendur og við sjáum svo til hvað verður um næstu mánaðarmót.


Ég vona eins og allir aðrir íslendingar að við sleppum út úr þessu, en þegar hefur orðið hundruð milljarða skaði vegna Icesavedeilunnar og hann getur vaxið um nokkur hundruð milljarða til viðbótar. GG

Ísland hafi skuldbundið sig til að greiða lágmarksinnistæðutryggingar og því skuldi landið 675 milljarða króna.

Eins og ég hef bent á framar töldu margir að nóg væri komið af áhættusækni íslendinga og töldu miklar líkur á að þessi staða kæmi upp. Það myndi síðan leiða til þess að rétturinn kæmist að þeirri niðurstöðu að innistæðieigendum hafi verið mismunað á sínum tíma og þá geta bæði Holland og Bretland krafist hámarks innistæðutrygginga. Þá fer Icesave skuld Íslands úr 675 milljörðum króna í rúmlega 1.150 milljarða plús vextir frá árinu 2008, og þá verði ekki um ræða þá lágu vexti sem voru í samningnum sem var felldur, heldur fullir vextir.

Lánshæfi Íslands ekki bara ríkissjóðs heldur einnig allra fyrirtækja í landinu hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar, þeir stjórnmálamenn sem börðust gegn samþykkt Icesave eru að átta sig á þessu og hamast þessa daga að búa til leiktjöld til þess að fela sig bakvið, með málaferlum vegna hryðjuverkalaganna.

Icesave deilan hefur haft mikil áhrif á möguleika Íslands og íslenskra fyrirtækja til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig og ekki síður á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Icesave málin valdið orðspori íslendinga miklum skaða og seinkað hagvexti. Hér má t.d. minna á að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 MIA og ástæða að geta þess sérstaklega að það er endanlega tapað og tekur síðan tvöfalt meira á í endurreisn að ná því tilbaka. Þannig að við erum töluvert fjær því að ná markmiðum okkar um að minnka atvinnuleysi og auka tekjur í landinu, endurvinna kaupmátt og vitanlega tapar ríkissjóður umtalsverðum skatttekjum.


Úr fundargerðum Alþingis :
Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.

Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :
Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
....
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bókstaflega í síðustu færslu talarðu um "færslu fjórðungs tekna frá launþegum og sparifjáreigendum til atvinnurekenda", en skattgreiðendur áttu þó að stökkva á þessa handsprengju til að tryggja sömu atvinnurekendum greiðari aðgang að erlendu lánsfé? Hmm....

Guðmundur sagði...

Þessi nálgun er nú einkennileg, já eiginlega bara spuni.

Í síðustu færslu segi ég að á meðan við höfum krónuna þá jafngildi það, í gegnum of háa vexti og niðurfærslu launa sem er afleiðing gengisfellinga, þriðjungi af launasummunni. Með þessu fyrirkomulagi hafi lífinu verið haldið í atvinnulífinu. Þetta verði að leiðrétta með því að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Kjarabaráttan sé við þessar aðstæður í raun að miklu leiti tilgangslaus.

Í þessum pistli er ég aftur á móti að benda á hversu mikill skaði blasi við okkur við að hafa fellt síðasta Icesave-samning. Það þýði í reynd, eins og hefur komið fram, að hagvöxtur er mun hægari en hann gæti verið. Það sé meðal annars vegna þess að fyrirtækin geti ekki fjármagnað sig á eðlilegum vöxtum, og fari þar af leiðandi ekki í framkvæmdir, sama eigi við um einstaklinga.

Og reyndar er Icesave málið stór þáttur í stórkostlegum vandamálum sveitarfélaganna, t.d. má þar benda á Reykjanesbæ sem varð að endurfjármagna sig á erlendum launum eð 7% vöxtum sem þýðir í raun að það var bara verið að lengja í hengingaról bæjarfélagsins.

Tveir óskyldir hlutir
M bestu kv. GG

Nafnlaus sagði...

Afar góður pistill, raunsætt mat á veruleikanum.

Nú vilja sumir bæta um betur og fara í mál við Bretland,,,,, eins og fólk þrífist á stríði við umheiminn,,,,

Þeir aðilar sem næst stóðu að fara í málaferli voru Kaupþing og Lnandsbankinn - þolendurnir. Kaupþing kannaði málið - og fékk skýr svör - það væri ekki grundvöllur fyrir málsókn. Landsbankinn gerði ekkert.

Seinasta ríkisstjórn kannaði málið og komst að því að það væri ekki grundvöllur fyrir málssókn.

Á sama tíma er það mikilvægasta sem Ísland þarf á að halda - er að byggja upp traust og trúverðugleika erlendis.

Það verður ekki gert með þvi að vera í stríði við umheiminn.

Sumir vilja þó sífellt vera í stríði við umheiminn, til að geta einangrað Ísland sem mest.

Hvernig væri að huga að frmatíðinni og byggja upp - í stað þess að ala á reiði fortíðarinnar.

Fólk þarf að fara að gera upp við sig hvort það stefnir til framtíðar - eða fortíðar.

Nafnlaus sagði...

ESA er búið að vísa frétt Fréttablaðsins sem þú byggir þessa færslu á til föðurhúsanna og segir hana ranga:

http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/internal-market/nr/1527

Tryggvi Tryggvason sagði...

Þú segir: "Nú er komið fram að eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hyggst ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans eins og íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir heldur fara með Icesave málið fyrir EFTA dómstólinn." Hvar hefur þetta komið fram annarsstaðar en í rangri forsíðufrétt Fréttablaðsins sem ESA sá ástæðu til að leiðrétta? Hitt er svo annað mál að jafnvel þó niðurstaðan verði þessi þá er ekkert að óttast enda endar málið í versta falli fyrir íslenskum dómstólum.

Nafnlaus sagði...

Fantaflottir pistlar dag eftir dag.
Meira - meira
takk takk Geir

Nafnlaus sagði...

Mjög raunsær pistill, tek undir með þér um hvernig þetta gæti endað

jon halldor Gunnarsson sagði...

Góðut pistill hjá þér!