fimmtudagur, 5. apríl 2012

Framtakssjóður í vondum málum

Fréttir um ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar kom mörgum fullkomlega á óvart. Við vorum mörg sem spurðum hvar voru þessar ákvarðanir teknar? Það var allavega ekki gert í samráði við stjórnir þeirra lífeyrissjóða sem að Framtakssjóð standa.

Þessi ráðning var stefnubreyting frá því sem áður hafði verið ákveðið, voru stjórnarmenn Framtakssjóðs búnir að gleyma hvar lífeyrissjóðirnir töpuðu mest og hverjir stjórnuðu þeim fyrirtækjum. Átti ekki að vinna með þeim hætti að endurvinna traust sjóðsfélaga?

Fyrirtæki undir stjórn Brynjólfs Bjarnasonar hafa ítrekað gerst sek um samkeppnislagabrot. Nú síðast var Síminn sektaður um tæpan hálfan milljarð króna. Síminn sektaði í vikunni um 440 milljónir króna misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins. Brotin áttu sér stað yfir sex ára tímabil á árunum 2002 til 2007 og var Brynjólfur forstjóri Símans síðustu fimm árin.

Það er ekki rétt sem haft er eftir Þorkatli Sigurlaugssyni, stjórnarformanni Framtakssjóðsins, um að þeir sem standa að Framtakssjóð beri fyllsta traust til Brynjólfs. Það er svo spurning hvort það sé rétt eftir haft af blaðamanni eða orðalag ónákvæmt hjá Þorkatli. En svo það sé á hreinu þá fer fjarri að Brynjólfur njóti trausts. Því hefur ítrekað verið komið á framfæri við Þorkel, allavega frá okkur í stjórn Stafa lífeyrissjóðs.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er gott að hafa innmúraðan og innvígðan í þessu starfi?
Hverra hagsmuna mun hann gæta?
Hverja hefur hann unnið fyrir hingað til?
Magnús

Viðar Ingvason sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Viðar Ingvason sagði...

Fámenn mafía heldur um valdataumana í landinu. Stjórnkerfið og meira og minna samfélagið allt er gjörspillt, ógeðslegt eins og hinn innmúraði Styrmir orðaði það í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Samkvæmt skoðanakönnunum ætla landsmenn að kjósa hrunflokkana yfir sig í næstu kosningum. Þessari þjóð er ekki við bjargandi!

Nafnlaus sagði...

Hvers vegna er þetta ekki stoppað áður en maðurinn er ráðinn?
Þó hann hafi verið ráðinn (greinilega á bak við tjöldin) á að afturkalla ráðninguna strax.
Það á að láta Þorkel Sigurlaugsson hætta sem stjórnarformann strax. Hvers vegna skýtur þessum akkorðmanni íhaldsins ævinlega upp þar sem skítalyktin er megnust?

Nafnlaus sagði...

Það lifir enn í glóðum gamla Íslands.

http://is.wikipedia.org/wiki/Eimrei%C3%B0arh%C3%B3purinn

kv. Stebbi

Nafnlaus sagði...

Hvaða stjórnarmeðlimir í Framtakssjóðnum eru frá launþegaarmi lifeyrissjóðana? - af hverju eru atvinnurekendur með stjórnarformann Framtakssjóðsins.
Kv
Björn S. Lárusson